Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 33
FRÉTTIR 33Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013 Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. 100% made in Italy www.natuzzi.com Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar Hver fangi í fangelsum New York- borgar kostaði borgina 168 þúsund Bandaríkjadollara, jafnvirði 20 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Á hverjum degi sátu að með- altali 12.287 fangar í fangelsi í borginni, þar af 75% í gæslu- varðhaldi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sjálfstæðs eftirlitsaðila. Af föngunum voru 57% svört, 33% suðuramerísk en aðeins 7% hvít. 93% fanganna voru karlkyns. Höfundar skýrslunnar reiknuðu út kostnaðinn með því að taka sam- an rekstrarkostnað fangelsanna, launakostnað og bótafríðindi starfsmanna, og lánskostnað vegna byggingarframkvæmda og við- halds. Þeim sem sitja í fangelsi í New York-borg hefur fækkað umtals- vert síðustu ár, andstætt þróuninni á landsvísu. Samkvæmt upplýs- ingum frá skrifstofu borgarstjóra hefur þeim fækkað um 32% síðasta áratug sem eru fangelsaðir í borg- inni, á meðan föngum hefur fjölgað lítillega á landsvísu. Hlutfall fanga af íbúum árið 2011 var 474 fangar á hverja 100 þúsund íbúa en á landsvísu voru 650 fangar á hverja 100 þúsund íbúa. AFP Fangavist Árið 2011 voru 650 fangar á hverja 100.000 íbúa í Bandaríkjunum. Hver fangi kostar 20 milljónir króna  12.287 sátu í fangelsi í New York- borg á degi hverjum árið 2012 Indland. AFP. | Lögregluyfirvöld í Mumbai á Indlandi sögðust þess full- viss í gær að þau myndi hafa hendur í hári fjögurra manna sem nauðguðu 23 ára ljósmyndara í miðborginni á fimmtudagskvöld en fimmti maður- inn var þegar í haldi lögreglu. Atvikið hefur vakið mikla reiði í landinu. Konan var að ljósmynda gamlar byggingar fyrir tímarit þegar menn- irnir réðust á hana og samstarfsmann hennar. Árásin hófst þannig að menn- irnir gengu að parinu og sögðu að þau ættu ekki að vera þarna en bundu síð- an manninn með belti og nauðguðu konunni skammt frá. Konan hlaut marga innvortis áverka. Árásin átti sér stað á yfirgefnu iðn- aðarsvæði skammt frá íbúðum, versl- unum og veitingahúsum í einu af fínni hverfum Mumbai. Hún hefur fengið nokkuð á íbúa borgarinnar, sem fram til þessa hefur verið talin mun örugg- ari fyrir konur en höfuðborgin Nýja Delí. „Engin lausn, engin lækning“ Átta mánuðir eru liðnir síðan 23 ára gamalli konu var nauðgað af fimm mönnum í strætisvagni í höfuðborg- inni, á meðan karlkyns félagi hennar var beittur ofbeldi. Hún lést af áverk- um sínum tveimur vikum síðar. Það mál vakti heimsathygli og varð m.a. til þess að dauðarefsing var tekin upp í þeim tilfellum þar sem fórnarlambið deyr. „Konur verða að vera á varðbergi og meðvitaðar um sjálfa sig og um- hverfi sitt. Það er engin lausn, engin lækning,“ sagði Swati Pillai, sem vinn- ur á auglýsingastofu í Mumbai, í sam- tali við AFP. „Bombay [nú Mumbai] var alltaf örugg en á síðastliðnum ár- um hefur það breyst. Hún er ekki söm,“ sagði framkvæmdastjórinn og móðirin Manjiri Jamadagni. Árásin á fimmtudag vakti mikla reiði á samskiptasíðum og ýmis fjöl- miðlasamtök efndu til mótmæla í gær. Þá fordæmdu þingmenn indverska þingsins verknaðinn og sögðu m.a. að taka þyrfti á kynferðisárásum með af- dráttarlausum hætti. 23 ára ljósmyndara hópnauðgað í Mumbai  Borgin áður talin örugg fyrir konur  Vekur mikla reiði AFP Mótmæla kynferðisofbeldi Árásin á fimmtudag hefur vakið mikla reiði en hún er um margt líkt hópnauðgun sem átti sér stað í Nýju Delí í desember. Kynferðisofbeldi » Eftir árásina í desember var skilgreining hugtaksins „kyn- ferðisárás“ m.a. víkkuð. » „Þetta land hefur ekki efni á því að konur okkar og börn séu óörugg í höndum þeirra sem ráðast á þau,“ sagði ráð- herrann Kapil Sibal í gær. » Lögregla segir 20 hópa vinna að rannsókn málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.