Morgunblaðið - 04.01.2014, Page 1

Morgunblaðið - 04.01.2014, Page 1
L A U G A R D A G U R 4. J A N Ú A R 2 0 1 4 Stofnað 1913  3. tölublað  102. árgangur  SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ SIGURGEIR AFHENDIR BÆNUM MYNDASAFNIÐ 32 SÍÐNA AUKABLAÐ UM NÁM OG NÁMSMÖGULEIKA SUNNUDAGUR Boðaði endurskoðun » Ríkisstjórnin lýsti því yfir að hún myndi við samþykkt kjara- samninga endurskoða til lækk- unar vissar breytingar á gjöld- um sem samþykktar hafa verið í tengslum við fjárlög 2014. » Þannig myndi hún stuðla að því að halda verðbólgu niðri. Ómar Friðriksson Baldur Arnarson „Stóri prófsteinninn er strax í næsta mánuði. Ef febrúarmæling vísitölu neysluverðs verður umtalsvert minni en fyrir ári, eins og allar for- sendur eru fyrir núna, munum við jafnvel sjá tólf mánaða takt verð- bólgunnar fara strax niður fyrir 3%,“ segir Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, í áskorun til stjórnenda fyrir- tækja í tilefni kjarasamninga. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ýmis opinber gjöld hafi ekki breyst um áramót. Ástæðan sé viðleitni stjórn- valda til að halda aftur af verðbólgu. „Það er alls ekki svo að öll gjöld sem ríkið innheimtir hækki um ára- mót. Krónutöluskattar á áfengi, tób- ak og eldsneyti fengu verðlagsupp- færslu, en einnig voru ýmsar breytingar gerðar um áramótin sem draga úr áhrifum hækkana. Þannig eru áhrif fjárlaganna í heild á ráð- stöfunartekjur heimilanna jákvæð. Hvað eldsneytisgjaldið varðar sér- staklega get ég nefnt sem dæmi frumvarpið um íblöndunarefni í elds- neyti. Það mun leiða til tekjutaps fyrir ríkið sem er metið á jafnháa fjárhæð og hækkunin af eldsneytis- gjöldum. Þannig munu tekjur ríkis- ins af eldsneytisgjöldum ekkert hækka á þessu ári,“ segir Bjarni og nefnir að ýmis gjöld breytist ekki um áramót, þ.m.t. dómsmálagjöld, þing- lýsingargjald og ýmis leyfisgjöld. MKjaramál »16 og 20 Prófsteinn fyrir fyrirtækin  Framkvæmdastjóri SA skorar á stjórnendur fyrirtækja að sýna ábyrgð í vor  Verðhækkanir kyndi verðbólgubál  Fjármálaráðherra segir ríkið hafa gert sitt Særður fálki dvaldi yfir áramótin hjá góðviljaðri fjölskyldu á Höfn í Hornafirði áður en hann var fluttur á Dýraspítalann í Víðidal til aðhlynningar. Hann er allur að koma til, segir læknirinn hans, og var í gær sóttur af starfsmanni Húsdýragarðs- ins, þar sem hann mun dvelja næstu daga. »4 Særður fálki í góðum höndum Morgunblaðið/Árni Sæberg Fékk sýklalyf og kattamat á dýraspítalanum í Víðidal  Alls 125 konur og 97 börn dvöldu í Kvenna- athvarfinu á síð- asta ári. 59 kon- ur, um 47%, voru af erlendum upp- runa. Auk þeirra kvenna sem dvöldu í athvarf- inu sóttu 225 ráðgjöf og stuðning vegna ofbeldis í samböndum. Karl- arnir sem konurnar eru að flýja eru í flestum tilvikum Íslendingar, eða um 80%. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvenna- athvarfsins, segir konur af erlend- um uppruna í erfiðustu stöðunni þar sem þær hafi mjög takmarkað félagslegt bakland og það taki oft langan tíma að koma undir sig fót- um á ný. »12 125 konur dvöldu í Kvennaathvarfinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsliðsmaður Sölvi Geir Ottesen leikur með FC Ural í Rússlandi. Sölvi Geir Ottesen, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur lengi glímt við þrálát meiðsli í baki og notar mögnuð úrræði til að halda sér góðum. „Það er tekið blóð úr mér og hvítu blóðkornin einangruð. Þeim er síðan sprautað í bakið á mér, 20 sprautur hvorum megin við mjóhrygginn. Ég geri þetta einu sinni í viku. Þetta gerir mér gott og er alveg löglegt. Þetta er ekki eins og hjólreiðakarlarnir eru að gera – langt frá því,“ segir hann. Sölvi leikur nú með FC Ural í Rússlandi og býr einn, þar sem eig- inkona hans og þrjú börn fluttu heim til Íslands eftir að Sölvi hætti að leika með FCK í Kaupmanna- höfn á síðasta ári. Skýringin er sú að eitt barna þeirra hjóna er ein- hverft og fær mun betri stuðning hér heima en í Rússlandi. „Það má margt segja um Ísland en kerfið hér er frábært og hérna heima fær sonur minn þá þjónustu sem hann þarf.“ Hann segir erfitt að vera svona langt frá fjölskyldunni en Skype létti sér þó lífið. Rætt er við Sölva Geir í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins. Fær tuttugu sprautur í bakið einu sinni í hverri viku  Hvítu blóðkornin einangruð og síðan sprautað aftur inn  Hægt er að bæta mjög rásfestu Herjólfs með breytingum á skipinu, að mati þýskra sérfræðinga sem Siglingastofnun fékk til að skoða hvernig stendur á því að Herjólfur snýst svo mjög fyrir utan innsigl- inguna að Landeyjahöfn. Þýsku sérfræðingarnir telja að unnt sé að bæta úr ágöllum skipsins með því að breyta perustefni þess, færa slingubretti aftar og lengja kjölinn með skeggi við skut. Þessar ábendingar hafa raunar áður kom- ið fram, frá skipstjórum skipsins og fleirum. »14 Morgunblaðið/Styrmir Kári Stefni Með því að gera breytingar á skrokki skipsins má gera það rásfastara. Breyti Herjólfi til að hann snúist síður  Persónuvernd er líklega ein af fáum stofnunum ríkisins sem geta státað af því að fá helmingi hærri fjár- framlög árið 2014 en þær fengu árið 2013. Samkvæmt fjár- lögum fær Per- sónuvernd 92,5 milljónir á þessu ári, 30 milljónum meira en í fyrra. Hörður Helgi Helgason, forstjóri Persónuverndar, segir að síðustu ár hafi stofnunin ekki getað sinnt nema allra brýnustu verkefnum. Sí- fellt hafi verið bætt við skyldur hennar með nýjum lögum en engin fjárframlög fylgt. »26 Persónuvernd fær helmingi meira Leyndarmál Sumt á ekki að fara lengra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.