Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú verður að líta upp úr vinnunni og horfa framan í heiminn stöku sinnum. Kannski á viðkomandi það líka skilið. Ekki er allt gull sem glóir og þú græðir á því að skoða hlutina. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur öðlast margt sem þú hefur látið þig dreyma um árum saman. Láttu lítið á þér bera og ekki búast við miklu í stöðu þar sem þú þarft að treysta á aðra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Dagurinn í dag mun að líkindum einkennast af spennu og átökum á heimili. Stattu fastur á þínu uns rykið eftir hina hefur sest aftur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hollusta þín andspænis krefjandi verkefni blæs þeim sem þarfnast uppörvunar og hvatningar anda í brjóst. Hafðu bara hægt um þig þar til öldurnar lægir og ræddu þá málið við yfirmann þinn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Öllu gríni fylgir einhver alvara svo þú skalt gæta orða þinna og hafa aðgát í nær- veru sálar. Vertu ekki óþarflega harður við sjálfan þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vinkona gæti átt það til að sækjast eftir félagsskap þínum, þið notið tækifæri til þess að ræða framtíðarmarkmið ykkar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur öðlast djúpan skilning á því sem skiptir sköpum fyrir þig. Það veltur mikið á því að þú náir að notfæra þér sérstök tæki- færi, sem bjóðast í dag. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að standa í félagslegum leiðindum eins og afsökunum og öðrum átök- um. Reyndu að hemja skap þitt og forðast rifrildi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ættir ekki að eiga samskipti við stórar stofnanir eða yfirvöld í dag. Fólk virðist einstaklega hörundsárt. Samkomulag virðist óhugsandi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú laðast að kvenlegri orku, því þú þarfnast umhyggju og næringar. Farðu var- lega hvort sem þú ert á gangi og í umferðinni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Blandaðu þér ekki í deilur vinnu- félaga þinna að svo stöddu. Hlýddu vel á sjónarmið annarra áður en þú tekur ákvörð- un. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert að glíma við eitthvert vandamál sem veldur þér miklum heilabrotum. Notaðu heilbrigða skynsemi og beittu þig aga því þá mun þér farnast vel. Karlinn á Laugaveginum varþungur á brún þegar ég sá hann vegna þeirra viðskipta- þvingana, sem Evrópusambandið beitir Færeyinga. „Sagan endur- tekur sig, við erum næstir,“ sagði hann og rifjaði upp að þúsundir manna hefðu mætt á útifundinum á Lækjartorgi árið 1958 til að mót- mæla yfirgangi Breta í landhelgis- málinu. Andvirði útfluttra sjávaraf- urða Íslendinga nam þá 97% af gjaldeyristekjunum. – Fiskimiðin okkar eru þess vegna lamb fátæka mannsins, sagði Sigurður frá Vigur á útifundinum. „Og Færeyingar eru í sömu stöðu og við vorum þá,“ bætti karlinn við: Enn þeir vilja okkur þvinga, ekki minnkar þeirra dramb Fiskurinn er Færeyinga, fátæka mannsins eina lamb. „Haust í nánd“ er yrkisefnið á Leirnum. Sigrún Haraldsdóttir yrkir: Fer að haust með dauðadyni, daprast litur stráa, til mín klökk í kveðjuskyni kvakar lóan smáa. Ólafur Stefánsson lætur í sér heyra: Kemur vetur kaldur, hreinn, kúri þá í náðum. Er það gróði alveg beinn ef að haustar bráðum. Og síðan í sviga merkt „Ó: Með lóunni ég legg af stað í langferð suðŕá bóg til að fá mér buslubað og bjór að koma í lóg.