Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013
✝ Ari Brynjólfs-son fæddist á
Þúfnavöllum í
Hörgárdal 7. des-
ember 1926. Hann
lést á Flórída í
Bandaríkjunum, 28.
júní 2013.
Foreldrar hans
voru hjónin Guðrún
Rósinkarsdóttir
húsmóðir, f. 3.8.
1905 á Kjarna, Arn-
arneshreppi, d. 4.5. 1983 og
Brynjólfur Sigtryggsson, kenn-
ari og bóndi lengst af í Krossa-
nesi við Eyjafjörð, f. 7.10. 1895 í
Skriðu, Hörgárdal, d. 10.8. 1962.
Systkini Ara eru: Ragnheiður,
látin, Þorgerður, látin, Sigrún,
Sigurður Óli, látinn, Áslaug og
Helga.
Ari kvæntist 22.12. 1950
Marguerite Reman Brynjolfsson
skjalaþýðanda, f. 4.6. 1927. For-
eldrar hennar voru Bertha Rem-
an húsmóðir, og Niels Reman
húsgagnasmíðameistari. Börn
Ara og Marguerite eru: 1) Ar-
iane Guðrún Kelleris M.S. sál-
fræðingur, f. 15.6. 1951; maki
Jan Kelleris, verkfræðingur.
Þau eiga þrjár dætur. 2) Ólafur
hann Alexander von Humbolt
styrk við háskólann í Göttingen,
Þýskalandi til framhaldsnáms í
kjarneindafræðum og segul-
magnsfræðum. Þá tók hann við
sem forstöðunaður geislunar-
stöðvar Risö, Danmörku og var
þar við störf 1957-1965. Hann
fór til Bandaríkjanna og stjórn-
aði þar tilraunum með geislun á
matvælum, lækningatækjum og
dauðhreinsun á búnaði geimfara
hjá Natick Research and Deve-
lopment í Massachusetts. Ari
stundaði framhaldsnám í stjórn-
unarstörfum og rekstrar-
hagfræði við Harvard háskóla
1971. Hann varði doktorsritgerð
við Niels Bohr-stofnunina,
Kaupmannahafnarháskóla 1973.
Ari starfaði á vegum Sameinuðu
þjóðanna víða um heim, m.a. var
hann tvö ár í Hollandi og var
fjögur ár forstöðumaður við Al-
þjóða kjarnorkumálastofnunina
í Vínarborg. Ari hefur skrifað
fjölda ritgerða og greina í er-
lend tímarit og haldið fyrirlestra
víða um heim. Þá hefur hann
hlotið margvíslegar viðurkenn-
ingar fyrir vísindastörf sín og
rannsóknir.
Útför Ara fer fram í Wayland,
Massachusetts í dag, 24. ágúst
2013. Minningarathöfn verður
haldin á Akureyri 21. september
2013.
Dr. med. skurðlækn-
ir, f. 12.2. 1955;
maki Shahpar
Brynjolfsson, tölv-
unarfræðingur. Þau
eiga einn son og
fjórar dætur. 3) Ei-
ríkur prófessor í
hagfræði, f. 14.4.
1962; maki Martha
Brynjolfsson pró-
fessor í nýrnalækn-
ingum. Þau eiga
þrjá syni. 4) John Brynjólfur eðl-
isfræðingur og framkvæmda-
stjóri f. 11.4.1964; maki Marg-
aret Brynjolfsson
viðskiptafræðingur. Þau eiga
einn son og þrjár dætur. 5) Alan
Leifur stærðfræðingur og for-
stjóri, f. 20.12. 1967; maki Pat-
ricia Brynjolfsson markaðs-
fræðingur. Þau eiga tvær dætur
og tvo syni.
Ari lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri
1948. Hann hóf nám við Kaup-
mannahafnarháskóla í eðlisfræði
og lauk þaðan mag. scient prófi
1954. Ari vann við jarðfræðilegar
rannsóknir, bergsegulmælingar,
á vegum Rannsóknarráðs rík-
isins 1954-55. Tvö næstu ár fékk
Í dag er kvaddur Í Banda-
ríkjunum hann Ari móðurbróðir
minn, Ari Brynjólfsson, eðlis-
fræðingur, sem átti lengst af
heima í Ameríku. Ari, sem lést
fyrr í sumar, var á margan hátt
mjög sérstakur maður, sem dró
alls staðar að sér athygli með
hógværri og hlýrri nærveru
sinni. Allt frá unga aldri man ég
eftir því að hafa hlustað með
lotningu á það sem þessi frændi
minn og mikli vísindamaður í
Ameríku hafði að segja, en þótti
um leið fátt eðlilegra en að
spyrja og spjalla við hann um
hugðarefni mín vegna þess að
hann virtist alltaf hafa raun-
verulegan áhuga á því sem ég
sagði og mér fannst. Og úr því
slíkum manni fannst ég hafa
eitthvað til málanna að leggja
þóttist ég bara nokkuð góður.
