Morgunblaðið - 31.10.2013, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 31.10.2013, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |www.eirvik.is KAFFI & TE Í NESPRESSOVÉLAR Guðrún Hálfdánardóttir, Andri Karl, Rúnar Pálmason Að því gefnu að hann segi ekki bara „djók“ mun Jón Gnarr ekki sækjast eftir kjöri í borgarstjórn Reykjavík- ur næsta vor. Frá þessu greindi hann í útvarpsþættinum Tvíhöfða á Rás 2 í gærmorgun. Jón hafði fyrir nokkru lýst því yfir að hann myndi greina frá því í Tví- höfða í gær hvort hann byði sig fram að nýju. „Þetta er dramatískt og þetta er persónulegt,“ sagði Jón Gnarr í útvarpsþættinum, og þeir fé- lagar Sigurjón Kjartansson og Jón gerðu sitt besta til að auka sem mest á dramatíkina með því að draga hlustendur lengi á svari. Það kom loks þegar um 166 mínútur voru liðnar af þættinum sem alls var 175 mínútur að lengd, þegar fréttir og auglýsingahlé eru talin með. Yfirlýsingin var skýr: „Ég ætla ekki að bjóða mig aftur fram sem borgarstjóri í Reykjavík. Ég kom til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri, sanna ákveðin mál og leggja mitt af mörkum. Og mér finnst minn tími búinn á þessu sviði,“ sagði Jón Gnarr. „Ef ég ætl- aði að endurtaka þetta þá yrði ég að verða stjórnmálamaður. Og ég er ekki stjórnmálamaður. Ég er grín- isti.“ Aldrei talað um söguna Jón kvaðst bera virðingu fyrir stjórnmálafólki en stjórnmálamenn- ingin væri slæm og einkenndist af slæmum samskiptum, leyndar- málum og makki. „Upplifunin mín er svoldið eins og vera í leshring þar sem bara er talað um stafsetningu. Það er aldrei talað, einhvern veginn, um söguna. Og ef þú, sem sagt, leyf- ir þér það, að láta þig dreyma eitt- hvað um söguna þá færðu svona ... dálítið hvasst augnaráð,“ sagði Jón. Án hans væri enginn Besti flokk- ur, bætti hann við. Besti flokkurinn, sem væri í rauninni ekki til, myndi renna saman við Bjarta framtíð. „Og fólkið í Besta flokknum mun bjóða fram í næstu kosningum undir merkjum Bjartrar framtíðar og þar verð ég fjarri góðu gamni. Ég ætla að fara að leita að gleðinni.“ Valið á lista Eftir hádegi var boðað til stofn- fundar Bjartrar framtíðar í Reykja- vík í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar. Þar kom fram að til stæði að opna flokkinn upp á gátt, stofna stjórn og velja í nefnd sem hefði það hlutverk að stilla á lista fyrir kom- andi sveitarstjórnarkosningar. S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns í borgarstjórn, sagði að borg- arfulltrúar Besta flokksins stæðu heils hugar á bak við þetta verkefni og þeir yrðu allir með á einn eða annan hátt. Björn hefur áhuga á að taka sæti á lista flokksins fyrir kosn- ingarnar í vor. „Við höfum engar áhyggjur,“ sagði Björn þegar hann var spurður hvort hann óttaðist að fylgi Besta flokksins, sem m.a. byggist á per- sónufylgi Jóns Gnarr, myndi e.t.v. ekki færast yfir til Bjartrar fram- tíðar í Reykjavík. „Áhyggjur hafa aldrei leyst neinn vanda,“ sagði hann. Bjóða fram á nokkrum stöðum Heiða Kristín Helgadóttir, fram- kvæmdastjóri þingflokks Bjartrar framtíðar, sagði að um stóran dag væri að ræða sem búið væri að bíða lengi eftir. Besti flokkurinn væri ekki stjórnmálaflokkur heldur hug- arástand. Því hefði verið ákveðið að stofna pólitískan arm hans, Bjarta framtíð. Nú ætti Björt framtíð ekki aðeins sex manna þinghóp heldur ynni hún að því að bjóða fram í nokkrum sveitarfélögum næsta vor. Jón Gnarr hættur í leshringnum  Jón Gnarr mun ekki bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningunum í vor  Hans tími búinn  Besti flokkurinn rennur saman við Bjarta framtíð í Reykjavík  Bjóða fram á nokkrum stöðum Morgunblaðið/Eva Björk Brotthvarf Heiða Kristín Helgadóttir og S. Björn Blöndal með Jóni Gnarr sem hér sést í gervi Obi-Wan Kenobi. „Síðustu dagar eru búnir að vera mjög erfiðir og, og hérna, og ég eftir vandlega umhugsun að þá hef ég ákveðið að, að draga framboð Besta flokksins til baka í sveitarstjórnarkosningum,“ sagði Jón Gnarr, á fundi í Há- skólanum í Reykjavík 5. maí 2010. Og bætti svo við eftir smá- vegis hik: „Djók.“ Besti flokkurinn fékk 34,7% atkvæða og sex af 15 borgar- fulltrúm í borgarstjórnarkosn- ingunum 2010 og myndaði meirihluta með þremur fulltrúum Samfylkingarinnar. Áður hætt við framboð STÆRSTIR 2010 Skannaðu kóðann til að sjá viðtal við Jón Gnarr. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er tillaga okkar að gerður verði stuttur samningur. Við köllum þetta aðfarasamning og sjálfur leyfi ég mér að kalla þetta vopnahlé,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um tóninn á fundi formanna aðildar- félaga sambandsins í gær. „Allir vilja rétta sína stöðu. Ég hef engan hóp hitt sem telur sig ekki þurfa að fá leiðréttingu á sínum laun- um, hvort sem það er á vettvangi opinberra starfsmanna eða innan Al- þýðusambandsins,“ segir Gylfi. ,,Áður en á þetta reynir er vilji til þess að láta á það reyna að ná hér sátt um nýja aðferðafræði, en ríkis- stjórnin verður að sýna vilja sinn í verki til að koma að sátt á vinnu- markaði,‘‘ segir Gylfi og víkur að fjárlögunum . „Við höfum gagnrýnt fjárlagafrumvarpið harkalega. Okk- ur finnst áherslurnar vera rangar, líka hvað varðar tillögur í skattamál- um,“ segir Gylfi sem vill sjá lægri skatta í neðsta tekjuþriðjungnum. Mörkin hækki í 340.000 kr. Ríkisstjórnin ætli að lækka tekju- skatt í milliþrepi um 0,8%. Útreikn- ingar ASÍ sýni að sú aðgerð gagnist fólki sem er langt fyrir ofan milli- tekjur. ASÍ leggi í staðinn til að neðri mörk milli lágtekju- og millitekju- þreps hækki úr tæplega 240.000 kr. í 340.000 kr. á næsta ári. Slíkt lækki skattbyrði og jaðarskatta millitekju- hópa meira. Gylfi segir ASÍ vilja sjá útfærslu og áhrif boðaðra afskrifta verðtryggðra íbúðalána, enda hafi það efasemdir um þær ef tveir þriðju hlutar afskrifta fari til fólks í tveim hæstu tekjuþrepunum í samfélaginu. Forseti ASÍ vill „vopnahlé“  Samstaða um að semja til skamms tíma á formannafundi  Forseti ASÍ vill sjá skatta lækkaða á tekjulægstu hópum Morgunblaðið/Kristinn Fundað Gylfi Arnbjörsson á for- mannafundi ASÍ í gær. Stefanía Óskarsdóttur, stjórnmála- fræðingur og lektor við stjórn- málafræðideild Háskóla Íslands, segir að tilkynning Jóns Gnarrs í gær opni stöð- una í stjórnmál- unum í Reykja- vík. Hún veiti einkum Sam- fylkingu en einnig Sjálf- stæðisflokki sóknarfæri. „Besti flokk- urinn hefur ver- ið að mælast með mjög mikið fylgi, sem hefði kannski getað gefið vísbendingu um að Jón Gnarr myndi halda áfram. En með þessari ákvörðun hefur hann sýnt að hann er enginn venjulegur stjórn- málamaður. Hann hættir á toppn- um, meðan enn er eftirspurn,“ seg- ir hún. Besti flokkurinn fékk 34,7% í borgarstjórnarkosningunum 2010 og var stærsti flokkurinn. Í nýrri skoðanakönnun Capacent mælist hann enn stærstur í borginni og fengi 37% atkvæða væri kosið nú. „Ég efast ekki um að þetta mikla fylgi Besta flokksins í Reykjavík megi skýra með persónufylgi Jóns Gnarrs. Ég eigna honum samt ekki allt fylgið,“ segir Stefanía. Hún bendir á mikinn mun á fylgi Bjartrar framtíðar og Besta flokks- ins í Reykjavík en samkvæmt ný- legri könnun MMR mældist fylgi Bjartrar framtíðar 12,2%. Samfylkingin fékk 19,1% at- kvæða í borginni 2010, en hafði fengið 26,8% í kosningunum 2006. Stefanía segir að Samfylkingin hljóti að vonast eftir að fylgið skili sér til baka og svo virðist sem eftir mestu sé að slægjast fyrir hana. Einnig hljóti Sjálfstæðisflokkurinn að eiga möguleika á að endur- heimta fylgi. Flokkurinn fékk 33,6% atkvæða árið 2010 en hafði fengið 42% árið 2006. Stefanía segir að hugsanlega megi sjá fyrir sér einhvers konar samstarf á milli Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Vinstri- grænna en hvort af því verði hljóti að skýrast fljótlega. Hún tekur fram að enn sé afar erfitt að segja fyrir um þróunina, flokkarnir eigi eftir að stilla upp á lista og langt sé til kosninga. Kosningarnar 2010 hafi verið einstakar, bæði hér á landi og á al- þjóðavísu. Aldrei áður hafi nýtt framboð fengið svona mikið fylgi og þar að auki strax tekið við stjórnartaumunum. Stefanía segir þó erfitt að sjá fyr- ir sér að Björt framtíð nái 37% fylgi eins og Besti flokkurinn mælist með nú. Hafa verði í huga að kjós- endur á Íslandi sýni flokkunum mjög mikla tryggð, a.m.k. þar til á síðustu árum. Í sögulegu ljósi sé líklegra að fylgi Bjartrar framtíðar í Reykjavík verði upp á 15-20%. Persónufylgi Jóns Gnarrs mikilvægt í borginni STEFANÍA ÓSKARSDÓTTIR, STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR OG LEKTOR VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Borgin Jón Gnarr á útleið. Stefanía Óskarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.