Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013
Það bar til nokk-
urra tíðinda á dög-
unum að garðurinn
Skrúður undir Núpi í
Dýrafirði hlaut við-
urkenningu sunnan
frá hinni gróðursælu
Ítalíu. Margur myndi
telja að ýmislegt stæði
fornri og glæsilegri
garðmenningu Evr-
ópu nær en þessi
blettur undir skriðurunninni hlíð
vestur á fjörðum þar sem stóð og
stendur sífelld barátta við næt-
urfrost íslenskra hreta á hvaða árs-
tíma sem er.
Tilkynning um verðlaunin kom frá
Treviso, borg sem fram til þessa
hafði verið Skrúðsfólki lítt kunn. Við
nánari athugun reyndist hún forn-
fræg héraðshöfuðborg í leið Lang-
barða og Franka, Austurríkismanna
og margra stríðsmanna annarra á
Ítalíu, ekki langt frá Feneyjum. Þar
er nú aðsetur Benetton-sjóðsins
(Fondazione Benetton Studi Ricer-
che) sem hefur í þrjá áratugi leitað
uppi áhugaverða garða hvarvetna
um heim og veitt þeim viðurkenn-
ingu eftir könnun á náttúrulegu og
félagslegu umhverfi. Viðurkenningin
er kennd við landslagsarkitekt að
nafni Carlo Scarpa, sem stofnunin
hefur í miklum metum og heiðrar
með þessu verk hans og minningu.
Skrúður er 24. garðurinn sem hlýtur
verðlaunin sem þykja með þeim virt-
ustu á þessu sviði í heiminum. Síðast-
liðið haust kom margþjóða dómnefnd
stofnunarinnar að Núpi og til fleiri
staða hér á landi eftir tilvísun er-
lendra og innlendra landslags-
arkitekta. Sú könnun leiddi til þessa
heiðurs Skrúði til handa. Viðurkenn-
ingunni fylgir gripur og útgáfa bókar
á ensku (Skrúður, Núpur. The XXIV
International Carlo Scarpa Prize for
Gardens, publication edited by Pat-
rizia Boschiero, Luigi Latini, Dom-
inico Luciani. Fondazione Benetton
Studi Ricerche, Treviso 2013.) og
annarrar á ítölsku um Skrúð og Ís-
land. Uppistaðan er dagbók sr. Sig-
tryggs Guðlaugssonar, upphafs-
manns Skrúðs, sem út kom árið 2004.
Haldið var málþing um garðinn, land
og þjóð, í tengslum við afhendinguna
og til þess boðið íslenskum fyrirles-
urum. Málþingið sóttu á annað
hundrað manns og athöfn í borgar-
leikhúsi Treviso sótti fjöldi manns.
Skrúður fær
upphefð að utan
Eftir Aðalstein
Eiríksson og
Brynjólf Jónsson
Aðalsteinn
Eiríksson
Brynjólfur
Jónsson
Bridgefélag eldri borgara
í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 20. ágúst var spilaður
Mitchell-tvímenningur með þátttöku
27 para.
Miðlungur var 312 og efstu pör í
N/S:
Sverrir Jónsson – Sæmundur Björnss. 418,5
Bragi Björnsson – Bjarnar Ingimars 355,9
Friðrik Jónsson – Björn Svavarsson 348,6
AV
Ásgeir Sölvason – Ólafur Ingvarsson 370,4
Sturla Snæbjss. – Ormarr Snæbjss. 345,5
Hrólfur Guðmss. – Óli Gíslason 345,5
BFEH spilar á þriðjudögum og
föstudögum í Hraunseli, Flatahrauni
3. Spilamennska byrjar stundvíslega
kl. 13 og spilaður er eins dags tví-
menningur.
Gullsmárinn
Spilað var á 12 borðum í Gullsmára,
mánudaginn 19. ágúst.
Úrslit í N/S:
Ragnh. Gunnarsd. - Magnús Marteinss. 200
Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 186
Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðars. 183
A/V
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Umsjón með sam-
antekt á Gamla testa-
mentinu höfðu prestar
Ísraelsmanna. Prest-
arnir voru af ættkvísl
Levís Jakobssonar og
sérstaklega útvaldir af
Guði, til trúarlegrar
þjónustu. Guð gaf Jak-
ob nafnið Ísrael eftir að
Jakob hafði glímt við
engil Guðs heila nótt og
haft sigur. Ættfeðurnir
Abraham, Ísak og Jakob voru uppi,
gróflega sagt á árunum 1900-1700
f.Kr. Ísrael er því gamalt nafn en ísr-
aelska þjóðin varð til í Egyptalandi á
400 ára tímabili, um 1700-1300 f.Kr.
