Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013
Með breyttu hugarfari getur þú
öðlast það líf sem þú óskar þér.
NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur
náð frábærum árangri í lífinu.
NLP er öflugasta sjálfsstyrking sem völ er á.
Námskeið í NLP tækni verður haldið
27.-29. september og 4.-6. október
Persónuvernd telur að það sé álita-
mál hvort samþykki starfsmanns við
vímuefnaprófi nægi til að uppfylla
kröfur sem gerðar eru til samþykkis
á vinnslu viðkvæmra persónuupplýs-
inga. Æskilegt sé að settar verði regl-
ur um vímuefnapróf og vinnslu per-
sónuupplýsinga, eins og heimild sé
fyrir í lögum. Best fari á að aðilar
vinnumarkaðarins komist að sam-
komulagi um málefnið í kjarasamn-
ingum.
Þetta kemur fram í almennu áliti
Persónuverndar á vímuefnaprófum
sem birt var í gær. Tilefnið er að Per-
sónuvernd höfðu borist allnokkrar
ábendingar vegna vímuefnaprófana á
vinnustöðum og skráningu persónu-
upplýsinga um starfsmenn. Eitt
þeirra fyrirtækja sem gerðu slík próf
er Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum
en 11 sjómönnum var í vetur sagt upp
eftir að þeir féllu á vímuefnaprófi.
Fram kemur í áliti Persónuvernd-
ar að engar reglur eða ákvæði um
prófin sé að finna í vinnuverndar-
löggjöfinni eða í kjarasamningum.
Í álitinu er m.a. bent á að eitt af
grundvallarsjónarmiðum löggjafar
um persónuvernd sé að fólk ákveði
sjálft hvaða upplýsingar sé unnið með
og að það veiti samþykki af fúsum og
frjálsum vilja. „Álitamál er hvort
starfsmaður sé í slíkri aðstöðu gagn-
vart vinnuveitanda sínum að sam-
þykki starfsmanns, fyrir vinnslu upp-
lýsinga sem fást úr vímuefnaprófum,
verði talið veitt af „fúsum og frjálsum
vilja“,“ segir í álitinu.
runarp@mbl.is
Álitamál hvort samþykki
dugi fyrir fíkniefnaprófi
Morgunblaðið/Kristinn
Vímuefni Kannabis finnst í þvagi
löngu eftir að þess er neytt.
Samþykki þarf
að veita af fúsum
og frjálsum vilja
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Vindhviður og ókyrrð yfir flugvell-
inum í Nuuk á Grænlandi varð til
þess að flugmenn flugvélar Flug-
félags Íslands höfðu í of mörg horn
að líta við aðflug að vellinum.
Vegna álagsins varð verkaskipting
á milli þeirra ekki eins og best
verður á kosið. Saman leiddi þetta
til þess að leiðbeiningum um lend-
ingu var ekki fylgt en vegna að-
stæðna hefðu þeir átt að hætta við
lendingu. Afleiðingin varð sú að
lendingin varð harkaleg.
Þetta eru helstu niðurstöður
rannsóknarnefndar flugslysa í Dan-
mörku á lendingu flugvélarinnar á
Nuuk-flugvelli 4. mars 2011.
Í lendingunni brotnaði annað aft-
urhjólið af og vélin rann út af flug-
vellinum og skemmdist töluvert.
Hvorki þriggja manna áhöfn né 31
farþega sakaði.
Í skýrslu nefndarinnar um
óhappið kemur fram að miðað við
aðstæður yfir vellinum hefðu flug-
mennirnir átt að hætta við lend-
ingu. Þeir hafi á hinn bóginn ein-
blínt á að lenda og álagið sem á
þeim var hafi leitt til þess að sá
möguleiki að hætta við lendingu
komst ekki að í huga þeirra.
Þjálfun flugmannanna, ástand
vélarinnar, hleðsla eða annað slíkt
hafði ekkert með óhappið að gera,
að mati nefnd-
arinnar. Fram
kemur að að-
stæður á flug-
vellinum voru í
samræmi við
veðurspá. Nefnd-
in gerir engar til-
lögur í öryggis-
átt.
