Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 28
28
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Við erum smám saman að vinna
okkur út úr afleiðingum hrunsins.
Greitt hefur verið úr flækjum, íbúum
er að fjölga og
tekjur þeirra að
aukast og sveitar-
félagsins þar
með. Að und-
anförnu höfum
við því getað farið
í ýmsar fram-
kvæmdir sem
voru orðnar að-
kallandi,“ segir
Páll Snævar
Brynjarsson,
sveitarstjóri í Borgarbyggð.
Byggt og breytt í Brákarhlíð
Nýlega lauk framkvæmdum við
stækkun elli- og hjúkrunarheimilis-
ins í Brákarhlíð í Borgarnesi. Byggð
var hjúkrunardeild sem tekur alls 30
vistmenn og eru þeir fyrstu þegar
fluttir inn. Heildarkostnaður við
þessa framkvæmd er um 850 millj-
ónir króna og greiðir ríkið 85%
kostnaðar, með leigusamningi sem
gildir til 40 ára. Sveitarfélagið, ásamt
Skorradalshreppi og Eyja- og Mikla-
holtshreppi sem eru aðilar að heim-
ilinu, borgar það sem út af stendur.
Nú er unnið að endurbótum á öðrum
hluta húsnæðis Brákarhlíðar.
Víðfeðmt svæði
„Aðstaðan í Brákarhlíð var barn
síns tíma, en nú er þetta komið í gott
horf,“ segir Páll sem verið hefur
sveitarstjóri í Borgarbyggð frá árinu
2002. Þá náði sveitarfélagið yfir
Borgarnes og aðliggjandi svæði, en
fjórum árum síðar bættust við
byggðirnar í uppsveitum héraðsins;
það er Borgarfjarðarsveit.
„Þetta er víðfeðmt svæði en
okkur hefur þó tekist að halda utan
um þetta,“ segir Páll. Framkvæmdir
sveitarfélagsins um þessar mundir
segir hann vera víða í sveitarfé-
laginu. Má þar nefna dreifbýlið svo
sem háskólaþorpin á Bifröst og
Hvanneyri og ýmis járn séu í eld-
inum í Borgarnesi. Má þar nefna t.d.
göngustígagerð syðst í bænum, það
er í gamla miðbænum og inn með
Borgarvogi þar sem íþróttamiðstöð
bæjarins er.
Þessi gönguleið nýtur vinsælda
t.d. meðal ferðamanna og í krafti
þess fengust styrkir til verkefnisins
frá Ferðamálastofu. Það léttir undir,
að sögn Páls, en alls leggur sveitar-
félagið um 100 millj. kr. til fram-
kvæmda á þessu ári.
Bæta í og styrkja innviði
Í það heila verða tekjur Borg-
arbyggðar á líðandi ári um 2,8 millj-
arðar og skilar útsvarið um helmingi
en fjórðungur kemur úr jöfn-
unarsjóði sveitarfélaga. Annað eru
fasteigna- og þjónustugjöld.
Fyrir hrun var mikið byggt í
Borgarbyggð og fyrir vikið var nið-
urdýfan í hruninu brött, að sögn
sveitarstjórans.
„Hér voru stór fyrirtæk í bygg-
ingaiðnaði sem þurftu að draga segl-
in mjög skarpt saman. Sem betur fer
tókst að halda þeim á lífi, en þess sér
auðvitað stað víða þegar starfs-
mönnum fyrirtækis fækkar úr rúm-
lega 200 niður í 55 eins og dæmi eru
um,“ segir Páll. Nefnir hann í þessu
samhengi að sumarið 2008 bjuggu
3.760 manns í Borgarbyggð, árið eft-
ir fækkaði þeim um rúmlega 200 og
fækkaði frekar árið 2010 og 2011. Nú
er íbúafjöldinn kominn í 3.500 og
hefur aukist undanfarna mánuði.
Fækkunin tók í en fjölgunin nú gef-
ur sveitarfélaginu byr í seglin, svo
sem að bæta í varðandi þjónustu og
styrkingu innviða.
Fjölgun íbúa
gefur byr í seglin
Framkvæmdir í Borgarbyggð
Greiða flækjur hrunsins Dýfan
var brött Elliheimili og göngustígar
Morgunblaðið/Ómar
Hraunfossar Borgarbyggð er víðfeðm og ystu mörk eru inni á hálendi. Fossarnir fögru eru í Hvítánni.
