Morgunblaðið - 31.10.2013, Síða 19

Morgunblaðið - 31.10.2013, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013 Flúðir er þéttbýliskjarni miðsvæðis í Hrunamannahreppi og þar búa um 400 manns. Þéttbýli hóf að myndast á Flúðum í kring- um gróðurhúsarækt og er ræktun nú helsti atvinnuvegurinn á staðnum, auk iðnaðar og þjónustu. Á Flúðum er grunnskóli, verslun og ýmis þjónusta. Margir sögustaðir eru í nágrenninu, t.d. kirkjustaðurinn Hruni. Þar er mesta svepparækt landsins Risapottur Meðal tækjakosts Matarsmiðjunnar eru frostþurrkarar, vél sem blæs upp korn og 240 lítra pottar. er algengara að fólk líti í kringum sig, á sitt nánasta umhverfi og spyrji: Hvað get ég gert? Sífellt fleiri vilja vita hvaðan matvælin koma og vilja innlenda gæðavöru. Fólk verður sífellt meðvitaðra um þá sérstöðu sem við höfum.“ Fyrir hverja er Matarsmiðjan? „Hún er fyrir alla þá sem vilja taka hugmyndirnar sínar á næsta stig. Hún er t.d. tækifæri fyrir frum- kvöðla sem eru alltaf að fá góðar hugmyndir á þessu sviði, en vantar aðstöðuna til að framkvæma þær,“ segir Ingunn. „Hér getum við líka komið saman frumkvöðlum og þeim sem eiga hráefnið og sameinað þannig drifkraft og þekkingu á hrá- efninu. Við hvetjum alla sem eru með hugmyndir að hafa samband við okkur. Það er fyrsta skrefið.“ Morgunblaðið/Kristinn Samstarf Ingunn stöðvarstjóri og Sigrún Bjarnadóttir á Fossnesi sem framleiðir þurrkað sauðakjöt undir merkinu Sauðakofinn. „Núna er ég að fara að setja sauðakjötið mitt í saltpækil hérna í Mat- arsmiðjunni,“ segir Sigrún Bjarnadóttir á Fossnesi sem fram- leiðir og selur reykt sauðakjöt undir vöru- merkinu Sauðakofinn og hefur notið full- tingis Matarsmiðj- unnar við framleiðsl- una. Sigrún hefur framleitt slíkt sauða- kjöt í um tvö ár og hef- ur aðallega selt það á bændamörkuðum og beint frá Fossnesi. „Kjötið verður í pæklinum í 12-15 daga, en þá fer ég með það heim og reyki það. Kem síð- an með það hingað aftur, pakka því og fer með það í sölu. Hérna er allt til alls og ómetanlegt að hafa aðgang að svona aðstöðu.“ Ómetanleg aðstaða SAUÐAKJÖTIÐ FRÁ SAUÐAKOFANUM Í MATARSMIÐJUNNI Sauðakjöt Sauðakofinn selur reykt sauðakjöt sem að hluta til er framleitt í Matarsmiðjunni. SMELLT EÐA SKRÚFAÐ, VIÐ EIGUM BÆÐI Þú getur verið afslappaður og öruggur við grillið með AGA gas. Öruggur um að þú ert að nota gæðavöru og að þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú nýtir þér heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú heimsækir söluaðila AGA. Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggisleiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas. www.GAS.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.