Árni Gunn-
arsson, fram-
kvæmdastjóri Flugfélags Íslands,
segir að félagið muni að sjálfsögðu
rýna ítarlega í skýrslu dönsku flug-
slysanefndarinnar en við fyrstu sýn
telur hann ekki að þörf sé á bregð-
ast sérstaklega við niðurstöðum
hennar, s.s. með breyttri þjálfun
flugmanna.
Vélin dæmd ónýt
Flugvélin, sem var gerðinni De
Havilland DCH 8-106, var talin of
mikið skemmd til að það tæki því
að gera við hana. Flugfélagið átti
tvær vélar af þessari gerð. Eftir
slysið seldi félagið hina vélina og
keypti tvær af sömu tegund en af
nýrri gerð.
Aðspurður segir Árni að að-
stæður til flugs á Grænlandi séu
ekki endilega verri en á Íslandi.
Flugbrautirnar í Grænlandi séu
reyndar oft stuttar en hér á landi
séu einnig krefjandi flugvellir, s.s. á
Ísafirði.
Of mikið af
upplýsingum
til að vinna úr
Sá möguleiki að hætta við lendingu
komst ekki að í huga flugmannanna
Óhapp Við lendinguna brotnaði hægra afturhjólið af. Vélin rann út af flug-
brautinni og út í urð þar sem nefhjólið brotnaði af.
Árni
Gunnarsson
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hætta er á að of miklar launahækk-
anir umfram verðmætasköpun leiði
fyrr en síðar til gengisfalls krónu.
Þetta er mat Hannesar G. Sig-
urðssonar, aðstoðarframkvæmda-
stjóra Samtaka atvinnulífsins, en til-
efnið er umræða verkalýðsleiðtoga
um að laun þurfi að hækka til jafns
við verðbólgu í kjarasamningum í
haust. Hannes segir launabreyting-
arnar undanfarin ár og áratugi hér á
landi hafa verið langt umfram það
sem gengur og gerist í okkar sam-
keppnisríkjum. „Þær eiga ekki rót
sína að rekja til þess að sérstaklega
mikið svigrúm hafi verið til launa-
hækkana. Meiri verðbólga hér en
annars staðar skapar ekki svigrúm
til að hækka laun. Þvert á móti tak-
markar verðbólgan svigrúm fyrir-
tækja sem geta ekki ákveðið verð
sitt sjálf, og eru í samkeppni á er-
lendum mörkuðum eða innlendum,
og þurfa að mæta lækkandi verði
þessi misserin, til þess að hækka
laun.“
Fjórða árið í röð
Laun hafa hækkað umfram verð-
lagsþróun á fyrri hluta ársins og er
það í fjórða árið í röð sem það gerist,
líkt og sjá má á töflunni hér til hliðar.
Hannes segir miklar launabreyt-
ingar undanfarin ár hafa verið tölu-
vert umfram verðbólgu. „Kaupmátt-
ur hefur því styrkst mikið. Kaup-
máttaraukning hér á landi hefur
verið meiri en víðast annars staðar
og ástæða til að íhuga hvort forsend-
ur eða innistæða hafi verið fyrir
henni. Ef svarið er að svo hafi ekki
verið ætti viðfangsefnið að vera að
varðveita þann árangur í stað þess
að halda áfram á sömu braut sem
ekki getur endað nema með einhvers
konar áfalli, eins og við þekkjum úr
sögunni. Sagan sýnir að sum tímabil
hefur kaupmáttur aukist mikið sam-
hliða miklum launabreytingum en í
kjölfarið dregist saman aftur með
veikingu gengis krónunnar.
Það er mjög óvarlegt að hækka
laun meira en svigrúm er fyrir. Það
getur ekki endað vel. Raungengið
hefur hækkað sem þýðir að sam-
keppnisstaða landsins versnar.
Afleiðingin er meðal annars að það
myndast ekki sá viðskiptaafgangur
sem við þurfum á að halda til þess að
minnka erlendan skuldavanda þjóð-
arinnar og styðja við gengi krónu.“
Gústaf Steingrímsson, sérfræð-
ingur hjá Landsbankanum, segir
mjög óskynsamlegt að hækka laun
umfram vöxt framleiðni því það muni
ekki tryggja varanlega kaupmáttar-
aukningu sem hlýtur alltaf að vera
markmiðið með hækkun launa. Það
geti líka með tímanum leitt til veik-
ingar á gengi krónunnar.
