Morgunblaðið - 31.10.2013, Side 32

Morgunblaðið - 31.10.2013, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013 Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Garðsstaðir 47, 225-3230, Reykjavík, þingl. eig. Ragna Rósa Rúnars- dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 4. nóvember 2013 kl. 15:15. Naustabryggja 2, 225-2194, Reykjavík, þingl. eig. Guðmundur R.C. Barker, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., Orkuveita Reykjavíkur og Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 4. nóvember 2013 kl. 13:30. Seilugrandi 4, 202-3877, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Önfjörð, gerðarbeiðandi Breiðtjald ehf, mánudaginn 4. nóvember 2013 kl. 11:00. Vesturgata 52, 200-0299, Reykjavík, þingl. eig. Sigurður I Sigurgeirs- son, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur og Reykjavíkurborg, mánudaginn 4. nóvember 2013 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 30. október 2013. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Fornubúðir 10, 0104 (207-4848, Hafnarfirði, þingl. eig. Grunnvíkingur ehf, gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarkaupstaður, Íslandsbanki hf. og Olíuverzlun Íslands hf., þriðjudaginn 5. nóvember 2013 kl. 11:30. Kvíholt 2, 0101 (207-7214), Hafnarfirði, þingl. eig. Halldór Örn Rúnars- son, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Sýslumaðurinn á Blöndu- ósi, þriðjudaginn 5. nóvember 2013 kl. 11:00. Melabraut 28, 0104 (227-7052), Hafnarfirði, þingl. eig. Ævar Lúðvíks- son, gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 5. nóvember 2013 kl. 12:00. Víðihvammur 1, 0102 (208-0548), Hafnarfirði, þingl. eig. Jónatan Fjal- ar Vilhjálmsson og Sigríður Elísabet Ragnarsdóttir, gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarkaupstaður og Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 5. nóvember 2013 kl. 10:30. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði, 30. október 2013. Tilkynningar Skipulagslýsing fyrir fyrir tómataræktun á öðrum hluta iðnaðarsvæðis I5 í Grindavík Grindavíkurbær auglýsir skipulagslýsingu vegna deiliskipulagstillögu fyrir tómata- ræktun á iðnaðarsvæði i5 skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsing verður send Skipulagsstofnun til umsagnar. Einnig verður óskað umsagna frá Heilbrigð- iseftirliti Suðurnesja, Umhverfisstofnun og Fornleifavernd ríkisins. Að lokinni meðferð skipulagslýsingar verður deiliskipulagstillagan kynnt bæjarbúum skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst til kynningar skv. 41. gr. sömu laga. Skipulagslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is, og á skrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, frá 31. október 2013 til 10. nóvember 2013. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, 240 Grindavík, eða með tölvupósti á armann@grindavik.is fyrir 10. nóvember 2013. F.h. bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. Auglýsing um deiliskipulagstillögu Fiskeldi á 1. hluta iðnaðarsvæðis, Grindavík, ásamt umhverfisskýrslu Bæjarstjórn Grindavíkur auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fiskeldis á 1. hluta iðnaðarsvæðis I5 ásamt umhverfisskýrslu, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana. Tillagan var samþykkt til auglýsingar á fundi sveitarstjórnar hinn 29. október 2013. Forkynning tillögunnar fór fram frá 20. september til 1. október 2013. Stærð skipulagssvæðisins er um 15 ha. Vestanverð deiliskipulagsmörk liggja að golf- velli golfklúbbs Grindavíkur og sunnanvert að Nesvegi (425). Skipulagið nær um 300 metra norður frá veginum. Að austanverðu afmarkast svæðið af fyrirhuguðum vegi og affallslögn HS Orku sem mun liggja um iðnaðarsvæðið. Aðkoma að svæðinu verður um veg meðfram affallslögn HS Orku. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við Aðalskipulag Grindavíkur 2010–2030. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Grinda- víkurbæjar, Víkurbraut 62, 240 Grindavík, og á heimasíðu bæjarins, www.grindavik.is, frá og með 31. október 2013 til 13. desember 2013. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skriflegum athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofu Grindavíkur, Víkurbraut 62, 240 Grindavík, eða á netfangið armann@grindavik.is eigi síðar en 13. desember 2013. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Ármann Halldórsson. sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar. Félagsstarf eldri borgara                       !"   # $    # % &  '  # (  )   *+ ,' + , +,    - "  # - " . , +  /# !" ,0   ##   %"  # !"  #1 2 +  ##    - " .  ) 3   #1    4 !"  5          !  3   1 2 & +  #1   "  #1    +  4 6  * ' " 1   &   1 !      . 2 +2 "  3!1   78 1 0" $    9   6  + + / 1  .     ! "#  - " .  1   1 " & . "  #1   : $  %&      '  ;   1 .     //1 " .      #1    41    <     - "  #1 => !   ."  1    2 +  1 !" 1 '  &   /#&#  "(   %  = +   .  4 )' " *  - " .  1    %   # =>& .  # )  ;&    75   %   '  /    # => .     ##     ?.   44 )+  *,$*-  %   1 !+  # 2 * ' =>& .  ##1   > % +9  !  " 1  +& +1 2!  )'   #"  +   ++  )1 !"   1    1 + "  1 2" .+  #1 *    !"   #1    -+  +  ##1 +"    4#1 "    +  "  *.+  2     /1 + . + +  2   .&   @  : 3"    A AA  )1 !& "    6  .   B    <4&4 2 CCC " / 01 +   $'   2 6 '  +1 >  . &   +  + ' +,>' +  # 2 6 '  + 2% #(  3  B  +  1 "& . &    1    ## 6 .   4#1   &  ."   2    3 + '      3      4 * &   D      + 2 "  " !  + '   *2+ +   1   ' ! 2 2 E+ + D  "    '   2 !   2    +      +   + &  E  .  4  1 "  6  +  )#1 >' +  1  2 +   +  1       41    1     1  ,.   +  # B 5     4 /:< 5   * ,    - " .   F !G  ,# -2" .+  # 6    # 6 .   4# 5  (  3  %  "   2   1    1.   5   1   "  /#1   "   # $  ' !  ## Félagslíf Landsst. 6013103119 VIII Mh I.O.O.F.1119331108H.F.* Daginn sem ég útskrifaðist sem byggingatæknifræðingur úr gamla Tækniskólanum kom til mín maður og spurði hvort ég vildi fara og hitta mann sem héti Ragnar og væri framkvæmda- stjóri verkfræðistofunnar Verk- vangs á Þórsgötunni. Ég hélt það nú og þótti bara ansi gott að fá svona boð á þessum degi. Fáum dögum seinna fór ég og hitti Ragnar Gunnarsson í fyrsta skipti. Það varð til þess að við unnum saman næstu 7 árin.Það var gott að vinna hjá og með Ragnari. Hann var fagmaður fram í fingurgóma og lagði áherslu á að vel væri staðið að verki. Ragnar var maður sem hafði áhrif á alla sem voru í kringum hann. Hann hafði sterka nær- veru og lét skoðanir sínar óhikað í ljósi ef honum þótti það skipta máli. Hann var mjög leitandi og hafði mikinn áhuga á andlegum málum af ýmsum toga. Á þeim tíma sem við unnum saman hafði hann ekki markað sér ákveðna stefnu í þeim efnum en setti hana seinna á kristna trú og varð landsfrægur sem þáttastjórnandi á Omega. En Ragnar ræktaði líka líkamann og dró alla stars- fmenn sína hjá Verkvangi með sér í líkamsrækt og hvatti okkur áfram með því að greiða niður æfingagjöldin. Hann stundaði auk þess jóga og útivist og lagði áherslu á að fólk borðaði hollan og næringarríkan mat. Þegar við kynntumst var Ragnar löngu hættur að drekka og taldi sér ekki hollt að neyta áfengis en var sama þó aðrir fengju sér í hans návist. Ragnar hafði brennandi áhuga á menntun og vildi að starfsfólk sitt sækti sí- og endurmenntun. Á vegum Verkvangs sótti ég fjölda námskeiða og fyrirlestra af ýmsu tagi. Sérgrein Ragnars á tæknisviði voru lagnir og búnað- ur sem tengdist þeim. Hann var brautryðjandi í innleiðingu á nýrri tækni í orkusparnaði og jafnvægisstillingu hitakerfa og óþreytandi við að kynna og kenna öðrum á þessa tækni. Hann kenndi á fjölda námskeiða um allt land og skrifaði bækur og námsefni um þessi mál. Hans þekktasta verk er bókin Lagna- þekking sem gefin var út af Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins árið 2004 og er grund- vallarrit í þessum fræðum. Okkar helsti vettvangur á þeim tíma sem við unnum saman var viðhald og viðgerðir