Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Page 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.11. 2013 Það dynja á okkur tölur um hvernig við höf-um það og hvert við stefnum. Þrjú kommatvö prósent hagvöxtur á síðasta ársfjórð- ungi, fasteignaverð stóð í stað í síðasta mánuði, kaupmáttur launa fór upp um hálft prósent síð- asta árið, laun hafa þannig hækkað umfram verð- bólgu. Hve margir ætli kannist við þessar tölur af eig- in raun? Er þessi maður sem hagtölurnar lýsa til? Sennilega ekki. Það gengur nefnilega ekki aðeins misjafnlega milli atvinnugreina og landshluta heldur einnig milli fyrirtækja og einstaklinganna sjálfra. Þess vegna kemur mér það jafnan á óvart þegar fram stíga menn, embættismenn, stjórn- málamenn og hinir svokölluðu aðilar vinnumark- aðarins og gefa út skoðun sína á því hvað muni teljast æskileg launahækkun næstu misserin. Og nefna eina tölu fyrir alla og telja það um leið mikið áhyggjuefni ef hækkunin verður meiri. Þá fer jú verðbólgan af stað. Í vikunni sagði seðla- bankastjóri, hokinn af reynslu af málaflokknum, öðrum landsmönnum til að mynda skoðun sína á því hvað þeir ættu að fá mikla launahækkun á næstunni. Gæti verið að þessi ótti við að launahækkunin verði of mikil skýrist að einhverju leyti af því að stór hluti vinnumarkaðar er mjög miðstýrður? Í landi samkeppnislaga og samkeppniseftirlits þyk- ir fátt eðlilegra en að fylgjast með því í fréttum þegar samtök fyrirtækja annars vegar og mörg þúsund launþega hins vegar stilla sér upp við kaffihlaðborðið með samræmdar kröfur um kaup og kjör. Þegar slíkir risasamningar takast fara þeir auðvitað eins og höggbylgja um þjóðfélagið. Það er því kannski ekki að undra að seðla- bankastjóri hafi áhyggjur í hvert sinn sem aðilar vinnumarkaðarins láta á sér kræla. Það er ekki nóg með að þessir ágætu aðilar semji fyrir hönd stórs hluta þjóðarinnar um kaup og kjör heldur má jafnan sjá þá á fundum með rík- isstjórn lýðveldisins þar sem rætt er um hvernig haga eigi ríkisfjármálum og annarri stjórn rík- isins svo samningar gangi nú greiðlega. Auðvitað skiptir skattprósenta, verðlag og annað í þjóð- félaginu máli þegar samið er um kaup og kjör. Að því leyti er mikilvægt að stjórnmálamenn leggi grunn að góðri sátt launþega og atvinnurekenda um launakjör. Það gera þeir hins vegar ekki með svokölluðu útspili á ögurstundu við kleinuborðið í Karphúsinu. Góður grunnur að kjarasamningum launafólks, hvort sem þeir eru miðlægir eða ekki, felst í trúnni á að umbun vinnu og launahækkanir skili sér í vasa launþegans og trúnni á starfs- grundvelli fyrirtækjanna. Að búa í haginn fyrir kjarasamninga er ekki einskiptisaðgerð. Kleinuliðið * Laun manna eru mis-munandi. Skilyrði tillaunahækkana eru einnig mismunandi milli einstak- linga og fyrirtækja. Samt er fullt af fólki á launum við að semja um nákvæmlega eina hækkun fyrir alla. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Baldur Ragnarsson leikari og gítaristi Skálmaldar er nýkominn heim úr Evrópureisu. „Jæja þá er maður búinn að þvo evrurnar sínar á 40. Duglegur... Sá fyrsti sem kem- ur með pen- ingaþvættisbrand- ara fær staðfasta fimmu í mænuna.