Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
Baldur Arnarson
„Makríll og síld gengur í auknum
mæli í grænlenska lögsögu og því
skiptir það Grænlendinga miklu máli
að fá sæti við samningaborðið þegar
aflanum er skipt. Við ætlum að nota
næstu tvö til þrjú ár til að komast að
því hversu mikill
makríll og síld er
í lögsögu okkar.
Við horfum svo til
þess að fá sæti við
borðið eftir tvö til
þrjú ár þegar ná-
kvæmari mæl-
ingar um út-
breiðslu þessara
stofna í lögsögu
okkar liggja fyr-
ir,“ segir Karl
Lyberth, sjávarútvegsráðherra í
grænlensku landsstjórninni, um
undirbúning að kröfu Grænlendinga
um að fá sæti við samningaborðið
sem eitt af strandríkjunum hvað
varðar makríl og norsk-íslenska síld.
Þar eru fyrir Ísland, Noregur,
Færeyjar og Evrópusambandið, auk
þess sem Rússar eiga hagsmuna að
gæta.
Mikilvægt að þekkja umfangið
„Það er mjög mikilvægt að við
finnum út hvað það er mikið af
makríl og síld í lögsögu okkar áður
en við setjumst við borðið sem
strandríki. Það er mikið hagsmuna-
mál fyrir okkur að fá sæti við samn-
ingaborðið.
Makríll gegnir orðið mjög mikil-
vægu hlutverki í hagkerfi okkar, líkt
og hjá Færeyingum og Íslendingum.
Um 90% af útflutningi okkar kemur
frá sjávarútvegi og þar af er lang-
stærstur hlutinn rækja og lúða. Með
makríl og síld bætast tvær mik-
ilvægar tegundir við útflutning okk-
ar á sjávarafurðum,“ sagði ráð-
herrann í símaviðtali frá Grænlandi í
gær.
Spurður hvort hann telji að aukin
makríl- og síldargengd sé komin til
að vera segir Lyberth að sjórinn við
Grænland sé að hlýna. Við Grænland
skiptist á hlýskeið og kuldaskeið í
sjónum sem vari í 50-60 ár.
Hann segir aðspurður að hin
mikla makríl- og síldargengd við
Grænland hafi komið sér á óvart.
Fram kemur í grænlenska blaðinu
Sermitsiaq að ráðherrann hyggist á
næstunni skrifa bréf þessa efnis til
Karen Hækkerup sem m.a. fer með
sjávarútvegsmál í dönsku ríkis-
stjórninni. Þetta sé gert í kjölfar
aukinnar gengdar makríls og síldar
inn í grænlenska lögsögu.
Henrik Leth, formaður í græn-
lenska vinnuveitendasambandinu og
stjórnarformaður í Polar Seafood,
sem m.a. veiðir makríl, segir í Ser-
mitsiaq mikilvægt að hinar þjóðirnar
geri sér grein fyrir því að reikna
verði með Grænlandi í stjórnun veið-
anna og við skiptingu kvóta. Koma
verði í ljós hvernig Grænlendingar
komi að samstarfi strandríkjanna.
Áfram verði stundaðar tilraunaveið-
ar á makríl og síld á næsta ári og
hugsanlega einnig árið 2015.
Lyberth segir í blaðinu að hann
hafi fengið jákvæðar undirtektir við
þessu hjá Sigurði Inga Jóhannssyni
sjávarútvegsráðherra. Íslendingar
kröfðust þess í mörg ár að fá sæti við
samningaborðið þegar strandríki
fjölluðu um stjórnun makrílveiða í
Norðaustur-Atlantshafi áður en
viðurkenning fékkst á því.
Ekkert þokast í viðræðum
Síðustu ár hefur Ísland átt full-
trúa á strandríkjafundum, en hins
vegar hefur ekkert þokast í við-
ræðum um breytta skiptingu makríl-
aflans. ESB og Noregur taka til sín
stærstan hluta ráðlagðs heildarafla
án aðkomu Íslands og Færeyja, sem
hafa ákveðið kvóta sína einhliða í
ljósi aukinnar makrílgengdar í lög-
sögum landanna.
Ísland er aðili að samkomulagi um
stjórnun veiða á norsk-íslenskri síld.
Færeyingar sögðu sig hins vegar frá
því samkomulagi í vetur og þreföld-
uðu síldarkvóta sinn. ESB hefur til-
kynnt harkalegar refsiaðgerðir gegn
Færeyingum vegna þessa.
