Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 236. DAGUR ÁRSINS 2013
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Umdeild skilaboð Dr. Phil
2. Blaðaljósmyndara hópnauðgað …
3. Vildi verða mjó til að vera samþykkt
4. Draumur að heimsækja Ísland
Á morgun, 25. ágúst, verða tíu ár
liðin frá því bandaríska hljómsveitin
Foo Fighters hitti hina íslensku Nil-
Fisk í samkomuhúsinu Gimli á
Stokkseyri og tók með henni lagið en
degi síðar héldu hljómsveitirnar tón-
leika í Laugardalshöll. Þessa við-
burðar verður minnst á morgun kl. 17
í tali, tónum og myndum á hátíðar-
tónleikum hljómsveitarinnar Kiriy-
ama Family í Félagsheimilinu Stað á
Eyrarbakka. Menningarráð Hrúta-
vinafélagsins Örvars stendur fyrir
samkomunni og samstarfsaðilar eru
Búnaðarfélag Stokkseyrarhrepps
hins forna og Barnaskólinn á Eyrar-
bakka og Stokkseyri, en liðsmenn
NilFisk stunduðu nám í þeim skóla.
NilFisk lék aftur og óvænt með Foo
Fighters, á Draugabarnum á Stokks-
eyri hinn 4. júlí árið 2005 en Foo
Fighters var þá hingað komin vegna
tónleika sem hún hélt í Egilshöll
tveimur dögum síðar. Þykir þetta
samstarf hljómsveitanna heyra til
merkisviðburða í íslenskri poppsögu.
Hljómsveitin Kiriyama Family spratt
fram á sjónarsviðið árið 2008, reist á
grunni NilFisk. Á ljósmyndinni, sem
tekin var á tónleikunum í Laugardals-
höll, sést Jóhann í NilFisk kynna Foo
Fighters til leiks.
Morgunblaðið/Sverrir
Tíu ár liðin frá sögu-
frægum tónleikum
Myndband við lagið „Home Again“
af væntanlegri plötu Eltons Johns,
The Diving Board, hefur nú litið dags-
ins ljós og var stór
hluti þess tekinn upp
hér á landi. Mynd-
bandið má finna á
YouTube og í því sjást
ýmsar náttúruperlur,
m.a. Dyrhólaey og
Seljalandsfoss.
Íslensk náttúra í
myndbandi Johns
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12 Í DAG Suðvestan 5-13 og áfram væta í flestum landshlutum, en dregur úr úr-
komu seinnipartinn. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á sunnudag Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða dálítil rigning. Hiti 8 til 16
stig, hlýjast austanlands.
Á mánudag Suðvestan 5-10 m/s og skúrir, en bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi.
Hiti breytist lítið.
Úrslitin í Borgunarbikar kvenna í
knattspyrnu ráðast á Laugardalsvell-
inum í dag þegar Breiðablik og Þór/
KA mætast í úrslitaleik. Þór/KA varð
Íslandsmeistari í fyrra en hefur aldrei
orðið bikarmeistari. Liðið kom nokk-
uð á óvart í undanúrslitum og sló út
Stjörnuna í Garðabænum. Morgun-
blaðið hitar upp fyrir leikinn og birtir
líkleg byrjunarlið. »3
Vinnur Þór/KA bikarinn
í fyrsta skipti?
Birkir Gunnarsson, Íslands-
meistari í tennis, hefur feng-
ið skólastyrk frá bandaríska
háskólanum Graceland Uni-
versity í Iowa og mun hann
samhliða náminu keppa fyrir
skólann. „Ég er bara virkilega
spenntur fyrir þessu. Það er
frábært að fá skólastyrkinn í
gegnum íþróttirnar enda er
námið dýrt,“ sagði Birkir
meðal annars í samtali við
Morgunblaðið. » 1
Íslandsmeistarinn
fær skólastyrk
„Við erum hvergi bangnir. Við erum
alveg sáttir við þá leið sem við erum
að fara. Stefnan hjá okkur er að vera
á meðal sex efstu liðanna í deildinni.
