Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 34
Mannfjöldi yfir 65 ára aldri Heimild: Hagstofa Íslands 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 19 60 19 80 20 00 20 20 20 40 20 60 FRÉTTASKÝRING Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is G era má ráð fyrir að 430.545 manns muni búa á Íslandi árið 2060. Þetta er um 33% fjölg- un frá því sem er í dag. Fjölgun Íslendinga bliknar þó í sam- anburði við fjölgun jarðarbúa, þar sem spá Sameinuðu þjóðanna gerir ráð fyrir að um 10,2 milljaðrar manna muni búa hér á jörðu árið 2060 og er það rúmlega 42% fjölgun. Jarðarbúum fjölgar að meðaltali um 81 milljón manna á hverju ári og þó svo að dragi úr frjósemi verður fjölgunin ör, en það er meðal annars vegna þess að lífslíkur eru almennt að aukast og verða að meðaltali um 80 ár árið 2060 samkvæmt spánni. Þá fer meðalaldur hvers jarðarbúa einnig hækkandi, í dag er hann 29 ára en árið 2060 verður meðaljarðar- búinn hins vegar fertugur. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands geta nýfædd stúlkubörn á Íslandi vænst þess að verða 83,9 ára gamlar, en drengir 80,8 ára. Undir lok spátímabilsins verður meðalævilengd kvenna hins vegar 88,2 ár og karla 86,8 ár. Lífslíkur Íslendinga hafa aukist jafnt og þétt undanfarna áratugi og í samanburði við flest önnur vestræn ríki hefur fæðingartíðni verið frem- ur há á Íslandi. Í skýrslu Hagstof- unnar eru leiddar að því líkur að breytt fæðingarorlofslöggjöf, sem birtist í lengingu fæðingarorlofs og tengingu greiðslna úr fæðingar- orlofssjóði við tekjur einstaklinga, svo og aukin þátttaka feðra í fæðing- arorlofi eigi ríkan hátt í að viðhalda fæðingartíðninni. Fæðingartíðnin kemur til með að haldast nokkuð óbreytt, eða um 2,1 barn á konu að meðaltali. Eldri borgurum fjölgar Meðalaldur mæðra hefur hækk- að jafnt og þétt síðustu áratugi og konur eignast sitt fyrsta barn síðar á ævinni en áður var. Frá byrjun sjö- unda áratugar síðustu aldar og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en var að meðaltali 26,6 ár á árabilinu 2006-2010. Sam- kvæmt spánni kemur barneignum kvenna undir þrítugu til með að fækka, en þeim fjölgar hjá eldri kon- um Undir lok spátímabilsins verður meðalaldur mæðra kominn upp í 30,9 ár, að mati Hagstofunnar. Aldurssamsetning Íslendinga kemur til með að breytast nokkuð með hækkandi meðalaldri og eldra fólki mun fjölga töluvert. Hinn 1. janúar 2013 voru börn undir 18 ára aldri 24,8% mannfjöld- ans. Einstaklingum á þeim aldri fer hlutfallslega fækkandi og gert er ráð fyrir að þeir verði 20,5% mannfjöld- ans árið 2060. Fjöldi þeirra sem ná ellilífeyrisaldri mun tvöfaldast, en samkvæmt spánni verður 22,6% þjóðarinnar á ellilífeyrisaldri árið 2060. Í dag er hlutfallið 11,2%. Aukinn samfélagslegur kostn- aður fylgir óhjákvæmilega fjölgun ellilífeyrisþega, en Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hef- ur í tvígang lagt fram frumvarp um hækkun ellilífeyrisaldurs og telur hann vandann vera brýnan. „Það verður að taka á þessum vanda með nýgengi aldraðra, fyrr heldur en seinna, vegna þess að vinnandi fólki fjölgar ekki neitt og þetta verður því miklu meiri byrði á þeim. Þetta er ekki bara tekjubyrði heldur er þetta einnig heilbrigðisbyrði þar sem eldra fólk þarf á mun meiri heil- brigðisþjónustu að halda. Þetta verður dýrt fyrir þjóðfélagið og eitt- hvað þarf að gera,“ segir Pétur. Til þess að varpa frekara ljósi á breytta aldurssamsetningu má líta til framfærsluhlutfalls, en með því er átt við fjölda þeirra sem standa utan við vinnumarkaðinn, þ.e. börn og aldraða, í hlutfalli við fólk á vinnu- aldri. Í dag eru 21,8 aldraðir ein- staklingar á hverja 100 vinnandi ein- staklinga. Samkvæmt spánni verða hins vegar um 43-52 aldraðir um hverja 100 einstaklinga á vinnualdri árið 2060. Jarðarbúum fjölgar um rúmlega 