Morgunblaðið - 20.12.2013, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18
TRAUS
T
OG GÓ
Ð
ÞJÓNU
STA
Í 17 ÁR
FRÍ SJÓNMÆLING
Klippið út auglýsinguna
DAGLINSUR
Verð frá
2.500 kr.
Mu
nið
gja
fab
réfi
n
MIKIÐ ÚRVAL AF
UMGJÖRÐUM
SJÓNMÆLINGAR
LINSUMÁTANIR
FRÁBÆR TILBOÐ
Í GANGI
UMGJARÐIR+GLER
FRÁ 19.900,-
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Landsbankinn spáir því að raunverð
fasteigna hækki um 5,7% á næstu
þremur árum. Spáir bankinn því að
hækkunin verði
1,3% á næsta ári,
2,5% árið 2015 og
1,8% 2016.
Eins og rak-
ið er í greininni
hér fyrir ofan spá
greiningardeildir
Arion banka og
Íslandsbanka um
4% verðbólgu á
næsta ári.
Verðbólgan kemur fram í verð-
bótum á verðtryggðum íbúðalánum
en þau eru nú um 1.230 milljarðar.
Verði verðbólgan 4% á næsta
ári verða verðbæturnar því um 50
milljarðar. Heimilin hafa því hag af
því að verðbólgan sé lítil.
Til samanburðar eru óverð-
tryggð íbúðalán um 130 milljarðar.
Spá undir 4% verðbólgu
Að sögn Gústafs Steingríms-
sonar, hagfræðings hjá Hag-
fræðideild Landsbankans, spáir
bankinn því að verðbólgan verði
3,9% á næsta ári og er þá vísað til
breytinga milli ársmeðaltala áranna
2013 og 2014.
Spurður hvort ætla megi út frá
verðbólguspám og spám um þróun
fasteignaverðs að eigið fé heimila í
fasteignum aukist á næsta ári segir
Gústaf að almennt megi draga þá
ályktun að það muni styrkjast.
Í takt við spár um kaupmátt
„Við spáum því að raunverð
fasteigna hækki á næstu árum. Það
eitt ætti að auka eigið fé heimila og
fjölga heimilum með jákvætt eigið
fé í fasteign,“ segir Gústaf.
Hann bendir jafnframt á að
5,7% raunhækkun fasteignaverðs á
næstu þremur árum sé í nokkru
samræmi við spár Hagfræðideildar
Landsbankans um vöxt kaup-
máttar.
Þá bendir Gústaf á að þótt
raunverð hækki kunni mörg heimili
að vera áfram í greiðsluvanda vegna
íbúðalána. Einnig geti mörg heimili
áfram verið með neikvætt eigið fé
jafnvel þótt eiginfjárstaðan batni.
Vikið er að þróun neikvæðs
eiginfjár hjá fjölskyldum sem svo er
ástatt um í grafinu hér fyrir ofan.
Eigið fé í húsnæði
aukist á næsta ári
Hagfræðingur spáir verðhækkun
Gústaf
Steingrímsson
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Greiningardeildir bankanna spá því
að verðbólga verði um 4% á næstu
tveimur árum og að eiginfjárstaða
heimila í húsnæði muni styrkjast.
Hafsteinn Gunnar Hauksson, sér-
fræðingur hjá greiningardeild Arion
banka, segir inngrip Seðlabankans á
gjaldeyrismarkaðinn stuðla að því að
verðbólgan haldist á þessu bili.
„Frá því í maí sl. hefur Seðlabanki
Íslands rekið svonefnda stýrða flot-
gengisstefnu. Hún gengur út á að
Seðlabankinn beitir inngripum til að
styðja við krónuna, þannig að hann
vinni bæði gegn styrkingu eða veik-
ingu. Markmiðið er að halda gengi
krónunnar sem stöðugustu.
Menn höfðu mismikla trú á þessu í
upphafi. Við hjá greiningardeild Ar-
ion banka vorum t.d. gagnrýnin á
þessa stefnu og höfðum áhyggjur af
því að það gæti reynst erfitt að ná
þessu markmiði, ef þrýstingur á
krónuna yrði mjög mikill. Raunin
hefur hins vegar orðið sú að þetta
hefur gengið vel, enn sem komið er.
Krónan hefur haldið sjó og er
óvenjusterk miðað við árstíma. Það
gæti verið að þetta væri farið að
veita væntingum um gengisþróun
einhverja kjölfestu og að verðbólgan
sé orðin skaplegri þess vegna.“
Spá undir 3% verðbólgu í mars
Spurður um verðbólguhorfur á
næsta ári segir Hafsteinn að Arion
banki spái undir 3% verðbólgu í febr-
úar en 3,3% í mars, þegar áhrifa
kjarasamninga fari líklega að gæta.
„Við reiknum með því að verðbólg-
an verði að meðaltali 3% á næsta ári
en um 4% árið 2015. Er hér gert ráð
fyrir töluvert miklum launahækkun-
um og áhrifum vegna hækkana á
fasteignamarkaði,“ segir Hafsteinn
sem telur að eigið fé heimila í hús-
næði muni aukast á næsta ári í takt
við hækkun raunverðs fasteigna.
