Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013
Tveir jafnaldrar Sigurðar VE eru
enn gerðir út til veiða á uppsjáv-
arfiski, Víkingur AK, sem er syst-
urskip Sigurðar, og Lundey NS.
Öll voru þau smíðuð í Þýskalandi
árið 1960 sem síðutogarar og
hafa verið einstök aflaskip. Öld-
ungarnir þrír hafa hver um sig
komið með um eða yfir milljón
tonn að landi og aflað þjóðar-
búinu gífurlegra verðmæta.
Víkingur hefur ávallt borið það
nafn, en það var Síldar- og fiski-
mjölsverksmiðjan á Akranesi,
sem lét smíða síðutogarann, en
HB Grandi gerir Víking nú út.
Lundey NS hét upphaflega
Narfi og bar einkennisstafina RE
13, en skipið var smíðað fyrir
Guðmund Jörundsson, skipstjóra
og útgerðarmann á Akureyri.
Hann lét breyta Narfa í skuttog-
ara árið 1974 og skipinu var
breytt í nótaskip árið 1978.
Fljótlega eftir þá breytingu var
Narfi seldur til Hraðfrystihúss
Eskifjarðar, Eskju, og fékk nafnið
Jón Kjartansson SU 111. Þegar
nýrra skip leysti Jón Kjartansson
af hólmi var nafni skipsins
breytt í Guðrún Þorkelsdóttir SU
211 en það hafði áður verið
endurbyggt á árinu 1998. Árið
2007 eignaðist HB Grandi skipið
og fékk það þá nafnið Lundey NS
14.
Öldungarnir hafa skilað miklu
TVEIR JAFNALDRAR SIGURÐAR BERA ENN AFLA AÐ LANDI
Morgunblaðið/Sigurgeir
Lagt á ráðin Kristbjörn Árnason, Sigurður Einarsson, útgerðarmaður, og Sigur-
steinn Óskarsson í brúnni á Sigurði VE. Skipið kom með um milljón tonn að landi.
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Aflaskipið Sigurður VE 15 heldur úr
heimahöfn sinni í Vestmannaeyjum
áleiðis til Danmerkur einhvern
næstu daga. Þar verður skipið bútað
niður í brotajárn eftir að hafa þjónað
Íslendingum dyggilega í rúmlega
hálfa öld. „Þetta er afburðaskip og
einstakt sjóskip,“ segir Kristbjörn
Árnason, sem þekkir skipið trúlega
manna best, en hann var skipstjóri á
Sigurði frá 1974 þar til hann fór í
land fyrir þremur árum, þá 72 ára.
Hann segir lítið við því að segja
þó skipið fari til niðurrifs í Dan-
mörku. Allt hafi sinn tíma. Ný skip
komi í staðinn fyrir gömul, þetta sé
eins og hjá mannfólkinu, þar sem
maður kemur í manns stað.
Heppinn með mannskap
„Það var ekki bara að skipið væri
afbragð, heldur voru miklir sóma-
menn í forsvari fyrir útgerðina allan
tímann og þar nefni ég sérstaklega
feðgana Einar Sigurðsson og Sigurð
Einarsson. Ég var líka alla tíð mjög
heppinn með mannskap. Það voru
mikið sömu kallarnir hjá mér og ég
á ekki aðrar minningar um þá en að
þetta hafi allt verið úrvalsmenn,“
segir Kristbjörn, öðru nafni Bóbi,
sem átti sitt annað heimili um borð í
fjölda ára.
„Skrokkur skipsins er úr þykku
og góðu, þýsku eðalstáli, sterk-
byggður og sérstaklega hannaður til
að vera við veiðar í ís. Sigurður varði
sig einstaklega vel í vondum veðrum
og það var hægt að treysta skipinu
fullkomlega. Ég man ekki eftir að
hafa nokkru sinni orðið hræddur á
honum þó oft væri hart sótt.
Við vorum margar vetrarvertíðir
á loðnu og oft var siglt langa leið um
hávetur til Krossaness með full-
fermi, það var ekki alltaf auðvelt.
Það var þannig að ef vont var í sjó-
inn þá hægði hann á sér sjálfur og
maður þurfti ekki að hafa fyrir því
að slá af ef það komu óvenjulega
stór brot.“
Breytt í nótaskip í Noregi
Kristbjörn býr á Húsavík og þar
byrjaði hann sína sjómennsku ung-
ur að árum. Hann fór síðan á vertíð í
Sandgerði og Reykjavík og var með
Örfirisey, Akurey, Engey og Bár-
una, en Einar Sigurðsson gerði öll
þessi skip út. Hann fylgdist síðan
með þegar Sigurði var breytt í nóta-
skip í Noregi og kom með skipið
heim 1974.
