Morgunblaðið - 04.01.2014, Side 47

Morgunblaðið - 04.01.2014, Side 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014 Að skrifa er að dreyma vak-andi og gera drauminnvaranlegan, yfirfæra hanntil annarra,“ segir sögu- maður hrífandi „skáldættarsögu“ Þórunnar Erlu- og Valdimarsdóttur, Stúlku með maga. Það er Erla Þór- dís Jónsdóttir sem segir söguna, hún veiktist 42 ára gömul af krabbameini og á ekki langt eftir en hefur sest við að lesa bréf, dagbækur og allskyns skjöl um sögu forferða sinna, gögn sem koma úr járnskáp Alexanders afa hennar. Hún nýtur þess að hafa þennan tíma í veikindunum til að líta aftur í tímann. „Ég kýs að líta á það sem forréttindi að fá tíma til að gera upp líf mitt. Frá mínum lík- ama séð er það kostur. Ég veikt- ist 42 ára og losna við hrukkur og kvíðboga ell- innar.“ (20) Erla Þórdís var móðir Þórunnar, sem er því að segja sína eigin ættarsögu og bætir forskeytinu „skáld“ þar við, enda gefur hún sér fullt og þarft frelsi til að sviðsetja atburði, skapa samtöl og koma með allrahanda hugleiðingar inn í sögu fólksins. Og hún gerir það líka afskaplega vel því þetta er gríp- andi frásögn og persónurnar lifna á síðunum, með drauma sína, þrár og glímu við blákaldan veruleikann. Þá er frásögnin prýdd ljósmyndum af fólkinu sem kemur við sögu, teikn- ingum og myndum af hlutum sem minnst er á. Allt kemur þetta úr járnskápnum sem geymir fortíðina. Höfundurinn dregur upp ættartré sem nær aftur á nítjándu öldina, á Snæfellsnesið, og fólkinu fylgir lítill dreki, „ósýnileg ljósvera“, sem er ættarfylgja. Járnskápurinn kemur frá Alexander afa sögukonunnar og hann er nokkuð fyrir miðju í fyrri hluta frásagnarinnar, ásamt fólkinu sem stóð honum næst fyrir vestan, og það er litskrúðugt og forvitnilegt persónugallerí sem skrifað er um af hlýju og fallegum skilningi. Þar koma meðal annars við sögu langa- langafinn Þorleifur í Bjarnarhöfn sem var svo skyggn að hann gat séð yfir til Noregs og Kaupmannahafnar „eftir pöntun“, ríkir óðalsbændur, kvennamenn og drykkjumenn. „Á maður að gleypa þessar sögur í heilu lagi, af því að maður vill trúa þeim?“ spyr sögukonan og drífur lesandann áfram og við trúum öllu, hún skrifar sig „í ham, skrifa mig inn í sögu ættarinnar, mína sögu, allt vill vera saga eins og allt vill vera líf ef það má,“ segir hún. Stokkið er fram og aftur í tíma og smám saman færumst við inn í sam- tímann, Alexander afi flytur að vest- an þegar atvinnuástand versnar og kemur sér fyrir í höfuðstaðnum, og þá breytir heldur um svip og fyrir miðju verður saga foreldra Erlu Þórdísar og hennar sjálfrar. Hún var eina barn þeirra og hjónin áttu ógn- vekjandi leyndarmál, voru sýkt af sýfilis, sjúkdómi sem ekki mátti nefna. Sögukonan gengur í Mennta- skólann í Reykjavík, eignast unnusta og síðan barn meðan hún er enn þar í námi, Andstyggilegt er að lesa um framkomu rektorsins við útskriftina þegar hann tekur ekki í höndina á henni eins og öðrum nýstúdentum: „hryllingsmómentið. Refsingin. Nið- urlægingin,“ skrifar hún. Líka er víða komið við í þessum seinni hluta frásagnarinnar; til að mynda eru eftirminnileg samskipti Erlu við systkinin á Gilsbakka þar sem hún var í sveit á sumrin. „Bréf eru gluggar að fortíð, sem ramma inn sögur,“ segir á einum stað í bókinni, og aðdáunarvert er að sjá hvað höfundurinn hefur unnið á forvitnilegan og hrífandi hátt úr bréfum og skjölum fjölskyldunnar. Ekki einungis lifnar fólkið á síðunum heldur er heimur þeirra vel und- irbyggður og vísað í forvitnilegar og sögulegar staðreyndir af ýmsu tagi. Þetta er löng bók, á fimmta hundrað síður, og hefði mátt skerpa á frásögninni á einhverjum stöðum. En hún er afar áhugaverð og vel stíl- uð, og hefur höfundurinn með henni reist forfeðrum sínum fagran og lík- lega varanlegan minnisvarða. Morgunblaðið/Ómar Þórunn „…aðdáunarvert er að sjá hvað höfundurinn hefur unnið á for- vitnilegan og hrífandi hátt úr bréfum og skjölum fjölskyldunnar,“ segir rýnir. „Bréf eru gluggar að for- tíð, sem ramma inn sögur“ Skáldverk Stúlka með maga – skáldættarsaga bbbbn Eftir Þórunni Erlu- og Valdimarsdóttur. JPV forlag, 2013. 