Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 26
VESTURLAND DAGA HRINGFERÐ BORGARNES –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 2. september. Barnavagnar Kerrur Bækur Leikföng Ungbarnasund Fatnaður FatnaðurBarnaljósmyndir Öryggi barna Gleraugu Uppeldi Námskeið SÉRBLAÐ Börn og uppeldi Víða verður komið við í uppeldi barna, í tómstundum, þroska og öllu því sem viðkemur börnum. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað tileinkað börnum og uppeldi föstudaginn 6. september Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Framhaldsskóladeild frá Mennta- skóla Borgarfjarðar, sem aðsetur hefur í Búðardal, verður opnuð á næstu dögum. Skólinn og sveitarfé- lagið Dalabyggð standa saman að þessu verkefni, sem ætlað er að koma til móts við nemendur í Dölum sem komnir eru á framhaldskólaaldur og hefðu að öðrum kosti þurft að sækja nám út fyrir heimahérað sitt. „Þetta er hluti af þeirri áherslu- skólans að stuðla að bættu aðgengi nemenda í heimabyggð,“ segir Kol- finna Jóhannesdóttir skólameistari. Kennt fram í júní Sex ár eru síðan Menntaskóli Borgarfjarðar var settur á laggirnar, það er einkahlutafélag sem starfar samkvæmt þjónustusamningi við rík- ið. Kolfinna, sem tók við starfi skóla- meistara fyrir tveimur árum, segir að strax þegar starfsemi skólans hófst hafi verið mótuð sú stefna að fara nýj- ar í öllum starfsháttum og aðrar leiðir en þær sem viðteknar hafa verið. Útgangspunkturinn í starfinu er t.d. sá að nemendur brautskráist með stúdentspróf eftir þrjú ár og það tekst flestum. Á móti kemur þá að takturinn í kennslunni er annar en í flestum öðrum framhaldsskólum. Skólaárið er lengra og er kennt fram í byrjun júní. Kennsludagarnir verða því fleiri og nemendur taka að jafnaði fleiri einingar á ári. Er miðað við að nemendur nái 45 til 50 námseiningum í hús yfir veturinn en í fjögurra ára fyrirkomulaginu eru 30 til 35 einingar á vetri þumalputtaregla. Þá eru ekki próf í annarlok í skólanum, heldur gildir útkoma úr verkefnum og prófum yfir önnina og þannig er námsárangur metinn og einkunnir gefnar samkvæmt því. „Þróunin er öll í þá átt að fram- haldsskólanámið taki aðeins þrjú ár,“ segir Kolfinna. „Nemendur frá okkur hafa náð mjög árangri og á síðasta ári náðu þrír nemendur inntökuprófi í læknadeild og þar af hafði einn þeirra tekið stúdentsprófið hjá okkur á að- eins tveimur árum. Það er frábær ár- angur.“ Úr menntaskóla á Hvanneyri Nemendur í Menntaskóla Borg- arfjarðar í vetur verða um 160. Þar eru taldir með nemendurnir í Dölum sem koma í Borgarnes þrisvar á önn og taka þar námslotur. „Auðvitað munar um að krakk- arnir geti verið sem lengst heima. Því er skóli á framhaldsskólastigi svo mikilvægur hér. Og eðlilega tekur skólastarfið mið af aðstæðum í sam- félaginu. Í Borgarfirði eru öflugir há- skólar og starfsemi þeirra hefur breytt miklu,“ segir Kolfinna. Bygging Hús Menntaskóla Borgarfjarðar er í hjarta bæjarins og er í senn skóli og menningarhús byggðarlagsins. Munar um að krakk- ar geti verið heima  Nýjar áherslur hjá Menntaskóla Borgarfjarðar  170 nemendur  Búðardalsdeild og kennt er fram á sumar  Hafnarfjall er bæjarfjall Borgnesinga. Handan Borgarfjarðar blasir fjallið við, með bröttum skriðum og háum hömrum. Ætli fólk að ganga á fjallið er best að beygja til hægri rétt áður en sveigt er niður að Borgarfjarðarbrú. Þar er ekið upp á háan mel og gengið þaðan upp dalhvilft. Kennimörk þar eru Klaustur- tunguhóll, Þverfell og Gildalshnúkur, en þangað fara flestir göngumenn. Hnúk- urinn er 844 metra hár og þaðan sést vestur á Snæfellsnes, yfir Borgarfjörð og Arnarvatnsheiðar og til Eiríksjökuls. Einnig suður á Faxaflóa og Reykjanes. Fyrr á þessu ári kom út endurbætt útgáfa af bókinni Íslensk fjöll – gönguleiðir á 151 tind, eftir Ara Trausta Guðmundsson og Pétur Þorleifsson. Þar er Hafnarfjallið rómað en sagt vanmetið meðal göngugarpa. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hafnarfjall Bæjarfjallið er auðkleift og af því er gott útsýni til margra átta. Hafnarfjallið setur svip á sveitir  Borgarbyggð nálgast 5.000 fer- kílómetra að flatarmáli. Í suðri eru mörk þessa víðfeðma sveitarfélags við Skarðsheiði, í norðri á Holta- vörðuheiði og við Haffjarðará í vestri. Einmitt þar, á Mýrunum, er hin fræga Eldborg sem útvörður. Hnappadalur heitir þar sem þessi frægi eldgígur er. Hann er um 100 m yfir sjávarmáli og er sporöskjulaga með bröttum gígveggjum mynduðum úr þunnum hraunskánum. Gígurinn er 200 m að lengd og 50 m á dýpt. Þarna hafa orðið tvö eldgos, hið síð- ara á landnámsöld. Í tímans rás hefur Eldborgarnafnið orðið mörgum innblástur. Má þar nefna fræga útihátíð á Kaldármelum árið 2001 og þota í flota Icelandair ber þetta nafn. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Gígur Eldborgin er formfögur að útliti og hefur veitt mörgum innblástur. Eldborgin er útvörðurinn Menntastoðir, undirbúningur fyrir fólk sem ætlar í frumgreinadeildir háskólanna eða í frekara nám í fram- haldsskólans, er á þessu hausti ný- mæli í starfi Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands (SV). „Markhópurinn er fólk 23 ára og eldra, sem vill skapa sér ný tækifæri,“ segir Inga Dóra Halldórsdóttir forstöðumaður SV. Þrjár starfsstöðvar Í öllum landshlutum er nú komnar símenntunarstöðvar. Vestra er SV með þrjár starfs- stöðvar; í Borgarnesi, á Akranesi og í Ólafsvík. Sérhæfni þarfn- ast þekkingar  Fjölbreytt símenntun  1000 nemar  Fólk skap- ar ný tækifæri með námi Morgunblaðið/Eggert Verksmiðja Stóriðjustörf eru vandasöm og fyrirtækjum er mikilvægt að fólkið læri þá list að bræða og búa til ál. Inga Dóra Halldórsdóttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.