Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 30
30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er til lítils að hafa mörg orð um hlutina ef þeim fylgja engar athafnir. En í dag vilja allir vita hvað gerir þig svona ofsalega glaða/n. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú kynnist nýjum einstaklingi sem mun hafa mikil áhrif á líf þitt seinna meir. Einbeittu þér að aðalatriðunum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Leiðin upp á tindinn getur stund- um verið löng og snúin. Samt tekur þú því vel. Reyndu að uppfylla eigin þrár. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að vinna í því að ná tök- um á tilfinningum þínum. Ef þú ert ekki spennt/ur verður enginn annar það. Allt sem tengist heilbrigðiskerfinu eða skemmtanaiðnaði er heppilegt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fátt er dýrmætara í lífinu en að eiga góða vini svo leggðu þig fram um að halda þeim. Vertu ekki hrædd/ur þótt ein- hverjir erfiðleikar kunni að verða á vegi þínum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Stundum skjóta gamlir draugar upp kollinum og hafa áhrif á okkur. Gættu þess samt að misnota ekki aðstöðu þína sem mundi valda öðrum sársauka. 23. sept. - 22. okt.  Vog Skapandi og frumleg viðfangsefni fela í sér spennu því verið er að kanna ókunnar slóðir. Gríptu það áður en einhver annar gerir það. En sá sem hjálpar öðrum verður að sýna mikinn trúnað. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það kostar sitt að koma sér áleiðis. Stundum er það best gert með því að taka þátt í því að láta öðrum líða vel, en ekki í dag. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er allt í lagi að bregða fyr- ir sig spaugi en farðu varlega gagnvart þeim sem gætu átt það til að taka þig al- varlega. En þar sem þú ert viðkvæm/ur svarar þú í samræmi við það. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þeim mun meiri orku sem þú setur í samband, þeim mun betur tengist þið. Sérstakar aðstæður verða til þess að varpa ljósi á dulda hæfileika þína. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Forgangsraðaðu og settu niður á blað. Ef þú undirbýrð þig vel muntu njóta ríkulega í fyllingu tímans. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ekki vera of upptekin/n af því sem aðrir á vinnustaðnum segja eða gera. Reyndar ákveður þú að hlakka bara til. Ólafur Stefánsson segist á Leirn-um hafa komist á stórmarkað á miðvikudaginn, þar sem jafnt var höndlað með andleg verðmæti og ket og smér. – „Þar var á borði, inn- an um annað góðgæti, Fjórða Dav- íðsbók, og lét ekki mikið yfir sér. Ég fór að vekja athygli á bókinni við nærstadda og hrósaði höfundi í hástert. Lýðurinn hópaðist að mér með eyrun sperrt, bæði handverks- menn og húsfreyjur, og svo fór að þrjú eintök af bókinni lentu í inn- kaupakörfum, meðan ég stóð við.“ Sem agent Davíðs drjúgur er, - dátt er á milli vina – er keppir hann við ket og smér, kappann Guðna og hina. Hafsteinn Reykjalín hefur sjó- mannsblóð í æðum, svo að ekki er að undra, þótt „Kolgrafar-síldin“ hafi orðið honum að yrkisefni: Í Kolgrafar síki fannst síldin, saklaus og hólpin og drýldin. En gammarnir bíða með ginið allvíða af grimmd þeirra var hún þar kýld inn. Kolgrafar-síldin er snúin og sjógreifa vertíðin búin. En gammarnir bíða með ginið allvíða og gæslan með sprengjurnar flúin. Guðmundur Guðmundsson bók- sali var í hópi bestu hagyrðinga og margar vísur hans urðu fleygar. Ég raula oft með sjálfum mér: Lausavísur liðugar, léttar, nettar, sniðugar örva kæti allsstaðar eins og heimasæturnar. Hér er vitaskuld átt við vísur undir rímnaháttum. En eins er um limrurnar, þótt nýjar séu af nálinni. Þær hafa unnið sér þegnrétt í sam- félagi íslenskra vísnasmiða