Morgunblaðið - 04.01.2014, Page 36

Morgunblaðið - 04.01.2014, Page 36
Húsvörður Húsvörð vantar í stórt fjölbýlishús Starfið felst í eftirliti með húsi og tækjum, þrifi á sameign og lóð og smá-viðhaldi. Iðnmenntun væri kostur. Upplagt fyrir sam- hent hjón. Reglusemi skilyrði. Íbúð fylgir starfinu. Búseta á staðnum skilyrði. Áhugasamir sendi upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf ásamt meðmælum og hjúskaparstöðu á box@mbl.is, merkt: ,, H – 25566”. Haft verður samband við alla. Ráðningartími í febrúar eftir samkomulagi. Nýtt hljóðstúdíó auglýsir Demódiskar - Hljóðupptökur - Hljóðbækur - Útgáfa Tækni- hljóðupptöku- stjórnandi óskast í hlutastarf Ferilskrá óskast Góð enskukunnátta algjörlega nauðsynleg Farið verður með umsóknir og gögn sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur til 15. janúar 2014. Umsókn sendist í pósthólf 1161, 121 Reykjavík merkt Ráðtak ,,Hljóðver” Getum bætt við okkur 2-3 löggiltum fasteignasölum eða sölufulltrúum Við leitum að jákvæðum, sjálfstæðum, árangursdrifnum einstaklingum í fullt starf til að sinna fjörugum fasteignamarkaði. Menntun og hæfniskröfur • Brennandi áhugi og farsæl reynsla af sölu og þjónustu • Keppniskap og metnaður til að ná árangri • Hæfni í mannlegum samkiptum • Rík þjónustulund og nákvæmni í vinnubrögðum Ráðningar standa yfir núna. Sendið starfsferilsskrá á atvinna@domusnova.is Nýbýlavegi 8 - 200 Kópavogi Grétar Hannesson hdl., löggiltur fasteignasali Atvinnuauglýsingar 569 1100 36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014 ✝ Jón Krist-mannsson, fv. verkstjóri, fæddist á Ísafirði 12. maí 1933. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísa- firði 22. desember 2013. Foreldrar hans voru hjónin Krist- mann Jónsson, f. 1. janúar 1906, d. 28. apríl 1961, og Björg S. Jónsdóttir, f. 13. júlí 1911, d. 26. september 1995. Bræður Jóns eru: Guðbjörn, f. 19. októ- ber 1935, Kristmann, f. 24. desember 1939, og Jens Sig- urður, f. 14. febrúar 1941. Hinn 31.12. 1957 kvæntist Jón eftirlifandi eiginkonu sinni, Helgu Huldu Jónsdóttur, f. 23. júlí 1934. Dætur þeirra eru: 1. Kristín, f. 6.5. 1955, eiginmaður hennar er Guðm. Stefán Maríasson og dætur þeirra eru a) Íris María, f. 1979, maki Hrafnkell Mark- ússon, og börn þeirra eru Katla Kristín, f. 2009, og Ari, ulding. c) Gautur Arnar, f. 1993. 4. Margrét Brynja, f. 1.9. 1965. 5. Þórdís, f. 21.2. 1974. Maki hennar er Höskuldur Bragason og dætur þeirra eru a) Aldís Huld, f. 1998, b) Haf- dís Bára, f. 2002. c) Brynja Dís, f. 2005. Barn Höskuldar er Elva Björk, f. 1991. Jón ólst upp við Tangagöt- una á Ísafirði. Gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Ísafjarðar. Hann var síðan á sjó og starf- aði sem lögreglumaður á Ísa- firði frá 1955 til 1961. Þá réð hann sig sem verkstjóri hjá Ís- húsfélagi Ísfirðinga og starfaði þar uns hann lét af störfum ár- ið 1999. Jón var virkur félagi í Oddfellow-reglunni í áratugi og naut þess að starfa í þeim félagsskap. Þá var hann í rúm 40 ár félagi í Sunnukórnum á Ísafirði og síðan einnig í kirkjukórnum. Hann