Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Þjóðminjasafn Íslands:
Menningarnótt, 24. ágúst- Ókeypis aðgangur, opið 10-22:
kl.11 leiðsögn á ensku - kl.13-15 Á vit minninganna - kl.14 barnaleiðsögn -
kl.14 og 18 leiðsögn um sýninguna Sigfús Eymundsson myndasmiður -
kl.15 og 16 lifandi leiðsögn um grunnsýningu -
kl.19:30 fyrirlestur Hjörleifs Stefánssonar um torfhús – kl.20:30 jazztónleikar.
Skemmtilegir ratleikir, safnbúð og kaffihús.
Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu:
Jazztónleikar kl.19, 24. ágúst - Handritin og listaverk, safnbúð og kaffihús.
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is www.thjodmenning.is
www.facebook.com/thjodminjasafn og www.facebook.com/thjodmenning
Opið alla daga í Þjóðminjasafni 10-17, Þjóðmenningarhúsi 11-17
Óvænt kynni
- Innreið nútímans í íslenska hönnun
(7.6.-13.10.2013)
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
GERSEMAR 18.5.-25.8.2013 • MEMENTO MORI - SARA RIEL 5.7.-25.8.2013
SÍÐASTA SÝNINGARHELGI!
MENNINGARNÓTT - Opið frá kl. 10:00-22:30
Dagskrá frá kl. 16:00-21:00. Sjá vefsíðu safnins: listasafn.is - ÓKEYPIS AÐGANGUR!
SAFNBÚÐ - Listaverkabækur, gjafakort og listrænar gjafavörur.
KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti.
Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM og FORNMENN
Menningarnótt - 24. ágúst kl. 14: Vinnustofuspjall, Rakel Pétursdóttir
fjallar um líf of list Ásgríms. - ÓKEYPIS AÐGANGUR!
Opið þriðjudaga-fimmtudaga kl. 11-14, sunnudaga 13-16
Bergstaðastræti 74, sími 515 9625. www.listasafn.is
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
ÚR DJÚPUNUM - Samsýning Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og Listasafns Íslands
SUMARTÓNLEIKAR - þriðjud. 27. ágúst kl. 20:30 - Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla og Joshua Pierce píanó
Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga.
Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Tilvist
Eiríkur Smith
olíumálverk og vatnslitamyndir
frá 1968-1982
Síðasta sýningarhelgi
sýningunni lýkur sunnudag 25. ágúst
Opið 12-17, fim. 12-21,
lokað þriðjudaga.
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Menningarnótt og Reykjavík Dans
Festival taka höndum saman í dag
en margir hafa eflaust velt fyrir sér
svörtum klefum sem komið hefur
verið fyrir á nokkrum stöðum í
borginni, m.a. í Hörpu og Hafnar-
húsinu. Um er að ræða verkefni sem
nefnist Black Yoga Screaming
Chamber, eða svörtu öskurklef-
arnir. Gestum Menningarnætur
gefst tækifæri til að finna smáfrið
frá skarkala umhverfisins og öskra
úr sér lungun.
Öll öskur verða tekin upp og úr
þeim gert eitt stórt öskur þar sem
þau hafa öll verið sett saman.
Danshátíðin Reykjavík Dans
Festival hófst í gær með sýningu
Ernu Ómarsdóttur og Valdimars
Jóhannssonar sem bar heitið To
The Bone og var sýnd í Þjóðleik-
húsinu.
Í dag verður danssýningin
Lunch Beat í Hafnarhúsinu frá
klukkan tólf til eitt. Þá verður
verkinu Eldar skotið á loft klukkan
ellefu í kvöld, en verkið og flug-
eldasýningin er einn og sami hlut-
urinn.
Á morgun verður svo sýnt verk-
ið Soft Target eftir Margréti Söru
Guðjónsdóttur.
Dans Verkið Soft Target eftir Margréti Söru verður sýnt á morgun.
Öskrað og dansað
á Menningarnótt
Reykjavík Dans Festival hófst í gær
Menningarnótt 2013
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Menningarnótt er hvorki staður né
stund fyrir valkvíða. Fjöldi viðburða
er slíkur að engum manni er mögu-
legt að sækja þá alla heim. Flestir
ættu því að finna eitthvað við sitt
hæfi í miðborginni frá morgni til
kvölds.
