Morgunblaðið - 20.12.2013, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 20.12.2013, Qupperneq 11
ríkjunum og það var áhugaverður maður sem gaukaði hugmyndinni að Finni. Lorimer Moe hét maður nokkur sem var sendiráðsstarfsmaður hjá bandaríska sendiráðinu á Íslandi. Góð vinátta tókst með þeim Finni og er óhætt að segja að Moe hafi komið ýmsu góðu til leiðar hvað rannsóknir á fuglum hér á landi varðar. Moe kynnti vetrartalningar fyrir Finni og síðan eru liðin rúm sextíu ár. Sjálfur skrifaði Moe grein um fyrstu vetrar- talninguna á Íslandi og birtist hún í bandaríska tímaritinu Atlantic Nat- uralist árið 1957. Í viðtali við Moe sem birtist í Sarasota Herald-Tribune árið 1956 lýsir hann fyrstu kynnum þeirra Finns. „Hvílíkur risi!“ sagði Moe um Finn þegar hann lýsti honum fyrir blaðamanni. „Ég hef sætt mig við að þar í landi er fuglaskoðun almennt talin vera fyrir teprur. Eftir sem áð- ur hef ég engan alvörufuglaáhuga- mann hitt sem er undir 180 sentí- metrum á hæð,“ sagði Moe um íslenska fuglaáhugamenn. Þyrlur og herflug- vélar í fuglaskoðun Moe fluttist til Finnlands skömmu eftir að vinátta tókst með þeim Finni. Sambandið hélst þó. Í umræddu viðtali segir Moe frá því hversu flókið hafi reynst íslenskum fuglaáhugamönnum að fylgjast með heiðagæsum á varptíma enda ekki auðvelt að komast að varpsvæðum. „Það hefði þurft að koma mönnum á staðinn með þyrlu,“ sagði Moe og það var einmitt það sem var gert. Finnur taldi um þrjú þúsund pör af heiðagæsum fyrir tilstilli sendiráðs- mannsins og hersins sem útvegaði tækjakostinn. „Hann útvegaði bæði þyrlur og herflugvélar til rannsókna á fuglum. Það var einmitt þannig sem súlubyggðir voru skoðaðar í fyrsta sinn,“ segir Kristinn Haukur um þennan sérstaka fuglaáhuga- mann sem augljóslega unni áhuga- máli sínu. Jólatalningar í dag Það hefur margt breyst frá upphafsdögum jólatalninganna hér á landi. Bæði eru sjónaukar orðnir mun betri auk þess sem betra er að komast gegnum torfærur og hrjóstr- ugt landslag. Til að byrja með var stysti dag- ur ársins valinn til talninganna, að sögn Kristins Hauks, og því farið hinn 21. desember. Í dag er farið á sunnudegi milli jóla og nýárs, nánar tiltekið helgina 28.-29. desember. Fyrir þá sem halda að talning- arnar séu gerðar með annað augað lokað og aðra hönd í vasa skal hér áréttað að svo er ekki. „Það eru margir sem koma með í skemmti- skyni en það þarf aga til og að þekkja tegundir,“ segir Kristinn Haukur. Það er hægara sagt en gert að þekkja eina tegund frá annarri en það gera tæplega tvö hundruð manns á hverju ári, flestir í sjálf- boðaliðavinnu. Þeir sem áhuga hafa á niður- stöðum talninga fyrri ára skal bent á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar Ís- lands, www. ni.is, undir flipanum dýrafræði. Morgunblaðið/Ómar Fjölbreytileiki Jólatalningar miða að því að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013 Sagt er frá því á breska vefmiðlinum retailtimes.co.uk, að í janúar komi á markað hjá Top Drawer í Bretlandi ís- lensku barnavörurnar sem heita Tuli- pop og flestir hér heima kannast nú þegar við. Hönnunarfyrirtækið Tuli- pop samanstendur af þeim Signýju Kolbeinsdóttur og Helgu Árnadóttur, en Signý er hönnuður og hugmynda- smiður myndanna eða fígúranna sem prýða vörurnar. Tulipop vörurnar eru sagðar miðaðar við börn á aldrinum 4-8 ára, en þær eru ekki síður vinsæl- ar hjá fullorðnum sem hafa auga fyrir fallegri og sérstakri hönnun sem og gæðum. Saman eru þær Signý og Helga sagðar hafa skapað töfrandi og litríkan heim sem ögrar þeim hug- myndum að ákveðnir litir og form til- heyri ákveðnu kyni. Dreymni sveppa- strákurinn Búi heitir upp á enska tungu Bubble, ævintýragjarna sveppastelpan Gló heitir Gloomy og hinn ljúfi og vitri herra Barri heitir Mr. Tree. Tulipop-vörurnar eru sagðar vel þekktar og vinsælar á Íslandi fyrir það að vera svalar og öðruvísi barna- vörur. Einnig eru vörurnar sagðar vin- sælar hjá íslenskum listamönnum, tónlistarfólki og „trendsetters“. Vitn- að er í Signýju þar sem hún segir þær Helgu vera mjög spenntar fyrir því að vörurnar séu að fara á breskan mark- að. Íslenska Tulipopp til sölu á Bretlandi Morgunblaðið/Golli Litríkur ævintýraheimur Tulipop-vörurnar höfða til fólks á öllum aldri. Á Bretlandi verður Búi að Bubble og Gló verður að Gloomy Sambýlismaður minn er ný-byrjaður í kór svo nú erstöðugt sungið á mínuheimili. Það er af hinu góða því söngur bætir sálarlífið og lyftir mannsandanum, sem ekki veitir af í svartasta skammdeginu. Sjálfri hefur mér alltaf þótt gam- an að syngja, þótt listagyðjan hafi ekki verið raddböndum mínum hlið- holl. Takmarkað raddsvið bæti ég upp með því að vera hálfgerður lím- heili á ljóð og með ágæta tónheyrn (ég er algjör meistari í brengluðu lagaþrautinni í Útsvarinu, þó ég segi sjálf frá). Á meðan kórsöngvari heimilisins rýnir í nótnablöðin syng ég því, kannski falskt, en allavega blaðlaust og beint frá hjartanu (meistaralega jafnvel) með flestum lögum á skránni svo hann geti æft sig í að para bassann við laglínuna. Eðli málsins samkvæmt eru jóla- lög eitt helsta viðfangsefnið á þess- um tíma árs. Það kemur sér vel því ég er líka algjör sálma- meistari, þó ég segi sjálf frá. Ég elska sálma. Þegar þetta er skrifað er ég að hlusta á Það aldin út er sprung- ið í 10. sinn í röð. Á að- vent- unni er sálmadýrkun mín taumlaus. Sumum finnst það ríma illa saman við þá staðreynd að ég trúi ekki á guð, en sálmar eru bara svo fal- legir. Guðstrú getur líka verið fal- leg, jafnvel þótt maður finni hana ekki innra með sjálfum sér. Á þess- um tíma er ágætt að velta fyrir sér boðskap jólaguðspjallsins, því eins og segir í texta Braga Valdimars Skúlasonar: „Þótt ýmsir hafi annan sið, er eitthvað þessa frásögn við, sem snertir mestallt mannkynið. Hún mögnuð er og þunga ber, hvað svo sem hún segir þér.“ Þessa aðventuna hef ég einmitt skrifað margar fréttir um fram- takssemi einstaklinga sem láta sér annt um náungann og sýna kærleik í verki. Það eru ótrúlega margir sem taka það upp hjá sjálfum sér að gleðja þá sem eru daprir eða láta fé af hendi rakna til þeirra sem minna mega sín. Ég trúi reyndar á það góða í manninum árið um kring, en það er eitthvað við þennan tíma ársins sem dregur fram okkar bestu hliðar og þjappar fólki sérstaklega saman. Á sumum heimilum gerist það í (meistaralegum) sálmasöng. »Takmarkað raddsviðbæti ég upp með því að vera límheili á ljóð og með ágæta tónheyrn HeimurUnu Una Sighvatsdóttir una@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.