Morgunblaðið - 31.10.2013, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013
SUÐURLAND
DAGA
HRINGFERÐ
FLÚÐIR
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Lumarðu á dýrindis kleinuupp-
skrift frá ömmu og langar til að
fara út í framleiðslu á góðgætinu?
Ertu búin/n að uppgötva hvernig
gera á hina fullkomnu rabarbar-
asultu?
Sé svo, þá er ástæða að líta við
hjá Matarsmiðju Matís á Flúðum
og kanna hvort og hvernig hægt er
að framleiða dýrðina. Þar er alhliða
matvælavinnsla, þar sem hægt er
að vinna matvæli í vottuðum
vinnslusal og fá aðgang að sér-
hæfðum tækjabúnaði. Einnig er
hægt að fá þar ráðgjöf sérfræð-
inga.
„Það er misjafnt að hversu
miklu leyti fólk vinnur matvöruna
hérna, það fer eftir því hvað um er
að ræða. Sumt þarf að vinna ein-
göngu hér vegna þess að það er
viðkvæmt, en annað er unnið að
hluta til annars staðar,“ segir Ing-
unn Jónsdóttir, stöðvarstjóri Mat-
arsmiðjunnar.
Um er að ræða samstarfsverk-
efni Matís, sveitarfélagsins Hruna-
mannahrepps og Háskólafélags
Suðurlands. Ingunn segir að sam-
bærileg aðstaða sé á Höfn, þar sem
áhersla sé lögð á vinnslu matvæla
úr fiski og að einnig sé vísir að
matarsmiðju í Reykjavík. „Við er-
um auðvitað stödd hérna í
grænmetismekka Íslands þannig að
hér hafa nokkrar grænmetisafurðir
orðið til.“
Margt að gerast
Ýmsar nýjungar hafa litið
dagsins ljós í Matarsmiðjunni á
Flúðum, m.a. lúpínuseyði, pestó og
sultur. „Núna er t.d. verið að fram-
leiða hér drykk sem heitir Ís-
landus. Hann er unninn úr mysu
og ýmsum íslenskum jurtum og er
alfarið unninn hér, soðinn, bland-
aður og tappað á flöskur. Annar
drykkur var unninn hérna, vítam-
índrykkurinn B.OKAY. Núna er
hann kominn í það mikla fram-
leiðslu að hann er kominn út úr
húsi. Það er auðvitað ákaflega
ánægjulegt þegar matvara útskrif-
ast frá okkur, ef hugur fólks stend-
ur til þess.“
Af verkefnum sem eru í þróun
nefnir Ingunn lausfrystingu svo-
kallaðs B-grænmetis, þ.e. þess
grænmetis sem ekki stenst út-
litskröfur en er með full bragð-
gæði. „Annars er endalaust verið
að bralla eitthvað hérna. Það er svo
margt að gerast í íslenskum mat-
vælaiðnaði.“
Aðstoðin sem býðst í Matar-
smiðjunni snýst ekki einungis um
framleiðslu á matvælunum, heldur
eru þar einnig tæki til pökkunar og
merkingar matvæla og veitt er ráð-
gjöf varðandi umbúðir og hönnun
þeirra. „Við reynum að koma til
móts við fólk þar sem það er statt í
ferlinu,“ segir Ingunn.
Fyrir frumkvöðla
Spurð hvort vakning sé í sér-
hæfðri matvælaframleiðslu hér á
landi segir Ingunn margt benda til
þess. „Mér hefur fundist það. Líka
Stöðvarstjóri Ingunn segir Matarsmiðjuna t.d. vera góðan vettvang fyrir frumkvöðla og annað hugmyndaríkt fólk.
Þar sem bragðgóðar
hugmyndir lifna við
Í Matarsmiðjunni er hægt að koma matvælum í framleiðslu
Hjá Flúðasveppum á Flúðum eru
framleidd um 600 tonn af svepp-
um á ári hverju. Þar er nú unnið
að því að D-vítamínbæta svepp-
ina og eru slíkir sveppir vænt-
anlegir á markað á næstunni.
Framleiddar eru tvær teg-
undir sveppa hjá fyrirtækinu,
annars vegar hvítir og hins veg-
ar kastaníusveppir sem eru
brúnir á lit og bragðsterkari en
þeir fyrrnefndu. 30 starfa hjá
Flúðasveppum og tíu til viðbótar
hjá garðyrkjustöðinni Jörfa sem
er í eigu Flúðasveppa. Þar eru
m.a. ræktaðar paprikur og tóm-
atar.
Lýstir í 20 mínútur
„Okkur hefur tekist að auka
D-vítamínmagnið með því að
lýsa sveppina. Við vinnum þetta
í samstarfi við Matís og þessir
sveppir, með um áttföldu D-
vítamínmagni, gætu hugsanlega
verið komnir á markað fyrir
jól,“ segir Georg Ottósson, eig-
andi og framkvæmdastjóri
Flúðasveppa. „Með því að borða
100 g af þessum sveppum á dag
fæst um 50% af daglegri D-
vítamínþörf.“
Georg segir að lýsa þurfi
sveppina í um 20 mínútur í þess-
um tilgangi. Kastaníusveppirnir
séu móttækilegri fyrir lýsing-
unni og því muni þeir fyrst
koma D-vítamínbættir á mark-
að. „Sveppahúðin vinnur eins og
mannshúðin, hún umbreytir út-
fjólubláum geislum í D-vítamín á
sama hátt,“ segir Georg.
Helst vítamínið í sveppunum
við matreiðslu? „Já, þetta breyt-
ist ekki neitt þó þeir séu eldaðir
eða steiktir.“
Hann segir Íslendinga sólgna í
sveppi og að þeir neyti þeirra í
meiri mæli en nágrannaþjóð-
irnar. „Sveppaneysla hefur auk-
ist á undanförnum árum, en
fjölgun ferðamanna hefur líka
mikið að segja.“
Georg segist helst matreiða
sveppi þannig að náttúrulegt
bragð þeirra fái að njóta sín.
„Annars eru endalausir mögu-
leikar með sveppina, þeir passa
með svo mörgu.“ annalilja@m-
bl.is
Um 600 tonn af Flúðasveppum á hverju ári
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Garðyrkjubóndi Auk sveppa ræktar Georg ýmsar fleiri tegundir
grænmetis í garðyrkjustöðinni Jörfa á Flúðum.
D-vítamínbættir
sveppir á döfinni
Við erum stolt fyrirtæki á
Flúðum
Hrunamannahreppur