Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013
Tungumálið er samnefnari íslenskumælandi fólks. Við sameinumstum kyngreiningu og beygingu, framburð, orðanotkun og merkingu.Minni háttar frávik eru þó algeng og rúmast innan eins tungumálsán þess að talað sé um mállýskur. Orð flökta á milli kynja og beygj-
ast ekki alltaf eins, forsetningar eru notaðar með ýmsu móti eftir því hvar við
erum á landinu og blæbrigði heyrast í framburði. Við förum austur á Selfoss
og norður í Hofsós (en ekki til Selfoss eða til Hofsóss eins og stendur á skilt-
um hjá þessum bæjum), erum í Reykjavík en á Húsavík, heyrum talað um
selunga fyrir austan þegar átt er við silunga (en ekki kópa), og auðvelt er að
átta sig á því hvar maður er staddur ef heimamenn segjast ætla að drekka
mjólk á Bautanum.
Þjóðarsátt um málnotkun náðist fyrir daga orðabóka og skipulegra mál-
fræðireglna. Á bakvið tungumál heimsins búa ekki bara óskrifaðar reglur
heldur hafa þær lengst af ekki verið mótaðar í orð. Málfræði sem lýsandi
fræðigrein um tungumálin
er nýleg aðferð til að koma
orðum að reglunum. Tungu-
málið er munnlegt og lifir lífi
sínu á manna vörum þó að
við styðjumst við ritmál á æ
fleiri sviðum þjóðlífsins. Rit-
málið hefur víða reynst
gagnlegt og gert okkur kleift að setja saman texta með öðrum hætti en hægt
er á munnlegu stigi. Ritun festir tiltekin orð í varanlegan búning og flytur
þau þannig óbreytt á milli kynslóða og menningarsvæða. Trúarbrögðin not-
færðu sér þennan möguleika þegar kristni og islam breiddust um heims-
byggðina í krafti bókarinnar.
Sumum þótti í öndverðu hagræði að rittækni til að festa lagagreinar við
ákveðna bókstafi svo lögspekingar gætu ekki sjálfir breytt og hagrætt lög-
unum eftir því sem þeim hentaði. Slíkur síbreytileiki getur komið sér vel fyr-
ir valdamenn við vissar aðstæður. Oftrú á mátt hins ritaða orðs getur þó leitt
menn í ógöngur enda hafa munnlegir samningar lagagildi ef hægt er að kalla
til vitni að þeim – og er sú regla í heiðri höfð í kjarasamningum þar sem menn
gæta orða sinna til að þau verði ekki hermd upp á þá. Áður fyrr var hægt að
ganga eftir hjúskaparheitum karla sem höfðu lofað öllu fögru um miðja nótt á
bak við þunn þil.
Þjóðarsáttin um tungumálið nær líka til þess trausts sem við verðum að
bera hvert til annars til að geta lifað saman í þjóðfélagi. Ekki er hægt að
rjúfa sáttina með orðhengilshætti og útúrsnúningi á orðalagi í skrifuðum
samningstexta ef öllum vitnum ber saman um að tiltekin merking hafi verið
lögð í þau sömu orð þegar þau voru fest á blað. Þetta atriði kemur mjög við
sögu í lagatúlkun og úrlausn dómsmála. Þar dugar ekki að hanga eins og
hundur á roði á laganna bókstaf heldur skal horft til anda laganna og hvað
löggjafanum gekk til, auk almennrar skynsemi og þjóðarsáttar um skilning á
tungumálinu. Rjúfi menn þá sátt slíta þeir og friðinn í þjóðfélaginu.
Samnefnarinn
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Menningarviðburðir draga að sér fólk ogskapa um leið tekjur fyrir marga aðra, flug-félög, veitingahús, verzlanir o.s.frv. Stökubyggingar draga að sér fólk og skapa með
sama hætti tekjur fyrir óskylda aðila. Hversu margir
ætli hafi farið til Barecelona á Spáni til þess fyrst og
fremst að skoða verk Antonio Gaudi?
Á síðasta fjórðungi 20. aldar voru byggðar eða endur-
nýjaðar byggingar í París, sem drógu að sér fólk. Það á
bæði við um Pompidou-safnið sem vakti athygli um allan
heim ekki bara vegna þeirra listaverka, sem þar voru og
eru sýnd heldur og ekki síður vegna þess listaverks í
húsagerðarlist, sem byggingin sjálf er. Hið sama má
segja um listasafn, sem sett var upp í endurnýjaðri gam-
alli járnbrautarstöð. Þeir fjármunir sem settir voru í
þessar byggingar skiluðu sér margfaldlega í vasa
margra annarra vegna þess fólksfjölda, sem þær drógu
til Parísar ásamt mörgum öðrum byggingum, sem þar er
að finna.
