Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Um þriðjungur íslenskra fanga hefur
reynt sjálfsvíg á lífsleiðinni, að eigin
sögn. Þá segjast á bilinu 54-69%
fanga glíma við þunglyndi. Þetta er
meðal þess sem kemur fram í rann-
sókn doktorsnemans Boga Ragn-
arssonar sem nemur félagsfræði við
Háskóla Íslands. Niðurstöður rann-
sóknarinnar fékk Bogi með því að
leggja spurningalista fyrir alla ís-
lenska fanga í fangelsum í maí og
júní árið 2007, í október árið 2009, og
í apríl árið 2011.
Í tölunum kemur einnig fram að á
bilinu 6-14% fanga telji sig haldin
geðklofa og um þriðjungur telur sig
glíma við geðhvörf.
Ekki raunveruleikinn
Kjartan Kjartansson var eini
starfandi geðlæknir í um 20% starfi á
Litla-Hrauni á árunum 2009-2013.
Hann lét af því starfi fyrir tveimur
vikum. Kjartan hefur ekki trú á því
að tölur um geðhvörf og geðklofa í
rannsókninni endurspegli raunveru-
leikann. „Sem betur fer er þetta ekki
svona hátt hlutfall, því þá væri
ástandið ansi slæmt í fangelsum. Um
1% fólks á við geðklofa stríða og 5-
10% glíma við geðhvörf ef týpa 2 er
meðtekin. Það er innan við þriðj-
ungur af því sem segir í nið-
urstöðum,“ segir Kjartan.
Hann segir að engu að síður sé
fróðlegt að heyra af því hvernig
fangar upplifi geðheilbrigði sitt.
Hann bendir á að menn í neyslu
geti sýnt einkenni geðklofa og geð-
hvarfa án þess að þessir geð-
sjúkdómar hrjái þá. „Sumir heyra
einhverjar raddir eins og geðklofa-
sjúklingar þegar þeir eru í neyslu.
Aðrir upplifa geðheilsu sína upp og
niður eins og þeir sem glíma við geð-
hvörf. En það sýnir í raun bara
stærsta vandann sem er fíkniefna-
neyslan,“ segir Kjartan.
Hann segir að niðurstöður um hátt
hlutfall þunglyndra fanga komi sér
ekki á óvart. „Menn telja sig þung-
lynda af ýmsum ástæðum. Það segir
sig svolítið sjálft þegar menn eru í
þessum aðstæðum,“ segir Kjartan.
Hann segir að menn hafi gjarnan
leitað til hans vegna þunglynd-
iseinkenna. Hann telur að tölur um
sjálfsvígstilraunir fanga á lífsleiðinni
geti staðist. „En þetta er skilgrein-
ingaratriði. Hátt hlutfall þeirra sem
koma inn á fíknigeðdeild eru búnir
að ofskammta sig eða skera sig. En
það getur verið munur á því hvort að
það sé sjálfsskaði eða sjálfsvígstil-
raun, það er munur þar á,“ segir
Kjartan en bendir á að fangar geri
ekki endilega greinarmun á þessum
skilgreiningum. Sjö fangar hafa tek-
ið eigið líf í íslenskum fangelsum frá
árinu 1983 samkvæmt upplýsingum
frá Fangelsismálastofnun.
Bæta þarf þjónustuna
Auk geðlæknis í 20% starfi þjón-
usta tveir sálfræðingar frá Fangels-
ismálastofnun fanga á Litla-Hrauni.
Kjartan telur brýna þörf á að bæta
geðheilbrigðisþjónustuna. „Ég kom
t.d. þarna tvisvar í mánuði og hefði
viljað koma oftar,“ segir Kjartan.
Hann telur að bæði þurfi meira vilja
og fjármagn í málaflokkinn. Að-
spurður hvort eitthvað standi upp úr
sem betur megi fara telur hann að
bæta þurfi samstarfið við fangels-
ismálayfirvöld. „Kerfið er þannig að
Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir
geðheilbrigðisþjónustu með geð-
hjúkrunarfólki og geðlæknum. Á
hinn bóginn starfa sálfræðingar og
félagsráðgjafar frá Fangels-
ismálastofnun í fangelsinu. Það er
svolítill múr þarna á milli. Við erum
ekki að vinna inni í sama kerfi og ég
sé ekki hvað sálfræðingurinn er að
gera og hann sér ekki hvað ég er að
gera. Að auki hittumst við ekkert.
