Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 41
41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
ÁTOPPNUM Í ÁR
KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
THOR-DARKWORLD3D KL.5:30-8-10:30
THOR-DARKWORLDVIP2D KL.5:30-8-10:30
BADGRANDPA KL.5:50-8-10:10
GRAVITY2D KL.5:50-8
RUSH2 KL.10:10
PRISONERS 2 KL.6-8-9
FLUGVÉLAR ÍSLTAL2D KL.6
KRINGLUNNI
THOR - DARKWORLD 2D KL. 5:30 - 8 - 10:30
BAD GRANDPA KL. 5:50 - 8 - 11
DISCONNECT/HEILABROTINNKL. 5:20 - 10:10
PRISONERS KL. 8
THOR - DARKWORLD 3D KL. 5:30 - 8 - 10:30
BAD GRANDPA KL. 5:50 - 8 - 10:10
GRAVITY 2D KL. 5:50 - 8
PRISONERS 2 KL. 8:30
RUSH KL. 6 - 10:10
NÚMERUÐ SÆTI
AKUREYRI
THOR - DARKWORLD 3D KL. 5:30 - 8 - 10:30
BADGRANDPA KL. 8
DISCONNECT/HEILABROTINNKL. 5:20
GRAVITY 2D KL. 10:10
KEFLAVÍK
THOR-DARKWORLD3D KL.8-10:20
BADGRANDPA KL.8
PRISONERS KL.10:10
THE HOLLYWOOD REPORTER
ENTERTAINMENT WEEKLY
VARIETY
LOS ANGELES TIMES
BESTA SPENNUMYND ÁRSINS
MYNDIN SEM ALLIR FORELDRAR ÆTTU AÐ
FARA Á MEÐ BÖRNUM SÍNUM
SÝNDÁ
UNDANDISCONNECT
VARIETY
QC
THE HOLLYWOOD REPORTER
EMPIRE
98% ROTTEN TOMATOES
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
CHRIS
HEMSWORTH
TOM
HIDDLESTON
NATALIE
PORTMAN
ANTHONY
HOPKINS
EMPIRE
TOTAL FILM
VAR BARA BYRJUNIN
FRÁ ÞEIM SÖMUOG FÆRÐU OKKUR JACKASS
MYNDIRNAR KEMUR BAD GRANDPA
FRÁBÆR GRÍNMYND!
★★★★★
Los Angeles Times
★★★★★
The New York Times
★★★★★
Empire
16
12
L
FRÁ RICHARD CURTIS, HANDRITSHÖFUNDI
LOVE ACTUALLY, NOTTING HILL & FOUR
WEDDINGS
ÍSL TALT.V. - Bíóvefurinn/S&H
★★★
FRÁ LEIKSTJÓRA THE BOURNE ULTIMATUM
ÞAÐ EINA SEM GILDIR HÉR ÚTI ER AÐ LIFA AF
BYGGÐ Á SANNRI SÖGU
14
10
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
94% á rottentomatoes!
-H.S., MBL -H.V.A., FBL-V.H., DV
-T.V. -Bíóvefurinn.is /
Séð & Heyrt
-H.A.Ó., Monitor
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
CAPTAIN PHILLIPS Sýnd kl. 6 - 9
INSIDIOUS: CHAPTER 2 Sýnd kl. 8 - 10:20
MÁLMHAUS Sýnd kl. 5:50
ABOUT TIME Sýnd kl. 9
AULINN ÉG 2 2D Sýnd kl. 6
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Með merkari tónleikum á Airwaves í
ár eru tónleikar hinnar sænsku Önnu
von Hausswolff í Gamla bíói í kvöld
kl. 23.40. Hausswolff leikur á kirkju-
orgel sem er harla óvenjulegt hljóð-
færi í popptónlist og var í fyrra til-
nefnd til Norrænu tónlistarverð-
launanna fyrir breiðskífuna Cere-
mony. Skífan sú er býsna drungaleg,
tekin upp í kirkju í Gautaborg og
þema hennar dauðinn. Spurð að því
hvers vegna hún hafi gert dauðann að
þema plötunnar segir Hausswolff að
hann sé prýðilegt yrkisefni, gott sé að
hefja sögu á dauðanum og jafnvel
betra að enda sögu með honum.
– Þú leikur á kirkjuorgel sem er
harla óvenjulegt í popptónlist. Flestir
tengja hljóðfærið við kirkjur, m.a.
brúðkaup og jarðarfarir. Hvers
vegna kaustu þetta hljóðfæri?
„Með því að leika á kirkjuorgel
getur maður unnið á mörgum plönum
í tónlistinni og útsett heilu verkin
með einu hljóðfæri. Saga hljóðfæris-
ins er heillandi. Þetta er hljómur mið-
alda, hljómur svartadauða og kross-
ferðanna. Þetta er hljómur valdsins,“
segir Hausswolff. „Ég sækist eftir
hreinleika og heiðarleika í tónlist
minni þannig að hljómarnir sem ég
nota eru aldrei útfærðir stafrænt.