Það voru miklar deilur um það, hvort byggja ætti
Hallgrímskirkju og það tók marga áratugi. En þegar við
förum um Skólavörðustíg að sumri til –
og í vaxandi mæli á öðrum tímum ársins
– sjáum við að þessi kirkja dregur að
sér dag hvern ótrúlegan fjölda erlendra
ferðamanna, sem mynda hana í bak og
fyrir. Það er of mikið sagt að Hallgríms-
kirkja dragi erlenda ferðamenn til Ís-
lands en það fer ekki á milli mála, að
byggingin er eitt mesta aðdráttarafl, sem til er í höf-
uðborginni fyrir þetta fólk.
Byggingar Guðjóns Samúelssonar, sem teiknaði Hall-
grímskirkju, setja svip á Ísland og smátt og smátt erum
við að byrja að gera okkur grein fyrir því hve sterkur sá
svipur er. Skólavörðustígur væri ekki það sem hann er í
dag án þessarar kirkju. Verzlanir og veitingahús við
Skólavörðustíg njóta með margvíslegum hætti góðs af
áhuga útlendra ferðamanna á kirkjunni.
Þótt við sem þjóð séum byrjuð að gera okkur grein
fyrir mikilvægi Guðjóns Samúelssonar í sögu þjóðar
okkar síðustu hundrað ár eða svo kemur helzti aðdáandi
verka hans þó úr annarri átt. Roni Horn er bandarísk
myndlistarkona, sem er þekkt á alþjóðavettvangi fyrir
list sína og tók ástfóstri við Ísland og náttúru þess ung
að aldri. Hún hefur sýnt menningarlegri arfleifð Guðjóns
Samúelssonar meiri virðingu í verkum sínum en nokkur
annar, sem ég veit um.
Þegar ég fór í Sundhöll Reykjavíkur á barnsaldri,
fannst mér þetta eins og hver önnur sundlaug. Þegar ég
áratugum seinna skoðaði bygginguna með augum Roni
Horn fékk ég gjörbreytta sýn á þetta listaverk Guðjóns
Samúelssonar. Byggingin er fyrir augum okkar dag
hvern en það þarf bandaríska listakonu af gyðingaættum
til þess að opna augu okkar fyrir því að hún er listaverk.
Þessar vangaveltur leituðu á hugann í Norræna hús-
inu sl. miðvikudag, þegar kynntar voru teikningar
Högnu Sigurðardóttur, arkitekts, af Ofanleitiskapellu í
Vestmannaeyjum. Högna er fædd og upp alin í
Vestmannaeyjum en menntuð í París og starfaði þar
mest alla starfsævi sína sem arkitekt. Hún hefur þó
teiknað nokkur hús á Íslandi, sem hafa algera sérstöðu í
húsagerðarlist hér. Það kom mér á óvart að það var troð-
fullt hús á þessari kynningu, sem sýnir að þrátt fyrir að
hafa búið langdvölum í öðru landi, hefur Högna náð til
fólks hér. Það kemur hins vegar ekki á óvart vegna þess
að Högna er rammíslenzk í list sinni.
Í kynningu sinni á teikningum Högnu af Ofanleitis-
kapellu sagði Pétur H. Ármannsson m.a.:
„Högna Sigurðardóttir hefur fyrir löngu öðlast virð-
ingarsess sem einn okkar merkasti nútímaarkitekt. Eitt
húsa hennar var fyrir nokkrum árum valið í hóp með 100
merkustu byggingum 20. aldar í norður-
og miðhluta Evrópu, í alþjóðlegu yf-
irlitsriti um byggingarlist 20. aldar…
Högna hefur sjálf sagt mér að teikn-
ingin af kapellunni hafi öðrum þræði
verið hennar leið til að ná tengslum og
sátt við æskuslóðir sínar á ný eftir
hörmungar eldgossins, sem hún upplifði
svo sterkt sjálf. Orð hennar má skilja sem svo að hún
hafi lagt mun meiri vinnu og hugsun í þetta verkefni en
til var ætlast. Kapellan er persónulegt verk arkitektsins,
hennar ljóð ort í steinsteypu, sem hún tileinkaði heima-
byggð sinni og sigri lífsins á þeim eyðingaröflum, sem
hún sjálf hafði staðið andspænis í eldgosinu 1973.“
Það var gamall samstarfsmaður minn hér á Morgun-
blaðinu, Árni Johnsen, sem hafði samband við Högnu
fyrir rúmum 30 árum og ræddi við hana um að „teikna
kapellu við jaðar gamla hraunsins vestanmegin á eyj-
unni, þar sem hið forna prestsetur Ofanleiti hafði staðið
öldum saman“, eins og Pétur H. Ármannsson, lýsir hug-
myndinni. Sýning á verkum Högnu á Kjarvalsstöðum ár-
ið 2009 undir stjórn Guju Daggar Hauksdóttur, arki-
tekts, kveikti hugmyndina um að taka þetta verk upp á
ný. Ári síðar tóku tveir ungir arkitektar, Hólmfríður Ós-
mann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir, að sér
að ósk Högnu að útfæra teikningar hennar í samráði við
hana. Og menningarfélag áhugamanna í Vestmanna-
eyjum vill leggja hönd á plóginn.
Það tók marga áratugi að ljúka byggingu Hallgríms-
kirkju, sem erlendir ferðamenn sveima nú um og skapar
viðskipti á Skólavörðustíg.