Borgarnes Fallegur bær og
elsti hluti hans, sem er fremst á
nesinu, er gamall og gróinn.
Páll Snævar
Brynjarsson
Framkvæmdir
» Í Borgarbyggð búa nú um
3.500 manns. Voru þegar best
lét í góðærinu 3.760.
» Víðfeðmt sveitarfélag og
víða þarf að taka til hendi. »
Göngustígagerð á fallegum
stað við Borgarveginn er
næsta mál á dagskrá.
» Endurbætur á elliheimili
voru áherslumál og er nú að
ljúka.
„Við höfum leitast við að vera
með sýningar sem eru í senn frum-
legar og ögrandi en fræðandi um
leið,“ segir Guð-
rún Jónsdóttir,
forstöðumaður
Safnahúss
Borgarfjarðar. Í
vor var sett upp
ný fastasýning í
húsinu og fékk
hún heitið Ævin-
týri fuglanna.
Uppistaðan þar
eru um 200 fugl-
ar af um 100 teg-
undum, sem hamskerarnir Jón Guð-
mundsson og Kristján Geir-
mundsson hafa stoppað upp, báðir
miklir meistarar á sínu sviði. Nátt-
úrugripasafn Borgarfjarðar er eitt
þeirra safna sem eru í Safnahúsi og
er það safnkostur þess sem er uppi-
staðan í sýningunni. Safnið var sett
á laggirnar fyrir um fjörutíu árum og
þar er margt merkilegt að finna.
„Þarna eru ýmsir sjaldgæfir flæk-
ingar og eins get ég nefnt langvíu-
egg sem tínt var norður í Grímsey
fyrir rúmlega öld síðan,“ segir Guð-
rún um þessa sýningu sem Snorri
Freyr Hilmarsson hannaði.
Börn í 100 ár er yfirskrift ann-
arrar fastasýningar Safnahússins og
er hún líka hönnuð af Snorra. Þar
eru sýndar ljósmyndir af börnum og
Flækings-
fuglar
og börn
Guðrún
Jónsdóttir
Fuglar Sýning á
uppstoppuðum fugl-
um hefur vakið verð-
skuldaða athygli.
BORGARNES
DAGA
HRINGFERÐ
„Salan er aðeins að taka við sér og
það helst í hendur við meiri umsvif í
atvinnulífinu. Unnið er að ýmsum all-
stórum verkefnum um þessar mundir
og vegna þeirra hafa verktakar verið
á höttunum að útvega sér notuð
tæki. Þar er hins vegar ekki um auð-
ugan garð að gresja,“ segir Arilíus
Dagbjartur Sigurðsson, sem rekur
bíla- og vélasöluna Geisla í
Borgarnesi.
„Fyrst eftir hrunið voru ósköpin öll
af nýlegum vélum og tækjum seld úr
landi, sem nú væri gott að grípa til.
Það þyngir líka róðurinn að tæplega
er hægt að fá neina fjármögnun til
kaupa á eldri tækjum.“
Aðsetur Geisla, sem Arilíus rekur
með Dagbjarti Ingvari syni sínum, er
við Engjaás í Borgarnesi þar sem eru
gatnamót Norðurlands- og Snæfells-
vegar. Þetta er fyrirtæki í þjóðbraut
og af því leiðir að viðskipavinirnir
koma víða að. „Já, við eigum vini um
allt land. Eins og þú sérð hér á plan-
inu þá höfum við svolítið einbeitt
okkur að vinnuvélum, því sjálfur
starfaði ég lengi á þeim vettvangi.
Hér erum við með gröfur, traktora,
vörubíla, tengivagna, rútur og fleira.“
Fyrst eftir hrun var sáralítið flutt
af nýjum bílum til landsins. Afleiðing
þess er sú, að í dag er lítið úrval á
sölu af bílum í árgerðum 2008-2010,
en áður fyrr voru slíkir áberandi á
bílasölunum. „Þó koma stundum inn
ágætir fólksbílar í sölu hjá okkur og
séu þeir á verðbilinu 1,0-1,5 milljón
kr. seljast þeir fljótt,“ segir Arilíus í
Borgarnesi. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Geisli Arilíus í Borgarnesi selur gröfur, traktora, vörubíla, rútur og fólksbíla.
Okkar vantar vinnuvélar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013