Þegar Ari kom ásamt allri fjöl-
skyldunni í heimsókn til Íslands
í fyrrasumar gafst mér enn eitt
tækifærið til að spjalla við hann
og ekkert hafði breyst í hans
viðmóti, einlægur áhugi og
greinandi hugur hans fékk
mann til að hugsa hærra – og
ég fékk enn á ný þessa sömu
tilfinningu sem ég þekkti svo
vel allt frá því ég var drengur.
Þannig var Ari raunverulega
áhugasamur um fólkið sitt og
um leið ótrúlega fljótur að sjá
aðalatriðin og setja sig inn í það
sem verið var að fjalla um. Fyr-
ir vikið urðu samtölin ætíð
gagnleg, skemmtileg og vitræn.
Ari var mikill fjölskyldumað-
ur og velferð Marguerite og
barna hans var honum mikil-
væg. Barnahópurinn hefur notið
þessa atlætis og elsku foreldra
sinna og verið sérlega farsæll.
Fjölskylda Ara á Íslandi var
honum einnig mikilvæg og þau
hjónin voru ætíð í góðu sam-
bandi við systkini og ættingja
hér heima. Akureyri og Krossa-
nes áttu sérstakan sess í huga
þessa heimsborgara, sem
hrærðist í helstu vísindakreðs-
um Vesturlanda.
Æskustöðvarnar og upprun-
inn fylgdu honum alla tíð og
voru eins konar jarðtenging
sem minnti á að velmegun,
menntun og æðri lífsins gæði
eru ekki endilega sjálfsagðir
hlutir. Brauðstrit bókhneigðs
fólks í Krossanesi fyrir miðbik
20. aldar bergmálaði þannig í
hnattrænni sýn hins alþjóðlega
vísindamanns. Ari var skólaður
í agaðri hugsun raunvísindanna
og setti það auðvitað mark sitt
á allt hans fas og viðhorf, en
hann var samhliða fagurkeri
með mikla innsýn í sögu, listir
og menningu. Starf hans og
hugsjónir snerust í raun um að
bæta aðstæður fólks í heimin-
um, meðal annars með því að
þróa aðferðir til að geyma mat-
væli við erfið skilyrði. Slíkt
hefði eflaust komið sér vel í
Krossanesi í gamla daga. Hann
lætur eftir sig gríðarlegt dags-
verk á sínu fagsviði sem fræði-
menn munu byggja á um ókom-
in ár.
Missir Marguerite, barna
þeirra Ara og barnabarna er
mikill, en minningin um góðan
mann lifir. Ari Brynjólfsson var
ákaflega heilsteyptur maður
sem sérstakt lán var að fá að
kynnast. Fyrir þau kynni vil ég
þakka. Blessuð sé minning
hans.
Birgir Guðmundsson.
Ari Brynjólfsson var þekktur
víða um heim fyrir vísindastörf
sín og hlaut ótal viðurkenningar
fyrir þau. Hann vann merk af-
rek í kjarneðlisfræði og seg-
ulmagnsfræðum og var braut-
ryðjandi í geislun á matvælum.
Glæsilegt yfirbragð, tígulegt fas
og góð nærvera ollu því að fólk
sem varð á vegi hans sýndi hon-
um ósjálfrátt mikla virðingu.
Þrátt fyrir að hafa dvalið lang-
dvölum á erlendri grund var Ari
mikill Íslendingur og þótti afar
vænt um ræturnar í Krossanesi
við Eyjafjörð. Hann bar ekki
við að taka upp vesturheimskan
framburð heldur talaði ensku
með „norðlenskum“ hreim. Það
jók enn á virðinguna sem staf-
aði af honum.
Það er ekki út í bláinn að Ara
sé líkt við landnema í Vest-
urheimi. Eftir farsælt starf sem
forstöðumaður þekktrar vís-
indastofnunar í Danmörku tók
hann sig upp, fertugur að aldri,
og settist að í Bandaríkjunum.