Með þessu er hætta á að menn tví-
vinni hlutina,“ segir Kjartan.
Rannsókn Lagður var spurningalista fyrir alla íslenska fanga í fangelsum árið 2007, 2009 og 2011.
Um þriðjungur fanga
hefur reynt sjálfsvíg
Rúmur helmingur glímir við þunglyndi Skortur á samstarfi
Litla-Hrauns og Fangelsismálastofnunar hamlar þjónustu
Hlutfall fanga með geðsjúkdóma
flokkað eftir fangelsum (2007 - 2011)
Þunglyndi (2007-2011) Geðklofi (2007-2011) Geðhvörf (2011)
53
%
78
%
55
% 6
3%
17
%
10
%
13
%
0
%
34
%
36
% 4
3%
26
%
Litla Hraun Fangelsið í Kóp.
Hegningarhúsið Fangelsið Kvíabryggju
Hefurðu einhverntíman hitt lækni eða
félagsráðgjafa vegna eftirtalinna vandamála?
Þunglyndi Geðklofi Geðhvörf Sjálfsvígstilraun
59
%
54
%
66
%
6%
14
%
12
%
36
%
31
% 33
% 37
%
21
% 2
9%
2007 2009 2011
Morgunblaðið/Golli
Bogi Ragnarsson tekur undir
með Kjartani um að ekki eigi
að taka niðurstöður rannsókn-
arinnar of bókstaflega þegar
kemur að geðheilbrigðis-
málum. „Þó að útskýringar
hafi verið með á þeim hug-
tökum sem spurt er um í
spurningalistanum eins og á
geðhvörfum, svo dæmi sé
nefnt, þá eru þetta hugtök
sem leikmenn hafa kannski
ekki algeran skilning á. Engu
að síður varpa niðurstöðurnar
ákveðnu ljósi á líðan fanganna
og gefur tilefni fyrir frekari
rannsókna, t.a.m. fyrir geð-
lækna eða sálfræðinga,“ segir
Bogi. Hann segir þó að niður-
stöður um þunglyndi og al-
gengi sjálfsvígstilrauna gefi
nokkuð skýra mynd.
Varpar ljósi
á líðan fanga
RANNSAKANDINN
Ísmeygilega
yndisleg
Stórskemmtileg saga,
skrifuð af listfengi,
húmor og hárfínni grimmd.
Eftir
höfund
Franskrar
svítu
„Ég
er full
aðdáunar á
þessari
skáldkonu.“
KB / Kiljan
www.forlagid.i s – alvöru bókabúð á net inu
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri
Bað og sturta!
SAFIR sturtusett
1.995
10.990
AGI-167 hitastýrð
blöndunartæki fyrir sturtu
fáanl. m. upp stút
AGI-160 hitastýrð blöndunartæki fyrir baðkar
14.990
einnig fáanlegt með áföstu sturtusetti
NAPOLI
hitastýrt
sturtusett
26.900
Ný hö
nnun
Rósetturog hjámiðjur fylgja öllum
blöndunartækjum
1.590
Swift snagi, burstað
stál, mikið úrval
Flugfarþegi, sem var á leið
frá Íslandi til Halifax,
veiktist svo af hnetuof-
næmi í Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar í vikunni að kalla
þurfti til lækni, auk þess
sem lögreglunni á Suður-
nesjum var gert viðvart um
málið.
Farþeginn, sextán ára stúlka, var
með fjölskyldu sinni á ferðalagi
þegar hún veiktist. Erlend-
ur læknir, sem staddur var
í flugstöðinni á þessum
tíma, hlúði að stúlkunni og
veitti henni nauðsynlega
aðstoð.
Lögreglumenn aðstoð-
uðu svo fjölskylduna, sem
fresta þurfti ferðalaginu um sinn,
við að komast á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja.
Veiktist af heiftarlegu hnetuofnæmi