Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 236. DAGUR ÁRSINS 2013 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Umdeild skilaboð Dr. Phil 2. Blaðaljósmyndara hópnauðgað … 3. Vildi verða mjó til að vera samþykkt 4. Draumur að heimsækja Ísland  Á morgun, 25. ágúst, verða tíu ár liðin frá því bandaríska hljómsveitin Foo Fighters hitti hina íslensku Nil- Fisk í samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri og tók með henni lagið en degi síðar héldu hljómsveitirnar tón- leika í Laugardalshöll. Þessa við- burðar verður minnst á morgun kl. 17 í tali, tónum og myndum á hátíðar- tónleikum hljómsveitarinnar Kiriy- ama Family í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Menningarráð Hrúta- vinafélagsins Örvars stendur fyrir samkomunni og samstarfsaðilar eru Búnaðarfélag Stokkseyrarhrepps hins forna og Barnaskólinn á Eyrar- bakka og Stokkseyri, en liðsmenn NilFisk stunduðu nám í þeim skóla. NilFisk lék aftur og óvænt með Foo Fighters, á Draugabarnum á Stokks- eyri hinn 4. júlí árið 2005 en Foo Fighters var þá hingað komin vegna tónleika sem hún hélt í Egilshöll tveimur dögum síðar. Þykir þetta samstarf hljómsveitanna heyra til merkisviðburða í íslenskri poppsögu. Hljómsveitin Kiriyama Family spratt fram á sjónarsviðið árið 2008, reist á grunni NilFisk. Á ljósmyndinni, sem tekin var á tónleikunum í Laugardals- höll, sést Jóhann í NilFisk kynna Foo Fighters til leiks. Morgunblaðið/Sverrir Tíu ár liðin frá sögu- frægum tónleikum  Myndband við lagið „Home Again“ af væntanlegri plötu Eltons Johns, The Diving Board, hefur nú litið dags- ins ljós og var stór hluti þess tekinn upp hér á landi. Mynd- bandið má finna á YouTube og í því sjást ýmsar náttúruperlur, m.a. Dyrhólaey og Seljalandsfoss. Íslensk náttúra í myndbandi Johns FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12 Í DAG Suðvestan 5-13 og áfram væta í flestum landshlutum, en dregur úr úr- komu seinnipartinn. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan. Á sunnudag Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða dálítil rigning. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast austanlands. Á mánudag Suðvestan 5-10 m/s og skúrir, en bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti breytist lítið. Úrslitin í Borgunarbikar kvenna í knattspyrnu ráðast á Laugardalsvell- inum í dag þegar Breiðablik og Þór/ KA mætast í úrslitaleik. Þór/KA varð Íslandsmeistari í fyrra en hefur aldrei orðið bikarmeistari. Liðið kom nokk- uð á óvart í undanúrslitum og sló út Stjörnuna í Garðabænum. Morgun- blaðið hitar upp fyrir leikinn og birtir líkleg byrjunarlið. »3 Vinnur Þór/KA bikarinn í fyrsta skipti? Birkir Gunnarsson, Íslands- meistari í tennis, hefur feng- ið skólastyrk frá bandaríska háskólanum Graceland Uni- versity í Iowa og mun hann samhliða náminu keppa fyrir skólann. „Ég er bara virkilega spenntur fyrir þessu. Það er frábært að fá skólastyrkinn í gegnum íþróttirnar enda er námið dýrt,“ sagði Birkir meðal annars í samtali við Morgunblaðið. » 1 Íslandsmeistarinn fær skólastyrk „Við erum hvergi bangnir. Við erum alveg sáttir við þá leið sem við erum að fara. Stefnan hjá okkur er að vera á meðal sex