Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013
✝ Sigrún Freder-iksen fæddist í
Reykjavík 25. maí
1923. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi
21. október 2013.
Sigrún var dóttir
hjónanna Guðrúnar
Sigurðardóttur,
húsfreyju í Reykja-
vík, f. 25. sept-
ember 1893, d. 17.
ágúst 1987 og Guðgeirs Jóns-
sonar bókbindara, f. 25. apríl
1893, d. 7. júní 1987. Systkini
hennar voru Guðrún, f. 1917, d.
2000, Einar, f. 1919, d. 1999,
Þorlákur, f. 1921, d. 1984, Ás-
björg, f. 1924, d. 2009, Sigurður,
f. 1926, d. 1983, og Jón, f. 1927.
Sigrún ólst upp í Reykjavík og
hlaut hefðbundna skólagöngu.
Hún stundaði einnig nám við
Húsmæðraskólann á Laugar-
þau loks gefin saman hjá borg-
arstjóranum í Nakskov. Sigrún
og Willy eignuðust tvær dætur:
1) Sonja F. Jónsson, f. 2. júlí
1941, maður hennar var Sigur-
björn Jónsson, f. 3. desember
1938, d. 13. ágúst 1994, hús-
gagnasmiður á Akranesi. Synir
þeirra eru; a) Hlynur, f. 1962, b)
Bjarki, f. 1967, c) Leiknir, f.
1972. 2) Guðrún Bjerre, f. 31.
maí 1944, d. 5. febrúar 2013,
maður hennar var Niels Bjerre,
þau skildu. Börn þeirra eru; a)
Charlotte, f. 1963, b) Henrik, f.
1967 c) Jakob, f. 1978, öll búsett
í Danmörku. Langömmubörnin
eru 12 talsins og langalang-
ömmubörnin eru 5.
Sigrún bjó í 60 ár í Dan-
mörku, lengst af í Hellebæk á
Sjálandi. Þar starfaði hún í
verksmiðju sem framleiddi vefn-
aðarvörur auk húsmóðurstarfa.
Árið 2001 flutti hún aftur heim
til Íslands og bjó hjá dóttur sinni
Sonju á Akranesi. Í janúar 2012
flutti hún á Dvalarheimilið
Höfða og bjó þar til dauðadags.
Útför Sigrúnar verður gerð
frá Akraneskirkju í dag, 31.
október 2013, kl. 14.
vatni og að því
námi loknu hélt
hún til Danmerkur
ásamt vinkonu
sinni til að starfa
sem aðstoðarstúlka
á dönskum heim-
ilum, þá 16 ára
gömul. Eftir stutta
dvöl í Danmörku
hernámu Þjóð-
verjar landið og því
urðu þær innlyksa
þar meðan á seinni heimsstyrj-
öldinni stóð. Sumarið 1940 réð
hún sig sem eldhússtúlku á hótel
í Birkerød, þar kynntist hún
mannsefni sínu, Willy L. Freder-
iksen vefara, f. 3. desember
1919 í Nakskov á Láglandi, d. 9.
janúar 1988. Þau hugðust ganga
í hjónaband vorið 1941 en sök-
um þess að skírnarvottorð Sig-
rúnar var á Íslandi gat ekki af
því orðið. Þann 8. maí 1943 voru
Það var friður yfir ömmu
minni þegar hún kvaddi þennan
heim þann 21. október sl. Langri
og viðburðaríkri ævi er lokið og
margs er að minnast. Sem barn
var ég þeirrar gæfu aðnjótandi
að fara reglulega með mömmu
og pabba, og bræðrum mínum
seinna meir, til Danmerkur að
heimsækja ömmu Sigrúnu og afa
Willy. Þær minningar leita mikið
á hugann við þessi tímamót og
þótti mér hver ferð ævintýri lík-
ust. Afi og amma virtust ávallt
hafa nægan tíma til að sinna
okkur barnabörnunum og skapa
andrúmsloft sem okkur leið vel í.
