Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013 ✝ Halldór Krist-inn Helgason fæddist í Hnífsdal 1. desember 1938. Hann andaðist á hjartadeild Land- spítalans við Hringbraut í Reykjavík 12. ágúst 2013. Foreldrar hans voru Helgi Björns- son, f. 3.3. 1910, d. 16.8. 1987, og Kristjana Jón- asdóttir, f. 27.5. 1914, d. 25.7. 1975. Systkini Halldórs eru: Guðmundur Helgason, f. 24.6. 1933, d. 16.8. 2010, kvæntur Steinunni Margréti Jóhanns- dóttur, f. 27.1. 1935, Björn Helgason, f. 25.9. 1935, kvæntur Maríu Gísladóttur, f. 4.6. 1936, Jónas Karl Helgason, f. 8.5. 1937, d. 30.10. 1980, kvæntur Gunnjónu Jóhannesdóttur, f. 21.11. 1934, Jón Hálfdán Helga- son, f. 10.11. 1947, d. 22.12. 1966, Ólöf Helgadóttir, f. 14.10. 1950, gift Kristjáni Pálssyni, f. 29.11. 1947, Guðrún Helgadótt- ir, f. 19.9. 1953, gift Cliff Dene- reaz, f. 26.6. 1951, Reynir Helgason, f. 26.4. 1955, kvæntur Monicu Mackintosh, f. 29.1. 1953 og Björk Helgadóttir, f. 20.11. 1959, gift Stíg Arnórs- 1992, og Bárður Bjarki, f. 22.7. 1996. Dóttir Bryndísar og Vals er Steingerður Aldís, f. 17.2. 2007. 5) Kristján Freyr, f. 23.6. 1975, hann er kvæntur Bryndísi Stefánsdóttur, f. 4.12. 1975, þau eiga Stefán Bjart, f. 28.8. 2002, og Fríðu Katrínu, f. 31.5. 2007. Halldór ólst upp í Hnífsdal, fór ungur að sinna ýmsum störfum, var í sveit í Lambadal við Dýrafjörð og Vogum við Ísafjörð, stundaði sjóinn m.a. hjá föður sínum sem gerði út bátinn Rán. Hann vann við upp- setningu ratsjárstöðvar á Straumnesfjalli fyrir herinn, vann mikið sem bílstjóri yfir ævina, t.a.m. við vegagerð við Mjólkárvirkjun. Þá starfaði hann lengi í Rækjuverksmiðj- unni í Hnífsdal, Niðursuðu- verksmiðjunni á Ísafirði og Básafelli. Halldór og Stein- gerður byggðu upp sitt heimili í Hnífsdal og bjuggu þar allt til ársins 1990, fluttu þá inn á Ísa- fjörð. Þegar Halldór var kom- inn á eftirlaunaaldur lagði hann ekki árar í bát, heldur gerðist landformaður hjá útgerðinni Öngli. Halldór tók þátt í starf- semi ýmissa félaga og lagði hönd á plóg í margvíslegu sjálf- boðastarfi. Má þar helst nefna Kiwanis-klúbbinn á Ísafirði þar sem Halldór vann óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins og eignaðist hann þar marga af sínum bestu vinum. Útför Halldórs fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 24. ágúst 2013, kl. 14. syni, f. 11.8. 1952. Halldór kvæntist árið 1965 Stein- gerði Ingadóttur, f. 10.8. 1939, og eiga þau fimm upp- komin börn. Þau eru: 1) María Sveinfríður, f. 16.8. 1959, maki hennar Sigurður Valgeir Jósefsson, f. 20.4. 1960, þau eiga Heiðdísi Höllu, f. 28.4. 1985, maki Hróbjartur Róbertsson, f. 27.2. 1974, barn þeirra er Katr- ín María Hróbjartsdóttir, f. 2.2. 2011, og Jósef Fannar, f. 31.10. 1989. 2) Birkir Guðjón, f. 18.9. 1961, maki hans er Pia Majbrit Hansen, f. 27.3. 1961, þau eiga Sissel Björk, f. 17.10. 1990, Maj Berglindi, f. 10.11. 1992, og Kjartan Thor, f. 5.8. 1994. 3) Karitas Ása, f. 9.11. 1964, hún er gift Smára Garðarssyni, f. 27.10. 1963, þau eiga Helenu Dögg, f. 29.4. 1989, sonur Hel- enu og Jaroslaw Krawczyk er Garðar Smári Krzysztof Krawc- zyk, f. 24.9. 