441 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Sýningum lýkur brátt hjá Leikfélagi Reykja- víkur annars vegar á söngleiknum Mary Poppins í leikstjórn Bergs Þór Ingólfs- sonar og hins vegar Jeppa á Fjalli eftir Ludvig Holberg í leik- stjórn Benedikts Erl- ingssonar. Samkvæmt upplýsingum frá LR eru sýningarnar tvær vinsælustu uppfærslur Leikfélagsins frá sein- asta leikári. Mary Poppins hefur sett nýtt aðsóknarmet í 117 ára sögu LR, en yfir 64.000 gestir hafa séð sýninguna. Jeppi á Fjalli flyst yfir á stærra svið í Gamla bíói til að anna eft- irspurn og verður sýnt þar út janúar. Sýningum fer að ljúka Vinsæl Guðjón Davíð Karlsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir í Mary Poppins. Ljósmynd/Grímur Bjarnason HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið Þingkonurnar (Stóra sviðið) Lau 4/1 kl. 19:30 4.sýn Mið 15/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 24/1 kl. 19:30 Mið 8/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 16/1 kl. 19:30 Fim 9/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 17/1 kl. 19:30 Jólafrumsýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Englar alheimsins (Stóra sviðið) Lau 18/1 kl. 19:30 61.sýn Fim 23/1 kl. 19:30 63.sýn Fim 30/1 kl. 19:30 Mið 22/1 kl. 19:30 62.sýn Mið 29/1 kl. 19:30 Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús. ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 5/1 kl. 13:00 24.sýn Sun 19/1 kl. 13:00 26.sýn Sun 12/1 kl. 13:00 25.sýn Sun 26/1 kl. 13:00 27.sýn Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum! Pollock? (Kassinn) Fös 10/1 kl. 19:30 Lau 11/1 kl. 19:30 Sun 12/1 kl. 19:30 Vel skrifað verk og frábærir karakterar. Aukasýningar komnar í sölu! Englar alheimsins (Menningarhúsinu Hofi) Fös 10/1 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 15:00 Englar alheimsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í janúar! Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 4/1 kl. 13:30 Lau 18/1 kl. 13:30 Lau 4/1 kl. 15:00 Lau 18/1 kl. 15:00 Síðustu sýningar fyrir jól - sýningar hefjast aftur í janúar. Sveinsstykki (Stóra sviðið) Fös 10/1 kl. 19:30 Aukas. Aukasýning í janúar. Ekki missa af Arnari Jónssyni í þessum einstaka einleik. Lúkas (Kassinn) Lau 4/1 kl. 19:30 Sun 5/1 kl. 19:30 Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Jeppi á Fjalli – síðustu sýningar Mary Poppins (Stóra sviðið) Lau 4/1 kl. 13:00 Lau 18/1 kl. 13:00 Sun 26/1 kl. 13:00 Sun 5/1 kl. 13:00 Sun 19/1 kl. 13:00 Fim 30/1 kl. 19:00 Sun 12/1 kl. 13:00 Fös 24/1 kl. 19:00 Fös 17/1 kl. 19:00 Lau 25/1 kl. 13:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Síðustu sýningar! Jeppi á Fjalli (Gamla bíó) Fös 10/1 kl. 20:00 Mið 15/1 kl. 20:00 Lau 18/1 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 20:00 Fim 16/1 kl. 20:00 Sun 19/1 kl. 20:00 Sun 12/1 kl. 20:00 Fös 17/1 kl. 20:00 Flytur í Gamla bíó í janúar vegna mikilla vinsælda. Síðustu sýningar! Hamlet (Stóra sviðið) Fös 10/1 kl. 20:00 fors Fim 16/1 kl. 20:00 3.k. Lau 25/1 kl. 20:00 aukas Lau 11/1 kl. 20:00 frums Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Sun 12/1 kl. 20:00 2.k Sun 19/1 kl. 20:00 5.k. Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Mið 15/1 kl. 20:00 aukas Fim 23/1 kl. 20:00 6.k. Sun 2/2 kl. 20:00 Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýjir tímar, nýr Hamlet. Óskasteinar (Nýja sviðið) Fös 31/1 kl. 20:00 frums Fim 13/2 kl. 20:00 7.k Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Lau 1/2 kl. 20:00 2.k Fös 14/2 kl. 20:00 aukas Þri 25/2 kl. 20:00 15.k Sun 2/2 kl. 20:00 3.k Lau 15/2 kl. 20:00 8.k Fös 28/2 kl. 20:00 16.k Þri 4/2 kl. 20:00 4.k Sun 16/2 kl. 20:00 9.k Sun 2/3 kl. 20:00 17.k Lau 8/2 kl. 20:00 aukas Þri 18/2 kl. 20:00 10.k Þri 4/3 kl. 20:00 18.k Sun 9/2 kl. 20:00 5.k Mið 19/2 kl. 20:00 11.k Mið 5/3 kl. 20:00 19.k Þri 11/2 kl. 20:00 6.k Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Sun 9/3 kl. 20:00 21.k Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla Refurinn (Litla sviðið) Lau 4/1 kl. 20:00 Mið 8/1 kl. 20:00 Sun 5/1 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00 Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt. Síðustu sýningar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.