Morgunblaðið - 04.01.2014, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 04.01.2014, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014 Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingran- na. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þun- guð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, er- fiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Stórkostlegt 8 hesta hús í Faxabóli á félgasvæði Fáks. Fæst á mjög sanngjörnu verði. Til sölu Jón Egilsson hrl., sími: 568 3737 – 896 3677 Tímamót nálgast, uppgjör, hinu gamla er hent. Nýir siðir teknir upp, heit unnin, hug- urinn stór. Eftirvænt- ing! Tregi, örvænting, hræðsla. Hvað verður? Fylgi ég með? Verð ég skilinn eftir? Er ég tilbúinn? Get ég eitt- hvað gert? Er ég að missa af einhverju? Markmið eru sett, áföngum er náð, tímamót verða. Fjallið er klifið, toppnum er náð. Þá koma í ljós nýir toppar, ný markmið, nýir áfangar. Þrátt fyrir öll tímamót og fjarlæg markmið sem oft virðast eins og lokatakmark þá heldur lífið áfram. Þrátt fyrir allt mótlæti, torfærur og brekkur, baráttu og ósigra, og jafn- vel þótt ævinni ljúki, já jafnvel þrátt fyrir sjálfan dauðann, sem eru sann- kölluð tímamót, þá heldur lífið áfram. Og ekkert fær það stöðvað. Hamingjan er handan við hornið Þú sem veist hvað þú hefur en veist ekki hvað verður, forðastu ekki framtíð- ina, sláðu henni ekki á frest. Hafðu djörfung til að stíga inn í hana. Því kyrrsetu og stöðn- un fylgir dauði en hreyfingu líf. Þú veist hvað þú hefur en veist ekki hvað verður, vittu hver þú ert og hvað þú vilt. Vittu hvert þú vilt strefna. Sláðu hamingj- unni ekki á frest, hún bíður þín handan við hornið. Demantsperlur Staldraðu við, eitt augnablik og líttu um öxl. Taktu svo reynslu þína, allt það neikvæða og sára sem yfir þig hefur gengið og allt hið ljúfa og jákvæða sem þú hefur upplifað. Settu það síðan í pott minninganna, hrærðu vel í, við rétt hitastig og út- koman verður gegnheilar, gulli- slegnar demantsperlur sem ekkert fær afmáð eða eytt. Perlur sem gera þig að veðraðri og þroskaðri manneskju sem kölluð er til þess hlutverks að miðla í um- hverfinu og til komandi kynslóða. Slípaðar, óafmáanlegar, fallegar og dýrmætar demantsperlur. Festumst ekki í fortíðinni Ekkert ár er án áfalla og ekkert ár er gleðisnautt. Þótt áföllin séu erfið og sár á meðan þau ganga yfir og skilji eftir illgræðanleg sár eða í besta falli ör bæði ljúfra og sárra minninga, þá geta þau engu að síður oft orðið að dýrmætri reynslu þegar frá líður. Minningum sem þú átt og getur byggt framtíðina á og enginn og ekkert megnar frá þér að taka. Gættum þess bara að festast ekki í fortíðinni. Friðarins Guð færi þér framtíð bjarta og eilíft sumar í hjarta. Vertu ekki feiminn við framtíðina Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Forðumst ekki fram- tíðina, sláum henni ekki á frest. Höfum djörfung til að stíga inn í hana. Kyrrstöðu og stöðnun fylgir dauði en hreyfingu líf. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Gott start hjá Bridsfélagi Kópavogs Hjá Bridsfélagi Kópavogs hófst nýja árið með þriggja kvölda Mon- rad-tvímenningi á 10 borðum. Tvö bestu kvöldin gilda til verðlauna og því geta þau pör sem ekki komust fyrsta kvöldið komið inn næst og lát- ið til sín taka. Staða efstu para er þessi. Kristín Þórarinsd. – Loftur Pétursson 58,9% Kristján Snorras. – Ásm. Örnólfss. 58,9% Guðm. Pásson – Ágúst Sigurðsson 58,3% Björk Jónsd. – Jón Sigurbjörnss. 57,6% Björn Halldórss. – Þórir Sigursteinss. 56,3%

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.