Ingólfur Bender, forstöðumaður
Greiningar Íslandsbanka, telur að-
spurður að verðbólgumarkmið SÍ
(2,5%) náist ekki árin 2014 og 15.
„Á næstu mánuðum mun 12 mán-
aða verðbólga halda áfram að ganga
niður og fara undir 3% í febrúar á
næsta ári. Eftir það hækkar hún að
nýju og verður 3,5%-4% út árið 2014
og 2015. Við teljum því að verðbólgu-
markmiðið náist ekki á næstu tveim-
ur árum,“ segir Ingólfur.
Eiginfjárstaðan að batna
Spurður hvernig eiginfjárstaða
heimila með verðtryggð íbúðalán
muni þróast, gangi verðbólguspáin
eftir, segir Ingólfur að verðbólgan
muni hækka verðtryggðar skuldir
heimilanna. „Þetta eykur hins vegar
einnig verðtryggðar eignir þeirra í
t.d. lífeyrissjóðum. Þá spáum við því
að íbúðaverð haldi áfram að hækka
og umfram verðbólgu sem merkir að
eiginfjárstaða heimilanna í húsnæði
ætti að batna.“
Ingólfur víkur að fyrirhugaðri 80
milljarða niðurfærslu höfuðstóls
verðtryggðra íbúðalána og áhrifa
þeirra á verðbólgu. Það dragi úr
verðbólguáhrifum aðgerðarinnar að
greint hafi verið frá fyrirhugaðri
sölu 103 milljarða skuldabréfs í eigu
Eignasafns Seðlabanka Íslands. Sú
sala geti dregið úr lausafjárstöðu
fjármálafyrirtækja og kerfisins í
heild og þannig haft mótvægisáhrif á
boðaða leiðréttingu.
Spurður hvort einhver stærri
verkefni séu á sjóndeildarhringnum
sem geti ýtt undir eftirspurn í hag-
kerfinu á næstu misserum segir Ing-
ólfur að svo sé ekki. T.d. séu líkurnar
á álveri í Helguvík orðnar hverfandi í
bráð a.m.k. Hins vegar hafi ör vöxtur
ferðaþjónustu ýtt undir hagvöxt.
„Það eru slæmar fréttir að það séu
engin meiriháttar verkefni í pípun-
um og að það verði líklega ekki af
þeirri erlendu fjárfestingu sem var
fyrirhuguð í Helguvík. Hagkerfið
mun, þrátt fyrir þann missi, að okkar
mati sigla áfram upp á við … Við
reiknuðum með því í okkar síðustu
þjóðhagsspá sem birt var í október
sl. að slakinn yrði farinn úr hagkerf-
inu á síðari hluta árs 2015.
Við spáðum þá 2,6% hagvexti á
næsta ári og 2,7% hagvexti 2015. Þó
að ýmislegt hafi breyst í forsendum
spárinnar síðan er ekki ólíklegt að
það rætist að slakinn hverfi á næstu
tveimur árum. Fyrir rúmu ári vorum
við hjá Íslandsbanka bjartsýnni um
hagvaxtarhorfur en við erum núna. “
Gengisstefna haldi verðbólgu niðri
Sérfræðingur hjá Arion banka telur stýrða flotgengisstefnu SÍ hafa stuðlað að minni verðbólgu
Forstöðumaður hjá Íslandsbanka telur skuldabréfakaup SÍ vinna gegn verðbólguáhrifum afskrifta
Þróun verðbólgu 2008-2013
Verðbólgumarkmið Seðlabanka ÍslandsVerðbólga
20
18
16
14
12
10
8
6
4
2
0
2008
Heimild: Seðlabanki Íslands
2009 2010 2011 2012 2013
5,8 3,7
18,6
1,8
Breyting
á árinu: 12,3 -11,1 -4,1 3,5 -2,3 -0,5
*
*Verðbólga í nóvember 2013
Fjöldi fjölskyldna með neikvætt eigið fé í fasteign
Samanburður við þróun eiginfjár hjá einstaklingum*
2008 15.746 1.720.541 739.640 2.460.181 1.309.781 3.030.324 43,22%
2009 20.403 1.562.223 547.935 2.110.158 1.343.375 2.905.597 46,23%
2010 25.270 1.253.330 452.762 1.706.091 1.323.442 2.576.772 51,36%
2011 21.229 1.456.921 470.898 1.927.819 1.232.452 2.689.372 45,83%
2012 17.780 1.604.028 443.049 2.047.077 1.223.532 2.827.560 43,27%
*Hér er um að ræða heildartölur fyrir alla þjóðina. Allar tölur framreiknaðar til ársloka 2012. **Heimild: Hagstofa Íslands.Verðmæti samkvæmt fasteignamati.
Fjöldi
fjölskyldna
með neikvætt
eigið fé í
fasteign**
Eigið fé í
fasteign
framreiknað
til ársloka
2012**
Eigið fé annað
framreiknað
til ársloka
2012**
Samtals
eigið fé**
Skuldir vegna
íbúðakaupa**
Verðmæti
fasteigna**
Hlutfall
skulda af
verðmæti
fasteigna**
Ingólfur
Bender
Hafsteinn Gunnar
Hauksson
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Grafarholt Íbúðaverð er að hækka.