Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013 Veitingahúsið Noma í Kaup- mannahöfn baðst í gær afsökunar á bréfi sem ólaunuðum lær- lingum þess var sent, en þar voru þeir varaðir við því að þeir yrðu settir á svartan lista, sem sendur yrði á aðra veitingastaði, ef þeir brytu reglur veitingahússins. Tals- maður Noma sagði að bréfið hefði verið sent fyrir „mistök eins starfs- manns“, veitingahúsið hefði aldrei sett lærlinga á svartan lista eða hót- að þeim því. Noma hefur notið mik- illar virðingar, er með tvær Michel- in-stjörnur, og margir ungir matreiðslumenn hafa starfað þar launalaust í von um að það verði þeim til framdráttar síðar. DANMÖRK Noma biðst afsök- unar á hótun Lögreglan í Peking hefur verið sök- uð um fordóma í garð kvenna vegna tilkynningar á netinu þar sem al- geng „mistök kvenbílstjóra“ eru tí- unduð. „Handbremsan er yfirleitt notuð til að halda bílnum kyrrum. Margar konur byrja oft að aka bíln- um í flýti án þess að losa handbrems- una. Þetta eykur viðnám við bílinn og veldur meiri eldsneytisnotkun,“ segir m.a. í tilkynningunni. Konur eru þar einnig sagðar vera mjög hik- andi í umferðinni vegna þess að þær rati ekki, auk þess sem þær eigi í vandræðum með gírskiptingar. KÍNA Lögreglan móðgar kvenbílstjóra Fyrrverandi starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar trúa því ekki að Barack Obama Bandaríkjaforseti hafi ekki vitað af því að Þjóðar- öryggisstofnunin (NSA) hafi hlerað síma Angelu Merkel og annarra þjóðarleiðtoga. Allir æðstu menn stjórnkerfisins sverja af sér vitneskju um njósnirnar en tímaritið Foreign Policy hefur eftir fyrrverandi ráð- gjöfum Hvíta hússins og leyniþjón- ustustarfsmönnum að afsakanir þeirra séu hlægilegar. Bandaríkjaforseti er æðsti yfir- maður NSA en bæði hann og þing- menn sem eiga að hafa yfirumsjón með starfsemi stofnunarinnar segjast ekkert hafa vitað um njósnir um fjölda þjóðarleiðtoga vinaríkja Bandaríkjanna. Í raun útilokað Að sögn Foreign Policy þarf NSA ekki samþykki forsetans fyrir því hvaða viðfangsefni verði fyrir valinu eða hvaða aðferðum sé beitt við njósnir. Hann fær daglegar tilkynn- ingar um gang mála frá leyniþjónust- unni en þar er aðaláhersla lögð á hugsanlega ógn við öryggi Banda- ríkjanna, t.d. grunsemdir um hryðju- verk eða kjarnorkuáætlun Írans. Fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, sem ekki kemur fram undir nafni, segir þó í samtali við Foreign Policy að það sé í raun útilokað að forsetinn hafi ekki vitað af því ef bandarískar stofnanir njósni skipu- lega um þjóðarleiðtoga, þar sem markmiðið hafi verið að halda forset- anum upplýstum um diplómatísk samskipti. una@mbl.is Trúa ekki að Obama hafi ekkert vitað Fimmtíu brúðhjón voru gefin saman í fjöldabrúðkaupi sem fram fór í gær í Bishkek, höfuðborg Mið-Asíuríkis- ins Kirgisistan. Brúðkaupið fór fram á vegum ríkis- stjórnar landsins sem sá brúðhjónunum meðal annars fyrir fatnaði og hringum. Stjórnin segir að markmiðið með þessu framtaki sé að styðja ungt fólk, sem hafi ekki efni á brúðkaupi, efla fjölskyldugildi og vekja athygli á mikilvægi hjóna- bandsins. Brúðhjónin fimmtíu voru valin úr hópi 110 para sem sóttu um að fá að taka þátt í brúðkaupinu. Um 20 brúðhjón voru gefin saman í sams konar brúð- kaupi árið 2011 og 35 á síðasta ári. AFP Fjöldabrúðkaup í þágu fjölskyldugilda FAGLEG RÁÐGJÖF OG FRÍ LEGU- GREINING Komdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna, og fáðu faglega ráðgjöf um val á heilsudýnum, án skuldbindinga! RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is SÉRHÆFUM OKKUR Í SMÍÐI Á HEILSURÚMUM 20- 50% AFS LÁT TU R A F Ö LLU M HE ILS UR ÚM UM Gefðu þér góðan svefn · Jólatilboð · Jólatilboð ·

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.