“ Þessar stökur bárust að norðan frá Fíu: Engin gul sem gullinn dregill, glitra net af vetrarkvíða. Vatnið orðið eins og spegill eftir honum skýin líða. Fölna tindar, fölna á greinum fáein lauf, sem bráðum detta. Í grænum mosa á gráum steinum grætur dögg, en berin spretta. Páll Jónasson í Hlíð yrkir um farfuglana: Á haustin burt fuglarnir fljúga og fara í suðrinu að búa. En öfugt við okkur mun allur sá flokkur aftur til átthaga snúa. Þeir sungu um síðkvöldin hlý en svo voru farnir og því ég þyngist í spori en veit þó að vori í varpa þeir birtast á ný. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Lamb fátæka mannsins og haust í nánd Í klípu „ÉG HEF VERIÐ GÓÐUR. LÁTUM ÞAÐ DUGA. LÖGFRÆÐINGURINN MINN HEFUR RÁÐLAGT MÉR AÐ SVARA EKKI FLEIRI SPURNINGUM.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EF ÞÚ FERÐ EKKI AÐ SOFA, ÞÁ MUNTU ÆFA SVEIFLUNA Í HJÓLASTÓL.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fara í útilegu þegar þú myndir frekar vilja vera í hlýju rúmi. ÞAÐ ER SVOLÍTIÐ SÍÐAN ÞÚ HEFUR GERT ÞETTA, HRÓLFUR … … ÞANNIG AÐ ÉG ÆTLA AÐ RIFJA UPP FYRIR ÞÉR … ÞETTA ER ÞVOTTAPOKI … … OG ÞETTA ER SÁPUSTYKKI. LÁTTU MIG VITA ÞEGAR ÞÚ ERT BÚINN AÐ LESA ÞETTA BLAÐ … MIG LANGAR AÐ LESA TEIKNIMYNDA- SÖGURNAR. ÞETTA VAR OF AUGLJÓST, ER ÞAÐ EKKI? MÁTTI REYNA.Víkverji ákvað að fara með skó-garmana sína til skósmiðs og láta aðeins lappa upp á þá, í þeirri meiningu stóð hann að minnsta kosti. Sú varð ekki raunin. Skósmiðurinn virti þá fyrir sér með greinandi auga, handfjatlaði í stutta stund og kvað upp dóminn á örskotsstund: „Það þarf að skipta um sóla á þeim báðum og rennilásana. Það tekur því ekki að gera við þá því það kostar um 16 þús- und krónur. Ég myndi ráðleggja þér að kaupa bara nýja.“ Ha, eru þeir svona slæmir, var það eina sem Vík- verji gat stunið upp tregafullur, tók þá í fang sér og virti þá fyrir sér, um leið og hakan seig óvenjulangt niður að bringu. x x x Hann sem ætlaði að vera svo hag-sýnn og nýta hlutina til hins ýtr- asta en nei, allt kom fyrir ekki. Henda og kaupa nýtt er svar nú- tímans. Einnota samfélag takk fyrir. x x x Af hverju kostar það virði einsskópars, og það úr leðri, að láta gera við það? Af hverju er ekki hægt að eiga fína skó í nokkur ár? Hvaða endingu má búast við að hlutirnir hafi? Á maður ekki að geta notað eitt skópar í meira en tvö ár og það skó úr leðri sem kosta rúmlega 20 þús- und krónur? Tja, maður spyr sig. Viðhald á skónum var barasta alveg ágætt, borið á þá af og til en notaðir kannski nánast upp á dag um tíma … x x x Víkverji var þó ekki af baki dottinn.Hann skellti sér í þá í vinnuna og var hinn ánægðasti. Það var heppni að hann kom akandi en ekki gang- andi til vinnu því ekki var hægt að renna skónum almennilega upp. En það blasti við að nýir skór skyldu keyptir. x x x Ekki er það þó amalegt að hafadottið inn í búð sem er rétt fyrir utan bæinn og selur þessar líka fínu vörur á góðum kjörum. Búðin er Álnavörubúðin og er í Hveragerði. Góð merki á hagstæðu verði. Þar er t.d. sama vara og er seld á höfuð- borgarsvæðinu mun ódýrari. víkverji@mbl.is Víkverji Allt sem faðirinn gefur mér mun koma til mín og þann sem til mín kemur mun ég alls eigi brott reka. (Jóhannesarguðspjall 6:37) STÓRÚTSALA! Allar vörur á útsölu Allt að 50% afsláttur Ármúla 5 • 108 Reykjavík • Sími 544 8181 Þekking • Þjónusta Olíumálverk 40% afsláttur Skápar 10-40% afsláttur Sófar 15-30% afsláttur Jantzen hægindastólar 20% afsláttur Rubelli tungusófar 168.300,- Lampar og kertastjakar 20% afsláttur www.innlit.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.