42% Meðaltal mannfjölda og mannfjöldaspá 390.000 380.000 370.000 360.000 350.000 340.000 330.000 320.000 310.000 300.000 290.000 280.000 Heimild: Hagstofa Íslands 20 01 -’0 5 20 11 -’1 5 20 21 -’2 5 20 26 -’3 0 20 36 -’4 0 20 46 ’5 0 20 56 -’6 0 34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þess varminnst í vik-unni að 45 ár væru liðin frá inn- rás Sovétríkjanna og leppa þeirra í Varsjárbandalaginu í Tékkó- slóvakíu. Tékkóslóvakar höfðu þá reynt að breyta framkvæmd kommúnismans með því meðal annars að leyfa í takmörkuðum mæli málfrelsi, fundafrelsi, og fleiri af þeim réttindum sem fyrir fólk í vestrænum lýðræð- isríkjum voru sjálfsögð. En frelsið mátti ekki þrífast í al- þýðulýðveldunum, frelsi verka- manns í Prag til að tjá sig var bein ógn við valdhafa í Moskvu og Austur-Berlín og sérhver gagnrýni á ríkið þjóðhættuleg. Árás risaveldisins á eigin bandamann opnaði augu margra fyrir ódæðisverkum kommúnismans og reyndist þeim, sem hérlendis og erlendis studdu dyggilega við Sovét- ríkin, þörf áminning um hið sanna eðli þeirra. Örlög Tékkóslóvakíu voru þeim mun sérstæðari í ljósi þess að einungis þrjátíu árum fyrr höfðu Þjóðverjar hertekið landið í skjóli München- samkomulagsins. Landið var því, líkt og flest önnur ríki Austur-Evrópu, fórnarlamb beggja helstefna 20. ald- arinnar. Evrópuþingið hefur ákveðið að 23. ágúst sé Evrópudagur minningarinnar um fórnarlömb nasismans og kommúnismans. Dagsetningin er valin með hlið- sjónar af því að þann dag árið 1939 undirrituðu þeir Ribbentrop og Molotoff, utanríkisráðherrar Þýskalands og Sovétríkjanna, griðasamninginn sem gerði Hitler kleift að hefja síðari heimsstyrjöld. Í tilefni af þessum degi var í gær opnuð ljósmyndasýning í Þjóðarbókhlöðunni um heims- kommúnismann og Ísland, auk þess sem að tveir fræðimenn, þeir Mart Nutt frá Eistlandi og Pawel Ukielski frá Póllandi, fluttu erindi um áhrif nasism- ans og kommúnismans á heima- lönd sín. Fórnarlömb alræðisstefna 20. aldar telja vel yfir 120 millj- ónir manna. Þá er ótalinn sá mikli fjöldi fólks sem neyddist til þess að búa undir oki nas- ismans og kommúnismans við skert lífsgæði og takmarkað frelsi, allt í nafni fólksins eða þjóðarinnar. Hversu mörg líf skyldu hafa verið eyðilögð til viðbótar við þá sem létu lífið? Hversu margar fjölskyldur skyldu hafa þjáðst? Á bak við hverja tölu um mannfall eru manneskjur. Enn í dag er fólk á lífi sem mun bera þess merki alla ævi að hafa búið við slíkt stjórnarfar. Sagan á það til að muna eftir kúgur- unum, en gleyma þeim kúguðu. Hins vegar má aldrei gleyma fórnarlömbum alræðisins. Helstefnur 20. ald- arinnar skildu eftir sig blóði drifna slóð} Þeim má aldrei gleyma Barak ObamaBandaríkja- forseti dró línu í sandinn í fyrrasum- ar: Ef stjórn As- sads í Sýrlandi beitti efnavopnum í borgarastyrjöldinni hefði það í för með sér afskipti Bandaríkj- anna. Nú lítur út fyrir að Assad hafi ákveðið að láta reyna á orð Obama því að sterkar vísbend- ingar eru um að hann hafi beitt efnavopnum í stórum stíl gegn eigin borgurum í úthverfi höfuð- borgarinnar þar sem uppreisn- armenn hafa verið ráðandi. Raunar er talið að hann hafi áð- ur beitt efnavopnum í smærri skömmtum, ef til vill til að kanna viðbrögðin, en þar sem afleið- ingarnar hafi engar verið hafi hann færst í aukana. Ekki er hlaupið að því að safna sönnunargögnum um vopnanotkun á átakasvæðum sem lokuð eru umheiminum og stjórn Assads harðneitar að sjálfsögðu að hafa nokkuð með efnavopnanotkun að gera. Skila- boð stjórnarinnar eru að líklega hafi uppreisnarmenn gripið til efnavopna til að fá fram samúð erlend- is. Þær kenningar sýrlenskra stjórn- valda geta seint tal- ist líklegar og sennilegra að stjórnvöld hafi notað efnavopn til að veikja upp- reisnarmennina og auðvelda hernum að ná á sitt vald þessum mikilvægu svæðum nærri