Morgunblaðið - 04.01.2014, Side 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014
Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD
FAXAFENI 14 - 108 REYKJAVÍK - S. 525 8200 - Z.IS
ÚRVA
L - GÆ
ÐI - Þ
JÓNU
STA
MIKIÐ ÚRVAL
AF VEGGFÓÐRI
Árum saman kenndi ég málfræði í grunnskóla og neðri bekkj-um framhaldsskóla. Mér fannst skemmtilegt að kenna orð-flokkagreiningu og setningafræði og hafði á tilfinningunniað flestir nemendur væru sama sinnis. Að vísu áttu ýmsir til
að spyrja hvernig þeir gætu notað þessi fræði sem þeim fannst heldur
tilgangslítil en við því fengu þeir ýmis svör, t.d. að þessar greiningar
yrðu til þess að skerpa rökhugsun og málvitund auk þess sem mál-
fræðileg hugtök gerðu þeim kleift að tala um móðurmálið og mynda
þaðan brú yfir í erlend tungumál.
Flestir nemendur tóku þessar skýringar góðar og gildar og höfðu
gaman t.d. af því að sama orðmyndin gæti fallið undir fimm orðflokka,
t.d. bóndinn á Á á á, rak sig á og sagði á! Margir hausar voru hristir yf-
ir háttum sagna, og móðir eins nemanda míns sagði mér, bæði í gamni
og alvöru, að dóttir hennar hefði verið
mjög ánægð með íslenskukennarann
sinn þangað til hann fór að kenna þetta
skelfilega fyrirbæri. En þeir sem kom-
ust klakklaust í gegnum erfið háttaverk-
efni, voru ánægðir því að glíman við
þau hafði verið ögrandi eins og þungt
stærðfræðidæmi en ekki eitthvert fikt
út í bláinn.
Oft er fullyrt að málfræðikennsla og jafnvel öll kennsla í íslensku
máli sé staglkennd og skelfilega leiðinleg. Og þegar nýlega kom í ljós
að lesskilningi íslenskra nemenda hefði hrakað var skuldinni m.a.
skellt á úrelta kennsluhætti. Ungir höfundar ruku upp til handa og
fóta og sögðu að skólarnir yrðu að bjóða unglingum upp á spennandi
bækur og stungu upp á eigin verkum til að leysa málin. Að sjálfsögðu
skiptir máli að námsefnið höfði til nemenda en spennandi lesefni eru
engar galdraþulur í þessu tilliti. Og kennarar eiga ekki að misbjóða
nemendum með námsefni sem er undir getu þeirra og þroska.
Það getur skipt sköpum að hafa rétt hugtök á hraðbergi. Þýskur
kennari, sem var að útskýra fjölskylduhætti í heimalandi sínu fyrir
hópi nemenda, sagði að þar væri venjan að mæðurnar héldu við syni
sína en feðurnir við dæturnar. Skelfingarsvipur kom á nemendurna
þar til einn úr hópnum áttaði sig og sagði við kennarann að hann hefði
líklega notað ranga forsetningu með sögninni að halda. Í stað þess að
segja við hefði hann átt að nota orðið með.
Málið
El
ín
Es
th
er
Af hverju eru þau öll með
bundið fyrir augun?
Þau eru að taka miðannar-
próf í háttum sagna.
Ekkert fikt út í bláinn
Tungutak
Guðrún Egilson
gudrun@verslo.is
Hinn 20. desember sl. birtist frétt í RÚV(sjónvarpi) þar sem sagði:„Rúmlega sjötugur maður sem leigirherbergi í atvinnuhúsnæði segir að ein-
stæðir karlar eigi ekki að skammast sín fyrir kröpp
kjör. Skömmin sé stjórnvalda að tryggja ekki almenn-
ingi húsaskjól. Flestir þeir sem eiga ekki kost á öðru
en að leigja eitt herbergi í atvinnuhúsnæði eru karlar.
Þetta er mat slökkviliðsins sem fylgist með bruna-
vörnum í húsunum. Þar á bæ telja menn að 3 til 5000
manns búi með þessum hætti á höfuðborgarsvæðinu.
Húsnæðið er eðli máls samkvæmt í mjög mismunandi
ástandi. Fréttastofa heimsótti hús á Funahöfða í gær.
