Morgunblaðið - 04.12.2013, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013
Ég byrja daginn á sundferð í Sundhöllinni í Hafnarfirði oghlusta á samfélagslegar staðreyndir í heita pottinum. Þegarheim er komið fer ég að setja upp hangikjötið en það var
alltaf gert á æskuheimili mínu á afmælisdaginn. Ég reyni að halda í
þá hefð og hlakka alltaf jafn mikið til,“ segir Kári Valvesson sem er
70 ára í dag. Hann ólst upp á Árskógssandi í Eyjafirði en er búsettur
í Hafnarfirði.
Kári er nýkominn heim úr afmælisferð til London en hann fór
ásamt tengdasonum og einum afastrák sínum að sjá leik Tottenham
og Manchester United. Þó hann styðji United þá langaði hann ekki
síður að sjá FH-inginn Gylfa Þór Sigurðsson spila en hann leikur
með Tottenham.
Um helgina verður áfram haldið upp á árin 70. Þá bregður fjöl-
skyldan sér út fyrir bæinn og heldur upp á afmælið. „Maður verður
ekki sjötugur nema einu sinni,“ segir Kári og hlær. Hann á fjórar
dætur með eiginkonu sinni Sigurborgu Kristinsdóttur ljósmóður og
eru barnabörnin átta talsins og eitt langafabarn. Ekki er hægt að
segja annað en að Kári njóti lífsins en hann er nýsestur í helgan
stein. Hann var annar eigandi Gáru ehf. skipamiðlunar og seldi hlut
sinn á þessu ári. „Ég bý á Norðurbakkanum í Hafnarfirði í góðu um-
hverfi, hef glæsilegt útsýni yfir höfnina, skipin og sjóinn. Það er
ekki hægt að hafa það betra.“ thorunn@mbl.is
Kári Valvesson er 70 ára í dag
Ljósmynd/Hörður Sveinsson
Ættbogi Kári ásamt eiginkonu sinni Sigurborgu Kristinsdóttur og
öllum barnbörnum og einu langafabarni sem eru alls níu talsins.
Setur upp hangi-
kjöt á afmælinu
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Hafnarfjörður Anika Rut fæddist 6.
janúar kl. 19.09. Hún vó 3.660 g og var
51 cm löng. Foreldrar hennar eru Hel-
ena Rut Þórsdóttir og Stefán Óskar
Gíslason.
Nýir borgarar
Ólafsfjörður París Anna fæddist 29.
mars kl. 10.26. Hún vó 3.710 g og var
51 cm löng. Foreldrar hennar eru Kar-
ítas Ósk Ársælsdóttir og Hilmir
Gunnar Ólason.
I
nga Birna fæddist á Selfossi
4.12. 1983 og ólst þar upp.
Hún var í Sandvíkurskóla
og Sólvallaskóla á Selfossi,
stundaði nám við Fjöl-
brautaskóla Suðurlands á Selfossi
og lauk þaðan stúdentsprófum 2004.
Þá stundaði hún nám við Tónlistar-
skóla Árnesinga á Selfossi og lærði
þar á þverflautu 1992-99.
Að loknum stúdentsprófum tók
Inga Birna sér árs frí frá námi og
starfaði þá m.a. hjá 66° Norður en
hóf síðan nám við KHÍ og lauk það-
an BA-prófi í tómstunda- og félags-
málafræði árið 2009.
Inga Birna starfaði hjá 66° Norð-
ur með náminu til 2006, flutti þá aft-
ur til Selfoss, starfaði við fé-
lagsmiðstöð á Selfossi og síðan við
minjagripaverslunina við Geysi í
Haukadal 2006-2008. Þá hóf hún
starf við leikskólann Hulduheima á
Selfossi og hefur starfað þar síðan.
Inga Birna æfði frjálsar íþróttir
með UMF Selfossi og keppti á ýms-
um frjálsíþróttamótum 1992-99.
Hún gekk í unglingadeild Björg-
unarfélags Árborgar 1998, starfaði
þar í unglingadeildinni í tvö ár við
margs konar verkefni, þjálfun, æf-
ingar, námskeiðaþátttöku og fund-
arhöld, varð síðan fullgildur með-
Inga Birna Pálsdóttir, formaður Björgunarfélags Árborgar – 30 ára
Litla björgunarsveitin Viðar sem er sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður, Eydís Lilja, Inga Birna og Kári Snær.
Björgunarfjölskyldan
Úti að borða Inga Birna og Viðar slappa af á veitingastað eftir eril dagsins.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
www.VBL.is REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
KEÐJUVIÐGERÐAREFNI OG KEÐJUTANGIR
Keðjurnar eru til á allar gerðir vinnuvéla, vöru-
og flutningabifreiða, dráttarvéla og lyftara
FRAMÚRSKARANDI NORSKAR KEÐJUR
Hlekkir • Keðjulásar • Krækjur • Krókar
Krossbandakeðjur • Ferkantakeðjur • Þverbandakeðjur
Mottukeðjur • Zik-zak keðjur • Zik-zak keðjur
Keðjurnar eru til í
mörgum gerðum og
í öllum mögulegum
stærðum