Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 27
Stærsta
þéttbýli Borg-
arbyggðar
Borgarnes er í sveitarfélaginu Borgarbyggð sem varð til við
sameiningu fjögurra sveitarfélaga árið 2006. Sveitarfélagið er
um 4.850 ferkílómetrar.Mörk svæðisins eru við Skarðsheiði
í suðri og Haffjarðará í vestri. Íbúar Borgarbyggðar eru alls
rúmlega 3.700, en í Borgarnesi búa um 1.800.
Ráðstefnur
fundir &
árshátíðir
Hótel Borgarnes
Egilsgatötu 16
Sími 437 1119
Fax 437 1443
info@hotelborgarnes.is
www.hotelborgarnes.is
„Í skólamálum er mikilvægt fyrir okkur að færa okkur nær því sem gerist
í samanburðarlöndum Íslendinga,“ segir Kolfinna Jóhannsdóttir. „Gagna-
öflun og samanburður á árangri þjóða innan alþjóðlegra stofnana eins og
OECD kallar á samanburðarhæf menntakerfi. Þessi þróun þrýstir einnig á
aukin samræmd viðmið um árangur nemenda og gæði náms. Það er ann-
ar þáttur sem ég spái að verði mikið í umræðu. Varðandi þriggja ára nám-
ið þá má ekki gleyma því að áfangaskólakerfið býður upp á það að nem-
endur geti tekið námið á lengri eða skemmri tíma ef nemendum hentar.“
Nám sé samanburðarhæft
ÞÖRF Á NÝJUM VIÐMIÐUM Í MENNTAMÁLUM
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Skólameistari Kolfinna Jóhannsdóttir horfir út um gluggann og til framtíðar. Skólinn er kominn á beina braut.
Samvinnu framhalds- og háskóla
segir hún hafa verið mikilvæga. Á síð-
asta vetur var t.d. farið af stað með
nýja námsleið í samstarfi við Land-
búnaðarháskóla Íslands, náttúru-
fræðibraut þar sem nemendur geta
valið búfræðisvið.
Nemendur taka tvö ár í mennta-
skóla, fara síðan í búfræðinám á
Hvanneyri og útskrifast svo með
bæði stúdents- og búfræðipróf í lok
fjórða vetrar. Í dag hafa sex nem-
endur sem hafa lokið fyrri hluta náms
síns í Menntaskóla Borgarfjarðar far-
ið þessa leið.
Nemendur Í vetur verða um það bil 160 nemendur í skólanum í Borgarnesi. Þeir koma að stærstum hluta úr byggð-
um Borgarfjarðar, en tæplega tugur verður svo í nýrri fjarkennslu- og framhaldsdeild vestur í Búðardal.
Þórólfsgata, Höfðaholt og Skúla-
gata eru stræti Theódórs Kr.
Þórðarsonar, yfirlögregluþjóns í
Borgarnesi. Þau María Erla
Geirsdóttir kona hans hafa búið
við síðastnefndu götuna frá
árinu 2009, það er í húsi sem
stendur á klettastapa sem geng-
ur í sjó fram til móts við Litlu
Brákarey og heitir Miðnestá.
„Við keyptum húsið korteri
fyrir hrun og nefndum það strax
Ystu nöf. Það átti vel við í tvö-
faldri merkingu, bæði með tilliti
til staðsetningar og eins höfðum
við enn ekki selt húsið okkar í
Höfðaholtinu þegar við komum
hingað. Það var því allt í járnum
hjá okkur og allt á ystu nöf,“
segir Theódór.
