Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013 Ómar Garpar Þessir miklu rússnesku hlaupa- og hjólagarpar voru sáttir og glaðir eftir að hafa hlaupið og hjólað hringveginn á síðustu þremur vikum. Alls 1.378 kílómetra. Komu þeir til Reykjavíkur í gær og munu ljúka ferðinni með stæl í Reykjavíkurmaraþoninu og hlaupa þar heilt maraþon. Teymið kemur frá St. Pétursborg og að sögn hins 29 ára gamla Kiryl Pleshakov hlupu fjórir þeirra á meðan tveir fylgdu með á hjóli. Annar hjólagarpanna er hinn 76 ára gamli Ari Kotov. Leiðangursstjóri er Alexander Korotkov. Hinir hlaupararnir eru Vladimir, Alexander og Kiryl. Núgildandi aðal- skipulag Reykjavíkur er að stofni til frá árinu 2001 og hefur ekki verið endur- skoðað í heild allan þennan tíma. Ýmislegt hefur samt gengið á bæði í borginni, á landsvísu og í heim- inum þessi ár. Það ætti því að vera Reyk- víkingum fagnaðarefni að í júníbyrjun samþykkti borg- arstjórn Reykjavíkur að auglýsa endurskoðað aðalskipulag borgar- innar, sem nú er í kynningu til og með 20. september 2013 og er hags- munaaðilum gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri innan þessa frests. Þótt þegar séu liðin nærri þrjú ár af skipulagstímabilinu er full ástæða til að hvetja alla Reykvíkinga og fjöl- miðla til að kynna sér þetta skipulag enda er hér um að ræða „stefnu- mörkun sem er bindandi fyrir allar aðrar skipulagsákvarðanir“ borgar- innar. Þessi stefna skiptir okkur öll mjög miklu enda markar hún ramma fyrir fjölmargar ákvarðanir einstaklinga og fyrirtækja næstu 17 ár. Kynningarefnið er líka yndislega fallegt þannig að af því mætti halda að daglegt líf í Reykjavík sé eilíf garðveisla í glampandi sól eða myndi a.m.k. verða þannig þegar búið væri að framkvæma skipulagið. Í kynningarefni segir að skipulag- ið sé „byggt á greiningarvinnu, mati skipulagskosta og samráðsferli“ þar sem markmiðið sé að„skapa heild- stæðari og þéttari borg- arbyggð. „Reykjavík eigi að vera: framsækin, kraftmikil, samkeppn- ishæf, skemmtileg, frjálslynd, hagkvæm, skilvirk, öflug. fjöl- breytt vinnuafl, metn- aður, sérstök, orkuauð- lindir, tæknivædd, lífleg, fjölbreytt borg“ þótt minna fari fyrir forskrift að því hvernig eigi að ná þessum mark- miðum enda er líka skiljanlega erfitt að mæla þau. Ekki sjást heldur mikil tengsl milli greiningar á þróunarvanda- málum borgarinnar og tillögum til lausnar á þeim. Einhverjum, sem ekki hafa ennþá tekið reiðhjólatrú, kynni líka að finnast að meira púðri hefði að ósekju mátt eyða undan- farin 13 ár í að rannsaka atvinnulíf borgarinnar til að reyna m.a. að koma til móts við þarfir þess og nauðsyn t.d. á öruggu gatnakerfi. Þetta atvinnulíf þarf nú einu sinni að útvega þeim sem ekki eru opinberir starfsmenn eitthvað að gera og er grundvöllur fyrir flesta aðra fram- tíðardrauma. Það er ekki nóg að full- yrða að „gæði umhverfis á atvinnu- svæðum borgarinnar séu forsenda þess að auka samkeppnishæfni Reykjavíkur“ – og að „gert sé ráð fyrir að störfum í Reykjavík fjölgi að minnsta kosti í takt við fjölgun íbúa“. Aðrar fullyrðingar eins og að „1+1 verði meira en 2 í þéttbýli“ hjálpa hér lítið. Raunveruleiki þeirra Reykvíkinga sem ég þekki og umgengst er tals- vert annar en sú sólbjarta mynd sem kynnt er í aðalskipulaginu. Sam- kvæmt rannsókn Hagstofunnar á um helmingur Reykvíkinga í erfið- leikum um hver mánaðamót með að ná endum saman auk þess sem margir eru búnir að missa þær íbúð- ir sem þeir áttu. Hvaða úrræði kem- ur aðalskipulagið með fyrir þetta fólk? Að vísu segir að markmiðið sé að „tryggja fjölbreytt framboð húsa- gerða og búsetukosta á hverjum tíma í þéttri borgarbyggð“ – og að „allir borgarbúar hafi öruggt hús- næði á viðráðanlegu verði“. Ekki hef ég samt getað fundið stafkrók um framkvæmd þessarar stefnu og hvað það þýði „að 20% íbúða verði mið- aðar við þarfir þeirra sem ekki vilja eða geta lagt mikið fé í eigið hús- næði?“ Þó er það grundvallaratriði í skipulagi að tala skýrt. Borgaryfirvöldum hlýtur líka að hafa verið talsverður vandi á hönd- um með að afgreiða þetta aðal- skipulag því hvorki liggur fyrir end- urskoðað svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið, sem aðal- skipulagið á að taka mið af, að ekki sé nú minnst á landsskipulag sem á að mynda ramma fyrir svæðis- skipulagið. Hugsanlega er þetta ástæðan t.d. fyrir því að fyrirhuguð jarðgöng undir Öskjuhlíðina (sem áætlað er að kosti a.m.k. 10 millj- arða) tengjast í punkti við Kringlu- mýrarbraut í Fossvogsdal (sjá mynd) og halda svo áfram í önnur jarðgöng í Kópavogi. Hvenær á næstu 17 árum er líklegt að við eig- um 10 milljarða í sameiginlegum sjóðum sem við viljum verja í þessi göng, að nauðsynjalausu? Í lok kynningarinnar kemur fram að aðalskipulagsvinnan hafi verið leidd af borgarfulltrúum, en athygl- isvert er að enginn skipulagsfræð- ingur virðist vilja taka faglega ábyrgð á þessari vinnu og stefnu- mörkun. Nú kann vel að vera að hér sé bara um pólitíska framtíðar- draumsýn að ræða, enda bara rösk- lega hálft ár til næstu sveitar- stjórnarkosninga. Það kann líka að vera að núverandi borgarstjórn vilji með þessu aðalskipulagi reyna að binda hendur næstu borgarstjórnar, en mörgum sveitarstjórnum hefur reynst það skammgóður vermir að nýta sér ekki tiltæka þekkingu og reynslu í þessum efnum þó ekki væri nema til þess að tengja draumsýnir sínar að einhverju leyti við hvers- dagslegan raunveruleikann sem flest okkar þurfa að fást við daglega. Sjaldan, ef nokkurn tíma, höfum við þurft meira á raunhæfu, faglegu skipulagi að halda fyrir Reykjavík sem stæði traustum fótum í íslensk- um veruleika eins og hann er í dag. Eftir Gest Ólafsson » Sjaldan, ef nokkru sinni, höfum við þurft meira á raunhæfu, faglegu skipulagi að halda fyrir Reykjavík, sem tæki mið af íslensk- um veruleika. Gestur Ólafsson Höfundu er arkitekt og skipulagsfræðingur FAÍ, FSFFÍ og fyrrverandi kennari í skipulagsfræðum við H.Í. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 – „Fyrir alls konar fólk“ Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Punktalína sýnir göng undir Öskjuhlíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.