Hann fékk síðan það verkefni að
reyna að veiða loðnu í nót á skipinu.
Það gekk bærilega, svo vægt sé til
orða tekið. Árið 1975, nokkru fyrir
kvóta og aflamark, komu Kristbjörn
og áhöfn hans til dæmis með 40 þús-
und tonn af fiski að landi. Krist-
björn vill þó ekki mikið ræða slíkt:
„Ekki vera með neitt mont í þessu,
það var aldrei meðan ég var um
borð,“ segir Kristbjörn.
Flateyri, Reykjavík, Eyjar
Sigurður var smíðaður sem síðu-
togari í Bremerhaven í Þýskalandi
árið 1960 fyrir Ísfell á Flateyri. Það
fyrirtæki var í eigu Einars Sigurðs-
sonar, Einars ríka, eins og hann var
oftast nefndur. Sigurður hlaut fyrst
einkennisstafina ÍS 33 en var aldrei
gerður út frá Flateyri. Sigurður var
síðar skráður í Reykjavík og bar þá
einkennisstafina RE 4. Hann var í
eigu Ísfells til 1984. Þá eignaðist
Hraðfrystistöð Vestmannaeyja
hann og 1992 varð Sigurður eign Ís-
félagsins þegar Hraðfrystistöðin og
Ísfélagið í Vestmannaeyjum sam-
einuðust og fékk einkennisstafina
VE 15.
Mikið afla- og happaskip
Sigurður var smíðaður með það
fyrir augum að gera hann út til
karfaveiða við Nýfundnaland en
togarar höfðu þá mokað karfanum
upp þar. Skömmu eftir að Sigurður
hóf veiðar var karfinn við Ný-
fundnaland uppurinn og því lítil
verkefni fyrir skipið, enda var því
lagt um hríð.
Árið 1963 hóf Sigurður veiðar að
nýju, þá sem togari á Íslandsmiðum
undir skipstjórn Auðuns Auð-
unssonar og varð þá strax mikið
afla- og happaskip og hefur verið æ
síðan, segir á Heimaslóð. Þar er að
finna margvíslegar upplýsingar um
mannlíf og menningu í Vest-
mannaeyjum og líf og störf Eyja-
manna.
Guðbjörn Jensson tók við skip-
stjórn á Sigurði haustið 1965 og var
með hann þar til í september 1966,
að Arinbjörn Sigurðsson tók við
skipstjórninni og var með skipið til
ársins 1973. Hætt var að gera skipið
út sem togara í september það ár.
Sigurður aflaði afbragðsvel sem
síðutogari og á árunum 1963 til 1972
varð hann átta sinnum aflahæsti
togari landsins og mesti afli sem
hann kom með í einni veiðiferð voru
537 tonn af karfa og þorski.
Notaður síðast veturinn 2012
Sigurði var breytt í nótaskip í
Kristianssand í Noregi og kom sem
slíkur til landsins vorið 1974. Byggt
var yfir skipið hjá Stálvík í Hafn-
arfirði árið 1976 og skip og tæki
hafa verið endurnýjuð eftir því sem
þörf var á. Frá 1974 til 2010 var
Kristbjörn skipstjóri á Sigurði, en á
tímabili var Haraldur Ágústsson
skipstjóri á móti honum.
Síðast var Sigurður notaður á
loðnuvertíðinni 2012, en hefur legið
við bryggju síðan. Flestir þekkja
Sigurð VE eflaust sem uppsjáv-
arskip, en í tíð Kristbjörns og Har-
aldar var skipið einnig um tíma við
veiðar við Nýfundnaland, í Barents-
hafi og við Afríku.
„Hægt að treysta skipinu fullkomlega“
Aflaskipið Sigurður VE 15 fer í niðurrif í Danmörku á næstunni Þýska stálið hefur staðið sig vel
í rúmlega hálfa öld Aldrei hræddur þó hart væri sótt, segir Kristbjörn Árnason skipstjóri í áratugi
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Á sjó Kristbjörn Árnason landar
netafiski úr trillu sinni, Lundey ÞH,
á Húsavík síðasta vor.
Morgunblaðið/Kristján
Með fullfermi Sigurður VE á leið með fullfermi af loðnu í verksmiðjuna í Krossanesi fyrir rúmum áratug. „Einstakt sjóskip,“ segir Kristbjörn skipstjóri.
VELKOMINN Í BATA SMÁRALIND
Full búð af nýjum vörum
Vertu vinur á
18.990.-24.990.-
18.990.-
49.990.- 12.990.-