Morgunblaðið - 16.12.2013, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.12.2013, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 1 6. D E S E M B E R 2 0 1 3 STÍFARI ÆFINGAR SKILUÐU SÉR Á STÓRMÓTINU ÍSLENSKUR DJASS Í HÆSTU HÆÐUM GEFUR GÖMLUM ÞVOTTAVÉLUM NÝTT LÍF NÝJAR DJASSSKÍFUR 34 SINH ER FRELSINU FEGINN 10EYGLÓ ÓSK ÍÞRÓTTIR ÁRA STOFNAÐ 1913 EVRÓPA FRÁ 31.900 KR. eða 27.900 Vildarpunktar og 12.000 kr. NORÐUR-AMERÍKA FRÁ 54.900 KR. eða 47.900 Vildarpunktar og 22.000 kr. ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 65 59 7 11 /1 3 + Nánar á icelandair.is dagar til jóla 8 Askasleikir kemur í kvöld www.jolamjolk.is Morgunblaðið/Kristinn Í Þingholtunum Verðtrygging lána hefur mikið verið til umræðu í þjóðfélaginu.  Verðtrygging er einn af þeim val- kostum sem bjóðast þegar tekin eru lán til langs tíma, til dæmis vegna kaupa á húsnæði. Bann við verð- tryggingu felur því í sér að val- kostum fækkar og fækkun valkosta leiðir jafnan til minni velferðar. Þetta kemur fram í grein sem Lúð- vík Elíasson, hagfræðingur og starfsmaður fjármálastöðug- leikasviðs Seðlabanka Íslands, skrif- ar í rit bankans, Efnahagsmál. Þeim ríkjum hefur fjölgað sem gefa út verðtryggð skuldabréf og hlutur verðtryggðra bréfa hefur aukist ár frá ári í nokkrum löndum. Sér- fræðinefnd ríkisstjórnarinnar um afnám verðtryggingar neytendalána skilar tillögum sínum í janúar. »20 Bann við verðtrygg- ingu minnkar val og dregur úr velferð Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samtök atvinnulífsins kynna í dag samningstilboð sem kemur til móts við kröfur um sérstaka hækkun lægstu launa. Viðbrögð verkalýðs- félaga koma fram á samningafundum en fulltrúar félaga úti um landið hafa verið beðnir um að vera í startholun- um með að koma í bæinn, ef tillög- urnar gefa tilefni til að ætla að samn- ingar komist aftur á skrið. Frá því að upp úr viðræðum SA og ASÍ slitnaði vegna þess að of mikið bar á milli tillagna um launahækkanir til lægst launaða fólksins hafa farið fram viðræður á vettvangi landssam- banda. Jafnframt hafa verið óform- legar viðræður forystumanna, nú síð- ast um helgina. „Það verður látið á það reyna [í dag] hvort unnt er að ná einhverju saman. Við erum að spila út hug- myndum sem við teljum koma til móts við lægsta endann. Hins vegar teljum við að krafa félaganna um grunnhækkun launa sé allt of há til að geta samrýmst forsendum um verð- lagsstöðugleika,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að hreyfing þurfi að komast á málin til þess að hægt sé að setjast að samningum á ný. Það komi væntan- lega í ljós á fundum sem ríkissátta- semjari hefur boðað til í dag. Samn- inganefnd ASÍ meti stöðuna í kjölfar þeirra. ASÍ og SA vilja að ríkisvaldið breyti forsendum fjárlagafrumvarps, meðal annars til að draga úr áhrifum þess á verðlagsþróun. Þá hefur verið óskað eftir annarri útfærslu á tekju- skattslækkun. Nýtt útspil SA væntanlegt í dag  Breytingar í þágu láglaunafólks en dregið úr grunnhækkun Jólasveinarnir eru nú farnir að tínast til byggða einn af öðrum og vekja þeir lukku hvar sem til þeirra sést. Krakkarnir á jólaballi Landhelgis- gæslunnar urðu ekki fyrir vonbrigðum þegar jólasveinarnir heimsóttu ballið. Sveinarnir höfðu nefnilega útvegað sér nútímalegri fararskjóta en börnin hafa áður vanist, því þeir komu á jólaball- ið í þyrlu en skildu hreindýrið Rúdólf eftir heima. Forvitnin og spennan leynir sér ekki í andliti krakkanna, en þau létu það ekki á sig fá þótt þyrlan feykti snjó í andlit þeirra enda fylgir jólasveinum oftast góðgæti og hamingja. Jólasveinarnir skipta út hreindýrum fyrir þyrlu Morgunblaðið/Árni Sæberg Spennandi jólaball Landhelgisgæslunnar  Rannsóknarboranir vegna jarð- ganga undir Fjarðarheiði hefjast næsta sumar. Meirihluti fjár- laganefndar Alþingis samþykkti að veita 30 milljónir kr. til verkefn- isins. „Við erum mjög ánægð með þetta,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði. Hún segir að unnið hafi verið að yf- irborðsrannsóknum en nú verði hafist handa við að bora í jarðlögin, meðal annars til að staðsetja gangamunna. »4 Undirbúningur jarð- gangagerðar hefst Seyðisfjörður Göng styrkja byggð.  292. tölublað  101. árgangur 

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.