Það var ekki fyrr en ég var
orðinn fullorðinn að ég gerði
mér grein fyrir hversu sérstakt
lífshlaup ömmu hafði verið. Árið
1939, þá aðeins 16 ára, sigldi hún
með Gullfossi ásamt vinkonu
sinni til Danmerkur en þær
höfðu ráðið sig sem húshjálp á
hvort sitt heimilið í Birkeröd á
Sjálandi. Það má því segja að
amma hafi siglt beint inn í seinni
heimsstyrjöldina því Þjóðverjar
hernámu Danmörku í apríl 1940.
Ég er þess fullviss að stríðsárin í
Danmörku hafi mótað ömmu og
gert hana að þeirri manneskju
sem hún var. Hún var hörkutól
og vol eða væl var henni ekki að
skapi enda hafði hún þurft að
berjast fyrir sínu á yngri árum.
En undir skelinni var afar
hjartahlý og góð kona. Bein-
skeyttur húmor hennar var ein-
staklega skemmtilegur og
stundum örlaði á kaldhæðni. Við
amma höfðum ekki oft rætt
fyrstu ár hennar í Danmörku en
sumarið 1997 fórum við hjónin í
heimsókn til hennar en hún bjó í
Helsingör á þeim tíma, við sát-
um lengi og hún ræddi opinskátt
við okkur þennan erfiða tíma.
Þarna fyrst gerði ég mér grein
fyrir hversu sérstakt lífshlaup
hennar hafði verið.
Amma undi hag sínum vel í
Danmörku og átti þar gott líf að
stríði loknu. Guðrún móðursyst-
ir mín og fjölskylda hennar bjó í
Danmörku og naut hún mjög
samvistanna við þau. Afi Willy
lést í janúar 1988, þá tók aftur
við erfiður tími sem hún mætti af
yfirvegun og æðruleysi. Hún
hafði alltaf tekið skýrt fram að á
Íslandi vildi hún hvíla þegar þar
að kæmi. Árið 2001 eftir hartnær
60 ára búsetu í Danmörku flutti
hún heim til Íslands, til eldri
dóttur sinnar og móður minnar
Sonju. Þar bjó hún þangað til að
hún flutti á Dvalarheimilið
Höfða í janúar 2012.
Í febrúar á þessu ári lést Guð-
rún dóttir hennar og var það
henni mikið reiðarslag. Hún
treysti sér ekki til að vera við út-
för hennar í Danmörku, það var
henni afar þungbært.
Að leiðarlokum vil ég og fjöl-
skylda mín þakka henni sam-
fylgdina og umhyggjuna fyrir
okkur öllum. Ég er þakklátur
fyrir að amma átti gott ævikvöld
hér á Íslandi. Síðast en ekki síst
stöndum við öll í þakkarskuld við
mömmu fyrir þá einstöku
umönnun sem hún veitti henni
og fyrir að vera stoð hennar og
stytta alla tíð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Hlynur M. Sigurbjörnsson
og fjölskylda.
Meira: mbl.is/minningar
Það er ljúft en jafnframt sárt
að setjast niður og minnast Sig-
rúnar frænku. Sigrún var okkur
alltaf náin. Það var bara eitt ár á
milli Sigrúnar og móður okkar
og mikil samskipti voru á milli
þeirra systra og okkar afkom-
enda þeirra.
Við höfum bæði eins og svo
margir aðrir notið gestrisni
hennar, hjá Sigrúnu sannaðist
það sem oft er sagt að þar sem er
hjartarúm er húsrúm.
Í fyrsta sinn heimsóttum við
hana og Villy á Kobberdamsvej
sumarið 1967. Þar leið okkur vel
og nutum þess að vera á frosk-
aveiðum í garðinum þeirra.
Við höfum bæði margoft
seinna notið gestrisni hennar í
Danmörku og það var aldrei
neitt mál að droppa inn hjá
henni og fá gistingu. Það var
gott að eiga hana að þegar við
bjuggum bæði í Danmörku og
kom hún í ömmu stað fyrir þá
Björgvin og Daníel. Sigrún var
glaðlynd og hafði skemmtilegan
húmor sem hélst til síðasta dags
og var heldur ekki hrædd við að
kalla hlutina sínum réttu nöfn-
um.
Fyrir stuttu hittum við hana
hjá Sonju og það var alveg ynd-
islegt að sjá hvað hún fylgdist
vel með og skaut inn skemmti-
legum athugasemdum.
