Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013
Rætt var um mikilvægi þess að
Rússar yrðu aðilar að samkomu-
lagi um stjórnun úthafskarfaveiða
á Reykjaneshrygg, á fundi sam-
starfsnefndar Íslands og Rúss-
lands um tiltekna þætti í samstarfi
á sviði sjávarútvegsmála í Moskvu
í vikubyrjun. Af hálfu Íslands var
lögð áhersla á að veiðistjórnun
karfastofnanna á Reykjaneshrygg
byggðist á bestu vísindalegu þekk-
ingu og ráðgjöf sem fyrir lægi.
Ákveðið var að tillögu Rússa að
stefna að sérstökum fundi ís-
lenskra og rússneskra vísinda-
manna á næsta ári til að efla vís-
indasamstarf ríkjanna um úthafs-
karfa og fleiri sameiginlega stofna.
Frekara samstarf
Á fundinum skiptust fulltrúar
landanna á upplýsingum um fram-
kvæmd samningsins frá 15. maí
1999 milli ríkisstjórna Íslands,
Noregs og Rússlands um tiltekna
þætti í samstarfi á sviði sjávar-
útvegs (Smugusamningur).
Samningar um veiðar íslenskra
skipa 2014 náðust og koma alls
9.076 tonn af þorski í rússneskri
lögsögu í hlut Íslands á grundvelli
samnings ríkjanna tveggja en þar
af eru 5.672 tonn sem úrhlutað er
beint. Meðaflaheimild í ýsu vegna
þess magns verður 8% eða sem
nemur 450 tonnum. Meðaflaheim-
ild í öðrum tegundum er líkt og
áður 30% aflaheimilda í þorski að
frádreginni ýsu. Eftir er að semja
um verð og meðaflaheimildir
vegna 3.404 tonna sem íslenskar
útgerðir hafa rétt til að kaupa af
Rússum.
Einnig ræddu ríkin um frekara
samstarf á sviði sjávarútvegsmála
á fjölþjóðlegum vettvangi þar sem
áherslur og hagsmunir ríkjanna
tveggja fara iðulega saman, segir í
frétt á heimasíðu sjávarútvegs-
ráðuneytisins. Formaður íslensku
sendinefndarinnar var Jóhann
Guðmundsson skrifstofustjóri.
Vísindamenn fjalla um karfann
Morgunblaðið/Jim Smart
Á karfa Rússnesk skip í Hafnarfirði.
Samkomulag um veiðar íslenskra skipa í rússneskri lögsögu á næsta ári
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði
í gær kröfu lögmanna Guðmundar
Hjaltasonar og Þorleifs Stefáns
Björnssonar um að vísa beri máli
slitastjórnar Glitnis á hendur þeim
frá dómi. Málið heldur því áfram
fyrir dómstólnum eftir áramót.
Slitastjórnin stefndi Lárusi Weld-
ing, fyrrverandi bankastjóra Glitn-
is, Guðmundi Hjaltasyni, fyrrver-
andi framkvæmdastjóra fyrir-
tækjasviðs bankans, Guðnýju
Sigurðardóttur, fyrrverandi við-
skiptastjóra bankans, og Jakobi
Valgeiri Flosasyni og Þorleifi Stef-
áni Björnssyni sem voru stjórn-
armenn í Stími en Þorleifur var
einnig framkvæmdastjóri félagsins.
Í skaðabótamálinu krefst slita-
stjórn Glitnis þess að fimmmenn-
ingarnir greiði 366 milljónir króna
sem eru eftirstöðvar láns upp á 725
milljónir króna sem Stím var veitt í
janúar 2008.
Kröfu um frávísun
var hafnað
Lítið var um fiðrildi í sumar í Keldu-
hverfi og Mývatnssveit, en fiðrilda-
gildrur Náttúrustofu Norðaustur-
lands voru teknar niður 5. nóvember
eftir að hafa verið uppi í 29 vikur.
Í Ási í Kelduhverfi hefur fiðrilda-
gildra verið starfrækt frá árinu 2007
eða í samtals 7 ár. Í gildruna bárust
á þessu ári 1.556 fiðrildi af 23 teg-
undum. Þetta er næstminnsti fjöldi
sem komið hefur í gildruna á einu ári
en að meðaltali hafa þau verið um
4.400. Tegundum hafði þó ekki öllum
fækkað og má nefna skrautfeta sem
dæmi um tegund í sókn en af honum
hafa einungis einu sinni komið fleiri
eintök.
Þrjár nýjar tegundir
Á Skútustöðum í Mývatnssveit
hefur ljósgildra verið starfrækt í
fimm ár eða frá árinu 2009. Árið í ár
er það slakasta frá upphafi ef litið er
til fjölda fiðrilda en aðeins bárust
383 eintök í gildruna sem er innan
við helmingur þess sem vanalega
gerist.
Í aflanum á Skútustöðum í ár hafa
verið greindar 14 tegundir sem er
það minnsta frá upphafi. Þrátt fyrir
fáar tegundir þá eru þrjár nýjar sem
ekki hafa komið í gildruna áður.
Þetta eru tegundirnar hringygla,
kálmölur og skógvefari, segir á vef
Náttúrustofunnar.
Ljósmynd/Yann Kolbeinsson
Snjór Það var vetrarlegt í vor þegar
gildran var sett upp við Skútustaði.
Lítið um
fiðrildi fyr-
ir norðan