var mikið í íþróttum á yngri árum og var með hesta í mörg ár. Jón var mikill Harðar-púki og lék knattspyrnu fyrir Hörð og ÍBÍ. Hann sat í stjórn Harðar um árabil. Árin 1994-2004 var hann formaður Körfuknatt- leiksfélags Ísafjarðar og vann ötult starf við uppbyggingu körfuknattleiksins á Ísafirði. Útför Jóns fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag, 4. janúar 2013, kl. 11. f. 2013. b) Sara Jóna, f. 1983. Eig- inmaður hennar er Garðar Örn Hin- riksson og eiga þau Stefán Inga, f. 2013. Barn Garð- ars er Birta Dögg, f. 1999. 2. Helga Birna, f. 11.3. 1960. Maki hennar er Gunnar Bjarni Ólafsson. Börn þeirra eru a) Helga Guðrún, f. 1980, maki Vilhelm Harðarson. Börn þeirra eru Tómas Elí, f. 2006 og Sigrún Helga, f. 2011. b) Jón Ólafur, f. 1985, maki Hrafnhildur Ýr Rafnsdóttir. Börn þeirra eru Mikael Rafn, f. 2010, og Helga Birna, f. 2011. c) Atli Þór, f. 1993. 3. Björg Bryndís, f. 12.6. 1962, maki Guðjón Már Þor- steinsson. Börn þeirra eru a) Kristín Hulda, f. 1980, maki Jakob Einar Úlfarsson. Börn þeirra eru Haukur Rafn, f. 2000, Logi Hrafn, f. 2009, og Arnar Thor, f. 2011. b) Thelma Björk, f. 1982, maki Neil Mo- Í dag kveð ég ástkæran föður minn og langar mig að minnast hans með orðum Hugrúnar skáld- konu Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Guð veiti mömmu og allri fjöl- skyldunni styrk í sorginni. Hvíl í friði, elsku pabbi. Kristín (Kiddý). Elsku pabbi minn. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við átt- um, hvort sem það var heima á Seljalandsveginum, í Hestfirðin- um fagra, fyrsti laxinn minn eða fræga hestaferðin okkar með Fagranesinu. Ég er ævinlega þakklát fyrir þær yndislegu stundir sem ég átti með þér. Nú á kveðjustund þakka ég allt er þú hefur kennt mér á lífsleið- inni og vona að þú öðlist eilífan frið. Bið góðan Guð að veita mömmu styrk og frið á þessum erfiðu tímum. Guð geymi þig, elsku pabbi. Þín dóttir, Þórdís. Elsku pabbi, nú er komið að kveðjustund. Það er margs að minnast, sem væri of langt til að setja hér á blað. Ég mun ævinlega vera þakklát fyrir að hafa átt þig sem föður sem ávallt var til staðar fyrir mig og mína, þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa þegar á þurfti að halda, og einnig varstu ávallt tilbúinn að leiðbeina þegar þess var þörf. Við vorum mjög lík ég og þú, þrjósk og áttum erfitt með að gefa eftir, en á milli okkar ríkti alltaf gagnkvæm ást og virðing. Ég mun varðveita þinn karakter, gera hann að mínum og nota til fram- tíðar. Elsku pabbi minn, þú tókst á við erfiðan sjúkdóm og barðist við hann eins og þín var von og vísa. Þar kom upp íþróttamaðurinn, formaðurinn og yfirverkstjórinn sem var alltaf til staðar og hikaði ekki við að láta vita af sér. Svo fór að sjúkdómurinn hafði betur en aldrei gafst þú upp. Við áttum góð samtöl síðustu vikurnar og mun ég ekki gleyma þeim og þínum ráðleggingum. Ég elska þig, pabbi minn, og á eftir að sakna þín mikið. Þín dóttir, Bryndís. