Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.11. 2013
Matur og drykkir
Jólahlaðborð Spírunnar
Í hádEgiNu alLa fiMmTudAgA oG fösTudAga
Frá 21 nóvEmbEr tiL 13 DesEmBer
sJá MatSeðiL iNná SpiRAn.iS
vErð aðeIns 3.500kR
! V
ictoría Elíasdóttir útskrif-
aðist frá Hótel- og mat-
vælaskólanum í Kópavogi
með hæstu einkunn. Eftir
námið öðlaðist hún mikla reynslu á
veitingastað í San Fransisco í
Bandaríkjunum. „Ég lærði fagið í
Sjávarkjallaranum sem var og hét
og var svo heppin að fá að vinna
með mörgum litríkum meisturum.
Eftir útskrift öðlaðist ég mikla
reynslu á heldur stuttum tíma og
situr þar efst vera mín á veit-
ingastað Alice Waters, Chez Pan-
isse í úthverfi San Fransisco. Þar
kynntist ég nýrri nálgun á mat-
reiðslu og gífurlegri virðingu gagn-
vart hráefninu. Hvert brómber átti
skilið heilmikla ást og virðingu,“
segir Victoría.
Hún hefur haft
dálæti á mat frá
blautu barnsbeini og
segist oft hafa verið
aðhlátursefni vina og
fjölskyldu þegar
haldið er út að
borða. „Ég á það til
að lifa mig inn í
stemninguna og
brögðin sem eru í
boði og mikið grín
gert að mér þegar
ég spyr í fullri al-
vöru hvort hinir séu
ekki líka að upplifa
þessa flugeldasýn-
ingu sem á sér stað í
bragðkirtlum mín-
um,“ segir Victoría
og hlær. Hún minn-
ist þess að þegar
hún var í barna-
skóla, átta ára göm-
ul, hafði hún meiri áhuga á að vita
hvað foreldrar hefðu hugsað sér að
hafa í mat á jólunum, en að vita
hvað börnin óskuðu sér í jólagjöf.
„Svo var ég spennt að segja frá
appelsínugljáðu öndinni sem ég beið
í angist eftir á jólunum, við misgóð-
ar undirtektir bekkjarfélaga
minna.“ Það er því óhætt að segja
að hér er á ferð mikill matgæðingur
og nautnaseggur.
Það þarf ekki allt
að vera fullkomið
Victoría segir að hver sem er geti
orðið fær í eldhúsinu en áhugi og
þor sé það sem þurfi að vera til
staðar. Það að hafa allt fullkomið sé
ekki aðalmálið „Þegar eitthvað per-
sónulegt stóð til, afmæli, veislur í
heimahúsi eða aðrar skemmtilegar
uppákomur átti ég það til að taka
því alltof alvarlega og gleyma
mörgu af því yndislega sem fylgir
því að elda góðan mat og gefa sér
tíma í hugmyndavinnu og undirbún-
ing, njóta þess að elda með vinum
og fjölskyldu. Þessir mikilvægu
þættir urðu útundan þegar full-
komnunaráráttan í mér lagði mestu
áherslu á nákvæmnisskurð á græn-
meti eða svekkelsi yfir ósamstæðu
diskastelli. En með tímanum hef ég
lært að njóta og meta mikilvægari
þætti eldamennsku og það er að
elda góðan og næringarríkan mat
fyrir fólkið mitt og einfaldlega eiga
þessar góðu stundir í eldhúsinu í
frábærum félagsskap.“
Hún segir að það sé lykilatriði að
eiga góð tæki og tól til að vinna
matinn en einnig opið hugarfar.
„Eitt stykki veglegur og vel brýnd-
ur grænmetishnífur tekur mann
ansi langt inn í
ævintýraheima
eldhússins ef
viljinn er til
staðar og hug-
urinn opinn fyrir
nýjungum og fá-
einum mistökum
á leiðinni.“ Hún
segir það mik-
ilvægt fyrir byrj-
endur í eldhús-
inu að notast þar
við grunn-
aðferðir, leyfa
hráefninu að
njóta sín og vera
óhrædd við að
elda bæði græn-
meti og fisk.
„Með því að
snöggelda græn-
meti höldum við
betur í næring-
arefnin, það
heldur fallegum litum sínum betur
og bragðið og áferðin er í flestum
tilfellum mun meira spennandi. Um
að gera að láta bara vaða, fyrir vik-
ið verður maður reynslunni ríkari.“
Rangt að velja einn rétt
Aðspurð um uppáhaldsmatinn sinn
segist Victoría ekki geta valið á
milli, henni þyki það einfaldlega
rangt. „Mér finnst ekki réttlátt fyr-
ir hið fullkomna lasagna að vera
sett í sama hóp og sérvaldir hum-
arhalar, steiktir upp úr truff-
lusmjöri og borna fram á gylltum
smásperglum. Þá gætum við allt
eins borið saman Luciano Pavarotti
og Freddie Mercury. Báðir eru þeir
afgerandi listamenn en hver á sínu
sviði. Ég get hins vegar farið út í
það hvað ég borða mikið af og það
er ferski fiskurinn. Við erum svo
lánsöm að fá að njóta hans allt árið
í kring. Steinbítur og karfi sitja þar
í topp tveimur sætunum.“
Morgunblaðið/Golli
GÓMSÆTT OG GOTT SALAT
Lifir sig inn
í matinn
ÁTTA ÁRA HAFÐI VICTORÍA MEIRI ÁHUGA Á ÞVÍ HVAÐ
VÆRI Í MATINN Á JÓLUNUM HJÁ BEKKJARFÉLÖGUM SÍNUM
EN JÓLAGJÖFUNUM. HÚN HEFUR DÁLÆTI Á MAT OG GEF-
UR HÉR UPPSKRIFT AÐ GÓMSÆTU VETRARSALATI.
Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
* „Ég á það tilað lifa miginn í stemninguna
og brögðin sem
eru í boði og mik-
ið grín gert að
mér þegar ég spyr
í fullri alvöru
hvort hinir séu
ekki líka að upp-
lifa þessa flug-
eldasýningu sem á
sér stað í bragðk-
irtlum mínum.“