Ein kona veitti fréttastofu viðtal en karlarnir báðust
allir undan því. Nema einn. Gylfi hefur leigt herbergi
á þremur stöðum í bænum árum saman:
„Ég er búinn að vera hérna í þessu húsi í eitthvað
um tvö ár, var áður þarna úti á 19 og byrjaði suður í
Hafnarfirði, þar eru herbergi leigð út líka af sama
fyrirtæki.“
Gylfi leigir 37 fermetra á 90 þúsund krónur. Hann
hafði ekki tök á að bjóða okkur
inn og myndirnar sem hér sjást
eru af minni herbergjunum, þau
eru 15 fermetrar og kosta 55 þús-
und.“
Undanfarna mánuði og misseri
hefur fjölgað fréttum um að fólk
hafi leitað að húsaskjóli í atvinnu-
húsnæði. Myndir sem hafa fylgt þeim fréttum eru vís-
bending um að þetta húsnæði sé í mismunandi ástandi
en augljóslega oft í afar slæmu ástandi.
Jafnframt er augljóst af fréttum, sem birzt hafa um
leigumarkaðinn að hann er kominn úr böndum. Húsa-
leiga há og leigukjör oft þannig vegna trygginga, sem
krafizt er að fólk á erfitt með að ráða við þau kjör.
Það fer ekki hjá því að þeir sem muna braggahverf-
in í Reykjavík á árunum eftir stríð og jafnvel fram
eftir Viðreisnaráratugnum velti því fyrir sér hvort at-
vinnuhúsnæðið sem hér er í boði fyrir fólk að búa í sé
eins konar braggar okkar tíma. Þetta er vafalaust
betra húsnæði en braggarnir að því leyti til að það
heldur veðri og vindum en að öðru leyti er þessi bú-
seta í sumum tilvikum í ætt við braggana. Auðvitað er
hægt að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði en
það er sjálfsagt misjafnlega vel að því staðið.
Í hinni stórmerku bók Eggerts Þórs Bernharðs-
sonar, sagnfræðings: Undir bárujárnsboga – Braggalíf
í Reykjavík 1940-1970 er fjallað ítarlega um búsetu
fólks í bröggum á þeim árum. Þegar mest var,
skömmu fyrir 1950 og fram undir 1960, bjuggu á
þriðja þúsund manns í bröggum í Reykjavík. Brögg-
unum hafði að mestu verið útrýmt á síðustu árum
Viðreisnaráratugarins en þó bjuggu á annan tug ein-
staklinga í bröggum fram á miðjan áttunda áratuginn.
Búsetu í bröggum fylgdu ekki bara vandamál vegna
lélegs íbúðarhúsnæðis heldur líka allt að því félagsleg
útskúfun. Börn sem bjuggu í venjulegu húsnæði
þeirra tíma léku sér ekki við börn, sem bjuggu í
bröggum og yfirleitt voru íbúar bragganna litnir
hornauga.
Verði framhald á því að fólk búi í lélegu atvinnu-
húsnæði vegna þess að það hafi ekki efni á öðru eða
eigi þess engan kost af einhverjum ástæðum að
tryggja sér betra húsnæði blasir við að það sama
muni gerast. Að fólk sem býr í atvinnuhúsnæði, að
ekki sé talað um börn, verði talið annars flokks þjóð-
félagsþegnar.
Það furðulega er, að um þetta er nánast ekki rætt.
Ætla mætti að t.d. borgarstjórn Reykjavíkur eða bæj-
arstjórnir í öðrum sveitarfélögum teldu sér málið
skylt og að á þeim hvíldi nokkur ábyrgð í þessum efn-
um. Alla vega var litið svo á á tímum bragganna. Nú
er að vísu ekki sagt jafn ítarlega frá umræðum í borg-
arstjórn Reykjavíkur í almennum fjölmiðlum og einu
sinni var gert en hafi þessi vanda-
mál verið rædd ítarlega þar hafa
þær umræður ekki náð út til hins
almenna borgara.
Það getur gerzt á skömmum
tíma, að atvinnuhúsnæði, sem fólk
hefur tekið sér búsetu í vegna
þess að það á ekki annarra kosta
völ breytist í fátækrahverfi með öllu því sem því
mundi fylgja. Og það er rétt, sem viðmælandi sjón-
varpsins sem vitnað var til hér að framan sagði að
skömmin er stjórnvalda.
Hvorki Alþingi né sveitarstjórnir geta látið eins og
þessi vandi sé ekki til. Hann er veruleiki. Og þann
veruleika á að ræða í aðdraganda borgarstjórnarkosn-
inga næsta vor og í þeim sveitarfélögum öðrum, þar
sem hann er til staðar.
Við getum ekki sem samfélag leyft okkur að hverfa
aftur til fortíðar í þessum efnum.
Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, hefur
ítrekað vísað til samkomulags, sem gert var á vinnu-
markaði 1965 um byggingu Breiðholtsíbúðanna. Þá
var stórátak gert í húsnæðismálum láglaunafólks. Hið
sama var gert, þegar Verkamannabústaðirnir við
Hringbraut voru byggðir á þriðja og fjórða tug síð-
ustu aldar. Bæjarblokkirnar svokölluðu við Skúlagötu
skiptu miklu máli á sínum tíma.
Nú þarf að gera nýtt átak í sama anda.
Það er of mikið um það að samfélagið í heild leiði
hjá sér vandamál þjóðfélagshópa, sem lítið heyrist í
vegna þess að þeir eiga sér ekki málsvara. Einu sinni
var hægt að ganga út frá því sem vísu að verkalýðs-
samtökin tækju það verkefni að sér. Nú er ekki
ástæða til að hafa uppi ósanngirni í þeirra garð en
augljóst að áherzlur þeirra hafa breytzt.
En með réttu er hægt að segja að kjörnir fulltrúar
fólksins, hvort sem er á Alþingi eða í sveitarstjórnum
eigi að taka mál sem þessi upp af krafti.
Við getum ekki og eigum ekki að láta andrúmsloft
braggaáranna svífa yfir vötnum á ný.
Braggar okkar tíma?
Lélegu íbúðarhúsnæði get-
ur fylgt félagsleg útskúfun
eins og dæmin sanna.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Sveinn Einarsson skrifar umskáldsöguna Ragnar Finnsson
á bls. 187 í nýútkominni bók um
Guðmund Kamban, sem Mál og
menning gefur út: „Helga Kress
hins vegar nánast ber upp á Kamb-
an ritstuld, þegar hún ber saman
brot úr sögu hans og skáldsöguna
My Life in Prison (Fangelsisár mín)
eftir Donald Lowrie. Því er ekki að
leyna að í tilvitnunum hennar eru
sláandi líkindi. Allir þekkja hvernig
höfundar viða að sér efni og hefur
margoft verið bent á hvernig jafn-
ólíkir höfundar og Shakespeare og
Halldór Laxness eigna sér frásagnir
og atburði, án þess að stuld megi
kalla. Sennilega hefur Kamban þó
lesið umrædda bók.“
Öðru vísi mér áður brá. Ég notaði
marga kafla úr æskuminningum
Laxness í fyrsta bindi ævisögu hans
2003 og umritaði þá, vann nýjan
texta úr gömlum. Ég leyndi því
hvergi, enda þekkti öll þjóðin þessar
æskuminningar. Fyrir þetta var ég
ásakaður um ritstuld og hörð hríð
gerð að Háskólanum fyrir að reka
mig ekki úr starfi. Meðal þeirra sem
kröfðust þess að ég yrði rekinn var
aðalyfirlesari Máls og menningar,
Guðmundur Andri Thorsson, en það
fyrirtæki gefur einmitt út bók
Sveins. Munurinn á mér og þeim
Kamban og Laxness var hins vegar,
að ég reyndi hvergi að halda því
fram eins og þeir, að þessir textar
mínir væru sjálfstætt sköp-
unarverk. Ekki rekur mig minni til,
að Sveinn Einarsson hafi komið mér
til varnar. Öðru nær.
Sveinn Einarsson segir nú hinn
hógværasti, að sennilega hafi
Kamban lesið bók Lowries. En laus-
legur samanburður sýnir vel, að
heilu kaflarnir í Ragnari Finnssyni
eru sóttir í bók Lowries. Helga
Kress benti á þetta í bók um Kamb-
an. En eins og hinn ágæti bók-
menntamaður Sveinn Skorri Hösk-
uldsson benti á í ritdómi um bók
Helgu, var athugasemd um þessi
rittengsl á milli Lowries og Kamb-
ans í aðfangaskrá Landsbókasafns-
ins. Taldi hann Helgu seka um það,
sem kallað er rannsóknarstuldur.
Hún léti eins og hún hefði eftir
sjálfstæða rannsókn komist að nið-
urstöðu, sem henni hefði verið bent
á.
Helga mótmælti því harðlega, að
hún hefði vitneskju sína um þessi
rittengsl úr aðfangaskrá Lands-
bókasafnsins. Og allir, sem þekkja
Helgu, vita, að hún hefur gaman af
ritum um þjáningar fanga, svo að
ekkert er líklegra en hún hafi af
sjálfsdáðum lesið bók Lowries og
séð á augabragði rittengslin við bók
Kambans.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Kamban, Kress
og Lowrie