Nafngengi krónu geti veikst
„Ef laun hér hækka hraðar og
verðbólga er meiri en í viðskipta-
löndunum hefur það jafnan í för með
sér að nafngengi krónunnar veikist.
Ef við gerum ráð fyrir að raungengið
haldist fast yfir tíma – og það er yfir-
leitt miðað við það – þá leiða launa-
hækkanir umfram vöxt framleiðni til
aukinnar verðbólgu og sé hún meiri
en í viðskiptalöndunum leiðir það til
gengisveikingar gjaldmiðilsins. Til
skemmri tíma sveiflast nafngengið
upp og niður en til lengri tíma mun
það gefa eftir. Veiking gengisins
mun síðan aftur viðhalda verð-
bólgustiginu sem mun aftur
ýta á veikingu gjaldmiðilsins
til lengri tíma litið. Verð-
bólga hefur jafnan verið
hærri hér en í viðskipta-
löndunum síðustu 20 ár
og hefur það grafið und-
an íslensku krónunni
gagnvart viðskipta-
myntunum. Krónan er
allt að helmingi verð-
minni gagnvart helstu
viðskiptamyntum en
hún var árið 1993 og
bróðurpartinn af þeirri
veikingu má skýra með
þeirri umframhækkun
sem orðið hefur á verðlagi
hér í samanburði við við-
skiptalöndin,“ segir Gústaf.
Of miklar hækkanir
geti veikt krónuna
Aðstoðarframkvæmdastjóri SA uggandi yfir launaþróun
Þróun mánaðarlegrar launavísitölu 2008-2013
Launavísitala 2008
Vísitala neysluverðs
Launavísitala 2009
Vísitala neysluverðs
Launavísitala 2010
Vísitala neysluverðs
Launavísitala 2011
Vísitala neysluverðs
Launavísitala 2012
Vísitala neysluverðs
Launavísitala 2013
Vísitala neysluverðs
Jan. Feb. Mars Apríl Maí Júní
Breyting
jan. - júní
330,9 333,5 337,6 340,5 342 346,2 4,62%
282,3 286,2 290,4 300,3 304,4 307,1 8,78%
355,7 355,7 356,1 355,4 356 356,7 0,28%
334,8 336,5 334,5 336 339,8 344,5 2,90%
366,9 368,6 369 369,5 370,1 378,3 3,11%
356,8 360,9 362,9 363,8 365,3 364,1 2,05%
383,2 383,9 385,2 385,6 389,9 405 5,69%
363,4 367,7 371,2 374,1 377,6 379,5 4,43%
418,2 427,1 431,7 431,4 432,9 433,1 3,56%
387,1 391 395,1 398,2 398,1 400,1 3,36%
439,2 449,4 455,3 456,4 456,5 457,8 4,23%
403,3 409,9 410,7 411,5 411,3 413,5 2,53%
Samanburður við þróun vísitölu neysluverðs
Vísitalan miðast við regluleg laun í hverjummánuði og er reiknuð og birt ummiðjan næsta mánuð.
Grunnur desember 1988=100
Heimild: Hagstofa Íslands
Með nafngengi er átt við hið
skráða gengi Seðlabanka Ís-
lands. Það segir til um hversu
mikinn erlendan gjaldeyri þarf
til að kaupa eina krónu. Gengi
evru er nú um 160 krónur og
þarf því 0,00625 evrur til að
kaupa eina krónu.
Raungengið er aftur á móti
notað til að bera saman hlut-
fallslegt verð á innlendri og er-
lendri vöru og þjónustu.
Hækki laun hér mun hraðar
en í viðskiptalöndum
styrkist raungengi
krónunnar sem aftur
kemur niður á
samkeppnishæfni
landsins. Við það
minnkar viðskipta-
afgangur en hann
þarf einmitt að vera
mikill um þessar
mundir til að afla
gjaldeyris vegna mik-
illa erlendra skulda
hins opinbera og fyrir-
tækja.Miklar launa-
hækkanir á Íslandi
valda því að fram-
leiðslukostnaður hér
eykst og það dregur
úr samkeppnishæfni
landsins.
Raungengið
styrkist
GENGISÞRÓUN