Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Síða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Síða 8
HEIMURINN KANADA TORONTO Rob Ford, borgarstjóri Toronto í Kanada, gekkst við að hafa rey nn kókaíni, fyr ekki verið var drukki Eftir það b hann hóta augljóslega hvað sem eftir endur ÞÝSKALAND óðverjar rændu og hafa ekklistaverk, sem nasistar 0 ár, hefðu fundist í íbúð í Münchsjónir almennings í 7 rlögreglunnar. Meðal myndanna eruí leit skattrannsókna á borð við Matisse,verk eftir listamenn Chagall, Pica au talin 120 milljarða krónaog Renoir og eru þ T erið sam-þings mkvæmtí öþykkt yfir sérþe nga árannagnkær Andstæð-2004 eirra aðingar m varSnáða erra og eróli fotey rangl , systir a. PTALAND M med Mor ta Eg inbe sa Bill de Blasio talaði í kosn- ingabaráttunni um að hann myndi setja auðlegðarskatt á tekjuhæstu íbúa borgarinnar. Slíkar hækkanir eru þó ekki á hans valdi. Þær þurfa sam- þykki í New York-ríki. And- rew Cuomo ríkisstjóri er reyndar demókrati og flokks- bróðir de Blasios. Hug- myndafræðilega er Cuomo hins vegar skyldari Bill Clin- ton og Tony Blair og lítt gef- inn fyrir að hækka skatta. Hann gæti því staðið í vegi fyrir de Blasio. Afi og amma de Blasio í móðurætt komu frá Ítalíu og bak- aði þessi bakari í Napolí sérstaka pitsu nýja borg- arstjóranum til heiðurs. SKATTAHÆKKANIR? H inn nýkjörni borg- arstjóri New York, Bill de Blasio, er vinstri maður, eða „frjálslyndur“ eins og það heitir í bandarískri pólitík. Hann telst ekki bara vinstri sinn- aður á bandarískan mælikvarða, heldur einnig á íslenskan. De Blasio kveðst ætla að draga úr ójöfnuði í fjölmennustu borg Bandaríkjanna. Sigur de Blasios var afgerandi. Hann fékk 73% atkvæða, en and- stæðingur hans, repúblikaninn Dav- id Lhota, 24%. Aðeins fjórðungur kjósenda í borginni kaus. „Fólkið í borginni hefur talað,“ sagði de Blasio þegar sigurinn var ljós. „Umboðið er skýrt. Það er skylda okkar að skapa borg þar sem velmegun er deilt og allir njóta tækifæris.“ De Blasio er 52 ára gamall, fædd- ist 8. maí 1961 á sjúkrahúsi gegnt bústað borgarstjóra New York og var gefið nafnið Warren Wilhelm Jr. eftir föður sínum. Warren Wilhelm yngri var hagfræðingur og barðist í seinni heimsstyrjöld. Hann missti vinstri fótinn í stríðinu og fékk orðu fyrir framgöngu sína. Á McCarthy- tímanum var hollusta hans og móð- ur hans, Mariu Angelu de Blasio, dregin í efa. Þau voru vænd um að vera kommúnistar og yfirheyrð fyrir svonefndri hollustunefnd. Voru þau meðal annars spurð hvort satt væri að þau ættu upptökur með söngvum rauða hersins á heimili sínu. Málinu var vísað frá, en með þeim fyrirvara að þau hefðu jákvæðan áhuga á kommúnisma. Þetta varð til að hefta framgang Wilhelms eldra, sem varð drykkfelldur og bitur. Fór svo að foreldrar borgarstjórans nýkjörna skildu og þegar hann var 18 ára svipti faðir hans sig lífi. De Blasio segir að hann beri virð- ingu fyrir föður sínum, en sé honum einnig reiður. Hann ákvað að taka sér fjölskyldunafn móður sinnar. Studdi sandinista De Blasio fór snemma að láta sig pólitík varða. Hann var andvígur styrjöldum, kjarnorkuvopnum og aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Hann sérhæfði sig í stjórnmálum í rómönsku Ameríku í Columbia- háskóla og hreifst af sandinistum þegar þeir náðu völdum í Ník- aragva. 