Honum var falið að stjórna
rannsóknum í geislafræðum á
öflugri tilraunastofu í nágrenni
Boston. Hann ruddi skóg í Wa-
yland og reisti þar stórt og
glæsilegt hús í „skandinavísk-
um“ stíl. Þar var mikið líf í
tuskunum meðan börnin fimm
voru heima og tekið með kost-
um og kynjum á móti ættingj-
um og vinum frá Íslandi. Wayl-
and þykir eitt fínasta úthverfi
Boston-borgar en sjálfur sagði
Ari að staðurinn hefði orðið fyr-
ir valinu vegna þess að þar
væru úrvals skólar. Þar fengu
börnin hans það veganesti sem
dugði þeim til að fá inngöngu í
víðfrægar menntastofnanir eins
og Harvard, MIT og Columbia
og ná framúrskarandi árangri í
lífinu.
Á bak við alla þessa miklu at-
hafnasemi stóð sem klettur eig-
inkona Ara, Marguerite Reman,
sem hann kynntist á námsárun-
um í Kaupmannahöfn. Ari
ávarpaði hana alltaf „Margrét
mín“ og hún hvatti hann ákaft
til dáða og eggjaði börnin til af-
reka í námi og starfi.
Um miðjan sjötta áratuginn
dvaldist Ari með fjölskyldu
sinni eitt ár í Reykjavík og
Margréti mun þá ekki hafa litist
nema miðlungi vel á ættland
bónda síns. Á síðari árum naut
Margrét þess að koma hingað
til lands með Ara en einstak-
lega gott og náið samband var á
milli þeirra hjóna og systkina
hans. Þau ferðuðust líka víða
um lönd með systrum hans, Sig-
rúnu, Áslaugu og Helgu, móður
minni.
Ég kynntist Ara og mann-
kostum hans vel þegar ég var
við nám og störf í Bandaríkj-
unum. Ég hef aldrei þekkt
neinn sem var svo góðviljaður,
hjálpsamur, ástríkur, örlátur,
ósporlatur og áhugasamur um
allt milli himins og jarðar. Þeg-
ar ég kenndi í Harvard-háskóla
veturinn 1997-98 nutum við fjöl-
skyldan höfðinglegrar gestrisni
þeirra hjóna og þau tóku fús-
lega að sér hlutverk afa og
ömmu dætra minna meðan á
Boston-dvölinni stóð.
Eftir að Ari lét af störfum í
geislarannsóknunum gegndi
hann margháttuðu trúnaðar-
starfi fyrir alþjóðastofnanir og
vann ótrauður að eðlisfræðinni.
Hjónin höfðu iðulega vetursetu
í mildu veðurfarinu í Suður-
Kaliforníu og á Flórída. Þau
voru hjá yngsta syni sínum í
Tampa á Flórída þegar Ari lést.
Skarð hans verður ekki fyllt en
minningin um góðan mann og
merkan vísindamann lifir.
Þórhallur Eyþórsson.
Ari Brynjólfsson
Elsku afi minn
er látinn. Það er svo óraun-
verulegt, mér finnst eins og þú
hafir bara skroppið frá og kom-
ir aftur. Ég sit hér heima í
stólnum þínum að reyna að
skrifa minningargrein en trúi
því ekki enn að þú sért ekki að
koma aftur. Mig langar að
þakka þér fyrir allar stundirnar
sem við áttum saman, þú varst
mér sem faðir. Þú og amma
hugsuðuð vel um mig þegar
Sveinbjörn Sædal
Gíslason
✝ Sveinbjörn Sæ-dal Gíslason
fæddist í Reykjavík
17. desember 1926.
Hann lést á heimili
sínu 27. júlí 2013.
Útför Svein-
björns fór fram frá
Seltjarnarnes-
kirkju 9. ágúst
2013.
mamma flutti til
útlanda. Eftir að
amma lést komst
þú í hennar stað og
gerðir hluti fyrir
mig sem hún hafði
alltaf gert áður. Ég
sit hér í sorg yfir
ykkur báðum því
mér finnst eins og
ég hafi ekki ein-
ungis misst afa
minn heldur einnig
það sem eftir var af ömmu. Ég
mun sakna þess að geta ekki
komið heim.
Mér fannst svo vænt um það
þegar þú talaðir við mig um að
þetta væri alltaf heimili mitt
þrátt fyrir að ég væri flutt út
og búin að stofna sjálf fjöl-
skyldu. Hjá þér hafði ég alltaf
stað til að koma á og þegar ég
kom ein til Reykjavíkur þá gisti
ég oftast hjá þér. Ég mun
sakna þess sárt að geta ekki
leitað til þín og spjallað við þig
um allt og ekkert. Bestu stund-
irnar voru rétt áður en við fór-
um að sofa, þá var mikið spjall-
að og farið með bænirnar því
þú varst mjög trúaður maður.
