Morgunblaðið - 24.08.2013, Síða 26

Morgunblaðið - 24.08.2013, Síða 26
VESTURLAND DAGA HRINGFERÐ BORGARNES –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 2. september. Barnavagnar Kerrur Bækur Leikföng Ungbarnasund Fatnaður FatnaðurBarnaljósmyndir Öryggi barna Gleraugu Uppeldi Námskeið SÉRBLAÐ Börn og uppeldi Víða verður komið við í uppeldi barna, í tómstundum, þroska og öllu því sem viðkemur börnum. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað tileinkað börnum og uppeldi föstudaginn 6. september Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Framhaldsskóladeild frá Mennta- skóla Borgarfjarðar, sem aðsetur hefur í Búðardal, verður opnuð á næstu dögum. Skólinn og sveitarfé- lagið Dalabyggð standa saman að þessu verkefni, sem ætlað er að koma til móts við nemendur í Dölum sem komnir eru á framhaldskólaaldur og hefðu að öðrum kosti þurft að sækja nám út fyrir heimahérað sitt. „Þetta er hluti af þeirri áherslu- skólans að stuðla að bættu aðgengi nemenda í heimabyggð,“ segir Kol- finna Jóhannesdóttir skólameistari. Kennt fram í júní Sex ár eru síðan Menntaskóli Borgarfjarðar var settur á laggirnar, það er einkahlutafélag sem starfar samkvæmt þjónustusamningi við rík- ið. Kolfinna, sem tók við starfi skóla- meistara fyrir tveimur árum, segir að strax þegar starfsemi skólans hófst hafi verið mótuð sú stefna að fara nýj- ar í öllum starfsháttum og aðrar leiðir en þær sem viðteknar hafa verið. Útgangspunkturinn í starfinu er t.d. sá að nemendur brautskráist með stúdentspróf eftir þrjú ár og það tekst flestum. Á móti kemur þá að takturinn í kennslunni er annar en í flestum öðrum framhaldsskólum. Skólaárið er lengra og er kennt fram í byrjun júní. Kennsludagarnir verða því fleiri og nemendur taka að jafnaði fleiri einingar á ári. Er miðað við að nemendur nái 45 til 50 námseiningum í hús yfir veturinn en í fjögurra ára fyrirkomulaginu eru 30 til 35 einingar á vetri þumalputtaregla. Þá eru ekki próf í annarlok í skólanum, heldur gildir útkoma úr verkefnum og prófum yfir önnina og þannig er námsárangur metinn og einkunnir gefnar samkvæmt því. „Þróunin er öll í þá átt að fram- haldsskólanámið taki aðeins þrjú ár,“ segir Kolfinna. „Nemendur frá okkur hafa náð mjög árangri og á síðasta ári náðu þrír nemendur inntökuprófi í læknadeild og þar af hafði einn þeirra tekið stúdentsprófið hjá okkur á að- eins tveimur árum. Það er frábær ár- angur.“ Úr menntaskóla á Hvanneyri Nemendur í Menntaskóla Borg- arfjarðar í vetur verða um 160. Þar eru taldir með nemendurnir í Dölum sem koma í Borgarnes þrisvar á önn og taka þar námslotur. „Auðvitað munar um að krakk- arnir geti verið sem lengst heima. Því er skóli á framhaldsskólastigi svo mikilvægur hér. Og eðlilega tekur skólastarfið mið af aðstæðum í sam- félaginu. Í Borgarfirði eru öflugir há- skólar og starfsemi þeirra hefur breytt miklu,“ segir Kolfinna. Bygging Hús Menntaskóla Borgarfjarðar er í hjarta bæjarins og er í senn skóli og menningarhús byggðarlagsins. Munar um að krakk- ar geti verið heima  Nýjar áherslur hjá Menntaskóla Borgarfjarðar  170 nemendur  Búðardalsdeild og kennt er fram á sumar  Hafnarfjall er bæjarfjall Borgnesinga. Handan Borgarfjarðar blasir fjallið við, með bröttum skriðum og háum hömrum. Ætli fólk að ganga á fjallið er best að beygja til hægri rétt áður en sveigt er niður að Borgarfjarðarbrú. Þar er ekið upp á háan mel og gengið þaðan upp dalhvilft. Kennimörk þar eru Klaustur- tunguhóll, Þverfell og Gildalshnúkur, en þangað fara flestir göngumenn. Hnúk- urinn er 844 metra hár og þaðan sést vestur á Snæfellsnes, yfir Borgarfjörð og Arnarvatnsheiðar og til Eiríksjökuls. Einnig suður á Faxaflóa og Reykjanes. Fyrr á þessu ári kom út endurbætt útgáfa af bókinni Íslensk fjöll – gönguleiðir á 151 tind, eftir Ara Trausta Guðmundsson og Pétur Þorleifsson. Þar er Hafnarfjallið rómað en sagt vanmetið meðal göngugarpa. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hafnarfjall Bæjarfjallið er auðkleift og af því er gott útsýni til margra átta. Hafnarfjallið setur svip á sveitir  Borgarbyggð nálgast 5.000 fer- kílómetra að flatarmáli. Í suðri eru mörk þessa víðfeðma sveitarfélags við Skarðsheiði, í norðri á Holta- vörðuheiði og við Haffjarðará í vestri. Einmitt þar, á Mýrunum, er hin fræga Eldborg sem útvörður. Hnappadalur heitir þar sem þessi frægi eldgígur er. Hann er um 100 m yfir sjávarmáli og er sporöskjulaga með bröttum gígveggjum mynduðum úr þunnum hraunskánum. Gígurinn er 200 m að lengd og 50 m á dýpt. Þarna hafa orðið tvö eldgos, hið síð- ara á landnámsöld. Í tímans rás hefur Eldborgarnafnið orðið mörgum innblástur. Má þar nefna fræga útihátíð á Kaldármelum árið 2001 og þota í flota Icelandair ber þetta nafn. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Gígur Eldborgin er formfögur að útliti og hefur veitt mörgum innblástur. Eldborgin er útvörðurinn Menntastoðir, undirbúningur fyrir fólk sem ætlar í frumgreinadeildir háskólanna eða í frekara nám í fram- haldsskólans, er á þessu hausti ný- mæli í starfi Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands (SV). „Markhópurinn er fólk 23 ára og eldra, sem vill skapa sér ný tækifæri,“ segir Inga Dóra Halldórsdóttir forstöðumaður SV. Þrjár starfsstöðvar Í öllum landshlutum er nú komnar símenntunarstöðvar. Vestra er SV með þrjár starfs- stöðvar; í Borgarnesi, á Akranesi og í Ólafsvík. Sérhæfni þarfn- ast þekkingar  Fjölbreytt símenntun  1000 nemar  Fólk skap- ar ný tækifæri með námi Morgunblaðið/Eggert Verksmiðja Stóriðjustörf eru vandasöm og fyrirtækjum er mikilvægt að fólkið læri þá list að bræða og búa til ál. Inga Dóra Halldórsdóttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.