Móse starfað þá væntanlega á ár-
unum 1300-1200, en Mósebækurnar
fimm eru fyrstu rit Biblíunnar. Dóm-
aratímabilið var svo þar til Sál varð
konungur. Konungdómur Davíðs er
svo um og eftir árið 1000 f.Kr. Bræð-
urnir Móse og Aron æðsti prestur
voru Levítar og lögmál Ísraelsmanna
(Tóra) lög landsins. Stjórnarskráin,
boðorðin 10, gefin af Guði og svo
landslög þegnanna, blessuð af Guði.
Kvennafar Salómons konungs
leiddi til þess að erlendar konur hans
sem dýrkuðu aðra guði afvegaleiddu
vitrasta konung heims og þjóð hans.
Það varð til þess að Ísraelsríki klofn-
aði árið 922 f.Kr. í Norðurríki (Ísrael)
og Suðurríki (Juda). N-ríkið er svo
herleitt af Assýríu um 750 f.Kr. og S-
ríkið af Babýlon ár 538 f.Kr. Assýríar,
Babýlonar og Persar skiptust á um
að stjórna þessum heimshluta á þeirri
tíð en Kýrus, Perakonungur veitti
„Juda“ (Gyðingum) heimfararleyfi 49
árum síðar eða árið 538 f.Kr. Þeir
settust þá aftur að í Jerúsalem, höf-
uðborg sinni.
Prestarnir létu trú-
fastlega skrá sögu kon-
unga sinna. Sterkar
skírskotanir til trúar
eru þema frásagnanna
þar sem konungarnir
eru skilgreindir góðir
eða vondir eftir því
hvernig þeir ræktuðu
trú sína. Afdrátt-
arlausar eru tilvitnanir
til þess að þegar kon-
ungarnir leituðu vilja
Guðs og hlýddu honum,
gekk allt vel hjá þjóðinni, en allt fór á
verri veg þegar konungarnir sem
sátu að völdum hurfu frá Guði. Sagan
sýnir þar þá hörðu baráttu sem háð
er í andaheiminum og hvernig menn
megna ekki að standa gegn syndinni í
eigin mætti. Spámenn Guðs voru
virkir áhrifavaldar í stjórnarháttum
Ísraels en til þeirra leituðu jafnt góðir
sem vondir konungar upplýsinga með
vilja Guðs, þó þeir færu ekki allir eftir
því sem Guð ráðlagði.
Heiðarleg umfjöllun ritara GT, þar
sem gyðingdómurinn ríkir, samfara
undrum og táknum sem Guð alfaðir
gefur Ísraelsþjóðinni, eru þær rætur
sem kristin trú, ein annarra trúar-
bragða, vex upp af. Stóra málið er að
áhrifarík saga gamla Ísraels er um-
gjörð hins eiginlega boðskapar Bibl-
íunnar. Sögunni má líkja við „áætl-
unarbíl“ fyrir þann boðskap sem
gerir Biblíuna að útbreiddustu bók
heimsins og helgar rit GT og gerir
þau að trúarbók kristinna manna.
Spádómarnir um komu Messíasar
(Krists), sem ganga eins og rauður
þráður í gegnum bækur GT, gera rit-
in að einni heild. Þegar svo Jesús
fæðist í heiminn ganga spádómarnir í
uppfyllingu. Jesús eins og stígur út úr
Biblíunni og nýr kafli bókarinnar
hefst. Við fæðingu frelsarans öðlast
bækur GT aukið vægi sem boðberar
sannleikans. Jesús blessar boðskap
„gömlu gatnanna“ og Nýja testa-
mentið er því framhaldssaga, þar sem
segja má að Guð sjálfur taki pennann
og ljúki verkinu. Píslarsaga Krists,
rituð með blóði Guðs, er innsigli Bibl-
íunnar. Orð bókarinnar er því lifandi
boðskapur um kærleika Guðs til
manna. Lifandi orð.
