Morgunblaðið - 04.12.2013, Side 2
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Ég sem formaður fjárlaganefndar
hef kallað stjórn Íbúðalánasjóðs,
fjármálaráðherra, félagsmálaráð-
herra og formann Fjármálaeftirlits-
ins og aðra sérfræðinga fyrir nefnd-
ina til að ræða stöðu sjóðsins. Staðan
er grafalvarleg. Sjóðurinn er hálf-
gert svarthol,“ segir Vigdís Hauks-
dóttir, formaður fjárlaganefndar, að-
spurð um hagræðingartillögur sem
eru í skoðun og varða framtíð ÍLS.
Vigdís vill að öðru leyti ekki tjá sig
um málið að sinni en gert er ráð fyrir
4,5 milljarða fjárveitingu til sjóðsins
í fjárlagafrumvarpinu og sömu við-
bótarfjárveitingu í fjáraukalögum,
alls 9 milljarðar króna. „Ríkissjóður
hefur ekki efni á þessum fjáraustri,“
segir Vigdís sem sat í hagræðingar-
hópi ríkisstjórnarinnar.
Hún segir aðspurð að fyrir helgi
verði kynntar breytingartillögur á
fjárlagafrumvarpinu í anda tillagna
hópsins. Hún vill ekki tjá sig um
hvaða tillögur urðu ofan á en segir
þær styðja markmið um að tryggja
aukið fé til heilbrigðismála.
Mikil tækifæri til sparnaðar
Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins og vara-
formaður hagræðingarhóps ríkis-
stjórnarinnar, telur sameiningu ÍLS
og Landsbankans fela í sér tækifæri
til mikils sparnaðar.
Boðaðar aðgerðir í skuldamálum
styðji við það markmið, enda geti
þær styrkt lánasafn ÍLS.
„Það sem þarf fyrst og fremst að
skoða í fjáraukanum og fjárlaga-
frumvarpinu varðandi skuldaleið-
réttingar er Íbúðalánasjóður. Það er
stærsta einstaka málið, en einnig
þarf að skoða áhrif á vaxtabætur
o.fl.“ segir Guðlaugur Þór sem telur
milljarðatap ÍLS kalla á róttækar
aðgerðir. Engar ákvarðanir hafi hins
vegar verið teknar í þessu efni.
„Ég tel að það þurfi að fara í mjög
róttækar aðgerðir með Íbúðalána-
sjóð. Því fyrr þeim mun betra.
Vandamálið fer ekki frá okkur. Í því
samhengi verður líka að skoða stöðu
Landsbankans en bankinn býr við
íþyngjandi fjármögnun í erlendri
mynt, stærstur hluti útlánasafnsins
og þ.a.l. eigna bankans er veðsettur
og krafa er um lágmarks veðþekju-
hlutfall og önnur íþyngjandi skilyrði.
Eiginfjárhlutfall Landsbankans er
mjög hátt, öfugt við Íbúðalánasjóð,
þar er eiginfjárhlutfallið allt of lágt.
Sameining myndi stöðva út-
greiðslur skattgreiðenda til ÍLS en
sameinaður banki yrði að öllu
óbreyttu of stór. Það þyrfti þá að
taka á því sérstaklega. Það þarf hins
vegar að skoða sameiningu og aðrar
róttækar aðgerðir. Eins og staðan er
núna er sjóðurinn holræsi fyrir
skattfé almennings. Þar lekur enda-
laust niður,“ segir Guðlaugur Þór.
Hann bendir á að verði samtals 9
milljarða fjárveiting til sjóðsins í
fjárlagafrumvarpinu og fjárauka-
lögum samþykkt muni hún bætast
við þá 40 milljarða sem ríkið hafi lagt
sjóðnum til frá efnahagshruninu.
„Ef við göngum frá frumvörpun-
um á þennan hátt fara fjárveitingar í
þennan litla banka því að nálgast
kostnað við nýjan Landspítala,“ seg-
ir Guðlaugur Þór en stefnt er að því
að fjárlagafrumvarpið komi inn til 2.
umræðu næstkomandi þriðjudag.
Myndi efla félagslega kerfið
ÍLS sinnir félagslegu hlutverki á
fasteignamarkaði. Spurður hvort
sameining við Landsbankann myndi
grafa undan þessu hlutverki sjóðsins
segir Guðlaugur Þór að þvert á móti
myndi hagræðingin sem af þessu
hlytist gera ríkið betur í stakk búið
til að sinna þessu hlutverki og þeir
fjármunir sem nú eiga að fara í sjóð-
inn nýtist í annað, m.a. aðstoð við að
hjálpa fólki við eignast húsnæði.
