Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013
Hefur þú
hugmynd?
Þann 14. ágúst sl. óskaði hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar eftir
ábendingum frá almenningi um hvað mætti betur fara í ríkisrekstri.
Frá þeim tíma hafa mörg hundruð ábendingar borist hópnum.
Hópurinn vill vekja athygli á því að enn er hægt að senda inn tillögur
og verður það hægt fram til 30. ágúst nk.
Hægt er að senda tillögur á netfangið hagraeding@for.stjr.is eða á
eftirfarandi vefslóð:
http://www.forsaetisraduneyti.is/hagraeding/abending/
Um leið og hagræðingarhópurinn þakkar frábærar undirtektir þá eru
landsmenn hvattir til að koma ábendingum á framfæri enda varðar
kostnaður af rekstri ríkisins okkur öll.
Hagræðingarhópur Ríkisstjórnarinnar
ÚR BÆJARLÍFINU
Andrés Skúlason
Djúpivogur
Sumarið 2013 sem nú er að renna
skeið sitt á enda er eitt það besta sem
ferðaþjónustan á Djúpavogi og nær-
sveitungar hafa upplifað. Allt lagðist
á eitt um að gera þetta sumar gott og
má segja að bærinn hafi verið iðandi
af lífi samfellt frá miðjum júní fram
til þessa dags. Ferðaþjónustan á sí-
fellt stærri hlut í atvinnulífinu á
Djúpavogi og þar fá margir fram-
haldsskólanemar meðal annars vinnu
við fjölbreytt störf.
Atvinnulífið hefur því blómstrað
á Djúpavogi í sumar og hefur höfnin
sömuleiðis verið iðandi af lífi þar sem
fjölmargir strandveiðibátar eru gerð-
ir út héðan frá Djúpavogi. Þá hafa 5
línuveiðarar frá Stakkavík í Grinda-
vík gert út frá Djúpavogi í sumar og
hafa þeir jafnframt komið upp að-
stöðu til landbeitningar á staðnum og
þar hafa sömuleiðis verið sköpuð
nokkur tímabundin störf.
Þá mætir línufloti Vísis hf. frá
Grindavík að venju til löndunar í
Djúpavogshöfn frá og með haustinu.
Hlé var gert á framkvæmdum
við smábátabryggju á Djúpavogi fyr-
ir skemmstu þegar verktakinn sagði
sig frá verkinu. Unnið er að því þessa
dagana að semja við heimamenn um
lúkningu verksins og er stefnt að því
að áframhald framkvæmda verði
komið á fullt skrið um næstu mán-
aðamót. Með stækkun hafnarinnar
munu aðstæður smábáta við Djúpa-
vogshöfn stórbatna til framtíðar litið
og mun viðlegupláss þeirra meðal
annars verða aukið til muna.
Smáfólkinu heldur áfram að
fjölga á Djúpavogi og nú er svo kom-
ið að leikskólinn sem var tekinn í
notkun árið 2005 ber ekki lengur all-
an barnafjöldann en skólinn rúmar
að hámarki 40 börn. Þar sem sveitar-
félagið vill koma í veg fyrir að biðlist-
ar myndist á leikskólanum, hefur
þegar verið tekin ákvörðun um að
stækka tímabundið skólann með því
að færa tvo yngstu árgangana í ann-
að húsnæði, í sameinuðum Djúpa-
vogsskóla, grunn- og leikskóla eru nú
vel yfir hundrað börn.
Sveinn Þórður Þórðarson
íþróttafræðingur hefur verið ráðinn
íþrótta- og æskulýðsfulltrúi til
Djúpavogshrepps og hefur hann þeg-
ar tekið til starfa.
Er þetta í fyrsta sinn sem ráðinn
er einstaklingur til þessa starfa í
Djúpavogshreppi og eru bundnar
vonir við að þessi tilhögun muni
styrkja enn betur en orðið er barna-
og unglingastarf í sveitarfélaginu.
Djúpavogshreppur hefur á síðustu
árum lagt mjög mikið af mörkum við
að byggja upp fjölskyldumiðað sam-
félag á Djúpavogi, ráðning íþrótta-
og æskulýðsfulltrúa er einn þáttur í
að styrkja þá stefnu enn frekar.
Um þessar mundir stendur
Djúpavogshreppur fyrir endurbygg-
ingu og stækkun á húsnæði í eigu
sveitarfélagsins en þar stendur fyrir
dyrum að opna félagsmiðstöð fyrir
eldri íbúa innan nokkurra vikna.
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Austfirskt sumar Í sól og sumaryl á Búlandsnesi við Djúpavog.
Atvinnulíf í blóma á Djúpavogi
„Við erum að ráða fólk aftur til að
hanga í snörunni í tvo mánuði í við-
bót á meðan ráðherra leggur hug-
myndir sínar fyrir Alþingi,“ segir
Jón Guðbjartsson, útgerðarmaður á
Ísafirði.
Allri áhöfn togara Kampa var sagt
upp fyrir þremur mánuðum.
Í sumar þurfti Kampi ehf. í fyrsta
sinn að grípa til sumarlokunar í
rækjuvinnslunni og er sú lokun til-
komin vegna veiðibanns á úthafs-
rækju sem hófst 1. júlí sl. og stendur
til loka þessa kvótaárs, eða 31. ágúst.
„Við sögðum upp áhöfninni fyrir
þremur mánuðum, nú er ég að ráða
mennina aftur sem hættu um síðustu
mánaðamót. Ég ræð suma aftur
ásamt einhverjum nýjum til að
reyna að búa til áhafnir á tvo togara
sem mega byrja að veiða 1. sept-
ember,“ segir Jón sem ætlar að
senda togarana Gunnbjörn og Ís-
björn út ef það næst að ráða í allar
stöðurnar að nýju.
„Starfsfólkið okkar hefur verið
óvíst með vinnu í sex mánuði,“ segir
Jón. En á yfirstandandi fiskveiðiári
er búið að landa um 10 þúsund tonn-
um af rækju og hefur Kampi unnið
um þriðjung alls rækjuaflans.
aslaug@mbl.is
Rækja Útgerðarfyrirtækið Kampi á Ísafirði gerir út á rækjuveiðar.
Starfsfólkið þarf að
hanga í snörunni
Hefur unnið um þriðjung aflans
Nýjar reglur
» Veiðar á úthafsrækju voru
gefnar frjálsar árið 2010.
» Nú verður þeim stýrt á nýjan
leik og fá þeir sem hafa veitt
frá 2010 30% aflamarks, ef
boðað frumvarp sjávarútvegs-
ráðherra verður að lögum.