Elsku Sigrún, við munum
sakna þín en minnast þín með
gleði.
Hildisif og Kjartan.
Sigrún
Frederiksen
stund ótal oft í huganum og ég
mun aldrei gleyma henni, brosi
þínu, kækjum og yndislegheitum.
Elsku Dagný, mér þykir svo
vænt um þig. Passaðu upp á alla
englana í kringum þig. Við
sjáumst síðar.
Ég bið Guð að styrkja Lars,
foreldra þína, systur og fjölskyld-
una alla á þessum erfiðu tímum.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Hvíl í friði.
Þín frænka og vinkona,
Dagbjört Steinarsdóttir.
Engin orð geta lýst sorg minni
yfir fráfalli Dagnýjar, æskuvin-
konu minnar. Þessi harmafregn
kom eins og þruma úr heiðskíru
lofti og kom róti á huga minn sem
erfitt er að stilla. Upp koma alls
kyns tilfinningar, hugsanir og
spurningar sem berjast um í
brjósti mínu. Óréttlæti, sorg, reiði
og uppgjöf koma upp í hugann, og
spurningar eins og hvers vegna í
ósköpunum svona ung og falleg
kona í blóma lífsins sé tekin frá
okkur svona snögglega. Á sama
tíma róar það hugann og fyllir
hann von og trú, að hugsa til þess
að Dagný hafi þurft að sinna mik-
ilvægu verkefni á öðrum stað og
að fráfall hennar hafi þjónað mik-
ilvægum tilgangi.
Litríkari persónuleika en hana
Dagnýju er erfitt að finna. Rétt-
ast væri að gera um hana kvik-
mynd, svo einstök var hún. Mynd-
brotin hrannast upp í huganum og
ég nýt þess að raða þeim í púslu-
spil minninga um yndislega tíma,
þá sérstaklega öll hlátrasköllin
sem hún hefur veitt mér í gegnum
tíðina, þau eru óteljandi mörg.
Hún var nefnilega alveg sérlega
fyndin, það lýsir henni vel. Hún
gat endalaust kallað fram bros og
hlátur hjá öllum þeim sem eru svo
heppnir að hafa kynnst henni.
Elsku Dagný, ég er svo rík að
hafa átt þig sem vinkonu. Þú hef-
ur litskreytt líf mitt með heimsins
skærustu litum og minningin um
þína yndislegu nærværu, fallega
brosið þitt og grænu augun þín
mun fylgja mér alla tíð. Ég mun
hugsa um tímann okkar saman í
Danmörku, um þig og Lars, svo
hamingjusamt og ástfangið par.
Ég mun líka oft skella upp úr þeg-
ar ég rifja upp hversu uppátækja-
söm þú varst, prakkarastrikin
okkar í gamla daga, þá fjölda-
mörgu danssnúninga sem við höf-
um tekið saman og hvernig þú
gast komist svo stórkostlega vel
að orði, hvort sem það var á ís-
lensku eða dönsku. Þú gast jafn-
vel búið til nýyrði eins og „æðak-
nútur“ og „bristill“ – þetta gæti
enginn nema þú, elsku vinkona,
og það verður sárt að lifa án þín og
fá ekki að heyra fleiri slíka gull-
mola.
Nú ertu farin frá okkur allt of
snemma og við sem eftir erum er-
um fátækari án þín og kveðjum
með miklum trega. Þú varst okk-
ur vinkonunum rosalega dýrmæt
og við gerum okkar besta í að
styrkja hver aðra í sorginni með
hinum óteljandi sögum sem við
eigum af þér.
Megi Guð vera með ykkur,
elsku Grímur, Hildur, Edda,
Kristín, Lars og fjölskylda.
Ég þakka fyrir samleið okkar
hér á jörðu, elsku Dagný, Guð
geymi þig.
Þín
Una.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur sendum við Lars, Grími, Hildi,
Eddu, Kristínu Maríu og öðrum
aðstandendum. Megið þið finna
styrk til að takast á við sorg ykk-
ar.
Minningar um þig, elsku
Dagný, munu lifa með okkur. Þín
verður sárt saknað.
Þínar vinkonur,
Tinna Sif og Heiða.
