Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.11. 2013 Heilsa og hreyfing „Þetta er æfing fátæka mannsins sem er með ekkert í höndunum og lófana gjörsamlega tóma,“ segir Fannar Karvel íþróttafræðingur og einkaþjálfari hjá Spörtu. „Það er algjört lykilatriði við þessa æfingu að halda olnbog- unum þétt að líkamanum og ekki missa þá frá sama hvað gerist!“ Æfingin reynir á vöðva í herðablöðum og á milli herðablaða. Hún hjálpar til við að halda stöðugleika í axlargrindinni. „Stattu upp frá borðinu núna og passaðu þig bara á að rekast ekki í kaffibollann,“ segir Fannar og bendir jafnframt á að hægt sé að framkvæma æfinguna sitjandi. „Gerðu 20 hægar og flottar endurtekn- ingar og haltu áfram að gera 20 endurtekn- ingar á hverjum degi þar til hendurnar ná saman fyrir aftan bak.“ ÆFING DAGSINS Algjörlega auralaus 1Byrjaðu með hendur fyrir framan þig ogláttu lófana vísa upp í loft, mundu að passa upp á olnboganna. Morgunblaðið/Eggert 2Snúðu höndunum þannig að fingurnir vísieins langt út til hliðar og hægt er án þess að snúa lófunum niður eða missa olnbogana út. Morgunblaðið/Eggert 3Færðu hendurnar aftur í grunnstöðu ogbyrjaðu upp á nýtt, passaðu olnbogana og haltu bakinu beinu. Morgunblaðið/Eggert U ndanfarna áratugi höfum við byggt upp ákveðið þol gagnvart sífellt vaxandi sykurmagni í matvörum. Í raun þýðir þetta að nútímafólk þarf sífellt stærri sykurskammta til að finna fyrir sæta sykurbragðinu,“ segir Geir Gunn- ar Markússon, næringarfræðingur og einka- þjálfari. Hann hefur víðtæka reynslu af vanda- málum tengdum syk- urneyslu og er tilbúinn til að veita okkur nokkur ráð til að losna út úr vítahring sykurfíknar. Geir er meðvitaður um að þessi skref geti reynst mörgum erfið þrátt fyrir að þau séu einföld. „Til að byrja með er gott að fylgja einu til tveimur af þessum ráðleggingum, ekki að setja markið of hátt og reyna við allar í einu. Þolinmæði er lykillinn hér og það verður auðveldara að fara eftir þessum ráðum eftir því sem tíminn líður. Fyrstu vikurnar verða ekki auðveldar og líkaminn mun örugglega mótmæla breyt- ingum sem þú ert að gera á mataræði þínu en með þolinmæði og aga muntu áður en þú veist ná því formi sem þú leitar að. Málið er að byrja að gera jákvæð- ar breytingar á lífsstíl sínum strax í dag.“ Dragðu úr eða hættu koff- índrykkju (Koffín er í kaffi, orkudrykkjum, tei og kóladrykkjum). Stöðug koffínneyslu getur valdið vatnsskorti og miklum sveiflum í blóðsykri, sem veldur auk- inni sykurlöngun. Borðaðu sæta ávexti og grænmeti Þetta eru sætir, hollir og virkilega bragðgóð- ir kostir. Ávextir og grænmeti er mjög nær- ingarríkt og inniheldur mikið af vítamínum, steinefnum og trefjum. Trefjarnar fylla vel og þú ert mett/ur lengur. Vert er að taka það fram að ferskir ávextir falla ekki í flokk sykraðra matvara þó vissu- lega séu margir þeirra mjög sætir á bragðið. Ávextir innihalda nátt- úrulegan sykur í formi kol- vetna en ávextir inni- halda einnig trefjar sem hægja á upptöku á næringarefna og orkan sem við fáum endist lengur. Ávextir eru klárlega ein besta leiðin til að njóta sæta bragðsins í mataræði þínu! Dragðu úr eða hættu sykurdrykkju Sykraðir