Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Side 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Side 53
10.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Listakonan Garún, Guðrún Þórisdóttir, opnar á laugar- dag klukkan 14 sýninguna „Lykkjuföll og skuggadans“ í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Ak- ureyri. Í verkunum notar hún vír í stað bleks í skissugerð. 2 Hjartaspaðar, hin rómaða leiksýning Gaflaraleikhúss- ins sem tekin hefur verið til sýningar að nýju, er sýnd bæði á laugardags- og sunnudags- kvöld. Verkið fékk afar góðar við- tökur áhorfenda sem gagnrýnenda í fyrravetur og tvær tilnefningar til Grímunnar. 4 Fatahönnunarfélagið heldur uppskeruhátíð í Iðn- aðarmannasalnum á laug- ardagskvöldið. Fam koma ís- lenskir og erlendir fyrirlesarar, m.a. þeir Michael H. Berkowitz og Ingvar Helgason hjá Ostwald Helgason. 5 Á laugardag klukkan 15 mun Hanna Christel Sigurkarls- dóttir, fræðslufulltrúi menn- ingarmiðstöðvarinnar Skaftfells á Seyðisfirði, bjóða upp á fjölskylduleiðsögn um sýninguna „Hnallþóra í sólinni“ og listsmiðju í kjölfarið. Allir eru velkomnir. 3 Hinn fjölfróði arkitekt Pétur Ármannsson heldur á sunnudag kl. 15 erindi í Hafn- arborg um Guðjón Sam- úelsson, arkitekt og húsameistara rík- isins til langs tíma. Pétur gerir sérstaklega skil byggingum sem Guð- jón teiknaði og finna má í Hafnarfirði. MÆLT MEÐ 1 Fetta bretta er dansverk fyrir yngstu börnin. Við hugsum þaðfyrir börn á aldrinum eins til fjögurra ára,“ segir Tinna Grét-arsdóttir danshöfundur um nýja sýningu hópsins Bíbí og blaka. Hún verður frumsýnd í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu í dag, laugardag. Hópurinn gerði í fyrra verðlaunasýninguna Skýjaborg, sem glatt hefur mörg börn síðan. Núna kemur einnig út geisladiskur er nefnist Skýjaflétta en á honum eru lög úr báðum sýningunum, Skýjaborg og Fetta bretta. Fetta bretta verkið fjallar um systurnar Fettu Flækju og Fléttu Brettu. Það er erfitt að sjá hvar ein byrjar og hin endar. Þær eru flæktar saman, föt, hár og líkamar. Smám saman ná þær að vinna sig frá hvor annarri og þá sjáum við þær, ólíkustu tvíbura í heimi: systurnar Fetta Flækja og Flétta Bretta. „Markhópurinn okkar eru þessi litlu börn. Skýjaborg hefur gengið mjög vel og er enn í sýningum, við erum að ferðast með það hér inn- anlands og erlendis,“ segir Tinna. „Við erum nú að fylgja þeirri vel- gengni eftir, enda er svo sannarlega markaður fyrir danssýningar fyrir þennan aldurshóp.“ Í sýningunni eru engin orð heldur byggist hún á hreyfingum. „Börnin þurfa ekki að geta fylgt eftir sögu heldur er þetta meiri upplifun,“ segir hún. Þegar spurt er hvort börnin haldi athygli á sýningum, segir Tinna að fullorðnum hætti til að vanmeta einbeitingu þessara ungu barna. „Við höfum sýnt Skýjaborg um fimmtíu sinnum og allt niður í sex mánaða börn sitja í hálftíma og fylgjast með. Á æfingatímabilinu fáum við heimsóknir frá leikskólum og börnum okkar og vina, til að sjá hvað heldur athyglinni. Ef sýningin heldur ekki eru börnin farin!“ efi@mbl.is BÍBÍ OG BLAKA-HÓPURINN FRUMSÝNIR BARNADANSSÝNINGU Dansverk fyrir yngstu börnin „BÖRNIN ÞURFA EKKI AÐ GETA FYLGT EFTIR SÖGU HELDUR ER ÞETTA MEIRI UPPLIFUN,“ SEGIR TINNA GRÉTARSDÓTTIR DANSHÖFUNDUR. Dansararnir leika með stóra kubba í sýningunni Fetta bretta. Ljósmynd/Steve Lorenz „Maður gerir ekki svona að gamni sínu því þar er margt sem þarf að fórna; maður fórnar afkomunni og sleppir því sem var öruggt,“ segir Kristín. Morgunblaðið/Einar Falur Samhliða opnun sýningarinnar með verk- um Kristínar Gunnlaugsdóttur, hefst í söl- unum á efri hæð Listasafns Íslands sýningin Gersemar – Dýr í búri. Sýningin skiptist í tvennt. Í öðrum salnum heldur safnið áfram að sýna valin nútíma- og samtímaverk úr safneigninni, byggð kringum nokkur öndvegisverk eftir helstu frumkvöðla íslenskrar samtímalistar – Jó- hann Eyfells (1923); Magnús Pálsson (1929) og Dieter Roth (1930-1998) – auk listar þeirrar kynslóðar sem með einum eða öðrum hætti fetaði í fótspor þeirra. Mörg verkanna eru eftir listamenn sem hafa verið fulltrúar Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum. Þá er sérstöku ljósi beint að bókverkum eftir íslenska og erlenda listamenn sem hófu þessa listgrein til vegs og virðingar. Bókverkin má skoða á spjaldtölvum. Hinn hluti sýningarinnar er helgaður norska jöfrinum Edvard Munch, í tilefni af því að í ár eru 150 ár frá fæðingu hans. Sýnd er röð grafíkmynda hans sem safnið á. Verkum Munchs fylgja verk eftir hátt í 15 samtímalistamenn sem lýsa með einum eða öðrum hætti svipaðri einangrunar- og inni- lokunarkennd og birtist í svo mörgum verkum Munchs. SÝNA KUNN GRAFÍKVERK MUNCHS OG SAMTÍMALIST Ein grafíkmynda Munchs á sýningunni, „Á öldum ástarinnar,“ frá árinu 1896.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.