Þér fannst gaman að gefa
gjafir og gera hluti fyrir fólk
þótt fjárhagurinn væri slæmur.
Þú varst mikill grúskari og
tækjakall og safnaðir þú ótrú-
legustu hlutum. Oft var svolítið
leynimakk á þér í kringum það
og mér þótti það mjög spenn-
andi þar sem ég er eins. Annað
sem við áttum sameiginlegt var
svolítil þrjóska og stundum var
erfitt þegar við vorum ósam-
mála og hvorugt okkar vildi
gefa sig. Þú varst mikið fyrir
grínið og sama hvað gekk á þá
gast þú alltaf komið því inn,
meira að segja þegar þú varst
sem veikastur.
Þú varst mikill fjölskyldu-
maður og talaðir við mig mörg-
um sinnum í viku í gegnum
símann til að fá fréttir af öllum.
Þú tókst alltaf svo vel á móti
okkur öllum og hafðir alltaf
áhyggjur af því hvort við vær-
um ekki svöng. Þú varst mikið
fyrir tónlist og gast spilað á pí-
anó eftir eyranu. Ég veit að
eiginmanni mínum þótti mjög
vænt um þig og hann var alltaf
svo þakklátur þér fyrir hvað vel
þú tókst á móti honum þegar
hann kom inn í fjölskylduna og
honum leið alltaf svo vel hjá
þér.
Elsku afi minn, ég mun aldr-
ei geta þakkað nægilega vel
fyrir uppeldið og allt annað
sem þú og amma gerðuð fyrir
mig, ást mín til ykkar og minn-
ingin um ykkur mun alltaf búa í
hjarta mínu. Hvíl í Guðs friði.
Þín sonardóttir,
Karitas Valsdóttir.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og
langafi,
FINNUR SVEINBJÖRN BJÖRNSSON
flugvirki,
Sléttuvegi 17,
sem lést föstudaginn 16. ágúst á Droplaugar-
stöðum, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
miðvikudaginn 28. ágúst og hefst athöfnin kl. 13.00.
Valdís Ella Finnsdóttir, Jónas Ólafsson,
Ólafur Jónasson, Finnur Jónasson,
Elvar Finnur Grétarsson, Heiðar Kristján Grétarsson,
Hannar Sindri Grétarsson, Tindur Bergmann Heiðarsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGURMUNDA GUÐMUNDSDÓTTIR,
áður til heimilis að
Asparfelli 4,
lést þriðjudaginn 20. ágúst á hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 27. ágúst
kl. 13.00.
Sigurður D. Skarphéðinsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir,
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Agnar Magnússon,
Sigurmunda Skarphéðinsdóttir, Eggert Ísólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, afi, langafi og bróðir,
STEFÁN VALDIMARSSON,
lést fimmtudaginn 15. ágúst á
Hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Útför fer fram frá Fossvogskapellu
fimmtudaginn 29. ágúst kl. 13.00.
Kolbrún Stefánsdóttir,
Valdís Stefánsdóttir,
Valdimar Stefánsson,
barnabörn, langafabörn og systkini.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
VALGERÐAR MARGRÉTAR
INGIMARSDÓTTUR,
Síðumúla 21,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks LSH, 11E og 11G, Ljóssins
stuðningsmiðstöðvar, Karitas hjúkrunarþjónustu og líknardeildar
LSH í Kópavogi fyrir ómetanlega hjálp og stuðning í veikindum
hennar síðustu árin.
Kristinn Gestsson,
Jón Ingi Hilmarsson, Helen Long,
María Huld Hilmarsdóttir, Sigurjón Pálmarsson,
Kolbrún Kristín Kristinsdóttir, Sigurður Árni Waage,
Einar Valur Kristinsson, Guðný Lára Jóhannesdóttir,
Kristinn Sigurhólm, Emma, Valgeir Árni,
Valgerður Ásrún og Friðrik.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÞORGEIR BJÖRGVINSSON,
Asparhvarfi 18,
Kópavogi,
lést miðvikudaginn 21. ágúst.
Klara Guðrún Hafsteinsdóttir,
Hugrún Diljá Þorgeirsdóttir, Stefán Atli Guðnason,
Íris Rut Þorgeirsdóttir, Atli Bjarnason,
Lýdía Þorgeirsdóttir,
Eygló Þorgeirsdóttir,
Klara Líf og María Margrét.
Að skrifa minningagrein
Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum
dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til
birtingar á mánudag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt
sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000
tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum,
þar sem þær eru öllum opnar.