efstu liðanna í deildinni. Við vitum að ef allt gengur vel getum við kroppað í efstu þrjú liðin en ef gengur illa erum við að síga niður í sæti sex til sjö,“ sagði Dagur Sig- urðsson þjálfari Füsche Berlín, meðal annars um væntingarnar í Berlín til keppn- istímabilsins í þýska hand- boltanum sem hefst í dag. »2 Kynslóðaskipti hjá Füsche Berlín Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is „Þetta hófst allt með því að meiri- hlutinn af okkur var að æfa í Cross- fit Iceland þar sem Arnar Freyr Magnússon var að þjálfa okkur. Þegar hann hætti þar bauð hann okkur að hittast fyrir utan æfing- arnar og hlaupa og mjög margir þáðu það,“ segir Ester Rúnarsdóttir sem er í hlaupahópnum Grjótskokk. Hópurinn hittist tvisvar í viku á mis- munandi stöðum á höfuðborgar- svæðinu og sækir síðan hlaup um allt land yfir árið. Hlaupararnir ætla allir að mæta í Reykjavíkurmara- þonið í dag og taka að minnsta kosti hálfmaraþon. Láta ekki smáfrost stoppa sig „Við erum tæplega 20 í hópnum. Flestir æfa ennþá crossfit eða boot- camp og mæta á þessar æfingar með. Þetta hófst í fyrrasumar og stóð yfir í allan vetur og í allt sum- ar,“ segir Ester en hópurinn er á breiðu aldursbili, allt frá rétt undir tvítugu til rúmlega fertugs. „Í sumar höfum við sótt Gull- sprettinn, Jökulsárhlaupið og mörg önnur hlaup, en við hlaupum nær hvar sem er,“ segir hún, en æfing- arnar í sumar hafa verið að hlaupa bæði stuttar og langar vegalengdir með ýmsum æfingum. Í vetur sló hópurinn ekkert af og æfði utan dyra í miklum kulda og frosti. „Við tókum til að mynda 150 upphífingar og síðan 16 kílómetra hlaup í vetur í miklu frosti,“ segir Ester sem segir þau hafa öll mjög gaman af þessu og andinn í hópnum sé virkilega góður. Gullsprettur og Jökulsárhlaup Í sumar tóku þau í fyrsta sinn þátt í Gullsprettinum. „Það er 8,5 kíló- metra hlaup í kringum Laugarvatn, en meirihlutinn er í mýri og ofan í vatninu, við hlupum alveg í vatni upp undir mitti,“ segir Ester, en þau slógu ekki slöku við eftir það og fóru nú í ágúst í Jökulsárhlaupið. Þar var boðið upp á þrjár vegalengdir, 13,2 km, 22 km og 33 km. Grjótskokkarar áttu hlaupara í öllum hlaupunum. „Þetta er allt öðruvísi hlaup en önn- ur, það er mjög grýtt og oft mikil drulla þar sem hlaupið er á mjóum moldarstígum, en þetta er óskaplega gaman.“ Hlaupið er framhjá Dettifossi, Hljóðaklettum, Hólmatungum og síðan enda allir í Ásbyrgi. En hópur- inn mætti nær allur til leiks í Jökuls- árhlaupið í ár líkt og í fyrra. „Við tökum öllum áskorunum og þetta er alltaf mjög krefjandi,“ segir Ester, en hópurinn ætlar að halda áfram í vetur þó að Arnar Freyr hafi í vikunni flutt til Danmerkur. „Hlaupum nær hvar sem er“  Grjótskokks- hópurinn mætir allur í maraþonið Jökulsárhlaupið Guðfinnur, Eva Ósk, Valur, Ester, Stefán Þór, Gunn- hildur, Gunnar Geir, Lilja og Grétar Víðir í Ásbyrgi áður en lagt var af stað. Ljósmyndir/Halldór Páll Halldórsson Gullspretturinn Stór hluti Grjótskokkshópsins tók í sumar þátt í að hlaupa kringum Laugarvatn og ofan í því. Frá hópnum er Íris Blöndahl Kjartansdóttir fremst á myndinni, Valur Ægisson þriðji og Ester Rúnarsdóttir sú fjórða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.