Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.11. 2013
Dagblöð hafa þann kost umfram
net- og samfélagsmiðla að þau
eru kyrr – ef svo má að orði kom-
ast. Þegar texti, myndir og annað
efni er komið á blað og prentað
verður ekki aftur snúið. Ekki er
hægt að hrófla við neinu eftir á
og ómögulegt að hreyfa andmæl-
um við því sem skrifað er sam-
tímis lestri, nema þá helst upp-
hátt við sjálfan sig. Miðillinn er
því ekki það sem kallað er gagn-
virkur. Hver tegund fjölmiðils
hefur kosti og galla en ef við
horfum sérstaklega á kostina má
segja að dagblöð geti verið kær-
komin hvíld frá hröðum net-
heimum. Þegar lesandi hefur lok-
ið lestri greinar eða viðtals er
hægt að velta efni þess fyrir sér
án þess að vera undir einhvers
konar ímyndaðri pressu við að
„kommenta“ eða henda fram illa
ígrundaðri skoðun eins hratt og
mögulegt er. Það er vel þess virði
að nota dagblöð til að æfa sig í
samskiptum, jafnvel netsam-
skiptum. Prófum að gera litla til-
raun á Sunnudagsblaði Morg-
unblaðsins í dag. Veldu þér grein
í blaðinu og skrifaðu „komment“
við hana neðst á síðuna (já ég er
að meina „skrifa“ með svona
gamaldags tóli eins og penna,
jafnvel blýanti … þannig að þú
gætir þurft að grafa upp ydd-
arann). Þegar þú hefur lokið við
að orða hugsun þína um efni
greinarinnar skaltu ímynda þér
að sá eða sú sem rætt er við eða
fjallað um standi fyrir framan
þig. Ef þú treystir þér ekki til að
lesa það sem þú skrifaðir orðrétt
svo viðkomandi heyri … taktu þá
fram strokleðrið og æfðu þig í
mannasiðum. Svo má færa þessa
æfingu yfir á netið líka, fyrir
lengra komna. Bara muna að ýta
ekki á „birta“ fyrr en þú ert búin
(n) að prófa að lesa í þykjustunni
upphátt fyrir þann sem um er
rætt.
RABBIÐ
Blýantinn á loft
Eyrún Magnúsdóttir
Landgræðslan og Umhverfisstofnun hlutu fyrr á árinu rúmlega tveggja milljóna króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðgengi í
Dimmuborgum í Mývatnssveit. Styrkurinn var notaður til að malbika göngustíg frá aðkomu í Borgirnar og inn á Hallarflöt. Árið 1983 kom hingað til
lands sex manna hópur frá Bretlandi til þess að leggja stíg í kringum borholur í Krýsuvík. Engar vélar voru notaðar við stígagerðina 1983, aðeins hand-
aflið og hjólbörur. Í náttúruparadísinni Dimmuborgum var notast við malbikunarvél auk dráttarvélar svo verkið gengi hratt og örugglega fyrir sig. Stíg-
urinn í Dimmuborgum verður mikil bragarbót en um 200.000 manns heimsækja Dimmuborgir árlega.
AUGNABLIKIÐ
Ljósmynd/Daði Lange Friðriksson
TÆKNIN AUÐVELDAR
GÖNGUSTÍGAR Í DIMMUBORGUM Í MÝVATNSSVEIT VORU MALBIKAÐAR Í VIKUNNI OG VORU NOTAÐAR TIL ÞESS
VINNUVÉLAR. ÁRIÐ 1983 BIRTIST FRÉTT Í MORGUNBLAÐINU SEM SAGÐI FRÁ BRESKUM HÓPI MANNA SEM LAGÐI
STÍG Í KRÝSUVÍK. TÖLUVERÐUR MUNUR ER Á AÐFERÐUM.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hvað? Jólabasar
Sólstafa.
Hvar? Waldorf-
skólanum Sóltúni
6.
Hvenær? Laug-
ardag kl. 13-16.
Nánar: Úrval af
fallegum leikföngum og handverki úr
náttúrulegum við. Kaffistofa og veit-
ingar á staðnum og allir velkomnir.
Jólabasar á leikskóla
Hvað? Hjartaspaðar.
Hvar? Gaflaraleik-
húsið.
Hvenær? Laugardag
og sunnudag kl. 20.
Nánar: Leiksýningin
Hjartaspaðar fjallar um lífið og ævintýr-
in í ellinni. Verð: 3.500 kr.
Ævintýri í ellinni
Í fókus
VIÐBURÐIR HELGARINNAR
Hvað? Sveinsstykki.
Hvar? Þjóðleikhúsið.
Hvenær? Sunnudag kl. 20.
Nánar: Heiðruð er minning Þorvalds
Þorsteinssonar myndlistarmanns með
einleiknum Sveinsstykki eftir hann sjálf-
an. Arnar Jónsson fer með hlutverk
Sveins. Verð: 4.750 kr.
Heiðra Þorvald
Hvað? Tóneikar Hel-
enu Eyjólfsdóttur
ásamt stórsveit.
Hvar? Súlnasal, Hótel
Sögu.
Hvenær? Laugardag
kl. 21.
Nánar: Helena syngur ásamt einvalaliði
tónlistarmanna sem hún hefur unnið
með í um sex áratugi. Verð: 3.500 kr.
Syngjandi í 60 ár
Hvað? Íslandsmót í
Scrabble.
Hvar? Happ á
Höfðatorgi.
Hvenær? Frá laug-
ardegi kl. 10.45 fram
á sunnudag kl. 20.
Nánar: Sex um-
ferðir verða leiknar og verðlaun fyrir
efstu tíu sætin. Léttar veitingar í boði fyr-
ir spilara. Verð: 2.000 kr.
Skrafl í fyrsta sinn
Hvað? Leiksýn-
ingin Óvitar.
Hvar? Þjóðleik-
húsinu.
Hvenær?
Sunnudag kl. 16.
Nánar: Sýningin Óvitar eftir Guðrúnu
Helgadóttur verður hér táknmáls-
túlkuð. Verð: 3.950.
Táknmálstúlkaðir Óvitar
* Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson.