Morgunblaðið - 04.01.2014, Page 52

Morgunblaðið - 04.01.2014, Page 52
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 4. DAGUR ÁRSINS 2014 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Byrjuð með Jóni Bjarnasyni 2. Adolf ekki lengi án atvinnu 3. Leita að Brynju Mist 4. Hannaði tenntan klakabrjót  Tríóið Skarkali heldur síðdegistón- leika í Þjóðmenningarhúsinu í dag kl. 16. Tríóið mun leika frumsamda djasstónlist eftir Inga Bjarna og er fjölbreytnin þar í fyrirrúmi, að sögn meðlima. Í september síðastliðnum kom tríóið fram sem fulltrúi Íslands á tónlistarhátíðinni Young Nordic Jazz Comets í Þrándheimi í Noregi en til- gangurinn með henni er að kynna unga og efnilega djasstónlistarmenn. Tríóið skipa Ingi Bjarni Skúlason sem leikur á píanó, Valdimar Olgeirsson sem leikur á bassa og Óskar Kjart- ansson sem leikur á trommur. Ingi Bjarni og Valdimar stunda framhalds- nám í djasstónlist í Hollandi. Skarkali leikur fjöl- breytta djasstónlist  Bandaríski djassgítarleikarinn og tónskáldið Rory Stuart heldur tónleika í salnum Kaldalóni í Hörpu á þrett- ándanum, 6. janúar, kl. 17, ásamt trommuleikaranum Scott McLemore, bassaleikaranum Þorgrími Jónssyni og saxófónleikaranum Sigurði Flosa- syni. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og að þeim standa bandaríska sendiráðið á Íslandi, Fulbright- stofnunin og tónlistar- og ráðstefnu- húsið Harpa. Stuart býr og starfar í New York og hefur hlotið mikið lof fyr- ir leik sinn og tónsmíðar. Hann hefur leikið með mörgum virtum djass- tónlistarmönnum, m.a. Charlie Rouse og Billy Harper. Rory Stuart leikur á tónleikum í Kaldalóni FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR Á sunnudag Austan 8-13 m/s og dálítil rigning eða slydda með köflum, en norðaustan 13-18 og snjókoma á Vestfjörðum. Hvessir víða um kvöldið. Hiti kringum frostmark. Á mánudag og þriðjudag Norðaustanátt, 15-23 m/s, hvassast norðvestantil. Úrkomu- lítið suðvestantil, annars rigning eða slydda, en snjókoma í innsveitum og á Vestfjörðum. „Fyrsta æfingin hjá Solskjær var ró- leg enda leikur á morgun (í dag). Hann var sjálfur með í reitaboltanum en ekki í mínum reit svo ég sá ekki hvort hann sýndi gamla takta,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunn- arsson, leikmaður velska liðsins Cardiff, við Morgunblaðið í gær en Ole Gunnar Solskjær er orðinn knatt- spyrnustjóri félagsins. »1 Fyrsta æfingin hjá Solskjær var róleg Aron Pálmarsson var hetja Íslands í fyrsta leik liðsins á fjögurra landa móti í Þýska- landi í gær en hann tryggði strákunum okkar sigur á Rússlandi, 35:34, með síð- asta skoti leiksins. Mótið er liður í undirbúningi Íslands fyrir EM í Danmörku. Vegna meiðsla í herbúðum ís- lenska liðsins fengu yngri menn tækifæri og stóðu sig flestir vel. »2 Ísland vann Rúss- land í fyrsta leik Frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur ekki keppt í hálft annað ár vegna þrálátra meiðsla. Hún var komin af stað í ágúst en þá tók brjósklos í baki sig upp að nýju. „Það má segja að ég sé eiginlega bara í sömu sporum og þegar þú ræddir við mig fyrir rúmu ári. Þetta er búið að fara svo- lítið í hring,“ segir Helga Margrét. »4 Helga Margrét í sömu sporum og fyrir ári Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Við höfum tekið í spil, farið í heim- sókn, hitt fólk og horft á sjónvarpsefni sem við eigum á flakkaranum,“ segir Sigurður Þór Guðmundsson, bóndi í Holti í Þistilfirði. Útsendingar Ríkisútvarpsins hafa legið niðri