Formleg setning Menningarnætur
verður við Höfðatorg í dag klukkan
12.30 með afhjúpun á útilistaverki
eftir bandaríska listamanninn Rafael
Barrios. Það er sjálfur borgarstjór-
inn sem afhjúpar verkið sem nefnist
Obtusa en það er í eigu Skúla Mogen-
sen og Margrétar Ásgeirsdóttur. Þau
buðu Listasafni Reykjavíkur verkið
að láni eftir að hafa séð hversu vel
verkið naut sýn í almannarými í New
York síðasta sumar.
Sýning á níu skúlptúrum eftir
Rafael Barrios var sett upp meðfram
Park Avenue á Manhattan í New
York síðastliðinn vetur. Þar á meðal
var verkið Obtusa. Vegfarendur í
New York gátu séð verkin frá mis-
munandi sjónarhornum og vöktu þau
feikilega athygli og aðdáun. Stað-
setning á verkinu Obtusa við Höfða-
torg er valin með það í huga að al-
menningur í Reykjavík geti notið
þess á sama hátt og í New York.
Upphaf menningarársins
Menningarnótt er gjarnan upphaf
komandi menningarárs en leikhúsin,
sinfónían og aðrar menningarstofn-
anir eru óðum að kynna dagskrá sína
fyrir veturinn og komandi menning-
arár. Á Menningarnótt ljúka lista- og
menningarstofnanir, listamenn, list-
hópar og fjölmargir aðrir upp dyrum
sínum og bjóða gestum Menningar-
nætur upp á dagskrá sem endur-
speglar þá fjölbreyttu starfsemi sem
framundan er á árinu. Af því tilefni
munu hátíðir eins og Airwaves,
Reykjavík Dance Festival, Lókal – al-
þjóðleg leiklistarhátíð, Kvikmyndahá-
tíðin Riff og fleiri kynna gestum starf-
semi sína á komandi hátíðarári með
lifandi viðburðum í Hörpu.
Búist er við hátt í hundrað þúsund
gestum í miðbæinn til að upplifa þá
600 viðburði sem verða í boði á Menn-
ingarnótt. Til að tryggja öllum þess-
um einstaklingum gott aðgengi að
dagskránni er nú hægt að setja upp
sína eigin dagskrá á heimasíðu Menn-
ingarnætur. Eins getur fólk kynnt sér
á síðunni hvaða götum verður lokað
en akstur verður bannaður í nærri því
öllum miðbænum. Þeir sem ætla að
koma í bæinn á bílnum geta þó lagt
t.d. við Kirkjusand og víðar og tekið
Strætó inn í miðborgina. Frekari upp-
lýsingar um vaktstöðvar lögreglu,
bílastæði og salerni í og við miðbæinn
er hægt að nálgast á heimasíðu hátíð-
arinnar.
Boðið upp á 600 við-
burði í miðbænum
Búist við 100.00 gestum á Menningarnótt Reykjavíkur
Vatnadísir
Verslun Evu Laugavegi 26. Vatnadís-
ir svífa um. Fallegar ljósmyndir eftir
Berglindi Jack til sýnis í versluninni.
Gamla höfnin Í fókus
Geirsgötu 5 c.
Fókus, félag
áhugaljósmynd-
ara, býður gestum
að koma á ljós-
myndasýninguna
„Gamla höfnin í
fókus“. Markmið
sýningarinnar er
að heiðra gömlu
höfnina í Reykjavík og vekja athygli á
áhugaljósmyndun.
Rat Manicure – rýmisverk
Víkinni - Grandagarði 8.
Rat Manicure er sýning á verkum
Bjarneyjar Önnu Jóhannesdóttur sem
er ung kona á einhverfurófi og geng-
ur undir listamannsnafninu Sockface.
Á Menningarnótt verður sýningin tví-
skipt: Í Gallerí Tukt í Hinu húsinu
verður haldin myndlistarsýning og í
Víkinni verða rýmisverk sem byggð
eru utan um lög af plötunni Rat Ma-
nicure.
Prófið íslenskan tölvuleik
Hörpu Austurbakka 2.
Kynning á íslenskum tölvuleik. Komið
að skoða og prófa listræna hand-
teiknaða ævintýraleikinn Aaru’s Awa-
kening úr smiðju Lumenox Games!
Sendiherra Bandaríkjanna
opnar heimili sitt,
Sendiráði Banda-
ríkjanna, Lauf-
ásvegi 23.
Sendiherra
Bandaríkjanna á
Íslandi, Luis E. Ar-
reaga, opnar á ný
vistarverur sínar á
Menningarnótt.
Sendiherrabústað-
urinn verður op-
inn fyrir gesti á milli kl. 13:00 og
15:00. Í ágústmánuði eru 50 ár liðin
frá frægri „I Have a Dream“-ræðu
Martins Luthers Kings og kröfugöngu
fjöldans til Washington að berjast
fyrir auknu frelsi og starfs-
tækifærum.
