Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 21
reitunum á næsta ári og við viljum
ekki að þetta verði í uppbyggingu í
tíu ár.“ Verða einhverjar tímakvaðir
á framkvæmdunum? „Nei, ég held að
þess þurfi ekki. Mér virðist vera
áhugi á að byggja þetta markvisst og
hratt upp. Ég held að það sé hagur
allra.“
Skortir skýringar á réttarstöðu
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
borgarráði hafa gagnrýnt samskipti
Reykjavíkurborgar við lóðarhafa og
segja lagalega óvissu vera varðandi
núverandi fyrirætlanir. „Ein lóðanna,
sú sem er næst Lækjartorgi, mun
minnka um 4.500 fermetra vegna
þessara breytinga á gatnamótum og
sú sem gegnt henni mun stækka,“
segir Júlíus Vífill Ingvarsson sem sit-
ur í borgarráði fyrir hönd Sjálfstæð-
isflokksins.
Þessar umræddu lóðir eru merktar
á meðfylgjandi korti, sú sem minnkar
er nr 2 og sú sem stækkar er nr 6.
„Lagalega óvissan felst í því að engir
samningar, hvorki samningsdrög né
fundargerðir, hafa verið lagðir fyrir
skipulagsráð eða borgarráð sem sýna
hver réttarstaða borgarinnar getur
orðið varðandi það að minnka lóðina,“
segir Júlíus. „Lóðin handan Geirsgötu
er í eigu [byggingarfélagsins] Sítusar
og mun stækka við þessar breytingar.
Því hefur verið haldið fram að sala
byggingarréttar á henni komi til með
að skila meiri peningum til borg-
arinnar með samningum við Sítus en
ráð var fyrir gert. Það hljóta að verða
að vera einhverjir samningar um það
á milli Reykjavíkurborgar og Sítusar,
en þá hef ég ekki séð.“
Of margir óvissuþættir
„Það er óvenjulegt að kjörnir
fulltrúar gangi erinda einstakra lóð-
arhafa,“ segir Dagur um þessa gagn-
rýni Júlíusar. Er verið að því? „Já,
það get ég ekki betur séð. Við höfum
átt góð samskipti og samráð við lóð-
arhafa og munum halda því áfram og
finna út úr þeim málum sem leiða af
breyttu skipulagi.“
Júlíus segir að þarna séu of margir
óvissuþættir sem vel hefði verið hægt
mátt komast hjá með betri undirbún-
ingi og vinnubrögðum. „Ég er ekki að
segja að það sé ekki hægt að ganga
frá málinu, en áður en menn taka
ákvarðanir um að ganga frá deili-
skipulagi á að vera búið að ná sam-
komulagi, allir samningar að vera á
hreinu. Samningsstaða borgarinnar
eftir að deiliskipulag hefur verið aug-
lýst er ekkert sérstaklega sterk. Nái
menn ekki viðunandi samningum er
viðbúið að auglýsa þurfi skipulagið að
nýju og þannig tefjum við hugsanlega
fyrir framkvæmdaraðilum á svæðinu.
En það er mikilvægt að það verði
ekki gert.“
Dagur segir samningsstöðu borg-
arinnar ótvíræða í þessum efnum.
„Núna auglýsum við þetta skipulag í
góðu samstarfi og greiðum úr þeim
flækjum sem hugsanlega kunna að
skapast.“
Byggingar Ásýndir nokkurra bygginga sem fyrirhugað er að reisa við Austurhöfn. Þær eru merktar þeim reitum þar sem þær munu standa, þarna eru m.a.
hótel, skrifstofur og íbúðir. Meðal breytinganna sem felast í endurskoðun deiliskipulagsins er að byggingar voru lækkaðar, í flestum tilvikum um eina hæð.
Litið inn í framtíðina Svona verður umhorfs, horft eftir Geirsgötunni, verði
þær tillögur sem afgreiddar voru út úr borgarráði í dag að veruleika.
Verslanir, íbúðir og hótel
» Á kortinu hér til hliðar sjást
breytingar á núverandi og fyr-
irhuguðu deiliskipulagi.
» Sjá má að reitur 2 minnkar
og reitur 6 stækkar. Á báðum
reitum er fyrirhuguð verslunar-
og þjónustustarfsemi.
» Á reit 1 er gert ráð fyrir
íbúðum, verslunar- og þjón-
ustustarfsemi og reitur 5 er
ætlaður hótelbyggingu og
íbúðum.
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013