Morgunblaðið - 04.01.2014, Síða 10

Morgunblaðið - 04.01.2014, Síða 10
Morgunblaðið/Eggert Jöklafræðingurinn Helgi Björnsson sést hér við rannsóknir í Múlakvísl í kjölfar hlaups sem þar varð. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Jöklafræðingurinn og vís-indamaðurinn Helgi Björns-son hlaut heiðursverðlaunúr Verðlaunasjóði Ásu Guð- mundsdóttur Wright í lok síðasta árs. Verðlaunin þykja ein mesta við- urkenning sem vísindamanni hlotn- ast á Íslandi og af kunnum braut- ryðjendum sem þegið hafa verðlaunin má nefna Sigurð Nordal, Sigurð Þórarinsson og Þorbjörn Sigurgeirsson. „Ég er mjög sæll og stoltur af því að jöklarannsóknir hljóti þessa viðurkenningu og bjóst ekki við því að ég fengi hana,“ segir Helgi en hann fékk verðlaunin fyrir rann- sóknir sínar á jöklum í áratugi. Um niðurstöður þeirra hefur hann birt yfir 130 ritrýndar greinar í vís- indaritum. Helgi hefur aflað grunn- gagna um alla helstu jökla Íslands, landslag undir þeim, afkomu þeirra, hreyfingu og afrennsli jökulvatns. Ásusjóður var stofnaður á hálfrar aldar afmæli Vísindafélags Íslendinga 1. desember 1968. Sjóð- inn stofnaði Ása til minningar um eiginmann sinn, ættingja og aðra venslamenn. Ása sem fæddist í Laugardælum í Flóa 12. apríl 1892 gekk ung að eiga enska lögmanninn dr. Henry Newcomb Wright. Góður grunnur á Íslandi Helgi hefur unnið að rann- sóknum og kennslu við Háskóla Ís- lands í rúm 40 ár. Ennfremur hefur hann verið gistifræðingur við Bri- stolháskóla 1973-75, við Stokk- hólmsháskóla 1980, Óslóarháskóla 1986-87, við Institute of Arctic and Alpine Research í Boulder í Colo- rado árið 1996, British Antarctic Survey og Scott Polar Research Institute í Cambridge árið 1997 og University of British Columbia í Vancouver í Kanada árið 2005. Þá var hann prófessor í hlutastarfi við Óslóarháskóla árin 1994 til 2004. Hann hefur því góðan samanburð af kennslu og rannsóknum í öðrum löndum. „Það besta sem unnið er hér á landi er algerlega sambærilegt Náttúran, fjöllin og jöklarnir heilluðu Helgi Björnsson jöklafræðingur hlaut á dögunum eina eftirsóttustu vísindavið- urkenningu á Íslandi. Hann segir að jöklarnir hafi mikil áhrif á líf okkar hér á landi og margt þurfi að rannsaka. Íslendingar jafnt sem útlendingar hafa upp- götvað töfra jöklanna og sífellt fjölgar þeim sem leggja þangað leið sína. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014 Vetraheftið komið út Þjóðmál— tímarit um stjórnmál og menningu — hefur nú komið út í níu ár í ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar. Þjóðmál koma út fjórum sinnum á ári — vetur, sumar, vor og haust. Tímaritið fæst í lausasölu í helstu bókabúðum og nokkrum stórmörkuðum, en ársáskrift kostar aðeins 5.000 kr. Áskriftarsími: 698-9140. Lærið að föndra ýmsar persónur úr ævintýrum Disney í öllum stærðum og gerðum. Á þessari heimasíðu er að finna ógrynni af hugmyndum um hvernig föndra megi einfalda hluti. Kjörið að sækja sér inn- blástur t.d. fyrir barnaafmæli þar sem oftar en ekki ákveðið þema ræður ríkjum. Ótal hugmyndir er að finna um það hvernig útbúa megi prinsessur úr ævintýrum Disneys á ýmsan máta, t.d. frá dúkkulísum til köku- skreytinga úr marsípani. Þá eru leiðbeiningar um hvernig föndra megi nælu með nýjasta meðlim í Disney-ævintýrinu Frosinn. Leiðbeiningar eru nákvæmar og settar fram á myndrænan hátt. Á síðunni er einnig að finna upp- skriftir að ýmislegu prjónlesi; frá fígúrum til nytjafatnaðar eins og húfum og vettlingum. Vefsíðan www.spoonful.com Dvergarnir sjö Á síðunni er sýnt hvernig útbúa skal þessa herramenn. Föndrið persónur úr ævintýrum Þrettándagleði Grafarholts verður haldin mánudaginn 6. janúar kl. 20 í Leirdalnum. Blysför fer frá Framheimilinu í Úlf- arsárdal kl. 19.15 og kl. 19.30 frá Guðríðarkirkju. Skólahljómsveit Grafarvogs og Grafarholts gengur í broddi fylkingar. Kyndlar verða seldir við kirkjuna og Framheimilið. Brennukóngur tendrar í brennunni kl. 20 og síðan koma jólasveinar og aðrar kynjaverur koma í heimsókn. Gleðinni lýkur með glæsilegri flug- eldasýningu frá Knattspyrnufélaginu Fram. Þrettándagleði Grafarholts Fagnaður í Leirdalnum Þrettándinn Blysum brugðið á loft. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.