Morgunblaðið - 31.10.2013, Side 36

Morgunblaðið - 31.10.2013, Side 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er vandi að velja og því meiri þeim mun fleira sem í boði er. Verslun og viðskipti ganga vel í dag. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur tekið allt of mörg verkefni að þér og átt nú á hættu að missa stjórn á öllu saman. Gefðu rómantískum elskhuga alla þína ást í stað þess að flækja málin. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft ekki að vera með nein látalæti í umgengni við aðra. Nýttu hluta orkunnar í að færa út kvíarnar og aðrir munu ósjálfrátt fylgja þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það eru ýmsir möguleikar í stöð- unni en farðu þér hægt því að flas er ekki til fagnaðar. Smávinna hér og þar safnast saman og verður að einhverju sem þú mátt vera stolt/ur af. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fólk í umhverfi þínu er að ræna þig orkunni með einum eða öðrum hætti – sannkölluð sníkjudýr. Vertu því jákvæð/ur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert í miklu keppnisskapi og stendur líklega uppi með pálmann í hönd- unum. Fylgdu eigin sannfæringu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Fullvissa þín um að eitthvað sé ófram- kvæmanlegt er líklega skýringin á því að það sé ekki hægt. Einhvern tímann kann að koma til þess að þú gerir mistökin. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast þótt eitthvað kunni að blása á móti um stundarsakir. En misstu ekki móðinn, bíddu bara þar til lánið leikur við þig á ný. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Dagurinn í dag gefur þér ástæðu til að trúa að maðurinn sé góður eftir allt. Láttu stoltið ekki hindra þig í að gefa eftir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu verða af fyrirætlunum þín- um sem tengjast yfirvöldum eða stórum stofnunum. Talaðu hreint út við vinnu- félaga þína og hugaðu betur að sálartetr- inu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú gætir tekið upp á því að setja einhvern á stall í dag og ganga óraunsæinu á hönd. Sýndu festu og láttu hrakspár annarra ekki verða til þess að hrekja þig af leið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það þýðir ekkert að sitja með hend- ur í skauti og vorkenna sér, þótt margt sé á döfinni. Fólk er farið að taka eftir þér og lítur á þig sem fyrirmynd. Manngæska“ er yfirskriftvísna eftir Pétur Stefánsson og víst eiga þær erindi við okkur öll: Það að eiga gæsku góða er gjöf sem flestir óska sér. Hafa ást og yl að bjóða öllum þeim sem lifa hér. Hjúkra veikum, sorgir sefa, sæl og glöð við yrðum þá. Svo er ætíð sælla að gefa en sjálfur þiggja öðrum frá. Sérhvern dag skal góðverk gera, gleðja þá sem eiga bágt. Hreinn og beinn er best að vera með bros á vör, og lifa í sátt. „Það er erfitt að trúa, en þar sem kirkjubækur á Jökuldal ljúga ekki þá liggur það ljóst fyrir að hagyrðingurinn og kennarinn, Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku verður sjötugur hinn 15. janúar næstkomandi.