Morgunblaðið - 31.10.2013, Page 17
FRÉTTIR 17innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013
Í dag kl. 17.00 opna
stuðningsmenn
Þorbjargar Helgu
Vigfúsdóttur
kosningamiðstöð
í Ármúla 7.
Skrifstofan verður
opin alla daga fram
að prófkjöri þann
16. nóvember.
Léttar veitingar og
allir velkomnir,
ungir sem aldnir.
thorbjorghelga.is » facebook.com/thorbjorghelga
Við opnum
í dag!
Þorbjörg
Helga
1. sæti Reykjavík
Haukur Oddsson, forstjóri Borg-
unar, segir fyrirtækið fagna nýrri
tilskipun um greiðslumiðlun, enda
muni hún auka
samleitni með
markaðnum hér
og erlendis. Það
sé af hinu góða.
„Fyrir tveimur
árum var gerð
veruleg breyting
á greiðslumiðlun
þegar tilskipun
sem á ensku
nefnist Payment
Service Directive
var innleidd. Hún hafði í för með sér
heilmiklar breytingar,“ segir Hauk-
ur og bendir á að nýja tilskipunin feli
í sér endurskoðun á þeirri fyrri.
Eins og rakið er í fréttinni hér fyr-
ir ofan hafa evrópsk samtök beitt sér
gegn kortafyrirtækjum í málinu.
Munu ekki beita sér
Haukur segir aðspurður af og frá
að Borgun muni berjast gegn inn-
leiðingu nýju tilskipunarinnar.
„Borgun hyggst ekki beita sér á
nokkurn hátt gegn því að hér verði
innleiddar Evróputilskipanir um
greiðslumiðlun. Þvert á móti teljum
við hjá Borgun mjög mikilvægt að
við störfum á markaði sem er eins
líkur og annars staðar og kostur er.
Það er grundvallaratriði,“ segir
Haukur og víkur að milligjöldum,
sem kveðið er á um í tilskipuninni.
Gjöldin innheimt fyrir banka
„Milligjöld eru gjöld sem greiðslu-
kortafyrirtæki greiða bönkum sem
þjónusta einstaklinga. Þetta er þjón-
usta fyrir það að innheimta skuldina.
Greiðslukortafyrirtækin taka gjöld
af versluninni til að innheimta þess-
ar tekjur. Við erum aðeins milliliður.
Í grundvallaratriðum breytir það því
engu fyrir Borgun hvort milligjöld
eru há eða lág ef allir eru á sama
markaði,“ segir Haukur.
„Greiðslumiðlun á Íslandi er ein
sú allra hagkvæmasta í heiminum.
Við fögnum samt sem áður allri við-
leitni til þess að gera hana enn hag-
kvæmari. Allt sem leiðir til aukinnar
kortanotkunar er af hinu góða,“ seg-
ir Haukur. baldura@mbl.is
Borgun myndi
fagna breytingum
Milligjöldin skipti félagið engu máli
Haukur
Oddsson
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Samtök verslunar og þjónustu
munu beita sér fyrir því að endur-
skoðuð tilskipun Evrópusambands-
ins um greiðsluþjónustu verði inn-
leidd í íslenskan rétt. Andrés
Magnússon, framkvæmdastjóri
SVÞ, segir breytta tilskipun geta
haft mikla þýðingu fyrir verslanir
og fyrirtæki og ekki síður neytend-
ur.
Tilskipunin, sem á frummálinu
nefnist Payment Service Directive,
var endurskoðuð af framkvæmda-
stjórn ESB í sumar og bíður nú
staðfestingar Evrópuþingsins til
þess að fá lagagildi.
Komi tilskipunin til framkvæmda
mun hún hafa í för með sér víðtækar
breytingar á því regluverki sem
greiðslukortaþjónusta í Evrópu hef-
ur búið við um áratugaskeið, segir á
vef SVÞ, þar sem vakin er athygli á
að tilskipunin hafi EES-gildi og
muni því, þegar fram í sækir, verða
innleidd í íslenskan rétt. Hyggjast
samtökin einnig beita sér gegn því
ef til stæði að veita undanþágur hér
á landi frá tilskipuninni.
Þegar tilskipunin verður komin
að fullu til framkvæmda, sem verður
um tveimur árum eftir að hún tekur
gildi, mun hún gilda bæði fyrir inn-
anlandsfærslur og millilandafærslur
með greiðslukortum. Ákvæði til-
skipunarinnar kveða á um að svo-
nefnt milligjald verði að hámarki
0,2% af verðmæti viðskipta með
debetkortum en að hámarki 0,3%
með kreditkortum. Andrés segir
þessi milligjöld hafa verið mjög mis-
munandi til þessa, allt eftir stærð
viðskipta og fyrirtækja, og í mörg-
um tilvikum mun hærri en ákvæði
tilskipunar ESB segi til um.