2010, og Aron Inga, f. 17.5. 1993. 4) Bryndís, f. 13.1. 1969, maki hennar er Valur Jó- hannesson, f. 12.5. 1967, synir Bryndísar frá fyrra sambandi eru Halldór Kristinn, f. 12.11. Elsku pabbi minn. Ég man er þú barst mig á háhesti. Ég man er þú komst á vörubílnum með ný- málað þríhjól á pallinum, fallega rautt og hvítt með skúffu sem hægt var að sturta innihaldinu úr. Ég man heyskapinn. Ég man fjár- húsin. Ég man berjamó og berja- hreinsun á svölunum. Ég man sleggjuna, steininn og harðfiskinn á bak við hús. Ég man rafmagns- leysi með olíulampa og prímus. Ég man snjóhús úr tilhöggnum snjó- klumpum með þaki úr spýtum og segldúk. Ég man flugferðina okk- ar með lítilli flugvél til Reykjavík- ur og aksturinn heim aftur á glæ- nýrri Lödunni hans afa. Ég man útilegurnar. Ég man ferðalögin. Ég man sunnudagsrúntana. Ég man eftir öllu hrósinu og stoltinu. Ég man eftir koníakssnafsinum eftir langa keyrslu vestur til ykk- ar. Ég man eftir síðustu stundun- um okkar saman. Ég man þig elsku besti pabbi. Og mun aldrei þér gleyma. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú. Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson) Elsku mamma og amma, Guð gefi þér styrk í sorginni, við erum hér hjá þér. Bryndís, Valur, Halldór Kristinn, Bárður Bjarki og Steingerður Aldís. Ekki veit ég hvernig manni er ætlað að kveðja föður sinn. Mig tekur það ansi sárt en ætli það séu ekki ljúfar minningarnar sem er ætlað að gera það bærilegra. Ég á vissulega gnótt af þeim. Elsku pabbi minn var mikil hetja í mín- um augum. Vestfirskur vinnu- þjarkur sem kunni ekki annað en að vinna. Seigla, þrjóska, ósér- hlífni og eljusemi koma upp í hug- ann. Hann var maður mikilla verka og ekki þekkti hann leti. Ég held að ég megi kallast heppinn að vera yngsta barnið af fimm. Ör- verpið. Ég fékk mörg ljúf ár í for- eldrahúsum og fékk að kynnast pabba mögulega á annan máta en eldri systkini mín, pabbi var jú alltaf að vinna. Þegar maður hugs- ar um þessa kjarnorkukarla, dugnaðarforka sem kunnu ekki annað, þá hugsar maður óneitan- lega til allra þessara kjarna- kvenna sem ólu upp fjölskyldurn- ar og ráku heimilin. Mamma er ein af þeim. Mér er það sérstak- lega minnisstætt þegar ég ílengd- ist í eldhúsinu kvöld eitt á leið út að skemmta mér, ég átti svo gott spjall við pabba sem sagði mér svo margt af sinni æsku. Hluti sem ég hafði aldrei heyrt og ekki haft vit á að spyrja um. Gífurlega dýrmæt stund sem ég geymi hjá mér. Sömuleiðis er mér ógleymanlegur langur göngutúr sem við áttum saman um þorpið okkar Hnífsdal fyrir nokkrum árum, göngutúr fullur af æskuminningum pabba frá þeim slóðum. Eftir að pabbi veiktist var ég svo heppinn að fá hann sendan suður til mín með nokkurra mánaða millibili. Þá var hann sóttur á flugvöllinn, ekið upp á Landspítala, þaðan oftast nær á BSÍ í kótilettur og beint út á flug- völl aftur. Við áttum ógleymanleg- ar stundir. Ég er afskaplega þakk- látur pabba fyrir allan stuðninginn. Fyrir æskuheimilið í Hnífsdal. Fyrir mömmu og systk- ini mín. Fyrir að koma mér til manns. Fyrir að innræta mér ekki skoðanir, heldur að hvetja mig til að mynda mér skoðanir. Fyrir