Vilja fá sæti við samningaborðið
Sjávarútvegsráðherra Grænlands segir aukna makrílgengd við Grænland kalla á nýtt stöðumat
Landsstjórnin muni gera kröfu um aðkomu að samningum um skiptingu makríl- og síldarkvóta
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Frá Nuuk Grænland er auðugt af náttúruauðlindum. Nú hefur makríll bæst í auðlindakistuna.
Karl
Lyberth
Fer með veiðimál
» Lyberth fer með sjávar-
útvegsmál, veiðar og landbún-
aðarmál í grænlensku lands-
stjórninni.
» Hann leggur í stefnumörkun
sinni áherslu á að Grænlend-
ingar séu eins sjálfum sér
nægir um fæðuöflun og kostur
er og er framleiðsla á græn-
meti þar ekki undanskilin.
» Íbúar Grænlands eru rúm-
lega 56.000.
» Grænland er 2,17 milljónir
ferkílómetra að flatarmáli en
til samanburðar er Ísland um
103.000 ferkílómetrar.
» Verg landsframleiðsla á
Grænlandi var um 260 millj-
arðar króna árið 2011, en var til
samanburðar um 1.700 millj-
arðar á Íslandi í fyrra.
Fram kemur í grænlenska dag-
blaðinu Sermitsiaq að Græn-
lendingar stundi nú tilrauna-
veiðar á makríl annað árið í röð
og hefur kvótinn aukist með
hverju árinu. Um miðja vikuna
var búið að veiða 32 þúsund
tonn af makríl í grænlenskri
lögsögu í ár. Kvótinn var nýlega
aukinn í 55 þúsund tonn, en í
upphafi vertíðar var miðað við
15 þúsund tonn, síðan 30 þús-
und, þá 45 þúsund og nú ný-
lega 55 þúsund tonn.
Lyberth sagði í samtali við Sermitsiaq að hugsanlega
verði makrílkvótinn 80 þúsund tonn á næsta ári. Þar
kemur fram að tilraunaveiðar á síld hefjist að makríl-
vertíðinni lokinni, en kvóti ársins er tíu þúsund tonn.
Lyberth lýsti í viðtalinu ánægju með samstarf við Ís-
lendinga, en grænlensk skip
mega nú landa makríl hér á
landi. Áður hafi Grænlend-
ingum verið bannað að landa
makríl hér á landi og segir í
blaðinu að Íslendingar hafi
komið fram gagnvart Græn-
lendingum eins og Evrópusam-
bandið komi nú fram gagnvart
Færeyingum.
Færeyingar voru á miðviku-
dag búnir að veiða rúmlega 81
þúsund tonn af makríl, en kvót-
inn er tæplega 144 þúsund
tonn. Þá voru komin á land 43 þúsund tonn af síld, en
kvótinn er 105.230 tonn.
Í íslenskri lögsögu hafa verið veidd um 95 þúsund
tonn af makríl í ár, en heildarkvótinn er um 123 þúsund
tonn.
Makrílkvótinn orðinn 55.000 tonn
GRÆNLENDINGAR STUNDA TILRAUNAVEIÐAR Á MAKRÍL ÞRIÐJA ÁRIÐ Í RÖÐ
Morgunblaðið/RAX
H Ú S G AG N A H Ö L L I N • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • O P I Ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7 &
D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i O P I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 6 , s u n n u d . LO K AÐ E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0
– fyrir lifandi heimili –
13.990
VeRÐ: 17.990
CECILE eldhússtóll.
Svart leður.
JULIE borðstofu-
stóll, krómlappir.
Litur: svart.
13.590
VeRÐ: 16.990
ANDREW
borðstofustóll. Svart,
brúnt og hvítt leður.
15.990
VeRÐ: 19.990
MATIZ
borðstofu-
stóll,
eikargrind.
Svart PU-
leður.
22.990
VeRÐ: 27.990
MANTONI
borðstofustóll, eikarfætur.
Dökkt áklæði
12.790
VeRÐ: 15.990
NAOMI borðstofustóll,
eikarlappir. Grátt áklæði.
17.990
VeRÐ: 21.990
| REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI I | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK |
23.990
VeRÐ: 29.990
TANGO borðstofustóll,
eikarlappir. ljóst áklæði.
15.990
VeRÐ: 19.990
BOSTON
borðstofustóll. Krómlappir.
Dökk-brúnt PU-leður. fuLLtVeRÐ: 119.990
BOSTON
BORÐstOfuBORÐ
BOSTON
Eikarspónlagt borðstofuborð
Stærð: 160x90 cm með
2x50 cm stækkunum.
Þú getur STÓLAÐ á Höllina!