höf- uðstöðvum stjórnarinnar. Alger fullvissa er nokkuð sem sjaldan er í boði í stríðsátökum, sérstaklega við þær aðstæður sem nú ríkja í Sýrlandi. Obama getur út af fyrir sig haldið áfram að velta þessu fyrir sér eins og hann hefur lengi gert og innan stjórnar hans munu vera skiptar skoðanir um hvort nú sé rétti tíminn til að bregðast við. Hann þarf þó að hafa í huga að ef hann gerir ekkert nú þegar flest bendir til að Assad hafi beitt efnavopnum í stórum stíl þá munu hvorki stjórnvöld í Sýr- landi, Teheran eða Pjongjang sjá ástæðu til að hlusta á það sem hann hefur fram að færa hér eftir. Þá hefði verið farsælla að láta hótanirnar eiga sig. Nú velta því margir fyrir sér hvort hót- anir Obama í fyrra voru innantómar} Óljós lína í sandi Sýrlands E dmund Burke sagði eitt sinn að allt sem góðir menn þyrftu að gera til að hið illa næði fram að ganga væri að gera ekkert. Pistlahöfundur sat eitt sinn á bar með góðum vini, sem vakti athygli hans á að umræða um þjóðfélagsmál er annaðhvort í ökkla eða eyra. Öfgafull framsetning á jaðar- skoðunum virtist í hennar augum eina leiðin til að ná augum og eyrum almennings, fjölmiðla og ráðamanna. Skynsamt fólk með hófsamar skoðanir og kurteisa framsetningu forðast „umræðuna“ eins og heitan eldinn, vitandi að það verður uppnefnt í innhringiþáttum kverúl- anta eða í athugasemdakerfi vefmiðla. Und- irritaður hefur, allavega í seinni tíð, haft vit á að forðast þátttöku í „umræðunni“, en ítrekað tekið um enni sér þegar hver sjálfskipaði sam- félagsrýnirinn á fætur öðrum lætur gamminn geisa á op- inberum vettvangi. Steininn tók þó úr þegar fyrirsögn þess efnis að leiðtogi hins vestræna heims væri á leið til landsins blasti við á tölvuskjánum. Forvitnin rak mig til að skoða hvað væri á seyði. Í ljós kom að umrædd fyrirsögn var tekin úr símaviðtali tveggja reyndra útvarpsmanna, sem tóku því sem heilögum sannleik að Guð almáttugur hefði sagt viðmælanda þeirra að umræddur leiðtogi væri væntanlegur til fundar við hann, því hann kærði sig ekki um að hitta ráðamenn Íslands. Ekki löngu síðar, nokkru eftir að lófafarið á enninu var hætt að vera eins áberandi eftir útvarpsviðtalið, tók fyrrverandi sjómaður og þjóð- þekktur lagahöfundur upp á því í athuga- semdakerfi vefmiðils – hvar annars staðar? – að viðra vægast sagt ógeðfelldar skoðanir sínar um samkynhneigða. Þjóðfélagið lagði dyggi- lega við hlustir, enda um hágæða íslenska „um- ræðu“ að ræða. Ekki þótti þó einum vefmiðli nóg um að umræddur afturhaldsmaður væri milli tannanna á fólki á öllum betri kaffistofum landsins. Þessi miðill fékk þessum manni því beina línu til þjóðarinnar, þar sem hann svaraði spurningum netverja í góða klukkustund eða svo. Maðurinn útlistaði þar skoðanir sínar á hegðun og kynlífi samkynhneigðra í smáat- riðum, og fólk kepptist um að hneykslast á þessum ótrúlegu viðhorfum. Einhver kynni að segja að þetta hafi verið hið rétta í stöðunni, þar sem skoðanir sem þessar þoli ekki sviðsljós „umræðunnar.“ Með sömu rökum ætti að gefa talsmönnum baptistakirkjunnar í Westboro reglulega að- gang að fjölmiðlum, en hún er þekktust fyrir að hafa letrað á skilti hin frægu orð „God hates fags“, eða „Guð hatar homma“. Martin Niemöller orti prósaljóð þar sem hann gagnrýndi sofandahátt þýskrar menntaelítu á uppgangs- árum þjóðernissósíalisma í heimalandi hans. Rökfærslu- maður er sagður rökþrota þegar hann notar þriðja ríkið til samanburðar í málflutningi sínum. Ljóðið beinist hins veg- ar ekki að hinum illu, heldur þeim góðu sem ekkert gera. Þegar öll vígin eru fallin og allar „umræður“ orðnar öskur- keppni, get ég þá áfellst aðra en sjálfan mig fyrir að hafa setið aðgerðalaus meðan öfgamenn rændu „umræðunni“? Gunnar Dofri Ólafsson Pistill Allt sem góðir menn þurfa að gera STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.