að vera afi barnanna minna. Fyrir allt! Eitt af því síðasta sem pabbi sagði okkur var hversu stoltur hann væri af börnunum sínum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Pabbi, ef þú bara vissir hversu stolt við erum af þér. Þú ert bestur. Kristján Freyr. Elsku afi, nú er víst komið að kveðjustund. Þegar ég lít til baka til sam- verustunda okkar streyma til mín fallegar minningar um þig sem ekki er annað hægt en að brosa yf- ir. Þú varst alveg svona ekta afi, svo yndislegur og góður. Alltaf fann ég fyrir ást og hlýju frá þér og hvað þú varst stoltur af mér og því sem ég tók mér fyrir hendur. Ég sé þig fyrir mér taka hlý- lega á móti mér þegar við hittumst með bros á vör og kalla mig Dísina þína. Ég á svo margar fallegar minningar um þig geymdar í hjarta mínu. Þú varst stoltur afi og stoltið minnkaði ekki þegar langafabörn- in tvö komu í heiminn, við erum svo heppin að hafa átt þig að. Það er orðið langt síðan veik- indi þín fyrst byrjuðu og má segja að með hörku þinni hafir þú náð að vera hjá okkur í langan tíma og getum við glaðst yfir því. Nú í lokin þegar veikindin juk- ust háðir þú erfiða baráttu og er- um við fjölskyldan þakklát fyrir að þú fékkst loks hvíldina. Ég veit að þú ert kominn á góð- an stað, væntanlega ertu eins og mamma sagði; mættur á Valseyr- ina, þar sem þú vildir helst vera. Takk fyrir allt, elsku afi. Þín verður sárt saknað, ég hlakka til að hitta þig síðar. Hvíldu í friði. Heiðdís Halla. Nú er hann bróðir minn Hall- dór Helgason fallinn frá eftir erf- iða baráttu við krabbamein, Haddi eins og við systkini og foreldrar kölluðum hann heima, en Hall- dórs-nafnið var meira notað á full- orðinsárum. Halldór fæddist í Hnífsdal 1. desember 1938, hann andaðist 12. ágúst 2013 á 75. ald- ursári. Við áttum góða æsku og samleið fjórir elstu bræðurnir af níu systkinum í Hnífsdal. Þar var mjög gott að alast upp í okkar fal- lega dal, þar sem við lékum okkur á skíðum og skautum á veturna og fótbolta og öðrum útileikjum á sumrin. Haddi var kraftmikill unglingur og mjög ósérhlífinn í leik og starfi. Eftir fermingu og grunnskóla fluttumst við Guðmundur, eldri bræðurnir, fljótlega inn á Ísafjörð en yngri bræðurnir, Jónas og Haddi, urðu áfram í Hnífsdal. Haddi bróðir náði sér í góða og söngelska konu frá Ísafirði, hana Steingerði Ingadóttur (Diddu), og byrjuðu þau búskap í Hnífsdal, um 1966 byggðu þau sér hús í Hnífsdal, að Heiðarbraut 7. Þar bjuggu þau ásamt 5 börnum sín- um. Árið 1990 fluttu þau inn á Ísa- fjörð og keyptu sér íbúð við Tún- götu 18 þar í bæ. Haddi hafði alltaf nóg að gera, hann vann við sjó- mennsku, sem iðnaðarmaður og bóndi en faðir okkar var lengi með kindur og hesta í Hnífsdal sem bú- drýgindi eins og margir þar á þeim árum. Haddi og pabbi ráku þar smá bú saman og bar Haddi mestan þungann af því. Haddi var vinmargur maður enda tók hann mikinn þátt í alls- konar félagslífi í bænum, þó starf- aði hann mest fyrir Kíwanis og gegndi þar mörgum embættum. Nú seinni árin dvaldi Haddi oft á Valseyri í Dýrafirði en fyrir mörg- um árum byggði hann sér þar sumarhús ásamt tengdasonum og fjölskyldu. Þangað var