“ Þannig hefst kveðja frá vísna- vinunum Jónasi Ragnarssyni, Þórði Helgasyni og Guðjóni Inga Eiríkssyni, en þeir hafa ákveðið að gefa út vandað afmælisrit hon- um til heiðurs. Það verður að stærstum hluta byggt á úrvali úr ljóðum hans, allt frá grafalvar- legum kveðskap yfir í gam- ansaman. Í ritinu verður heilla- óskaskrá og geta þeir sem gerast áskrifendur að því fengið nafnið birt og sent afmæliskveðju. Bóka- útgáfan Hólar stendur að útgáf- unni og er netfangiðholar@hola- bok.is. Það er við hæfi að birta gamanvísu eftir Ragnar Inga af þessu tilefni og spurning hvernig rita á rímorðin í annarri og fjórðu línu: Einn fer til rjúpna um auðnarslóð, óðfús í kjarrið lítur. Alls konar drunur og hávær hljóð heyrast þegar hann skýtur. Hallmundur Kristinsson bregð- ur á leik í limru: Sveigjanlegt svipmót að mestu, sveipað einurð og festu. Ég leik við mitt fag og limran í dag er líklega ein af þeim bestu! Þá Ármann Þorgrímsson að gefnu tilefni: Vafasöm mörg þeirra verk tel og vart þarf að efa að sterk él ganga hér oft því görótt er loft Þau gera ekki svona hjá Merkel. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af manngæsku, Merkel og stórafmæli Í klípu „ÞAÐ HEFUR HÆGT Á FRAMLEIÐSLUNNI UNDANFARIÐ. ÞAR KEMUR ÞÚ TIL SKJALANNA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVAÐ ÞARF ÉG AÐ SEGJA ÞÉR OFT AÐ HRINGJA EKKI Í MIG Í VINNUNA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... í hverju orði sem ég rita til þín. HVERNIG VAR HRÓLFUR Á SÍNUM YNGRI ÁRUM? HANN VAR MYNDARMAÐUR MEÐ MIKINN SJARMA! EN EFTIR AÐ VIÐ GIFTUMST ER ÞAÐ AÐAL- LEGA MAGINN Á HONUM SEM ER MIKILL. AF HVERJU ER ALLT KRUMPAÐ? VIÐ KÖLLUM ÞAÐ „ODDA- ÁHRIFIN“. Einn samstarfsmaður og stórvinurVíkverja er haldinn þeim galla að hann er anti-sportisti. Samt fellur hann ekki inn í það ósanngjarna og ranga mót sem samfélagið hefur búið til af slíku fólki, þar sem hann er í þokkalegu formi og stundar líkams- rækt af miklum móð. Víkverji á því oft til að gleyma því að hann sé anti- sportisti, og byrjar að tala við hann um fótboltann eins og ekkert sé. Vík- verji fær þá kalda tusku í andlitið þegar hann áttar sig á því að til- gangslítið er að ræða við manninn um þessi mál, hann hefur einfaldlega ekki áhuga. x x x Um daginn var hins vegar eins ogvinur Víkverja hefði fengið mikla hugljómun. Hann hafði horft á El Clasico með Barca og Real um helgina, og tjáði Víkverja stoltur að núna „fattaði“ hann hvað það væri við fótboltann sem karlmenn fíluðu. Jú, nefnilega knúsin sem fylgja í kjölfar hvers einasta marks. „Þetta er svo einfalt,“ sagði hann, „þeir eru bara á höttunum eftir knúsi“. Lagði vinurinn til að knattspyrna yrði hér eftir kölluð „knúsbolti“. Sá hann fyrir sér að vinsældir íþróttarinnar myndu aukast stórum ef sá háttur yrði á. x x x Við allt þetta rifjaðist það upp fyrirVíkverja, að í fyrsta sinn sem hann man eftir sér að horfa á knús- bolta var þegar Frakkarnir sigruðu á Evrópumeistaramótinu árið 1984. Í minningunni, sem raunar er ansi dauf og áhrifagjörn, kjössuðust Frakkarnir og knúsuðust sem mest þeir máttu í hvert sinn sem boltinn endaði í netinu. Kannski er því eitt- hvað til í þessu hjá vini Víkverja. Við sportidjótarnir viljum bara knús. x x x Knúsboltasamband Íslands fær svoað sjálfsögðu að híma í skamm- arkrók dagsins. Víkverji getur þó ekki hugsað sér að vera fúll of lengi. Það er komið nóg af neikvæðum straumum í tengslum við knúsbolta- landsliðið okkar. Fyrst kom auglýs- ingahléið og svo miðasölufíaskóið. Athyglin ætti þó að vera á frábærum árangri landsliðsins. víkverji@mbl.is Víkverji Eins og faðir sýnir miskunn börnum sínum, eins hefur Drottinn sýnt mis- kunn þeim er óttast hann. (Sálmarnir 103:13)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.