Önnur breyting er sú að smásölu-
aðilum verður heimilað að leggja
viðbótargjald á dýrari kreditkort á
borð við American Express og Din-
ers. Í yfirlýsingu sem framkvæmda-
stjórn ESB sendi frá sér þegar til-
skipunin var afgreidd frá þeim segir
m.a.: „Greiðslumarkaðurinn í Evr-
ópu er bæði brotakenndur og dýr og
nemur 1% af vergri landsfram-
leiðslu í Evrópu á ári, eða 130 millj-
örðum evra. Þetta er kostnaður sem
efnahagur okkar þolir ekki.“
Áralöng barátta að skila sér?
Andrés segir heildarsamtök
verslunarfyrirtækja, Euro Com-
merce, hafa barist fyrir þessu máli
gegn kortafyrirtækjunum allt frá
1997. Búið sé að höfða mörg dóms-
mál en nú sé útlit fyrir að sigur hafi
unnist.
Hér sé á ferðinni mál sem hafi
grundvallarbeytingu í för með sér
fyrir greiðslukortamarkaðinn og á
sama tíma mikið hagsmunamál fyrir
bæði verslunar- og þjónustufyrir-
tæki. Breytingin samfara tilskipun-
inni muni leiða til verulegrar lækk-
unar á þjónustugjöldum til korta-
fyrirtækjanna og vöruverð og
þjónusta geti þá í kjölfarið lækkað.
„Allur svona kostnaður við
greiðslumiðlun, sem hingað til hefur
farið á reikning neytandans, hlýtur
að lækka við það að þessi milligjöld
verði fest með þessari tilskipun, og
mun fyrr en síðar koma inn í íslenskt
lagasafn. Við munum örugglega beita
okkur fyrir því að tilskipunin verði
innleidd óbreytt, en það má búast við
því að beitt verði rökum fyrir því að
hér séu svo sérstakar aðstæður sem
leiða til þess að hagsmunasamtök
þrýsta á um aðra útfærslu,“ segir
Andrés og telur að tilskipunin muni
breyta miklu fyrir kortafyrirtæki þar
sem þessi gjöld hafi verið þeirra
stærsti tekjustofn.
Þak sett á gjöld til kortafyrirtækja
ESB endurskoðar tilskipun um greiðsluþjónustu Samtök verslunar og þjónustu munu berjast fyrir
innleiðingu hér Gæti haft breytingar í för með sér á kortamarkaði Vöruverð gæti lækkað
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Greiðslukort Kortafyrirtækin gætu misst spón úr aski sínum.
„Allur kostnaður
við greiðslumiðlun
hlýtur að lækka.“
Andrés Magnússon
„Við fórum í sparnaðaraðgerðir í
rekstri. Það er aðalatriðið. Svo höfum
við takmarkað fjárfestingar síðustu
þrjú ár. Þetta tvennt hefur lækkað
skuldabyrðina. Við getum nú skilað
því með ýmsum hætti til íbúanna,“
segir Eyþór Arnalds, formaður bæj-
arráðs Árborgar, í tilefni af nýrri spá
um að 99 milljóna króna afgangur
verði af rekstri sveitarfélagsins 2014.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 var
lögð fram á fundi bæjarstjórnar Ár-
borgar í gær og er þar m.a. gert ráð
fyrir lækkun álagningarhlutfalls fast-
eignaskatts og 20% hækkun á niður-
greiðslum á vistunargjöldum hjá dag-
foreldrum. Þá er gert ráð fyrir að
skuldahlutfallið verði 143% í árslok
2014. Hann segir aðspurður að sveit-
arfélagið sé komið af hættusvæði
hvað varðar
skuldahlutfallið.
„Við erum kom-
in út af hættu-
svæðinu, erum
búin að fara úr
206% skuldahlut-
falli fyrir þrem ár-
um niður í 143%.
Það léttir veru-
lega á rekstri
sveitarfélagsins,
auk þess sem nú er ávallt afgangur en
áður var tap,“ segir Eyþór og bendir
á að fjárfestingar næsta árs séu áætl-
aðar 926,7 milljónir króna.
Hann segir áfram verða leitað allra
leiða til að lækka skuldir. Langtíma-
skuldir við banka eru 6,4 milljarðar og
1,3 ma. lífeyrisskuld. baldura@mbl.is
Árborg „komin
af hættusvæði“
Formaður bæjarráðs boðar hagnað
Eyþór
Arnalds