Sjónlistir
Ratleikur fyrir börn og fullorðna
Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14. Rat-
leikur sem felst í að finna listaverk sem
sýnd eru í galleríinu. Við hvert þeirra er
lítil frásögn og í henni bókstafur sem er
hluti af orði sem gestir eiga að finna út.
Dans Æði
Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30.
Dansæðið heldur áfram þar sem boðið
verður upp á dans og leiki fyrir börn á
öllum aldri. Þá býður Álfrún Örnólfs-
dóttir upp á barnajóga og í boði verður
spennandi þrautabraut og leikjasvæði
fyrir börnin.
Jólasveinn úr Dimmuborgum
heimsækir Reykjavík
Ferðaskrifstofu Around Iceland,
Laugavegi 18B. Jólasveinninn kemur í
heimsókn en hann hefur ferðast alla
leið úr Dimmuborgum til að leika og
skemmta börnunum og taka við óska-
listanum fyrir komandi jól.
Ævintýraferð með Sögu og Jökli
Ferðaskrifstofu Around Iceland,
Laugavegi 18B.Kynnist ævintýrum
Sögu og Jökuls á Vesturlandi með
skemmtilegum ratleikjum í snjallsíma,
skemmtun fyrir börn og fullorðna.
Leikhópurinn Lotta -
Söngvasyrpa
Grjótatorgi,
Vesturgötu 5.
Leikhópurinn
Lotta er þekkt-
ur fyrir fjöl-
skylduleiksýn-
ingar sem
sýndar eru ut-
andyra um allt
land á sumrin.
Þetta er sjö-
unda leikár
leikhópsins sem hefur vakið mikla at-
hygli.
Ofurlítil dugga
Hörpu Austurbakka 2. Bókmennta-
borgin Reykjavík og fyrirtækið Reykja-
vík by Boat bjóða börnum og fjöl-
skyldum þeirra í skáldlega siglingu um
Sundin með systkinunum Sigrúnu og
Þórarni Eldjárn á Menningarnótt. Þau
munu spjalla og lesa eigin ljóð og sögu-
brot. Fjöldi annarra viðburða fyrir börn
verður í boði.
Börnin
Magadanstryllingur
Ráðhúsið,
Tjarnargata 11.
Magadansararnir
Íris og Magnea
taka trylltan en
fágaðan dans
sem allir geta
notið og þú mátt
hrista rassinn
með þeim.
Sinfóníuhljómsveit Íslands -
Uppáhaldsklassík
Hörpu Austurbakki 2. Fjölbreytt og
skemmtileg klukkustundarlöng dag-
skrá með sígildum hljómsveitarverkum
í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilk-
inson og einleikari er Anna Guðný Guð-
mundsdóttir píanóleikari.
Vocal Innvols
Frá Hallgrímskirkju og áleiðis niður
Skólavörðustíg. Ungskáld ljá götunni
orð, þenja raddir sínar og hvísla ýmist
upp við eyru vegfarenda eða hátt yfir
höfðum. Innvols hópurinn les upp úr
óútkominni bók sinni (Innvols), býður
gestum og gangandi í upplestur innan-
dyra eða á götum úti.
Á góðum degi
Hlemmi , Laugavegur 120. Hala-
leikhópurinn sýnir leikþátt eftir Jón
Benjamín Einarsson á Hlemmi um tvo
skólafélaga sem hittast í fyrsta skifti
eftir 20 ár. Sýnt verður kl.13.00 15.00
og 17.00. Sýninginn tekur u.þ.b. 1/2
tíma í flutningi. Leikstjóri er GUNSÓ og
leikarar Gísli Olason Kærnested og
Hermann Jónsson
Sviðslistahópurinn S.U.S.
Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5.
Sviðslistahópurinn S.U.S. býður gang-
andi vegfarendum að velja sér mín-
útulangan menningarbút af Menning-
armatseðli.
Frjálslegur ljóðlestur
Fríyrkjunar í Fríkirkjunni
Fríkirkjunni, Fríkirkjuvegur 5
Fríyrkjan er sjálfstæður skáldskap-
arhópur ungs fólks. Hann saman-
stendur af 22 ungum manneskjum á
aldrinum 18-24 ára. Samhliða lestr-
inum gefur hópurinn út sína fyrstu
bók.
Sviðslistir
Skannaðu kóðann
til að fara á heima-
síðu menning-
arnætur