“ Ekki stóð á viðbrögðum og benti Halldór Fannar Sigurgeirsson leik- ari honum á það að hann hefði átt að opna vélina í miðri vinnslu og setja evruna á flot. Þá spurði Snæ- björn Ragnarsson hvort hann væri kominn í peningaþvættið. Hildur Lillien- dahl vildi toppa Egil Helgason í fylgjendum á Fés- bókinni. „STÖÐV- IÐ KLUKK- URNAR. Egill Helgason er með 29 fleiri followera en ég á Facebook. Þetta krefst aðgerða. Með sam- stilltu átaki getum við bætt úr þessu! Komið, fylgjendur!“ Vinir Hildar létu ekki á sér standa. Logi Guðmundsson skrifaði: „Meiri massi, meiri aðdráttarafl. You can’t win this one.“ Vigdís Hauksdóttir hefur farið mikinn í vikunni. Í kjölfar ummæla hennar um námsmenn er óhætt að segja að Fésbókin hafi logað. Þor- steinn Guðmundsson leikari er orðinn þreyttur á fjaðrafokinu. „Spurning hvort ekki er hægt að stofna lokaða grúbbu fyrir þá sem vilja hneykslast á (eða lýsa stuðn- ingi við) Vígdísi Hauksdóttur og El- liða í Eyjum svo fólk geti nú bara látið vaða í friði. Þetta er að verða álíka þreytandi og leikjabeiðnir.“ Tobba Mar- inósdóttir lagði leið sína til Banda- ríkjanna í vikunni og svo virðist sem hún hafi ætlað að kaupa sér snyrtivörur í leiðinni með tilheyrandi afslætti. „Að fatta 16 klst fyrir brottför til USA að MAC afslàttarkortið þitt er út- runnið er hressandi!“ sagði hún. Vonum að þetta hafi reddast. AF NETINU Viðskiptamaðurinn Kormákur Geirharðsson, annar eigandi herrafataverslunar og Ölstofu Kormáks og Skjaldar, fagnar fimmtugsafmæli sínu um helgina og ætlar að fagna því í kvöld með vinum og vandamönnum. Kormákur segir að þetta sé stór áfangi og gerir hann ráð fyrir því að renna inn í daginn „skítfullur“ og verði að jafna sig á því á afmælisdaginn með ýmsum hætti. „Líkaminn segir að ég sé fimmtugur en andinn er einhvers staðar á síðustu öld,“ segir Kormákur hress. Það lá vel á Kormáki þegar blaðamaður sló á þráðinn og lítur allt út fyrir að þetta stefni þetta í bestu helgi hjá honum. „Ég hugsa að ég setjist með félögunum og við horfum á fót- boltaleik, það verður afréttarinn,“ bætir hann við en ætlar þó að reyna „rústa upp einni köku“ fyrir börnin sín upp úr hádegi. Sunnu- dagsblaðið óskar Kormáki innilega til ham- ingju með stóra daginn. Kormákur er spenntur fyrir afmælinu. Ljósmynd/Steinar H. Gömul sál fagnar fimmtugsafmæli Landsnefnd UN Women kynnti á dögunum átak- anlega auglýsingaherferð sem miðar að því að vekja athygli á einni alvarlegustu birtingarmynd kynbundins ofbeldis, sýruárásum. Nokkar þjóð- þekktar konur lögðu átakinu lið og var andlitum þeirra skeytt við andlit indverskra kvenna sem lif- að hafa af sýruárásir. Myndirnar eiga að vekja til umhugsunar um hversu djúpstæð áhrif sýruárásir hafa á líf ungra kvenna. UN Women efnir til fagnaðar í Hörpu hinn 14. nóvember til stuðnings þolendum sýruárása undir heitinu Fiðrildafögnuður. Þar mun helsta listafólk landsins leggja UN Women lið og búast má við skemmtilegri upplifun. „Með þessu móti leggjum við áherslu á gleði, kraft og baráttu á skemmtilegan hátt,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra landsnefndar UN Women. Miðaverð er 3.900 kónur og hægt að kaupa miða á Harpa.is og midi.is auk verslunar ELLU í Ing- ólfsstræti 5. Hafin er sala á leðurarmböndum til styrktar átakinu sem einnig gilda sem aðgöngu- miðar á Fiðrildafögnuðinn. Áhersla á gleði og kraft Leðurarmböndin gilda einnig sem aðgöngu- miðar á hátíðina. Hér eru þær Inga Dóra framkvæmdastýra og Hanna Eiríksdóttir, verkefnastýra UN Women. Vettvangur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.