Elsku Dagný mín, orð fá því
ekki lýst hversu erfið mér þykja
þessi skrif. Hvar á ég að byrja?
Hvar á ég að hætta? Ég gæti
skrifað heila bók um þig elsku
ástin mín. Ég var svo heppin að
flytja í sömu götu og þú árið 1997
þegar ég flutti í Garðabæinn, að-
eins eitt hús á milli okkar. Þar
hófst yndisleg vinátta okkar. Ég
er svo ótrúlega þakklát fyrir að
hafa kynnst þér og þinni dásam-
legu persónu elsku Dagný. Mér
þykja það forréttindi. Við kennd-
um hvor annarri svo margt á lífs-
leiðinni. Elsku Grímur, Hildur,
Edda, Kristín María, Lars og
aðrir aðstandendur, ég sendi
ykkur mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Ég kveð þig nú, elskan mín,
með miklum trega, raulandi lög-
in okkar, en aðeins þangað til við
hittumst aftur hinum megin,
elsku yndið mitt. Þín
Helga Lára.
Elsku vinkona.
Það var á fallegum haustdegi
þegar mér bárust þær hryllilegu
fregnir að þú værir ekki lengur
meðal okkar. Orð fá ekki lýst
hversu sárt það var að heyra af
skyndilegu fráfalli þínu. Það hef-
ur ekki liðið sú mínúta sem þú
hefur vikið úr huga mínum. Ég
get með engu móti sætt mig við
þá staðreynd að ég muni aldrei fá
að njóta návistar þinnar framar.
Eins fallegt og skemmtilegt lífið
er þá getur það líka verið svo
ósanngjarnt að það er óskiljan-
legt.
Tilhugsunin um framtíð án til-
vista þinnar, elsku vinkona, er
óraunveruleg, enda búnar að
fylgjast að síðan í barnaskóla.
Ótal minningar um þig hafa rifj-
ast upp síðustu daga sem veitt
hafa mér styrk í þessari miklu
sorg sem fylgir hræðilegu dauðs-
falli þínu. Það er mér sérstaklega
minnisstætt þegar við Jói frændi
þinn byrjuðum saman og ég varð
einnig partur af yndislegri fjöl-
skyldu ykkar. Mér þótti svo dýr-
mætt að eiga þig einnig að í
gegnum fjölskyldu ykkar Jóa og
hversu gaman það ávallt var að
mæta í fjölskylduboðin, vitandi
að við myndum einnig hittast
þar.
Margar eru minningarnar
bæði úr grunn- og menntaskóla
og þó mig langi, þá er hér eigi
pláss til að þylja þær allar upp.
Það er þó óhætt að segja að við
höfum gengið saman í gegnum
frábærlega skemmtileg ung-
lingsár sem einkenndust af mikl-
um hlátri, gleði og uppátækja-
semi.
Ofarlega í huga mér eru síð-
ustu fjögur ár okkar saman sem
námsmenn í Danmörku, en sá
tími þroskaði okkur öll. Allt í
einu vorum við orðin fullorðin og
farin að takast á við framtíðar-
drauma okkar. Mikið sem við Jói
vorum stolt af þér fyrir að vera
svo frökk að fara ein í háskóla á
Jótlandi. En það var augljóst að
þú varst í þínu rétta umhverfi.
Þú naust þín innilega og hvort
sem við sáum þig blómstra. Það
er mér minnisstætt þegar þú
kynntir okkur fyrir þínum elsku-
lega Lars og hversu vænt okkur
þótti um hvað við náðum öll vel
saman. Þær eru margar eftir-
minnilegar samverustundirnar
sem þú, ég og Jói, sem og Lars,
áttum saman víðsvegar um
Kaupmannahöfn. Mikið þykir
mér vænt um öll þau skemmti-
legu spjallkvöld sem við áttum
saman, hlátrasköllin góðu og
hvað gleðin tók oft öll völd.
Aldrei mun ég gleyma þínum
einstaklega fallegu augum,
hlýjunni, lífsgleðinni, tryggð-
inni, trúnni og traustinu sem
einkenndi fas þitt og návist,
elsku vinkona. Vináttu okkar
mun ég varðveita sem gersemi
um alla eilífð í hjarta mínu, þar
mun ég halda þér mér nær,
þangað til leiðir okkar liggja
saman á ný.