1988 fór hann þangað, þá 26 ára gamall, til að dreifa mat og lyfjum í miðju borg- arastríði. Stjórn Ronalds Reagans forseta fordæmdi sand- inistana, sagði þá ein- ræðisherra og komm- únista, og studdi kontra-skæruliða, sem börðust gegn þeim. De Blasio studdi sandinistana og hélt því áfram eftir að þeir misstu völd, en gagnrýndi harkalega meðferð þeirra á andófsmönnum. Þessi kafli í lífi hans sást ekki í kosningabaráttunni. Þegar dagblaðið The New York Times fjallaði um stuðning hans við sandinista notuðu andstæðingar hans það gegn honum. De Blasio svaraði með því að segja að hann tryði á réttlátara samfélag. „Ég tel að stjórnkerfið hljóti að vera verkfæri til að skapa réttlátara samfélag,“ sagði hann. „Svo einfalt er það.“ De Blasio er fyrsti borgarstjóri New York úr röðum demókrata í 20 ár. Valdatími repúblikana hófst með kjöri Rudolphs Giulianis. Hann tekur eftir tæpa tvo mánuði við af Michael Bloomberg. Árið 1989 vann de Blasio í kosn- ingabaráttu Davids Dinkins, sem varð fyrsti blökkumaðurinn á stóli borgarstjóra í New York. Hann gekk síðan til starfa fyrir Dinkins eftir kosningasigurinn og kynntist þá konu sinni, Chirlane McCray, sem er blökkumaður. Þau gengu í hjónaband árið 1994 og eiga tvö börn, Chiara og Dante. Stýrði baráttu Clinton De Blasio starfaði í húsnæðis- málaráðuneyti Bandaríkjastjórnar í forsetatíð Bills Clintons og var á þeim tíma kjörinn í skólaráð í Bro- oklyn, einu hverfa New York. Árið 2000 stýrði hann kosningabaráttu Hillary Clinton þegar hún bauð sig fram til öldungadeildarinnar, en fylgdi henni ekki til Washington. Þess í stað bauð hann sig fram sem borgarfulltrúi 2001 og náði kjöri. De Blasio þótti ekki líklegur til að ná árangri þegar hann gaf kost á sér í prófkjöri demókrata, en varð hlutskarpastur af níu frambjóð- endum. Eftir að hafa í tólf ár haft borgarstjóra, sem fór í sumarfrí á einkaþotunni sinni, kusu íbúar New York sér borgarstjóra, sem myndir birtust af þar sem hann var að sækja þvottinn sinn í almennings- þvottahús. Nýjar áherslur í New York BILL DE BLASIO VERÐUR UM ÁRAMÓTIN FYRSTI DEMÓ- KRATINN TIL AÐ SETJAST Í STÓL BORGARSTJÓRA Í NEW YORK Í 20 ÁR. Í KOSNINGABARÁTTUNNI HÉT HANN ÞVÍ AÐ DRAGA ÚR ÓJÖFNUÐI Í BORGINNI. Bill de Blasio fagnar sigri í borgarstjórakosningunum í New York ásamt Dante, syni sínum, og Chiara, dóttur sinni. Dante kom fram í auglýsingu fyrir föður sinn um að næði hann kjöri yrði hætt að stöðva fólk á götum úti til að leita á því. Því er haldið fram að slíkar leitir hafi sérstaklega beinst að blökkumönnum og fólki af suður-amerískum uppruna. AFP * Baráttan fyrir jafnrétti – ég segi þetta af auðmýkt – ermitt lífsstarf. Bill de Blasio, nýkjörinn borgarstjóri New York, sætti árásum fyrir að vera of vinstrisinnaður í kosningabaráttunni.AlþjóðamálKARL BLÖNDAL kbl@mbl.is 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.11. 2013

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.