Eftirlæti Theódórs er stígur-
inn sem liggur í flæðarmálinu,
framan við húsið hans. „Þessi
stígur liggur um Englendinga-
vík, fram hjá Edduveröld sem
áður hýsti Brúðuheima og yfir í
Bjössaróló og áfram að sund-
lauginni,“ segir Theódór „Á
kvöldin má oft sjá erlenda ferða-
menn ganga þessa leið og út á
Vesturnesið sem oft er einnig
kallað Settutangi af innfæddum
Borgnesingum eftir spákonunni
Settu sem bjó þar skammt frá.“
Sú var tíðin að hverfið í kring-
um bernskuheimili Theodórs við
Þórólfsgötuna var kallað Kína-
hverfið. Sumir sögðu það vera
vegna þess að karlarnir við göt-
una hefðu verið vinstri sinnaðir –
kommar og kratar – sem áttu sér
kannski draum um alþýðu-
lýðveldi og sáu roðann í austri,
t.d. í Kína. „Seinna spurði ég
einn af þessum körlum um nafnið
og hann taldi skýringuna vera að
einn úr hans hópi var svolítið
Kínverjalegur í útliti; skáeygður
með pottlok á höfði.“
sbs@mbl.is
Gatan mín Skúlagata
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Borgnesingar Hjónin María Erla Geirsdóttir og Theódór Kr. Þórðar-
son við húsið heima, sem stendur þar sem heitir á Miðnestá.
Yfirlögregluþjónn-
inn er á Ystu nöf
„Áhugi fólks á því að læra eitthvað nýtt er mikill. Til
marks um það get ég nefnt að á síðasta vetri sóttu alls
um 1.100 manns námskeið okkar,“ segir Inga Dóra.
Hún nefnir að SV sé með samning við mennta-
málaráðuneyti um þjónustu í landshlutanum. Einnig
samning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem gerir
kleift að bjóða fólki sem ekki hefur framhaldsskólapróf
náms- og starfsráðgjöf og nám sem er verulega nið-
urgreitt.
Raunfærnin metin
„Auk þess sem við bjóðum upp á raunfærnimat. Við
höfum starfað með mörgum fyrirtækjum hér á Vest-
urlandi. Starfsemi þeirra verður æ sérhæfðari sem
kallar á betri þekkingu starfsfólks. Þeirri þróun reyn-
um við að mæta í okkar námsframboði,“ segir Inga
Dóra.
Einnig nefnir Inga Dóra Stóriðjuskóla Norðuráls
sem er rösklega 1.000 stundir, bæði grunn- og fram-
haldsnám. Rúmlega 30 starfsmenn Norðuráls braut-
skráðust úr grunnnáminu nú í vor. Mikill áhugi er á
þessu námi innan fyrirtækisins og fjöldi umsókna barst
um frekara nám sem nú er að hefjast. Í Stóriðjuskól-
anum er m.a. fjallað um ýmislegt viðvíkjandi álbræðslu,
svo sem efnafræði, vélfræði, öryggisþætti, stærðfræði
og svo framvegis.
„Þetta er dæmi um nám sem er sérsniðið að þörfum
atvinnulífsins. Við bjóðum einnig upp á raunfærnimat í
málmsuðu nú í haust og erum þar í samstarfi við Fjöl-
brautaskóla Vesturlands og fræðslusetrið Iðuna. Þetta
er kjörið tækifæri fyrir þá einstaklinga sem hafa unnið
við suðu í þónokkurn tíma og búa yfir þekkingu á því
sviði og vilja gjarna öðlast réttindi. Við skipuleggjum
einnig námskeið í samstarfi við Vinnumálastofnun , s.s.
í íslensku fyrir fólk af erlendu bergi brotið. Það hefur
sýnt sig að fyrirtæki gera auknar kröfur um að erlend-
ir starfsmenn hafi gott vald á íslensku.“ segir Inga
Dóra Halldórsdóttir.
Hver finni sína fjöl
Nám er á allra færi, en hver þarf að finna sína fjöl og
yfirstíga hindranir. „Í því sambandi skiptir náms– og
starfsráðgjöf miklu máli. Margir þurfa hvatningu,“
segir Inga Dóra sem leggur áherslu á fjölbreytnina í
starfi SV. Megi þar nefna starfstengt nám, nám fyrir
fólk með fötlun, gerð fræðsluáætlana fyrir fyrirtæki og
stofnanir, tómstundanámskeið og þjónustu við háskóla-
nemendur á Vesturlandi, en þeir sækja m.a. fjarfundi
og taka próf í heimabyggð.
„Starfsemi Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands er
fjölbreytt og verkefnalistinn hjá okkur er aldrei tæm-
andi. Þannig á það líka að vera í því skapandi og krefj-
andi vinnuumhverfi sem við störfum í,“ segir for-
stöðumaðurinn að síðustu. sbs@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013