Tími náðarinnar, endurlausn frá
syndum vegna blóðs Jesú Krists, hef-
ur nú staðið í um 2.000 ár og enn eru
spádómar Biblíunnar að rætast. Með
endurreisn Ísraelsríkis árið 1948
rættust spádómar GT. „Nemið lík-
ingu af fíkjutrénu. Þegar greinar
þess fara að mýkjast og laufið að
springa út, þá vitið þér að sumar er í
nánd.“ (Mt. 24: 32). Hér er vísað til
upprisu Ísraels árið 1948. Ísrael er
því tákn þess að margar fleiri spár
varðandi endatímana munu rætast.
Gyðingar völdu ritin í hebresku
Biblíuna af nákvæmni, þess vegna
eru ritin trúarrit, samofin sögu Ísr-
aels og þess Guðs sem í raun fæddi
þjóðina og útvaldi til að bera Krist
Jesú í heiminn. Kirkjufeður forn-
kirkjunnar notuðu svipaðar aðferðir
við val á ritum í NT. Útvaldir post-
ular Krists eða lærisveinar þeirra
urðu að hafa samið ritin og notað við
fræðslu í frumkirkjunni. Kenningar
Jesú Krists einar urðu að vera inntak
ritanna. Þannig virkar Biblían eins og
„passi“ sem hægt er að bera saman
við og viðmiðið er að allt sem leiðir
okkur til Jesú Krists og hjálpræðis
hans er gott en það sem leiðir frá
Jesú er vont. Smiður sem sagar niður
marga lista í sömu lengd notar alltaf
sama listann til viðmiðunar því hann
veit að ef hann fer að nota hina og
þessa lista úr bunkanum breytist
lengd þeirra smám saman. Það er til
afar mikið af góðu kristilegu efni,
gömlu og nýju, sem ekki á þó erindi í
Biblíuna, eins og t.d. hin „apokryfu
rit“. Biblían er „passi“, efni hennar og
orðfæri á ekki að aðlaga tíðaranda
kynslóðanna. Kristileg hjálparrit og
kennarar Orðsins í nútíð eru hjálp-
artækin við útfærslu máls og texta.
Guð hefur hvorki upphaf né endi,
hann er eilífur. Enginn breytir Guði
en Guð breytir fólki. „Passi“ hans er
Biblían, sem er bakland sannleikans
um leiðina til eilífs lífs með Jesú
Kristi.
Ég bið Íslendingum Guðs friðar.
Biblían og baklandið
Eftir Ársæl
Þórðarson » Við fæðingu frels-
arans öðlast bækur
GT aukið vægi sem boð-
berar sannleikans.
Ársæll Þórðarson
Höfundur er húsasmiður.
Frábært atvinnutækifæri
Hesthús, reiðhöll og íbúð
Til sölu heil hesthúsalengja við C-tröð 1 Víðidal Reykjavík,
340 ferm., ásamt ca. 100 ferm. íbúð á efri hæð. Aðstaða
eins og best verður á kosið. Þrjú sérgerði, stíur fyrir 18
hesta, reiðhöll 10 m x 15 m, þvotta- og þurrkaðstaða, stórt
hlöðu og athafnapláss.
Tilvalið fyrir tamningafólk, hestaleigu eða aðra starfsemi
tengdri ferðamennsku.
Fleiri myndir: http://solu-hestar.weebly.com/
Ýmis skipti koma til greina. Góð kjör.
Jón Egilsson hrl. S: 896 3677, 568 3737.
Stórlækkað verð á vönduðum fatnaði, útbúnaði
og varningi fyrir hestamenn, bændur og aðra
dýravini. Gríptu þetta frábæra tækifæri í næstu
verslun Líflands.
ÚTSALA
Í LÍFLANDI
ÍS
LE
N
SK
A
SÍ
A.
IS
LI
F
65
31
7
/0
8.
13
Um er að ræða gamalt timburhús byggt á fyrrihluta
síðustu aldar og er 120m2 að grunnfleti auk millilofts.
Til sölu
Húsið er staðsett á lóð við Gránufélagsgötu
á Akureyri (vestan við Norðlenska)
Nánar upplýsingar veitir Hjörtur í síma 462 2707
Húsið er tilbúið til flutnings.