Það þarf einhver að leika tónlistina á
hljóðfæri svo ég heyri gallana, mun-
inn á flutningi tónlistarmannanna og
tónlistarlegum persónuleika þeirra
eða frumleika. Fyrir mér er þetta
eins og skært ljós sem berst um
myrk göng.“
– Leitarðu innblásturs í einhverja
tiltekna tónlist?
„Þegar ég var að vinna í þessari
plötu hlustaði ég mikið á bardúns-
málm og þá mest á Earth og Barn
Owl. Ég sótti líka innblástur í kvik-
myndatónlist, t.d. tónlist Goblin við
Suspiria og tónlist Björn Isfäldt við
Bróður minn Ljónshjarta. Einn af
mínum mestu áhrifavöldum er organ-
istinn og tónskáldið Jan Welmers.
Verk hans Litanie hefur verið mér
innblástur og hvatning í mörg ár.“
Fyllt upp í rými
Hausswolff stundaði nám í arkí-
tektúr en segist hafa hætt því vegna
anna. Spurð að því hvort arkitektúr
og tónlist eigi eitthvað sameiginlegt,
hvort þekking hennar á arkitektúr
hafi einhver áhrif á tónlistina svarar
Hausswolff: „Byggingarlist og tónlist
eiga það sameiginlegt að búa til
landslag með byggingum og að fylla
upp í rými. Ég held að þekking mín á
arkitektúr hafi áhrif á sýn mína á tón-
list. Ég velti samsetningum mikið
fyrir mér þegar ég er að semja og
teygjanleika þeirra. Hvernig er hægt
að gera eitthvað áhugavert þrátt fyr-
ir að það sé algjörlega kyrrstætt? Í
arkitektúr snýst það um að finna
réttu efnin og lýsinguna þannig að
það þjóni markmiðinu. Í tónlist snýst
það um að finna rétta hljóminn og
rýmið. Þó strúktúrinn breytist ekk-
ert þá gerir skynjunin það.“
– Mér skilst að þú sért með ferða-
orgel í farteskinu?
„Það er í rauninni ekki orgel held-
ur hljóðgervill. Hann er að vísu kall-
aður C2 orgel og hljómurinn er stór-
kostlegur, bestu orgel-hljóðdæmi
sem ég hef nokkurn tíma heyrt. Það
væri sannkallaður draumur að geta
einhvern daginn ferðast um með al-
vöru kirkjuorgel. Alveg eins og
Björk!“ segir Hausswolff.
– Eru einhverjar hljómsveitir að
spila á Airwaves sem þú mátt ekki
missa af?
„Nokkrir í hljómsveitinni minni
leika í Tempel og hún leikur á sama
sviði og ég og á sama degi! Ég hef
aldrei séð þá hljómsveit á tónleikum
þannig að ég hlakka virkilega til þess
að sjá hana tæta upp sviðið.“
Dauðinn gott yrkisefni
Sænska tónlistarkonan Anna von Hausswolff heldur tón-
leika í Gamla bíói í kvöld Kirkjuorgel heillandi hljóðfæri
Miðaldahljómur Anna von Hausswolff leikur á kirkjuorgel, hljóðfæri sem er ekki algengt í popptónlist.
www.annavonhausswolff.com
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Tilbury er tiltölulega ung hljómsveit
en hún var stofnuð sumarið 2010 og
hana skipa Þormóður Dagsson,
Kristinn Everts-
son, Örn Eldjárn,
Magnús Trygva-
son Eliassen og
Guðmundur Ósk-
ar Guðmundsson.
Á miðvikudag
kom út þeirra önnur breiðskífa sem
ber heitið Northern Comfort.
„Við verðum með tvenna tónleika
á Airwaves-hátíðinni um helgina, á
föstudag og sunnudag. Við ætlum
að nota tækifærið og frumflytja tvö
ný lög en alls verða spiluð fjögur lög
af nýju plötunni í bland við eldri
lög,“ segir Þormóður.
„Við leyfum okkur að leika okkur
meira á nýju plötunni til dæmis með
slagverk og hljóðgervla. Þá er um
að ræða meira hljómsveitarverk en
fyrri plata okkar er. Við höfum náð
að spila lögin meira til á æfingum
og tónleikum en lög fyrri plötu okk-
ar Exorcise voru meira eins og
„demó“ sem við tókum upp beint í
hljóðveri og náðum þá kannski ekki
að spila lögin til sem skyldi.“
Hvíld eftir Airwaves
Útgáfutónleikar Tilbury verða
síðan í lok nóvember. „Við ætlum að
leyfa fólki að hvíla sig örlítið eftir
alla tónlistarviðburðina á Airwaves
og höfum þess vegna tónleikana
ekki fyrr en í lok nóvember,“ segir
Þormóður en þess má geta að Til-
bury verður með tónleika á Airwa-
ves-hátíðinni á föstudag í Gamla
bíói og á sunnudag á Gamla gaukn-
um.
Leikur „Við leyfum okkur að leika okkur meira á nýju plötunni til dæmis
með slagverk og hljóðgervla,“ segir Þormóður Dagsson um plötu Tilbury.
Meiri leikur
Ný plata og tónleikatvenna Tilbury