Formaður fjárlaganefndar segir nefndina meta kosti sameiningar Íbúðalánasjóðs við Landsbankann
Þingmaður segir ÍLS „holræsi fyrir skattfé“ Aukafjárveitingar ríkisins til ÍLS nálgist 50 milljarða
Skoða að renna ÍLS í Landsbanka
Vigdís
Hauksdóttir
Guðlaugur Þór
Þórðarson
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013
Leikföng Barnaherbergið
olatagardur.is / Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin við Faxafen) / Sími: 511 3060
Opið: mán.–fös. 11.00–18.00 og laugardaga 11.00–16.00
Skapandi jól
í Ólátagarði
Föndur Púsl
PIPA
R
\TBW
A
•
SÍA
•
133324
Spil
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Stækkunarskrifstofa ESB hefur tek-
ið einhliða ákvörðun og án fyrirvara
um að hætta öllum svokölluðum
IPA-verkefnum sem hafin voru hér á
landi í tengslum við umsóknina um
inngöngu í sambandið.
Fram kemur í fréttatilkynningu
frá utanríkisráðuneytinu að fram-
kvæmdastjórn ESB ætli að segja
upp samningum í þeim efnum með
tveggja mánaða fyrirvara og að bréf
þess efnis verði send út næstu daga.
„Í erindi sínu til íslenskra stjórn-
valda vísar framkvæmdastjórnin til
þess að IPA-aðstoð við Ísland hafi
verið ætlað að styðja við verkefni
sem ráðast þyrfti í vegna áforma um
aðild að ESB.
Í ljósi breyttrar stefnu stjórn-
valda, telji hún ekki vera forsendur
fyrir frekari styrkveitingum. Ríkis-
stjórnin hefur frá upphafi lýst vilja
til þess að þau verkefni sem hafin
eru verði leidd til lykta samkvæmt
gerðum samningum. Um það virtist
ríkja samstaða,“ segir þar einnig.
Fóru yfir verkefnin í sumar
Þá segir að í samræmi við niður-
stöðu fundar stækkunarstjóra ESB
og Gunnars Braga Sveinssonar
utanríkisráðherra í júní sl. hafi
fulltrúar framkvæmdastjórnarinnar
og stjórnvalda í sumar og haust farið
ofan í saumana á hverju verkefni fyr-
ir sig. Fyrir liggi að styrkþegar hafi í
öllum tilvikum staðið við gerða
samninga og að mati eftirlitsmanna
framkvæmdastjórnarinnar uppfyllt
kröfur um framvindu verkefnanna.
Í tilkynningunni segir að ákvörð-
unin komi „Íslendingum í opna
skjöldu“. Framkvæmdastjórnin hafi
á fyrri stigum enda ítrekað „gefið til
kynna að öllum IPA-verkefnum sem
hafin væru yrði lokið án tillits til
mögulegrar aðildar. Íslenskir og er-
lendir samstarfsaðilar hafa því hald-
ið áfram að vinna að verkefnum í
góðri trú um að ESB myndi standa
við fyrri ákvarðanir og yfirlýsingar.“
ESB hættir svonefndum
IPA-verkefnum á Íslandi
Stækkunarskrifstofa Evrópusambandsins segir upp samningum
Hiti var í fundargestum á vel sóttum
borgarafundi í Hafnarfirði í gær um
bága fjárhagslega stöðu framhaldsskól-
anna í bænum. Það voru kennarar og
nemendur í Flensborg og Iðnskólanum
ásamt foreldrum og Hafnarfjarðarbæ
sem boðuðu til fundarins. „Þrátt fyrir
að fundurinn hafi kannski ekki gert
kraftaverk þá létum við heyra í okkur,
létum vita að okkur er ekki sama og
við erum mjög ánægð með það,“ sagði
Alda Áskelsdóttir, einn skipuleggjenda,
að fundinum loknum í gærkvöldi.
Illugi Gunnarsson, mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, flutti erindi á fund-
inum og svaraði spurningum úr sal.
„Það sem við fengum frá menntamála-
ráðherra var það, að hann veit að skól-
arnir eiga við rekstrarvanda að stríða
og hann veit að það er of lítill pen-
ingur í menntakerfinu. Þegar fjárlögin
verða orðin hallalaus ætlar hann að
bæta peningum í framhaldsskólakerf-
ið,“ segir Alda. Að sögn hennar kom
einnig fólk frá öðrum skólum en Flens-
borg og Iðnskólanum á fundinn og
skipuleggjendur vonist til að fleiri
fundir verði haldnir og fleiri láti heyra
í sér.
„Létum vita
að okkur er
ekki sama“
Morgunblaðið/Golli
Vel sóttur Margt var um manninn á borgarafundi sem haldinn var í Flensborgarskóla í gær um rekstrarvanda framhaldsskóla í Hafnarfirði.
Bág fjárhagsleg staða framhaldsskóla í Hafnarfirði rædd á fjölmennum hitafundi í gær