Ég yrki til þín kveðju ljóð
sem ég svo tileinka þér
ég leita djúpt í minninganna sjóð
og hugsa um gleðina sem þú
gafst mér.
Víst er hún stutt þessi lífsins braut
og aldrei ljóst hvar endirinn er
stundum er leiðin mikil þraut
og enginn veit hvað hann úr
býtum ber.
Alltaf var gleði og hlátur við hönd
þegar við vorum saman
þannig við tryggðum okkar vinar bönd
það fannst mér alltaf gaman.
Nú eru þessar stundir farnar frá
en þú hverfur ekki úr huga mér
bros þitt og hlátur ég alltaf mun þrá
og rifja þá upp stundirnar með þér.
(Haraldur Sævinsson)
Lína Ágústsdóttir.
Kveðja.
Við fæðumst til að ferðast meira,
fæðing, dauði er ferðalag.
Margra bíður sultur, seyra,
en sumum gengur allt í hag.
Öll við fáum okkar kvóta,
meðlæti og mótlæti.
Flest við munum einnig hljóta
okkar skerf af ástinni.
Farðu í friði, góði vinur,
þér fylgir hugsun góð og hlý.
Sama hvað á okkur dynur,
aftur hittumst við á ný.
Úr hjarta mínu hverfur treginn
er ég hugsa um hlátur þinn.
Bros þitt veitti birtu veginn,
betri um stund varð heimurinn.
Farðu í friði, góði vinur,
þér fylgir hugsun góð og hlý.
Þar til heimsins þungi dynur
þokar okkur heim á ný.
Sólin skín á sund og voga,
sumar komið enn á ný.
Horfið burt í bláum loga
stjörnublik á bak við ský.
Farðu í friði, góði vinur,
þér fylgir hugsun góð og hlý.
Sama hvað á okkur dynur,
aftur hittumst við á ný.
Farðu í friði, góði vinur,
þér fylgir hugsun góð og hlý.
Þar til heimsins þungi dynur
þokar okkur heim á ný.
(Magnús Eiríksson)
Megi Guð og góðar vættir
vernda og styrkja ástvinina alla.
Hvíl í friði, elsku Dagný okk-
ar.
Guðrún, Steinar
og fjölskylda.
Það eru mikil forréttindi fyrir
okkur að hafa fengið að kynnast
Dagnýju.
Hún var glæsileg, falleg, dug-
leg, metnaðarfull og hæfileika-
rík, bókstaflega iðaði af lífi. Það
er því sárt að sjá á eftir henni
langt fyrir aldur fram.
Við þökkum fyrir þann tíma
sem við áttum með henni.
Við vottum fjölskyldu Dag-
nýjar okkar dýpstu samúð.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Ágústa og Ernst Backman.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu, systur og mágkonu,
GUÐRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR
Laufvangi 18,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við öllum þeim sem
komu að umönnun í veikindum hennar.
Alf H. Pedersen,
Helene H. Pedersen, Einar Hjaltason,
Guðmundur Þórir Pedersen, Berglind Einarsdóttir,
Anita Sigurveig Pedersen, Sigurður Einar Marelsson,
Hafdís, Þórhallur Ísak, Hugrún, Sylvía Rós,
Sóley Katrín, Óttar Freyr, Sindri Marel og Örvar Hrafn,
Þuríður Guðmundsdóttir, Kristján B. Kristjánsson.
✝
Hugheilar þakkir til allra þeirra er sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna
andláts og útfarar elsku hjartans eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
MARGRÉTAR GUÐNÝJAR
MAGNÚSDÓTTUR,
Lágseylu 25,
Njarðvík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans
við Hringbraut fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót.
Björn Björnsson,
Steinunn Ása Björnsdóttir, Gunnar Magnússon,
Björn Björnsson, Þórdís Kristinsdóttir,
Sigríður Björnsdóttir, Þorsteinn Valur Baldvinsson,
Magnús Sigurður Björnsson, Bryndís Skúladóttir,
Salbjörg Björnsdóttir, Jón Snævar Jónsson,
Stefanía Helga Björnsdóttir, Arnbjörn Arnbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.