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð. Sú þraut var hörð en hljóður nú, í hinsta draumi brosir þú. (J. Jónasson) Björg Bryndís Jónsdóttir. Ástkær tengdafaðir, vinur og veiðifélagi er fallinn frá eftir stutt en erfið veikindi. Þessi myndar- legi, sterki og gegnheili maður er minnisstæður öllum þeim sem kynntust honum á lífsleiðinni. Ég var bara smá púki er ég hitti hann fyrst í Íshúsfélaginu. Það myndi líklegast kallast barnaþrælkun í dag en var sjálf- sagður hlutur þá að við púkarnir færum að vinna snemma ef kost- ur var. Fyrir 40 árum fór ég í alvöru að stíga í vænginn við Kristínu, frum- burð hans. Ég er alveg viss um það að ég var langt því frá að vera fyrsti valkostur hans sem tengda- sonur. Þau Hulda og Jonni tóku mér þó vel og frekar fljótt fór að skapast gagnkvæm virðing sem síðan þróaðist í vinskap. Það er ógleymanlegt hvernig þau hlúðu að barnabörnunum og dætur okkar Kristínar áttu ynd- islegar stundir þegar þær gátu verið á Ísafirði á sumrin. Toppur- inn var að komast á hestbak og svo má ekki gleyma sumarbú- staðnum í Hestfirði en þar höfum við átt yndislegar verslunar- mannahelgar í meira en 30 ár. Þess hafa barnabörnin og barna- barnabörnin notið til fullnustu. Þau Hulda og Jonni voru alltaf til staðar og ávallt var tími til að leika við þau litlu. Það var alltaf sjálf- sagt að taka á móti þeim og vera með þeim í lengri eða skemmri tíma. Jonni var heilsteypt per- sóna, virtur af öllum sem þekktu. Það mátti alltaf treysta því sem hann sagði. Hann var þrjóskur og ekki alltaf hægt að rökræða mikið við hann. Það endaði oftar en ekki með því að á hann kom glott og hann sagði ekkert. Glottið sagði aftur á móti: „Já, þú heldur það. Ég er ekki svo viss.“ Íþróttirnar áttu stóran hlut í lífi Jonna. Hann spilaði fótbolta með Herði og ÍBÍ. Var hann í fyrsta Ísafjarðarliðinu sem náði að kom- ast í efstu deild. Þá stundaði hann fleiri íþróttir og síðar átti hann stóran þátt í enduruppbyggingu körfuboltans á Ísafirði og var for- maður Körfuknattleiksfélags Ísa- fjarðar í 10 ár. Jonni var mikill veiðimaður og var ég lítill bógur miðað við hann er við byrjuðum að veiða saman fyrir um 30 árum. Árnar við Djúp voru hans heimavöllur en síðustu 10 árin náði ég að fara með honum í fjölda af öðrum ám. Upphaflegu veiðitúrarnir voru í Laugardalinn með mökum og börnum. Seinni árin vorum við oftast tveir með konunum auk árlegs karlatúrs í Fáskrúð í Dölum. Það var yndislegt að eyða tíma við árbakka, spjalla og segja sög- ur. Það var ekki æsingur í þessum túrum. Jonni var flinkur veiðimað- ur og miðlaði vel af reynslu sinni. Það voru gæðastundir sem við átt- um við Dagmála og Blámýrarfljót- in í Laugardalnum eða við skemmtilega staði í Langadalnum eins og Hesteyrarfljótið þar sem Jonni náði einum 23 punda laxi. Þá má ekki gleyma föstum liðum eins og spilastundunum að kvöldi veiði- dags. Það er mikill tregi sem sækir að við kveðjustund en ævarandi þakklæti fyrir allt það sem þú gafst af þér til fjölskyldunnar. Elsku Hulda, Guð gefi þér styrk í sorginni. Guðmundur Stefán. Jón Kristmannsson  Fleiri minningargreinar um Jón Kristmannsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.