Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 28
*Matur og drykkir Matgæðingurinn Eva Rós Brink gefur gómsætar uppskriftir tilvaldar fyrir flott matarboð »32 6-700 gr kjúklingabringur 2-3 msk ólífuolía 2-3 msk limesafi 1 tsk paprikukrydd 1 tsk reykt paprikukrydd 2 tsk cumin 2 tsk púðursykur 2-3 tsk chipotle paste e.t.v. smá cayenne pipar salt og pipar 3 stór hvítlauksrif 1 gulur laukur 1 rauðlaukur 1 rauð paprika 1 græn paprika 1 dós hakkaðir tómatar 150 ml dökkur bjór 1 msk bbq sósa 1 msk kjúklingakraftur 1 dós svartar baunir 0,5 bolli frosnar maísbaunir maisenamjöl eftir þörfum Aðferð: Kjúklingabringur eru skornar í litla bita. Ólífuolíu, lime safa og kryddi blandað saman og hellt yfir bring- urnar. Gott er að láta þetta standa aðeins. Steikið kjúklinginn næst á pönnu þar til brúnaður. Lauk, hvítlauk og papriku er bætt við og steikt í smástund. Þá er bjór, hökkuðum tómötum, kjúklingakrafti og bbq AVÓKADÓ-RJÓMI: 0,5 dós sýrður rjómi 2 stk þroskuð avókadó lime safi nokkrir dropar græn tabasco sósa salt cumin Allt sett saman í Mulinex og hrært þar til slétt og fín áferð næst. sósu bætt við og látið malla í ca hálftíma. Næst er baunum bætt við og maisenamjöl þar til ákjós- anleg þykkt er á réttinum. Smakk- að til og látið malla í ca 10 mín. Gott er að bera réttinn fram með hrísgrjónum, rifnum osti, kóríander-laufum og smátt skornu íssalati. Jafnvel nachos flögum líka til að fá smá bit í réttinn, og svo auðvitað avocadorjómanum. Yljandi Chili con pollo með avókadó-rjóma É g hef bara svo gaman af því að vera í eldhúsinu. Tíminn þar fyrir kvöldmat er eiginlega uppáhaldstími dagsins,“ segir Jóna í viðtali við Morgunblaðið. Ung að árum, eða um 12 ára aldurinn, segist hún hafa verið farin að elda einn dag í viku en eigin matvendni hafi orðið til þess að hún byrjaði fyrst að prófa sig áfram í eldhúsinu. Þar með var áhuginn á mat og matargerð kveiktur, sem enn sér ekki fyrir endann á. Átti hún m.a. eftir að ráða sig í vist á bónda- bæ í Þýskalandi, þá 17 ára Verzlunarskóla- mær. „Þar var ég síðan í því að búa til osta og elda ofan í þýska bóndafjölskyldu sum- arlangt,“ segir hún létt í bragði. Jóna, sem er lærður viðskiptafræðingur, starfar í dag í markaðsdeild Garðheima. Þar hefur hún getað leyft áhugamálinu að blómstra en hún sá m.a. um að koma veit- ingastaðnum Spírunni á laggirnar þar, í fé- lagi við systkini sína og frænda, kokkinn Hinrik. „Hugmyndin með Spírunni er ná- tengd stefnu Garðheima þar sem samvinna við bændur er grunnurinn. Heildsalan okkar flytur vörur um allt land til bænda og við flytjum til baka afurðir frá þeim – þannig fylgjum við vörunum svolítið alla leið, má segja,“ segir hún. Frumleg salöt á Spírunni hafa t.d. mælst afar vel fyrir, en þau koma ásamt fjölbreyttum kjöt- og fiskréttum, og nú orðið er töluvert um að fólk og fyrirtæki séu í áskrift að mat hjá fyrirtækinu. Slow food og hægeldað í uppáhaldi Sjálf segist Jóna reyna að versla eins mikið og ferskt beint frá bónda og hún getur. Er öll matreiðsla kennd við „slow food“ í miklu MATGÆÐINGURINN JÓNA BJÖRK GÍSLADÓTTIR Hægeldaður matur í uppáhaldi JÓNA BJÖRK GÍSLADÓTTIR VAR EKKI HÁ Í LOFTINU ÞEGAR HÚN VAR FARIN AÐ PRÓFA SIG ÁFRAM Í ELDHÚSINU. ENN Í DAG NÝTUR HÚN ÞESS AÐ DUNDA SÉR ÞAR, OFTAR EN EKKI MEÐ AÐSTOÐ ÞRIGGJA UNGRA HJÁLPARKOKKA, Á MILLI ÞESS SEM HÚN SINNIR DAGLEGUM VERKUM OG STÖRFUM Í FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKINU GARÐHEIMUM. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Jóna, ásamt Matthíasi Jörva Jenssyni, einum af þremur sérlegum „aðstoðarmönnum“ hennar í eld- húsinu. Tekur hann gjarnan að sér að hræra fyrir móður sína, smakka til og veita almenna ráðgjöf. Kjúklingapottrétturinn góði er tilvalinn á nöprum haustdögum. Í hann fer m.a. svolítið af dökkum bjór. uppáhaldi hjá henni. „Ég elska svona hæg- eldaðan mat og allt kennt við „slow food“ höfðar mikið til mín,“ segir hún. Bætir hún við að hún viti fátt betra en að byrja að elda kvöldmatinn í hádeginu, eins og t.d. á sunnu- dögum, þegar hægt er að leyfa matnum að malla allan daginn í rólegheitunum. Jóna gefur hér uppskrift að ljúffengum pottrétti, sem er vinsæll á hennar heimili. „Þetta er svona yljandi haustréttur, t.d. þeg- ar maður er búinn að vera úti með krökk- unum um helgar og allir orðnir kaldir. Þá er tilvalið að elda svona hlýjan pottrétt sem höfðar til allra kynslóða,“ segir hún.Sjálf segist hún yfirleitt umkringd við pottana en synirnir þrír, ekki síst þeir tveir yngri, sitji iðulega uppi á eldhúsborði og „taki þátt“ í eldamennskunni, hjálpi til við að hræra og þvíumlíkt. „Ég geri fastlega ráð fyrir að þeir hafi erfti matreiðsluáhugann og verði áfram svona myndarlegir í eldhúsinu í framtíðinni,“ segir hún létt í bragði að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.