gott að koma til þeirra hjóna, Haddi var mjög gestrisinn og hafði gaman af að taka á móti fólki og ósjaldan bauð hann uppá sitt spesíal eftir tertur og kaffi en það var hákarl, harðfiskur og reyktur rauðmagi. Ég minnist Hadda með þakk- læti fyrir langa samleið, við vorum alltaf góðir vinir þótt okkar áhuga- mál lægju ekki saman. Ég, Maja og fjölskylda okkar sendum Diddu og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur vegna fráfalls góðs drengs sem Haddi var. Björn Helgason. Við Haddi Helga vorum vinir þrátt fyrir að tugir ára væru á milli okkar í aldri. Þau Didda og foreldrar mínir eru vinafólk og hafa verið í rúma hálfa öld eða svo og mikill samgangur á milli heim- ilanna á Heiðarbraut 7 og Skóla- vegi 3. Við krakkarnir á svipuðum aldri og foreldrarnir samstíiga í uppeldi og lífssýn. Já, í litlu þorpi eins og Hnífsdal er gott að alast upp, þar sem fólk stendur saman í gegnum súrt og sætt, lítur eftir börnum hvert annars og passar upp á að mannlífið sé fallegt og heilbrigt. Glæsilegur dalurinn, tignarleg fjöllin og göfugur sjór- inn á mikinn þátt í að móta fólk á svona stað. Ég var svo heppinn að vera í uppáhaldi hjá Hadda, hann hefur eiginlega aldrei kallað mig annað en „minn kall“. Alveg frá því að ég var í bleyju og þannig ávörpuðum við hvor annan alla tíð, sama hvort liðu nokkrir dagar á milli þess sem við hittumst, mánuðir eða ár. Og þessu ávarpi fylgdi stríðnissvipur beggja og virðing í senn. Haddi var með kindur um tíma og auðsótt fyrir mig að fá að stúss- ast í kringum kallinn og fyrstu launin mín fékk ég níu eða tíu ára gamall, 500 krónur fyrir að vera duglegur kvöld eitt við heyskap- inn. Man að klukkan var orðin margt, sennilega komið fram yfir miðnætti og mamma örugglega með kíkinn í eldhúsglugganum að fylgjast með úr fjarska. Hann glaður með selskapinn og vinnu mína við að troða í hlöðunni og ég ánægður með minn hlut. Fyrsta sumarvinnan mín er í Rækjuverk- smiðjunni í Hnífsdal, þá 11 ára gamall, fékk að koma eftir hádegi og passa uppá að rækjan skilaði sér í réttu magni inn í vinnslusal- inn. Haddi er verkstjórinn og „minn kall“ orðinn formlegur verkamaður, reynir sem best að standa í stykkinu, enda má ekki bregðast vini sínum. „Já, nú er maður að verða fullorðinn,“ hugs- aði maður, að fá að brasa með Hadda í vinnunni. Haddi kunni á lyftara, stökk uppí vörubílinn og var allt í öllu bæði í vinnunni og í Hnífsdal öllum, enda einn af þeim fáu fjölskyldufeðrum sem unnu í þorpinu sjálfu. Flestir voru á sjó, eða störfuðu á Ísafirði. Og í frítím- anum var hann í björgunarsveit- inni, kunni á Johnson vélsleðann og gat skotið úr línubyssunni. Og vegna þess að stutt var frá vinnu- stað hans, gat hann verið fyrstur að bregðast við og koma brunandi á Land Rover slökkvibílnum ef svo bar undir. Já, það var hægt að horfa upp til svona manns, sem kunni allt það sem mig langaði að prófa. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Hadda Helga og sendi fjöl- skyldu hans og vinum innilegar samúðarkveðjur, megi minning vinar míns lifa um ókomna tíð. Páll Halldór Halldórsson. Ég kynntist Hadda stórvini mínum fyrir ca 13 árum ef minni mitt er rétt. Fyrstu kynni mín af Hadda voru þegar hann réðst til að beita á bát sem ég stjórnaði. Seinna réðst hann svo sem land- formaður á Björgu Hauks Ís og sá þá um að nóg beitning væri í skúrnum, svo ekki þyrfti að stoppa vegna lóðaleysis. Haddi reyndist mér einstaklega vel sem verkstjóri yfir skúrnum og leyfði engum að sýna leti enda það orð ekki til í orðabók Hadda. Vanda- mál voru ekki að þvælast fyrir honum heldur var bara gengið í verkið, sama hvers eðlis það var. Mér er minnisstætt er ég og fjöl- skyldan fórum til Spánar í tvær vikur og reyndi ég að búa í haginn fyrir Hadda í sambandi við aðföng og annað, að allt væri nú til staðar. Ég sagði við Hadda: Þú hringir bara ef eitthvað er að – en aldrei hringdi Haddi. Þegar ég kom til baka og frétti að það hefði bilað frystigámur og fleira spurði ég Hadda af hverju hann hefði ekki hringt svaraði hann að bragði; „Til hvers átti ég að hringja? Hér var allt í fínu lagi.“ Er við hjónin feng- um okkur svo kindur, ásamt Eiríki vini mínum sem ég missti svo í sjó- slysi, má segja að Haddi hafi sko verið mikil himnasending en hann hjálpaði okkur mikið í kringum búskapinn og ef ég þurfti að bregða mér af bæ gat ég alltaf stólað á Hadda sem íhlaupamann og verður það seint þakkað. Haddi sá svo um að hantera sviðin og því- líkt sem þau voru góð, því hann var mikill búmaður í sér. Haddi og Guðmundur Hagalín kynntu mér svo hvað Kiwanis gengur út á og vöktu áhuga minn á þeim mann- bætandi félagsskap sem þetta fé- lag er en Haddi var alla tíð mikill og kröftugur Kíwanis-maður. Sem núverandi Forseti Kiwanis- klúbbsins Bása á Ísafirði þakka ég fyrir hönd félagsmanna Halldóri Helgasyni fyrir allt hans starf fyr- ir klúbbinn. Þín verður sárt sakn- að. Síðustu ár hafa verið Hadda vini mínum nokkuð erfið og fékk hann hjartaáfall fyrir nokkrum ár- um en ávallt var stutt í léttleikann hjá Hadda þó slappur væri. Ég heimsótti Hadda á sjúkrahúsið stuttu eftir seinna hjartaáfallið og þá sagði hann við mig í gaman- sömum tón: „Ég skil þetta ekki, Kristján, en nú er ég búinn að fá gula spjaldið tvisvar, ég hélt að maður fengi rautt í annað skiptið.“ Þau kynni af þvílíkri gæðasál sem Haddi var verða dýrmætari nú þegar þessi gæðasál er farin í lengra ferðalag og hann eflaust farinn að finna sér þar eitthvað sér til dundurs. Við hjónin viljum að endingu þakka góða og trausta vináttu og kveðjum góðan dreng með sárum trega. Elsku Didda mín og börnin ykkar, systkini Halldórs og allir er að þessari fjölskyldu standa, við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð. Megi Guð veita ykkur styrk. Haddi minn, hvíl í friði. Kristján Andri Guðjónsson. Við hjónin viljum minnast Hall- dórs Kristins Helgasonar með nokkrum orðum. Nú þegar leiðir skilur kveðjum við hann með söknuði og trega en margar ljúfar minningar lifa í hugskotinu. Sólin lækkar á lofti, það fer að bregða birtu, haustvindarnir leika, og eins og nú um miðjan ágúst að snjó festir hér á hæstu fjallstindum, vetur konungur minnir á sig. Eins er það í lífi hvers manns, einhvern tíma haustar að og lífið hverfur. Góður drengur er nú genginn, sem