á stórum svæðum norð- austantil á landinu frá því á gaml- ársdag. Sigurður var þó einn af þeim sem gátu notað netið til að horfa á ára- mótaskaupið og fylgjast með fréttum. Í fyrradag rofnaði þó allt net- samband þar sem 48 metra mastur á Viðarfjalli í Þistilfirði féll til jarðar vegna ísingar. Sigurður segist þó ekki gráta sam- bandsleysið. „Þetta er í lagi í smátíma en maður vill þó fá að vita hvenær þetta kemst í lag. Ætli það taki ekki einhvern tíma þar sem oftar en ekki vakna spurningar um hverjir eigi að bera kostnaðinn af tjóninu.“ Hægt er að hlusta á fréttir í gegn- um langbylgju Ríkisútvarpsins en miklir skruðningar eru og því ekki freistandi að hlusta á það til lengdar, að sögn Sigurðar. „Við erum fámenn hér í sveitinni og ekki frek, fyrir vikið viljum við gleymast. Kannski verður breyting þar á núna,“ segir Sigurður sposkur og bendir á að stóru fjarskiptafyrir- tækin bjóði ekki upp á háhraðanet- tengingu í sveitina. Hann kaupi netið af Magnavík, fyrirtæki á Kópaskeri. Það netsamband hefur verið stöðugt í gegnum tíðina. „Það sendur samt aldrei á að auglýsingabæklingar frá stóru fjarskiptafyrirtækjunum berist til okkar, þar sem auglýst eru ljósnet og ljósleiðari.“ Sigurður segir að þegar til kast- anna kemur sé þetta hins vegar ekki í boði, þrátt fyrir að ljósleiðari liggi í gegnum jörðina hans. „Þetta er hálf- hjákátlegt.“ Sigurður býr í Holti ásamt konu sinni, Hildi Stefánsdóttur, og þremur börnum; Stefáni Pétri, tíu ára, Ólafi Ingva, átta ára, og Ásu Margréti, fjögurra ára. Þau eru sauðfjár- bændur og með hænur og hesta til heimabrúks. Gott að eiga góða nágranna „Við fórum í heimsókn á Gunn- arsstaði í gær [fimmtudag] og þá gat ég séð þáttinn Innsæi sem ég hef fylgst með. Ég vona að ég missi held- ur ekki af Castle, sem er á þriðjudög- um á RÚV. Annars er ekkert voða- lega slæmt að vera ekki með sjón- varp,“ segir Stefán Pétur Sigurðsson í Holti, tíu ára. Þá hefur ný leikjatölva verið brúk- uð undanfarið sem og tekið í spil með fjölskyldunni. Stefán er enn í jólafríi og segist njóta þess að vera heima enda alltaf næg verkefni í sveitinni. Á bænum eru fimm tveggja vikna gamlir hvolpar. Spurður hvort hann fái að halda einum eftir segir hann það eiga eftir að koma í ljós en annars þyki honum erfitt að velja því þeir séu allir svo fallegir. Taka í spil í sjónvarpsleysinu  Útsendingar RÚV legið niðri víða norðaustantil frá því á gamlársdag Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Fjölskyldan í Holti í Þistilfirði Sigurður Þór Guðmundsson og Hildur Stefánsdóttir ásamt sonum sínum þeim Stefáni Pétri og Ólafi Ingva og frænda þeirra Jóhanni Ingva Benediktssyni, sem var í heimsókn, kippa sér ekki mikið upp við sjónvarpsleysið. Heimasætan Ása Margrét var ekki heima að þessu sinni. Útvarpsútsendingar Rásar 1 og Rásar 2 komust í lag á norð- austurhorni landsins síðdegis í gær. Vodafone sér um rekstur búnaðar sem var uppi í mastr- inu sem féll og var lögð mikil áhersla á útvarpsútsending- arnar. Unnu viðgerðarmenn að því í allan gærdag og tókst að koma útsendingum í samt lag fyrir kvöldfréttir Ríkisútvarps- ins. Lengra er í að hliðrænar sjónvarps- útsend- ingar komist í lag. Í útvarpinu heyrðist á ný VIÐGERÐ BAR ÁRANGUR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 10-15 m/s en 15-23 norðvestantil. Rigning eða slydda norðan- og austantil og snjókoma á Vestfjörðum, en annars þurrt að kalla. Hiti 0 til 7 stig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.