Það kann vel að vera að það taki mörg ár að tryggja að
það listaverk Högnu Sigurðardóttur, sem Ofanleitis-
kapella er, rísi í Vestmannaeyjum. En það er sannfæring
mín að sú kapella muni draga margt fólk til Vestmanna-
eyja til þess að skoða eyjarnar og þetta verk eins merk-
asta arkitekts Íslendinga á okkar dögum.
Högna Sigurðardóttir
og Ofanleitiskapella
Listaverk sem eftir-
sóknarvert er að rísi
í Vestmannaeyjum
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Margar þjóðsögur hafa komist ákreik um bankahrunið íslenska
2008. Við því hefði þó mátt búast, að
þær yrðu ekki margar í safni greina,
sem samdar voru fyrir hrun, en það
kom út í Lundúnum 2011 undir heit-
inu Preludes to the Icelandic Fin-
ancial Crisis. En annar ritstjórinn,
Gylfi Zoëga, skrifar í formála (24.
bls.): „Einnig er ófyrirgefanlegt, að
ríkisstjórnin og Seðlabankinn skyldu
ekki gera neyðaráætlun, sem fram-
kvæma mætti, ef einn eða fleiri bank-
ar hryndu.“
Ég sat í bankaráði Seðlabankans
frá 2001 til 2009, og þó að menn töl-
uðu varlega, jafnt á fundum ráðsins
og opinberlega, segir Gylfi hér þjóð-
sögu um bankann. Davíð Oddsson
seðlabankastjóri varaði margsinnis
við óhóflegri skuldasöfnun bankanna,
til dæmis í ræðu á fundi Við-
skiptaráðs 6. nóvember 2007, sem
lesa má á Netinu. Hann gekk líka að
minnsta kosti þrisvar á fund ráðherra
til að vara við í aðdraganda banka-
hrunsins, eins og rakið er í skýrslu
Rannsóknarnefndar Alþingis (7.
bindi, 21. kafla), til dæmis 7. febrúar,
1. apríl og 8. júlí 2008. Ég veit af sam-
tölum við hann á þessum tíma, að
hann var svo sannarlega ómyrkur í
máli.
Jafnframt undirbjó Seðlabankinn í
kyrrþey neyðaráætlun, sem var til-
tölulega einföld og Davíð lýsti í aðal-
atriðum í Kastljósi 7. október 2008.
Hún var, ef illa færi, að ríkið þjóðnýtti
þá hinn íslenska hluta bankakerfisins,
en léti hinn erlenda sigla sinn sjó,
eignir og skuldir. Þessi leið hefur
stundum verið kennd við Washington
Mutual og er alþekkt í fjár-
málafræðum. Hún er fólgin í að
skipta banka upp í „góðan“ banka og
„vondan“, reka áfram góða bankann
og gera upp hinn vonda. Þessi neyð-
aráætlun var gerð í samráði við fjár-
málafyrirtækið J. P. Morgan, og
stjórnaði Michael Ridley, afburða-
snjall maður, því verkefni af þess
hálfu. (Össur Skarphéðinsson sagði
við Rannsóknarnefnd Alþingis, að
Ridley hefði verið prúðbúinn og vel
mæltur yfirstéttar-Breti, en ég get
upplýst, að hann braust úr fátækt til
bjargálna, þótt hann tali prýðilega
ensku.) Davíð lýsti þegar í ágúst 2008
þessari Washington Mutual-leið fyrir
mér, en vitanlega bar mér að gæta
trúnaðar. Allir góðgjarnir menn von-
uðu síðan auðvitað í lengstu lög, að
ekki þyrfti að grípa til neinnar slíkrar
áætlunar, og sennilega hefur fátt ver-
ið skjalfest um hana. Þess vegna er
það ómaklegt um Seðlabankann, sem
Gylfi Zoëga segir, að hann hafi ekki
gert neyðaráætlun. Gylfi á að birta
þjóðsögur sínar í þjóðsagnasöfnum,
ekki fræðiritum.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Þjóðsögur um
bankahrunið (2)
Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is
Band-
slípivélar
3 Kw
75x2000 og
150x2000
Verð frá
kr. 134.900.-
Bandsög
Vökvastýrð niðurfærsla
og lokun á skrúfstykki
Sagar rúnnstál
- 230 mm 90°
- 210 mm vinstri og hægri
Öflug iðnaðarsög blaðstærð
2825x27x0,9
Tilboðsverð
kr. 889.900.-
Borvél gírdrifin
Borgeta í stál 30 mm
Snittun í stál 16 mm
Snúningshraðasvið
105-2348 sn/mín
Verð kr. 695.000.-
Bandsög vökvastýrð
niðurfærsla
Sagar rúnnstál
- 220 mm í 90°
- 160 mm í 45°
Blaðstærð
2450x27x0,90
Verð kr. 495.000.-
Iðnaðarvélar
fyrir fagmenn
Sandblásturskassi
Innri mál
1200x600x570mm
Verð kr. 269.000.-