ljúft er að minnast og skylt að þakka liðna tíma og vináttu. Í nokkurn tíma höfum við merkt að Haddi gekk ekki heill til skógar og reið yfir hann hvert áfallið á fætur öðru, en aldrei kvartaði hann. „Ekkert sérstakt er að mér og þetta er allt að koma, ég hef það bara betra,“ eins og hann var vanur að segja. Hann bar vissulega þjáningu sína í hljóði og af miklu æðruleysi. Margar samverustundir höfum við átt í gegnum tíðina, bæði í Túngötunni og á Valseyri við Dýrafjörð en þar áttu Haddi og Didda sínar bestu stundir með fjölskyldu sinni. Hann var í essinu sínu þegar hann var þangað kom- inn og þar hafa margar veislurnar verið. Haddi var sannur höfðingi heim að sækja, mikill „veitandi“, alltaf að hugsa um að nóg væri til af öllu til að veita gestum sínum. Honum fannst gaman að gefa í glas og átti hann forláta koníaks- skútu sem var þeirrar náttúru að aldrei varð hún þurrausin. Svo þegar maður fór frá honum fékk maður alltaf nesti, harðfisk eða eitthvert annað góðgæti. Hann var alltaf að gefa og færa manni eitthvað. Haddi var verkfús og verklag- inn, hann var mikið náttúrubarn, hafði yndi af skepnum, enda naut sín vel natni hans og góðvild í um- gengni og umhirðu um kindur, hann hefði án efa orðið hinn besti bóndi. Hann var virkur félagi í Kiw- anishreyfingunni, þar starfaði hann af áhuga, þar fann hann leið fyrir þjónustustörf sem hann hafði áhuga á. Hann var sérlega greið- vikinn og aldrei var hann ánægð- ari en þegar honum hafði tekist að verða þeim að liði, sem til hans hafði leitað. Við fráfall þessa góða vinar okkar skulu honum færðar þakkir fyrir margar ánægjulegar sam- verustundir. Eftir situr minningin um góðan dreng, félaga og vin, sú minning er okkur mikils virði. Við hjónin á „Hólnum“ sendum Diddu okkar og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Ernir Ingason og Rannveig S. Pálsdóttir. Halldór Kristinn Helgason Söknuðurinn er sár og sorg- in nístir, þegar ég nú kveð góða systur og ekki síður góða vinkonu. Hún Sigrún var hetja sem aldrei kvartaði. Öllu sínu veikindastríði tók hún af ótrú- Sigrún Helgadóttir ✝ Sigrún Helga-dóttir fæddist á Eyrarbakka 9. desember 1948. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 14. ágúst 2013. Útför Sigrúnar fór fram frá Há- teigskirkju 23. ágúst 2013. legu æðruleysi. Hún hugsaði allt- af fyrst og fremst um það hvernig öðr- um liði. Hún vildi öllum vel og mátti ekkert aumt sjá án þess að reyna að hjálpa á einhvern hátt. Ég vil minnast hennar með þessu ljóði sem segir svo margt um leið og ég þakka henni allt sem hún var mér í gegnum árin. Það er svo margt að minnast á frá morgni æsku ljósum er vorið hló við barnsins brá og bjó það skarti af rósum. Við ættum geta eina nátt vorn anda látið dreyma, um dalinn ljúfa’ í austurátt, þar átti mamma heima. Þótt löngu séu liðnir hjá þeir ljúfu, fögru morgnar, þá lifnar yfir öldungsbrá er óma raddir fornar. Hver endurminning er svo hlý að yljar köldu hjarta hver saga forn er saga ný um sólskinsdaga bjarta. (Einar E. Sæmundsson) Guð varðveiti þig, elsku Sig- rún mín. Þín systir, Þórunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.