drykkir, líkt og gosdrykkir, eru með mjög mikið af við- bættum sykri og hafa þann slæma eiginleika að auðvelt er að inn- byrða mikið magn af sykri á stuttum tíma (í hálfum lítra af dæmigerð- um sykruðum gosdrykk eru 27 sykurmolar). Með því að útiloka eða minnka neyslu á sykruðum drykkjum getum við gert stórar betrumbætur á mataræði okkar, og auk þess stuðlað að þyngdartapi. Ávaxtasafar geta einnig verið vandamál því trefjarnar hverfa við vinnsluna á söf- unum og oft er sykri eða sætuefnum bætt við. Þetta á þó ekki við um nýpressaða safa. Betra er að neyta frekar ferskra ávaxta heldur en ávaxtasafa, því magnið af ávaxtasykri er mun meira í drykkj- unum. Drekktu vatn Stundum er sykurlöngun bara merki um vatnsskort. Áður en þú lætur eftir syk- urlönguninni, fáðu þér vatns- glas og bíddu í fáeinar mínútur og sjáðu hvað gerist. Fáðu nægan svefn, hvíld og slökun Þegar þú ert þreytt/ur og stressuð/aður, þá sækir lík- aminn í skjótfengna orku líkt og sykur. Þessi löngun í skjótfengna orku og sykur eru oft afleiðing af of litlum svefni og stressi, stundum mánuðum og jafnvel árum saman. Skerðu burtu fitulausan eða fituskert- an tilbúinn mat Þessar matvörur inni- halda oft mikið magn af viðbættum sykri til að bæta fyrir bragð- og fituleysið. Fitulausar eða fituskertar matvörur geta valdið miklum sveiflum á blóðsykri í líkama þínum og örva sykurlöngun. Notaðu krydd Kóríander, kanil, negul og kardimommu er frá- bært að nota á matinn í stað sykurs og getur því minnkað sykurlöngun. Borðaðu hóflega skammta reglulega Of mikið af mat eða of lítið getur valdið miklu flökti á blóðsykri og því eru hóflegir skammtar bestir til að viðhalda blóðsykri innan skynsamlegra marka. Sykurlöngunin getur orðið mjög mikil þegar langt líður á milli máltíða. Hreyfðu þig Byrjaðu á léttum æfingum, t.d. jóga og 10 mínútna göngu og auktu hreyf- inguna síðan smátt og smátt. Aukin hreyfing stuðlar að stöðugleika á blóðsykrinum, eykur orku þína og minnkar stress án þess að þú „læknir“ sjálfa/n þig með sykri! Hægðu á þér og finndu sæt- una í lífinu sjálfu Lífeðlisfræðilega er hvítur sykur ekki lífs- nauðsynlegur fyrir okkur, en við þurfum knús, tíma með vinum, útiveru, líkamsrækt, nudd, nærveru o.fl. Þegar við upplifum nóg af „sætu“ í lífinu sjálfu, þá má gera ráð fyrir því að löngunin í sætan mat minnki! 10 EINFÖLD RÁÐ FRÁ NÆRINGARFRÆÐINGI Hvernig má sigrast á sykurfíkn? FJÖLDI FÓLKS GLÍMIR VIÐ SYKURFÍKN Á HÁU STIGI. SUMIR ERU MEÐVITAÐIR UM ÁSTANDIÐ OG AÐRIR EKKI, EINS OG GENGUR. ÞAÐ REYNIST HINS VEG- AR FLESTUM ERFITT AÐ SIGRAST Á ÞESSARI SYKURLÖNGUN ENDA HAFA MARGIR ALIST UPP VIÐ MIKLA SYKURNEYSLU FRÁ BLAUTU BARNSBEINI. Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is Geir Gunnar Markússon Ísland hefur tekið upp norræna ráðlagða dagskammta (RDS) fyrir vítamín og steinefni með þeirri einu undantekningu að gildi fyrir D-vítamín eru hærri. Ráðlagður dagskammtur fyrir D- vítamín hérlendis er nú 15 míkrógrömm fyrir aldurshópinn 10 til 70 ára, 20 míkrógömm fyrir fólk yfir sjötugt og 10 míkrógrömm fyrir ungbörn og börn yngri en 10 ára. Auktu dagskammtinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.