Við vitum að ef allt gengur vel getum
við kroppað í efstu þrjú liðin en ef
gengur illa erum við að síga niður í
sæti sex til sjö,“
sagði Dagur Sig-
urðsson þjálfari
Füsche Berlín,
meðal annars um
væntingarnar í
Berlín til keppn-
istímabilsins í
þýska hand-
boltanum
sem hefst í
dag. »2
Kynslóðaskipti
hjá Füsche Berlín
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
aslaug@mbl.is
„Þetta hófst allt með því að meiri-
hlutinn af okkur var að æfa í Cross-
fit Iceland þar sem Arnar Freyr
Magnússon var að þjálfa okkur.
Þegar hann hætti þar bauð hann
okkur að hittast fyrir utan æfing-
arnar og hlaupa og mjög margir
þáðu það,“ segir Ester Rúnarsdóttir
sem er í hlaupahópnum Grjótskokk.
Hópurinn hittist tvisvar í viku á mis-
munandi stöðum á höfuðborgar-
svæðinu og sækir síðan hlaup um
allt land yfir árið. Hlaupararnir ætla
allir að mæta í Reykjavíkurmara-
þonið í dag og taka að minnsta kosti
hálfmaraþon.
Láta ekki smáfrost stoppa sig
„Við erum tæplega 20 í hópnum.
Flestir æfa ennþá crossfit eða boot-
camp og mæta á þessar æfingar
með. Þetta hófst í fyrrasumar og
stóð yfir í allan vetur og í allt sum-
ar,“ segir Ester en hópurinn er á
breiðu aldursbili, allt frá rétt undir
tvítugu til rúmlega fertugs.
„Í sumar höfum við sótt Gull-
sprettinn, Jökulsárhlaupið og mörg
önnur hlaup, en við hlaupum nær
hvar sem er,“ segir hún, en æfing-
arnar í sumar hafa verið að hlaupa
bæði stuttar og langar vegalengdir
með ýmsum æfingum. Í vetur sló
hópurinn ekkert af og æfði utan
dyra í miklum kulda og frosti. „Við
tókum til að mynda 150 upphífingar
og síðan 16 kílómetra hlaup í vetur í
miklu frosti,“ segir Ester sem segir
þau hafa öll mjög gaman af þessu og
andinn í hópnum sé virkilega góður.
Gullsprettur og Jökulsárhlaup
Í sumar tóku þau í fyrsta sinn þátt
í Gullsprettinum. „Það er 8,5 kíló-
metra hlaup í kringum Laugarvatn,
en meirihlutinn er í mýri og ofan í
vatninu, við hlupum alveg í vatni upp
undir mitti,“ segir Ester, en þau
slógu ekki slöku við eftir það og fóru
nú í ágúst í Jökulsárhlaupið. Þar var
boðið upp á þrjár vegalengdir, 13,2
km, 22 km og 33 km. Grjótskokkarar
áttu hlaupara í öllum hlaupunum.
„Þetta er allt öðruvísi hlaup en önn-
ur, það er mjög grýtt og oft mikil
drulla þar sem hlaupið er á mjóum
moldarstígum, en þetta er óskaplega
gaman.“
Hlaupið er framhjá Dettifossi,
Hljóðaklettum, Hólmatungum og
síðan enda allir í Ásbyrgi. En hópur-
inn mætti nær allur til leiks í Jökuls-
árhlaupið í ár líkt og í fyrra.
„Við tökum öllum áskorunum og
þetta er alltaf mjög krefjandi,“ segir
Ester, en hópurinn ætlar að halda
áfram í vetur þó að Arnar Freyr hafi
í vikunni flutt til Danmerkur.
„Hlaupum nær hvar sem er“
Grjótskokks-
hópurinn mætir
allur í maraþonið
Jökulsárhlaupið Guðfinnur, Eva Ósk, Valur, Ester, Stefán Þór, Gunn-
hildur, Gunnar Geir, Lilja og Grétar Víðir í Ásbyrgi áður en lagt var af stað.
Ljósmyndir/Halldór Páll Halldórsson
Gullspretturinn Stór hluti Grjótskokkshópsins tók í sumar þátt í að hlaupa kringum Laugarvatn og ofan í því. Frá
hópnum er Íris Blöndahl Kjartansdóttir fremst á myndinni, Valur Ægisson þriðji og Ester Rúnarsdóttir sú fjórða.