á húsum og lagnakerfum. Helstu við- skiptavinir voru húsfélög í fjöl- býlishúsum og einstaklingar. Í samskiptum við viðskiptavinina komst maður í kynni við alls kyns eftirminnilega og oft og tíðum mjög erfiða einstaklinga. Ragnar var mikill mannþekkjari og var yfirleitt fljótur að lesa fólk. Það þróaðist með okkur fag sem við kölluðum húsfélagasálfræði og var hann höfundur flestra kenn- inga í henni, m.a. þeirrar að það að vera formaður húsfélags væri vanþakklátasta starf í heimi. Að frumkvæði Ragnars unnum við á þessum tíma stöðluð útboðsgögn og þróuðum gæðakerfi löngu áð- ur en slíkt fór að tíðkast innan byggingariðnaðarins. Ragnar hafði mikinn áhuga á bættri menningu og framþróun í bygg- Ragnar Gunnarsson ✝ Ragnar Gunn-arsson fæddist í Reykjavík 20. nóv- ember 1943. Hann lést á líknardeild Landspítalans 18. október 2013. Útför Ragnars fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 28. október 2013. ingariðnaði enda ekki vanþörf á og lagði hann sitt af mörkum í þeim efn- um. Langt fyrir aldur fram er fallinn frá traustur og góður maður sem vildi láta gott af sér leiða. Blessuð sé minn- ing Ragnars Gunn- arssonar. Ólafur Ástgeirsson. Ég man fyrsta skiptið sem ég hitti vin minn Ragnar. Það var árið 1994 á fundi Gæðastjórnun- arfélags Íslands. Ég var, ásamt öðrum vini, að flytja erindi um bókina Sjö venjur þeirra sem ná raunverulegum árangri eftir Stephen Covey. Ragnar kom til mín á eftir og sagði: „Ég var for- vitinn hvað prestur ætlaði að segja um þessa bók sem ég er svo hrifinn af.“ Það gerist mjög sjaldan í ævi manns að hann hitt- ir einhvern sem er strax orðinn sálufélagi. En þannig var það hjá okkur Ragnari frá þeim degi. Upp frá þeim fundi var áhuga- mannafélagið „Lífsgæði“ stofn- að. Við Ragnar, ásamt fleira góðu fólki, reyndum að mæta fólki þar sem það var statt í lífinu, m.a. á vinnustaðnum, með kennslu og ráðgjöf sem voru byggð á kristi- legum grunni. Þrátt fyrir að Ragnar segðist aldrei vera neinn prédikari, var hann samt góður erindreki fyrir trú sína með verkum sínum. Hann reyndi, eins og frelsarinn sagði, að koma fram við aðra eins og hann vildi að þeir kæmu fram við sig. Sem leiðbeinandi á námskeiðum var hann alltaf jafn skemmtilegur og áhugasamur bæði um fólkið og efnið. Þegar við stofnuðum „Lif- eQuality International“ í Banda- ríkjunum árið 2001, vildi ég endi- lega hafa Ragnar með í stjórn samtakanna. Ástæðan fyrir því var ekki aðeins sú hve mér leið vel í návist hans, heldur fann ég að ég þurfti á visku hans að halda. Hann var mannþekkjari og fann alltaf leið til að komast að sannleikanum, bæði í samskipt- um og í umræðumálum á fundum okkar. Einu sinni vorum við á leiðinni út á flugvöllinn í Baltimore eftir fund hjá LifeQuality. Ég var svo- lítið miður mín þennan dag og var að velta fyrir mér hvar ég væri staddur sem leiðtogi og maður. Ég gleymi því aldrei sem Ragnar sagði mér þá: „Greg, Guð hefur gefið þér alls konar reynslu og þekkingu sem enginn tekur frá þér. Nú getur þú deilt til ann- arra úr þeirri hlöðu. Þú þarft ekki að sanna þig.“ Ragnar var fús til að læra og við ræddum oft um bækur sem hann var að lesa eða einhver mál sem hann var að pæla í. Þessi fúsleiki sýndi sig einnig í hversu vel hann stóð sig sem gestgjafi sjónvarpsþáttarins „Kvöldljós“. Hvort sem það voru Íslendingar eða erlendir gestir sýndi Ragnar alltaf að honum var annt um fólk. Hann var einlægur í að veita því tækifæri til að segja frá reynslu sinni og sýndi áhuga á því sem fólk hafði fram að færa. Ragnar Gunnarsson var maður sem trúði á algóðan Guð og á ótal mögu- leika í fólki. Ég mun sakna Ragnars, en hlakka til að hitta hann í himna- ríki. Margir um allan heim eru lánsamir og ríkari fyrir að hafa þekkt hann. Við hjónin, börn okkar, stuðnings- og samstarfs- menn LifeQuality biðjum Guð að styðja og styrkja fjölskylduna í sorgarferlinu. Gregory (Greg) og Betsy Aikins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.