því- líkan, að nú getum við talað um „lausa-limrur“ engu síður en „lausa-vísur“, sem ortar eru um at- vik eða uppákomur í daglega lífinu. Hjálmar Freysteinsson yrkir: Sá vandi er næstum því nýr að nytin í Búkollu er rýr. Þá gerist það eitt að Guðna er breytt! Nú kyssir hann írskar kýr. Guðmundur bóksali orti um sjálf- an sig: Hamförum minn hugur fer um heima alla og geima en langbest samt hann leikur sér að lausavísum heima. Halldór Blöndal. halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Lausalimran er í fylgd með lausavísunni Í klípu „ÞEIR ERU SVO SÆTIR OG SAKLAUSIR ÞEGAR ÞEIR SOFA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VILTU VINSAMLEGAST BIÐJA MÓÐUR ÞÍNA UM AÐ SITJA MÍN MEGIN Í BÍLNUM?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að komast að einhverju nýju, þegar þið hélduð að þið vissuð allt hvort um annað. ÞETTA GETUR ÞÚ EKKI! ÖFUND- SJÚKUR? SÝNIST HÆTTU- LEGT. ÞAÐ ER REYNDAR ALVEG SATT! HVERT ERT ÞÚ AÐ FARA? AÐ HITTA ATLA HÚNAKONUNG TIL AÐ RÆÐA MÖGULEIKANN Á AÐ UNDIRRITA VOPNAHLÉ. TIL HVERS ERU ÞÁ ÖLL ÞESSI VOPN? KANNSKI VILL HANN EKKI UNDIRRITA. Víkverji lenti í bílveseni umhelgina. Ekki í fyrsta sinn og varla í það síðasta. Bilanir í bifreið- um eru vitaskuld misalvarlegar, og verða á misóheppilegum tímum. Að þessu sinni varð bíllinn vélar- vana með framendann úti á frekar fjölförnum gatnamótum. Um kvöld- matarleyti á laugardagskvöld, með betri helminginn og lítið barn í bíln- um. Í huga Víkverja er þetta akk- úrat lýsingin á frekar miklu veseni, og ekki bætti úr skák að öll verk- stæði voru lokuð fram yfir helgi. Sem betur fer býr Víkverji hins vegar svo vel að þekkja gott fólk. Eftir eitt símtal kom á staðinn góð- ur vinur sem, auk þess að vera sér- lega bóngóður, er menntaður í við- haldi og viðgerðum bíla. Bíll Víkverja var því dreginn inn í skúr, ekki langt frá, og næstu fimm klukkutíma máttu hann og vinurinn bisa við að koma bílnum í gang aft- ur, sem tókst að lokum. Vinurinn þáði lítið annað en góðar þakkir fyr- ir hjálpina, og kvaddi með bros á vör. x x x Sífellt færri ungmenni sækja nú íiðnnám. Margir telja að iðnnám hafi í raun verið talað niður, nánast verðfellt, á kostnað bóknáms. Því telji ungt fólk meiri virðingu fólgna í því að leggja stund á bóknám. Víkverji man sjálfur eftir því að hafa verið ráðið frá því að leggja stund á iðnnám, á þeim forsendum að einkunnir hans væru ekki svo slæmar. Sögur segja að það viðhorf þekkist enn – iðnnám er fyrir þá sem eiga erfitt með að læra, aðrir fara í bóknám. Ekki veit Víkverji hvort það sé ávísun á betri húsasmiði eða raf- virkja að þeim hafi gengið illa í grunnskóla. Ef einhver rannsókn er til sem sýnir fylgni þar á milli hefur Víkverji ekki séð hana. Hann er hins vegar þakklátur fyrir að enn sæki einhverjir í iðngreinarnar, sýni þeim áhuga og verði fullnuma. Því þó svo að Víkverji þekki líka margt gott fólk sem hefur lesið flókin fræði og merkileg, þá hefðu allir heimsins doktorar gert Víkverja minna gagn um helgina en einn góð- ur bifvélavirki. víkverji@mbl.is Víkverji Þið þekkið náð Drottins vors Jesú Krists. Hann gerðist fátækur ykkar vegna, þótt ríkur væri, til þess að þið auðguðust af fátækt hans. (Síðara Korintubréf 8:9) Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæri í miklu úrvali Allt til listmálunar Strigar, penslar, olíulitir, acryllitir, trönur, pallettur, spaðar, svampar, lím, íblöndunarefni, varnish, þekjulitir, teikniblokkir, pappír og arkir Mikið úrval af listavörum Trönur á gólf 7.995 frá 7.995 Verðmætaskápar frá 4.995 Hleðslu- tæki frá 24.995 Airbrush lofdæla m. þrýstijafnnara 15.995 Mössunarvél frá 795 Verkfæratöskur, mikið úrval frá 4.995 Mikið úrval af verkfærasettum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.